Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
17
í þoku
vindar
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Hannes Sigfússon:
UÓÐASAFN.
Myndir eftir Kjartan Guðjónsson.
Iöunn 1982.
í Viðtölum og eintölum, löngu
ljóði sem birtist í Sprek á eldinn
(1961) yrkir Hannes Sigfússon:
Við sitjum auðum höndum
sjáum tímann fletta biöðum
dags og nætur, líður best
í Ijósaskiptunum
Síðar segir:
Við erum meðal hinna dauðu
minjagripa á sýningu dagsins
— folir steingervingar
stjörf líkneski
Og að því kemur að skáldið
kveður sterkt að orði um kynslóð
sína: „Orð okkar væru helst yfir/
skilvitlegur skáldskapur." Það eru
tímamót framundan: „Nei nú er
tímabært að andæfa/ að stinga
við árum.“
Viðtöl og eintöl leiða í ljós vilja
skáldsins til stefnubreytingar í lífi
og list, enda sér hennar merki í
Sprek á eldinn og ekki síður í Jar-
teikn (1966) þar sem ort er skorin-
ljósri
vefa
ort um samtíðina, heimsósóma-
kvæðum fjölgar. í örvamæli
(1978) er enn hvatt til baráttu.
Lokaerindið í Samúð er til dæmis
svona:
Kkkert er hlyrra en samúð
snyrtilega unnin og þæfð í belgvettlinga
þegar veruleikinn krefur þig um annað
en vettlingatök
Svo oft hefur undirritaður fjall-
að um skáldskap Hannesar Sig-
fússonar (sjá m.a. íslensk nútíma-
ljóðlist, 1971) að hér verður ekki
gerð nein úttekt á skáldinu. En
öllum ætti að vera ljóst sem lesa
Ljóðasafn hans að þar fer eitt af
okkar helstu skáldum; þetta er
bók auðug af skáldskap og til-
komumiklum myndum og hljómi.
Dymbilvaka (1949), endurskoðuð
(1954) og Imbrudagar (1951) eru
meðal áhrifameiri verka samtíma-
ljóðlistar hér á landi, báðar lýsa
sundraðri heimsmynd, geigvæn-
legri lífssýn. í Imbrudögum er
súrrealískt myndmál áberandi, en
líka viðleitni til að átta sig í
„vöiundarhúsi tímans" þótt dag-
arnir „flökti við gluggana". Mynd-
rík ljóð Hannesar eiga sér marga
kosti, en best tekst honum að mála
angistina og veðrabrigði hugans:
„I þoku ljósri vindar vefa/ úr viði
feysknum bleikan eld.“
Ilannes Sigfússon
Fremst í Ljóðasafni eru nokkur
stök ljóð sem Hannes kallar Laus
kvæði og vísur. Meðal þeirra eru
Haustljóð, ort 1946 og Borgarnótt-
in, ort 1947. Þessi ljóð eru bæði
eftirminnileg, ekki síst vegna þess
að þau boða það sem koma skal.
Nótt mannsins á jörðinni verður
Hannesi snemma hugleikin. I
Haustljóði er ort um „nætur sem
líða hægt eins og haltur leiði/
helsáran vin að gröf“ og í Borg-
arnóttinni „nótt sem fellur í haf/
af hrollköldu ljósi".
En frá myrkri lífssýn hafa ljóð
Hannesar Sigfússonar þróast í þá
átt að koma auga á manninn og
jörð sem er „nákomin", getur verið
„ný og lokkandi" eins og stendur í
Vetrarmyndum úr lífi skálda
(Sprek á eldinn), einu besta ljóði
hans. .
Ljóðasafn Hannesar Sigfússon-
ar er með myndum eftir Kjartan
Guðjónsson og sannar Kjartan
þar enn á ný hve vel honum lætur
að skreyta bækur.
Ósvikin gamansaga
Bókmenntír
Erlendur Jónsson
Sæmundur Guövinsson:
VIÐ SKRÁARGATIÐ. 132 bls.
Vaka. Reykjavík 1982.
Sæmundur Guðvinsson hefur lík-
ast til verið settur að ritvélinni
strax og hann sá þessa heims ljós.
Stíll hans er eðlilegur og fyrirhafn-
arlaus eins og andardráttur manns.
Sæmundur er einn margra sem
hefja ritferil í blaðamennsku en
færa sig svo yfir á skáldskaparsvið-
ið. Það hefur í för með sér tiltekna
hagræðing: Maður losnar við þá
hugraun að skrifa lengi fyrir körf-
una sem svo mörg skáld mega reyna
áður en sú þjálfun næst í stíl og
framsetningu að útgefandi sjái sér
hag í að taka handrit til útgáfu.
Við skráargatið er samsafn laus-
tengdra þátta — skáldsaga þar sem
hver kafli er í raun og veru sérstök
saga. Efnið er út af fyrir sig ekki til
að halda fyrir manni vöku. Sagan
er sögð í fyrstu persónu, söguþulur
er í frásögninni »ég«. Hann er mað-
ur yngri en miðaldra, kvæntur og á
tvö börn, unglingstelpu og dreng á
óvitaaldri. Daglega lífið silast
áfram með öllum sínum tilbrigðum,
vinnu, hvíld, fjárhagsáhyggjum,
ferðalögum og skemmtunum. Hjón-
in skipta um íbúð, konan fer í bæ-
inn með dótturinni að kaupa á hana
buxur, söguþulur skellir sér til
London og þannig mætti lengi telja.
Allt er þetta skoðað í hæfilega
ýkjukenndum spéspegli.
Það er ærinn vandi að skrifa svo
um lítið efni að úr því verði mikið
en það tekst Sæmundi Guðvinssyni
í þessari bók að mínum dómi. Sögu-
þulur er stundum dálitill hrakfalla-
bálkur í huganum, t.d. í leikhúsi í
London þar sem hann fær sæti við
hliðina á töfrandi fallegri og ungri
frú sem er svo altilleg við hann að
hann heyrir ekki betur en hún sé að
gefa sér undir fótinn. — Spennandi
saga sem fær óvæntan endi! Karp
hjónanna um verðbólguna er dæmi-
gert fyrir þá geðflækju sem póli-
tikin veldur venjulegu fólki nú á
tímum sem skilur hvorki upp né
niður í vitleysunni. Hver á t.d. sök á
þessu öllu saman? »Á að reka raf-
magnsstjórann?*
í stöku kafla þykir mér höfundur
sprella einum of mikið fyrir minn
smekk, svo sem í »Handbók fyrir
flugfarþega.* Annars er hér á ferð-
inni allt í senn: glens og gaman,
sem maður hlær að, og alvarlegri
húmor sem kemur manni ekki til að
hlæja en situr eftir í undirvitund-
inni að lestri loknum. Veigur frá-
sagnarinnar er fyrst og fremst fólg-
inn í stílnum.
Sæmundur skrifar skemmtileg
samtöl, hnyttin, klár og lík því sem
fólk talar dagsdaglega. Einkum
þykja mér minnisstæð samtöl sögu-
þular og eiginkonunnar: hann hæg-
ur og rólegur og líklega dálítið lat-
ur, hún drífandi og ákveðin og
stundum ekki laus við að vera lítið
eitt snefsin. Annars gerist sagan
mestan part í hugarfylgsnum sögu-
manns sem er gæddur fjörlegu
ímyndunarafli og ímyndar sér
stundum rétt en stundum líka
rangt. Eins og títt er snúast hug-
renningar hans tíðast um eigin
vanda sem hann miklar ósjaldan
fyrir sér. Allt slampast þó einhvern
veginn af að lokum.
Það er veruleg tilbreyting að
þessari skáldsögu þar sem gaman-
sögur hafa ekki átt upp á pallborð-
ið, hvorki hjá lesendum né gagn-
Eitthvað
Bókmenntir
Sveinbjörn I. Baldvinsson
ísak Harðarson:
ÞRIGGJA ORÐA NAFN
Ljóð, 102 bls., Almenna bókafélagið.
Þessi bók hlaut viðurkenningu í
bókmenntasamkeppni sem Al-
menna bókafélagið efndi til á 25
ára afmæli sínu í fyrra og hún á
það skilið. Mér finnst þetta ekki
vegna þess að öll ljóðin i þessari
dálítið of stóru ljóðabók séu stór-
kostleg, heldur vegna þess að hér
er á ferðinni höfundur sem hefur
eitthvað að segja og gerir það. Það
er greinilegt að Isak er mikið niðri
fyrir og þessi ljóð virðast skrifuð
af mikilli þörf. Þetta eru skrifleg-
ar tilraunir ungs manns til að átta
sig á heiminum og lífinu og hvort
það sé eitthvert vit eða tilgangur í
þessu öllu. Efniviðurinn er sem
sagt ekki smávægilegur og það er
nú aldrei verra.
Bókin skiptist í þrjá kafla sem
bera einkar afgerandi heiti: Villi-
| götur, Afvegir og Vegurinn til
Sunnuhlíðar. Hér er á ferðinni
ljóðabók þar sem höfundur lýsir
leit sinni að hugarró, einhvers
konar, tilgangi og þar fram eftir
götunum og gefur í skyn í lokin að
sú leit hafi borið árangur. Fer ekki
hjá því að bókarlokin minni á trú-
arlegan kveðskap að þessu leyti,
en þar segir m.a. í ljóðinu „Myrkur
og fólk“:
l>að er fólk úti
og fólkid er fullt af myrkri.
myrkrinu í þér og mér
— alls konar myrkri.
Sæmundur Guðvinsson
rýnendum, undanfarin ár. Félags-
málaþvælan og pólitíkin hefur verið
svo ágeng að menn hafa ekki leyft
sér að brosa út í annað hvað þá
meir. Sama máli gegnir í raun og
veru um aðrar listgreinar, vilji
menn t.d. skemmta sér ærlega við
að horfa á kvikmynd verður að
draga fram Chaplin eða Harold
Lloyd.
Vonandi kemur að því að heimur-
inn taki gleði sína á ný. Rithöfund-
ur sem skemmtir fólki á græsku-
lausan hátt — eins og Sæmundur
Guðvinsson gerir í þessari bók — á
þakkir skildar. Þetta er ósvikin
gamansaga.
að segja
Og myrkrid í fólkinu
breytist í gegnum tímann:
l>að þynnist og þynnist.
uns það verður að UOSl.
Og UÓSIÐ í MANNINIM
mun skáka sólinni.
Þegar á heildina er litið eru
ljóðin í bók ísaks mjög miklu nær
því að vera orð heldur en myndir.
Isak Harðarson
Ljóðin fjalla um hugmyndir og
hugsanir, þau greina frá fremur
en að lýsa, eða bregða upp mynd
af. Það er auðvitað einstaklings-
bundið hvort fólki fellur betur.
Mér falla myndræn ljóð betur. Það
er kannski vegna þess að ef ljóð
eru ekki myndræn þarf hugsun
þeirra að vera ákaflega sterk og
djúp til þess að manni finnist þau
ekki vera gamlar klisjur.
Mér finnst ekki að ljóðin í þess-
ari bók séu neitt afskaplega djúp
að speki til. Mér finnst ég þekkja
aftur ýmsar hugleiðingar sem
lágu þungt á manni þegar maður
var í menntaskóla og manni
fannst maður þurfa að tjá sig um,
rétt eins og Steinn og hinir.
Mér finnst Isak takast best upp
þegar hann verður dálítið per-
sónulegur eða hefur altént eitt-
hvert „ég“ í ljóðinu. Hinar breiðu
speglasjónir um „alltið“ og „ekk-
ertið" og það, þykja mér svolítið
slitnar:
1 upphafí var ekkert,
og ekkerl vard aó engu,
og ekkert
ert þú.
Nú er ég búinn að eyða nokkrum
línum í að tína til það sem mér líst
lítt eða ekki á í bókinni, en þar er
líka allmargt sem mér finnst gott.
Ég nefni ljóð eins og „Hugtök" og
„Endalok séð fyrir". í báðum þess-
um ljóðum örlar nefnilega á veru-
legum frumleika. Mér finnst ekki
að ég hafi séð þetta áður. Hér
kemur ljóðið „Endalokin séð
fyrir“:
Öll tæki
Bókmenntír
Jóhanna Kristjónsdóttir
Trausti Olafsson: Á leið til annarra
manna. Hvernig fjölfotluð stúlka
rauf tjáningarfjötra sína.
Útg. Iðunn 1982.
Þetta er ekki fyrirferðarmikil
bók, né heldur lætur hún mikið
yfir sér, en hún er áhrifamikil
skýrsla um einstakan dugnað og
hugsjónir ungs kennara, Trausta
Ólafssonar, sem með þrotlausu og
óeigingjörnu starfi, komst að því
að ung fjölfötluð stúlka, vistmað-
ur á Kópavogshælinu, Sigríður
Ósk Jónsdóttir, reyndist vera stór-
greind og fróð, fluglæs án þess að
nokkur vissi, vel að sér um ótrú-
ná tilgangi sínum
legustu hluti og hagmælt í ofaná-
lag.
Bók Trausta sem væntanlega er
nærtækt að kalla eins konar
skýrslufrásögn, dregur upp mjög
lifandi mynd af samstarfi hans og
stúlkunnar og sýnir, að hann fer
fljótlega að gruna, að í þessum
fatlaða líkama búi stórvitur og
þroskuð sál — og þó hafði stúlkan
áður verið greind niður á örvita-
stig. Það út af fyrir sig er
athyglisvert rannsóknarefni; og
trúlegt að ýmsum foreldrum
þroskaheftra barna detti í hug, að
kannski búi meira í börnum þeirra
en fram að þessu hefur verið hald-
ið. Um það er auðvitað ógerningur
að segja, enda tilfellin sjálfsagt
jafn ólík og mismunandi og þeir
einstaklingar sem eiga í hlut. En
væntanlega verður árangur
Trausta og Sigríðar Óskar til þess
að málefni þroskaheftra og fjöl-
fatlaðra verða skoðuð í dálitið
öðru Ijósi í framtíðinni.
Það er bæði indælt og fróðlegt
að lesa seinni kafla bókarinnar,
þegar Sigríður Ósk hefur náð
valdi á að tjá sig og sjá hversu
margbreytilegan orðaforða telpan
hefur, lúmskt skopskyn hennar
leynir sér heldur ekki.
Ég hefði kosið að Trausti gerði
ítarlegar grein fyrir fötlun Sigríð-
ar Óskar í upphafi og einnig hefði
verið gott að vita hvaða leiðsögn
hún hafði fengið fram að þeim
tíma sem leið unz þau fóru að
starfa saman. Þetta hefði gert
myndina af stúlkunni enn skýrari,
a.m.k. fyrir leikmann sem tak-
markaða þekkingu hefur á fjöl-
fötlun, aðra en þá sem beinlínis
liggur í augum uppi.
Hvað sem þessum annmarka
líður, er bókin ákaflega athyglis-
verð, læsileg og hlý. Og víst er
þetta ævintýri líkast. Afar fallegu
ævintýri líkast.
Kins og snarrugluð Huga.
sem vaknar um midjan vetur
og hrekst fyrir helvíti norðanstormsins
að upplýstum \erslunarglugga.
þar sem jólaseríurnar blikka í hrönnum.
eins og raftengdar vetrarbrAitir;
mun ég sjá tilganginn
áður en ég tek síðasta andvarpið
og krókna í desembernóttinni.
Ég vona að ísak sé enn að
skrifa, því ljóð hans eiga erindi á
prent. Ég er ekki sannfærður,
hvað varðar öll ljóðin í þessari
bók, en ég held að í þeirri næstu
gæti verið mikill fengur. Ef sú spá
mín rætist, þá, en heldur ekki
f.vrr, mun ég óska þjóðinni til
hamingju með að hafa eignast
nýtt skáld. Það sem gerir þessa
ljóðabók merka og áhugaverða er
sú einlægni og það kærkomna
óttaleysi gagnvart því að tala um
tilfinningar sem einkennir hana.
Sú næsta verður vonandi enn betri
skáldskapur.