Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
13
Mér er ekki sama —
þess vegna er ég í kjöri
Eftir Geir H. Haarde
formann Sambands
ungra sjálfstœð-
ismanna
Tvær meginstefnur takast á í ís-
lenzkum stjórnmálum um þessar
mundir. Annars vegar stefna for-
sjármannanna, sem hafa vilja ráð
hvers manns í hendi sér og beita
valdi og skattpeningum hins opin-
bera til að tryggja sér þau. Hins
vegar er stefna frjálslyndra
manna, sem draga vilja úr afskipt-
um hins opinbera af atvinnulífinu
og af daglegu lífi hins almenna
borgara, en auka í þess stað at-
hafnafrelsi og svigrúm hvers og
eins til að stjórna lífshlaupi sinu.
Vinstri flokkarnir á íslandi eru
forsjárflokkar og hin almenna
þjóðmálastefna þeirra einkennist
af tilhneigingu til að vilja hafa vit
fyrir fólki. Stefna þessara flokka
hefur ráðið of miklu á íslandi of
lengi. Því þarf að breyta. Aðeins
einn stjórnmálaflokkur berst fyrir
stefnu aukins atvinnufrelsis og
aukins frjálsræðis einstakl-
inganna. Það er Sjálfstæðisflokk-
urinn. Frjálslyndum mönnum ber
því að styrkja Sjálfstæðisflokkinn.
Mikið er í húfi varðandi það,
hvort frelsið eða forsjárstefnan
ráða ferðinni þegar tekizt verður á
við þjóðmálaverkefni næstu ára. í
skipulagi athafnafrelsis og frjáls
framtaks einstaklinganna verður
meira úr þeim auðlindum og mögu-
leikum, sem landsmenn hafa úr að
spila en í skipulagi ríkisforsjár-
stefnunnar. Út frá .hreinum hag-
kvæmnissjónarmiðum væri því rétt
að velja fyrri leiðina. En við bætist
einnig að forsjárstefnan er á
marga lund ósiðleg og óboðleg í
samfélagi frjálsra manna vegna
þeirra afskipta af einkahögum
borgaranna, sem henni fylgja.
ér er ekki sama um það hvor leiðin
verður farin hér á Islandi á kom-
andi árum og vil ekki standa hjá,
þegar tekist verður á um það. Þess
vegna er ég í framboði í prófkjöri
sjálfstæðismanna vegna alþingis-
kosninganna á næsta ári.
Valdinu skilað
til fólksins
Eitt mikilvægasta verkefni
næstu ára verður á vettvangi at-
vinnumála. Þar bíða landsmanna
líka mikil og ónýtt tækifæri. Þessi
tækifæri má hagnýta til þess að
búa svo í haginn fyrir komandi
kynslóðir ungra Islendinga, að hér
verði þjóðfélag, sem geti verið öðr-
Geir H. Haarde
um fyrirmynd varðandi almenna
velsæid og réttláta dreifingu lífsins
gæða. Þessum tækifærum má líka
glata og það er líklegra að þeim
verði glatað fái vinstri sinnaðir
forsjármenn að ráða ferðinni.
Slíkir menn hafa undanfarin ár
síaukið afskipti ríkisins af atvinnu-
lífi landsmanna og skammtað sér
völd til að fjalla um ýmsa veiga-
mikla þætti efnahagsmálanna án
þess að þeir hafi til þess nokkur
efni eða forsendur. Þessu valdi þarf
að skila aftur til almennings, það-
an sem það er komið.
Þessir menn hafa til dæmis tekið
sér vald til að ráðkast með stóran
hluta af því fé, sem þjóðin ver til
fjárfestingar árlega. Árangur er
misjafn og oft afleitur, eins og
dæmin sanna. Stórfelld mistök
hafa orðið á þessu sviði og geta
orðið á ný á meðan áhættan og
ábyrgðin eru ekki á sömu hendi og
ákvarðanirnar.
Vinstri sinnaðir stjórnmálamenn
hafa einnig tekið sér vald til að
ákveða með beinum eða óbeinum
hætti, hvert skuli vera verð á ýms-
um vörum og þjónustu óháð því,
hvort kaupendur og seljendur séu
tilbúnir til að semja um annað verð
af fúsum og frjálsum vilja. Þetta
gildir um ýmsar aðrar veigamiklar
ákvarðanir í efnahags- og atvinnu-
málum og raunar miklu víðar í
daglegu lífi almennings.
Það er löngu orðið brýnt að
takmarka möguleika stjórnmála-
manna til að ráðskast með hags-
muni og fjármuni fólks og fyrir-
tækja. Margir muna eflaust eftir
afturvirkum sköttum vinstri
stjórnarinnar 1978, sem komu eins
og reiðarslag yfir almenning og
komu sérlega illa við þá, sem búnir
voru að stofna til fjárhagsskuld-
bindinga áður en þessir skattar
voru lagðir á. Stjórnmálamenn
eiga ekki að hafa heimild til sið-
leysis af þessu tagi.
Þannig þarf á mörgum sviðum að
takmarka vald stjórnmálamanna
og færa það frá þeim til uppruna
síns þar sem atkvæðahagsmunir
einstakra manna geta hvergi komið
nærri. Stjórnmálamennirnir eiga
að setja rammann um efnahags- og
atvinnustarfsemina. Þeir eiga ekki
að vera með nefið niðri í hvers
manns koppi. Atvinnurekendurnir
og starfsfólk þeirra eiga að sjá um
atvinnureksturinn.
Á íslandi þarf með nýjum vinnu-
brögðum og hugmyndum að skapa
nýjan ramma um efnahagsstarf-
semina, sem miðar að endurreisn í
atvinnumálum og grundvallast á
auknu frjálsræði og minni opinber-
um afskiptum. Ég vil gjarnan taka
þátt í því verki og hef því boðið mig
fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins.
Berjumst
við raunverulega
andstæðinga
Sjálfstæðismenn ganga til þess
prófkjörs sem framundan er við
aðstæður sem um margt eru
óvenjulegar i flokknum. A miklu
veltur að flokksmenn allir geti
sameinast um framboðslista sína í
komandi kosningum. Hinir raun-
verulegu andstæðingar sjálfstæð-
ismanna eru forsjármennirnir í
hinum stjórnmálaflokkunum,
mennirnir sem ekki treysta al-
menningi til að hafa vit fyrir sér.
Gegn stefnu þessara manna ber
sjálfstæðismönnum sameiginlega
að berjast.
Þegar tímabundin vandamál inn-
an Sjálfstæðisflokksins verða að
baki munu flokksmenn einbeita sér
að því af fullum krafti að kljást við
andstæðinga sína og glíma við að
leysa hin raunverulegu vandamál í
samfélaginu, sem hvarvetna blasa
við. Mér er ekki sama um það
hvernig þeirri glímu lyktar og vil
leggja fram krafta mína Sjálfstæð-
isflokknum til stuðnings. Þess
vegna er ég í kjöri í prófkjöri
flokksins vegna alþingiskosn-
inganna.
Félag þingeyskra kvenna
heldur jólafund sinn í Átthagasal Hótel Sögu,
sunnudaginn 21. nóvember kl. 3. Húsiö opnar kl.
2. Góöir skemmtikraftar og veitingar. Allar þing-
eyskar konur velkomnar.
Stjórnin.
Prófkjör Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík
28. og 29.
nóvember 1982
Stuðningsmenn
mínir hafa vinnu-
aðstöðu að Brekku-
gerði 28, vegna und- J
irbúnings fyrir
væntanlegt prófkjör.
Opið daglega frá kl.
14.00 til 22.30.
Sími38770 '
Björg Eimrsdóttir
Ég býð mig fram til prófkjörs Sjálf-
stæðisflokksins 28.-29. nóvember af
einlægum áhuga fyrir málefnum
flokks og þjóðar.
1. Nýja stjórnarskrá.
2. Jöfn atkvæöi án tillits til
búsetu.
3. Krefst ákvöröunartöku og
ábyrgöar stjórnmála-
manna.
4. Valdið úr höndum nefnda
og þrýstihópa inn á Al-
þingi.
5. Frelsi til athafna án skatt-
píningar.
Guðmundur Hansson,
Hæöargarði 2. Sími 85570.
ari. Það er í raun enginn hvers-
dagsleiki svo ómerkilegur, að það
megi ekki finna einhvern skáld-
skaparþráð í honum, og því ekki
endilega ástæða til að leita langt
yfir skammt. Það er þó ekki aug-
ljóst mál að slíkt yrkisefni gangi
upp eða leiði til einhvers sem
skiptir máli, því það er ekkert eins
flókið og einfaldleikinn, og mikill
vandi að ná út úr hversdagsleikan-
um einhverju sem hefur almennt
gildi og víðari skírskotun.
Þá er einnig í öllum bókunum
ljóðaflokkur sem tengist norð-
austurhorninu, en þar, eða í Þing-
eyjarsýslunni, er ég alinn upp frá
fæðingu til 13 ára aldurs, eða að
svo miklu leyti sem tókst að ala
mig upp.“
— Hefurðu nokkra skýringu á
því hvers vegna sumir leggja fyrir
sig ljóðlistina en aðrir skrifa í
óbundnu máli?
„Nei, það hef ég ekki, en þetta
form hentar mér hinsvegar mjög
vel ásamt því að skrifa leikrit, en
skáldsöguformið finnst mér mjög
fjarlægt mér. Kannski skrifa ég
einhverntíma prósa, en það verður
ekki skáldsaga held ég.“
— Nú hafa verið sýnd hér tvö
leikrit eftir þig, Undir suðvestur-
„... stli maður geti bara ekki sagt
að Ijóðlistin sé leit að kjarna máls-
ins?“
himni og Hlaupvídd sex, ertu með
fleiri leikrit í smíðum?
„Já, þessi leikrit voru sýnd hér
’76 og ’77 í Nemendaleikhúsinu.
Nú er ég að vinna að leikriti sem
sýnt verður í Nemendaleikhúsinu í
vor, en krakkarnir báðu mig að
skrifa leikrit fyrir sig. Ég er einn-
ig að vinna að fleiri leikritum."
— Ertu annars að vinna við
eitthvað fleira núna?
„Ég er aðstoðarleikstjóri hjá
Kristínu Jóhannesdóttur í kvik-
myndinni „Á hjara veraldar" og
það er verið að vinna við hana
núna, en myndin verður að öllum
líkindum frumsýnd í mars á
næsta ári.“
— Má búast við annarri ljóða-
bók frá j)ér á næstunni?
„Ég gef ekkert upp um það enn
á þessu stigi málsins, hér í bókinni
er hinsvegar ljóðabálkur sem heit-
ir „Hótel Vonarinnar“, það er
kannski byrjunin á einhverju
öðru. í bili er ég að minnsta kosti
að fara í þá átt. Ljóðlistin er stöð-
ugt viðfangsefni, bæði í vöku og
svefni enda að einhverju leyti
sprottin úr dulrænni reynslu, og
þar á ég ekki við það að sjá sýnir
eða vera skyggn, heldur er þetta
einhvers konar „mystísk" upplif-
un, þó á engan hátt annarlegt
ástand, heldur þvert á móti eitt-
hvað sem virkar mjög augljóst.
Annars er erfitt að útskýra þetta,
en ætli maður geti bara ekki sagt
að ljóðlistin sé leit að kjarna
málsins?" — VJ.
Prófkjör Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík
28. og 29.
nóvember 1982
Stuðningsmenn
mínir hafa vinnu-
aðstöðu að Brekku-
gerði 28, vegna und-
irbúnings fyrir
væntanlegt prófkjör.
Opið daglega frá kl.
14.00 til 22.30.
Sími38770
Esther Guðmundsdóttir