Morgunblaðið - 20.11.1982, Page 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
260. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Getur krabbamein
stafað af veirum?
New York, 19. november. Al*.
SAMBANDIÐ milli ákvcðinnar tegundar krabbameins í mönnum og
nýfundinnar veiru er svo sterkt, að blóðbankar ættu skilyrðislaust að
kanna hvort veiran finnst í því blóði, sem þeir hafa yfir ráða hverju
sinni. I'að voru nokkrir bandarískir vísindamenn, sem héldu þessu
fram nú í vikunni en þeir fundu veiruna í rannsóknum sínum á krabba-
meini.
Dr. Robert Gallo, sem starfar
við bandarísku krabbameins-
stofnunina, sagði, að endanlegar
sannanir væru að vísu ekki fram
komnar en þrátt fyrir það væri
hann og samstarfsmenn hans
vissir í sinni sök. Veiran veldur
að sögn sérstakri tegund af
hvítblæði, sem er krabbamein í
hvítu blóðkornunum. Þau hafa
því hlutverki að gegna að vinna
gegn sýkingu í líkamanum en
þegar veiran sest að í þeim fara
þau að skipta sér stjórnlaust.
Þessi krabbameinstegund er
fremur sjaldgæf í Bandaríkjun-
um en algeng í Japan og á sum-
um eyjum í Karabíska hafinu.
Vitað er um margar veirur,
sem valda krabbameini í dýrum,
en þetta er í fyrsta sinn, að sögn
Gallos, sem leidd hafa verið lík-
indi að því, að veirur getið valdið
krabbameini í mönnum einnig.
Fyrrnefnd tegund hvítblæðis og
nokkrar aðrar krabbameinsteg-
undir virðast stundum koma upp
á sérstökum svæðum, sem bend-
ir til, að þær geti verið smitandi.
Gallo spáði því, að strax á
næsta ári yrði farið að kanna
allt blóð í bandariskum blóð-
bönkum til að koma í veg fyrir
hugsaniegt smit.
Líbanon:
Habib reynir að koma
erlendum her á brott
Fegurstu konur heims
Beirút, 19. nóvember. AP.
ÍSRAELSKUR hermaður var skotinn til bana og tveir aðrir særðir þegar
ráðist var á þá í hafnarborginni Sídon í Líbanon í dag. Philip C. Habib,
sendimaður Bandaríkjaforseta i Miðausturlöndum, kom í dag til Líbanon til
að reyna að koma af stað að nýju viðræðum um brottflutning erlendra herja
frá landinu.
Ungfrú Mariasela Alvarez, 22ja ára gömul stúlka frá Dóminíkanska lýðveldinu, var í fyrrakvöld kjörin fegursta kona
heims í Royal Albert Hall í Lundúnum og sést hér skarta kórónunni sem titlinum fylgir. Á hægri hönd henni er
Ungfrú Finnland, Sari Kaarna Aspholm, sem varð önnur í keppninni, og á vinstri hönd Mariasela er Ungfrú Bretland,
Della Frances Dolan, en hún varð númer þrjú. Sjá nánar bls. 22.
Breytingar gerðar á
kínversku stjórninni
l'eking, 19. nóvember. AP.
IFTANRÍKISRÁÐHERRA Kína, Huang Hua, og varnar- I hvað llua varðar, en hann var nýkominn frá Moskvu þar
málaráðherrann, viku i dag úr kinversku stjórninni og sem hann átti viðræður við Gromyko, utanríkisráðherra
hafa nýir menn verið skipaðir í þeirra stað, að þvi er sagði Sovétríkjanna, um deilumál ríkjanna.
í frétt frá Xinhua-fréttastofunni. Er borið við veikindum I
Talsmaður ísraelska hersins
sagði í dag, að ókunnir menn
hefðu ekið með miklum hraða
framhjá ísraelskum herjeppa og
látið skothríðina dynja á honum
með þeim afleiðingum, að einn
hermaður hefði látist og tveir
særst. Fjórum stundum síðar
lýstu samtök, sem kalla sig „Líb-
Kærður
fyrir að
bita hund
(ounril Bluffs, lowa, Bandaríkjunum,
19. nóv. AP.
„LOKSINS, loksins," sagði í
blöðunum í Iowa-ríki i Banda-
ríkjunum nú fyrir nokkrum dög-
um. „Loksins kom að því að
maður beit hund.“
Atburðurinn, sem átt er við,
bar að með þeim hætti, að
manni að nafni Mark Helzer og
vinnufélaga hans, Dennis
Morris, sinnaðist eitthvað á
heimili þess fyrrnefnda og þeg-
ar þeir höfðu látið hendur
skipta um stund vísaði Helzer
Dennis á dyr. Dennis rauk þá
út en skömmu síðar heyrðu
Helzer-hjónin hið ámátlegasta
ýlfur frá hundinum þeirra úti í
garði.
„Þegar við komum á vett-
vang lá Dennis ofan á hundin-
um okkar, honum Critter, með
tennurnar á kafi í hálsi hans,“
sagði frú Helzer. „Við máttum
hafa okkur öll við, bæði tvö, að
losa Critter úr gininu á hon-
um.“
Dennis hefur að vonum verið
kærður fyrir tiltækið en líðan
Critters er sögð vera eftir at-
vikum.
önsku andspyrnuhreyfinguna",
víginu á hendur sér.
Habib mun eiga viðræður við
líbanska ráðamenn um tilraunir
sínar til að tryggja brottflutning
erlends herliðs frá landinu en fara
svo til ísraels á fund stjórnarinn-
ar þar. Ferð hans nú kemur í
kjölfar þeirrar yfirlýsingar
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, á fréttamannafundi í
Washington, að Bandaríkjastjórn
einbeitti sér nú að því að koma
erlendum herjum hið fyrsta á
brott frá Líbanon. Talið er, að um
35.000 ísraelskir hermenn séu nú í
landinu, svipaður fjöldi sýrlenskra
hermanna og 6—10.000 palest-
ínskir skæruliðar á yfirráðasvæði
Sýrlendinga.
Það, sem hefur komið í veg fyrir
brottflutning erlends herliðs frá
Líbanon hingað til, er sú krafa
ísraela, að jafnframt verði samið
um pólitísk málefni en Líbanon-
stjórn vill aðeins semja um það
eitt að útlenskir stríðsmenn verði
á brott.
Við starfi Hua sem utanríkis-
ráðherra hefur tekið Wu Xueqian,
en hann er sextugur að aldri og
gamalreyndur í kínversku utanrík-
isþjónustunni, og Zhang Aiping, 72
ára gamall, leysir af hólmi Geng
Biao sem varnarmálaráðherra.
Báðir eru nýju ráðherrarnir taldir
dyggir stuðningsmenn núverandi
valdhafa. Þessar breytingar koma
ekki á óvart en búist hafði verið við
að þær kæmu ekki til framkvæmda
fyrr en síðar í þessum mánuði, þeg-
ar alþýðuþingið kemur saman.
Huang Hua, fyrrverandi utanrík-
isráðherra, er nýkominn frá
Moskvu þar sem hann var við útför
Brezhnevs, forseta Sovétríkjanna,
og átti einnig viðræður við Ándrei
Gromyko, utanríkisráðherra, um
bætt samskipti þjóðanna. Hann
hefur átt við mikið heilsuleysi að
stríða og er haft eftir kínverskum
heimildum, að hann hafi beðið með
afsögn sína þar til lokið væri endur-
skipulagningu á starfsemi kín-
versku utanríkisþjónustunnar, sem
hann hefur séð um.
Nýi utanríkisráðherrann, Wu
Xueqian var áður næstráðandi
þeirrar stofnunar, sem sér um
tengsl kínverska kommúnista-
flokksins við aðra kommúnista-
flokka, en var í maí sl. skipaður
fyrsti aðstoðarutanríkisráðherra.
Varnarmálaráðherrann nýskipaði,
Zhang Aiping, hefur lengi verið"tal-
inn líklegur í embættið en hann
hefur beitt sér mjög fyrir nútíma-
legri endurskipulagningu kínverska
hersins. Báðir þessir menn voru
ofsóttir í menningarbyltingunni á
sínum tíma en forverar þeirra hins
vegar ekki.
„Ekki kjarnorkuvopnalaust
svæði á Norðurlöndum nú“
— segir Lennart Bodström, utanríkisráöherra SvíþjóÖar
Os\ó, 19. nóvember. AP.
LENNART Bodström, utanríkis-
ráðhcrra sænsku jafnaðarmanna-
stjórnarinnar, sagði í dag á blaða-
mannafundi í Osló, að enginn
grundvöllur væri nú til að lýsa yfir
kjarnorkuvopnalau.su svæði á
Norðurlöndum. Bodström er nú í
sinni fyrstu opinberu heimsókn í
Noregi.
Bodström gerði stuttan stans í
Noregsför sinni, aðeins átta
klukkustundir, en megintilgang-
ur hennar var að skýra norskum
stjórnvöldum frá stefnu sænsku
stjórnarinnar í efnahags-, varn-
ar- og utanríkismálum. Frá Nor-
egi mun hann fara til Finnlands
og Danmerkur í sömu erinda-
gjörðum.
Á blaðamannafundi, sem Bod-
ström hélt í Ósló í dag, sagði
hann, að Norðurlandabúar gætu
að vísu rætt um það sín á milli
hvort komið skyldi upp
kjarnorkuvopnalausu svæði á
Norðurlöndum, en „samt sem áð-
ur er engin ástæða til formlegra
viðræðna um það mál nú. Þetta
verður að ræða miklu betur í
hverju landanna og seinna get-
um við séð til hvort ástæða er til
að halda því áfram,“ sagði Bod-
ström.