Morgunblaðið - 20.11.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
15
lagi, sem er njörvað niður á ótelj-
andi máta. Netaskemmdir þorsks
og þorskfiska og afleiðingar þeirra
í fullunnum afurðum nema geysi-
háum upphæðum, og unnt er að
sýna fram á, að bætt stjórnun á
fiskveiðum gæti komið i veg fyrir
skemmdir af þessu tagi. En ein-
stakar útgerðir telja sig verða að
hafa mörg net í sjó og fara óvar-
lega með þau til þess að geta gert
út yfirleitt. Sjómenn telja á sig
ráðist, ef rætt er um netaskemmd-
ir (dauðblóðgaður fiskur) svo og
aðrar hráefnisskemmdir, sem ger-
ast til sjós. Og ferskfiskmat er
með öllu óvirkt tæki til að stuðla
að bættum hráefnisgæðum!
Leiðir 7 og & ná yfir fjöldann
allan af girnilegum nýjungum,
sem áreiðanlega verða fram-
leiðsluvörur i framtíðinni sumar
hverjar. Til þess að svo megi
verða, þarf bæði tækni- og mark-
aðsþekking að vaxa, en svo mikið
hangir hér á spýtunni, hvað verð-
mæti snertir, að ágiskunum verð-
ur sleppt. Menn deila um það,
hvort t.d. framleiðsla kolmunna-
skreiðar eða fiskhleifa (fiskbúð-
inga) getur orðið arðbær.
Augljóst er, að æðandi verð-
bólga, rangskráning gengis, skort-
ur á áhættufjármagni og „iðnað-
arumhverfi" svo og nálægð við öfl-
uga veiðimennsku, eru ekki þær
aðstæður, sem nauðsynlegar eru
fyrir nýjungar af umræddu tagi,
en hráefnis- og markaðsforsendur
eru fyrir hendi. Svarið við því,
hvort um sé að ræða arðbæra
valkosti, leynist fyrst og fremst í
íslensku efnahagslífi almennt en
ekki í því, hvort unnt væri að gera
hlutina við eðlilegar aðstæður.
Vandinn er aðallega
stjórnmálalegs eðlis
A fyrrnefndum fundi með hags-
munaaðilum í sjávarútvegi svo og
við ýmis önnur tækifæri hefur
komið nokkuð skýrt í ljós, að
hagsmunaaðilum finnst tækni-
menn taka of mikið upp í sig, ef
þeir setja fram einhverjar tölur
um framleiðsluverðmæti, því þeir
telja, að engin vissa sé fyrir því,
að um arðbærar nýjungar sé að
ræða. Ymsum tæknimönnum, sem
þekkja ekki til hins margslungna
hagsmunanets í sjávarútvegi,
finnst kollegar sínir á því sviði
ekki gera nægilega grein fyrir nýj- .
um og arðsömum framleiðslu-
möguleikum, en eins og fyrr segir,
er það ekki unnt, nema menn gefi
sér pólitískar forsendur. Ef tækni-
menn fara að ræða um pólitík,
tapa þeir tiltrú. Þannig eru málin
í einskonar pólitískri sjálfheldu.
Það er lítill vafi á því, að sjávar-
útvegur er mun stærri gullkista en
margur hefur talið. Til þess að
nýta megi betur möguleika hans,
verður að skapa honum möguleika
til að fjármagna nýjungar og til-
raunastarfsemi og stöðva þá
blóðmjólkun hefðbundinna
vinnslugreina, sem veldur því, að
þær rétt hanga á horriminni og
verða fyrir miklum áföllum í
gæðamálum. Auk þess þarf að
setja upp sérstaka áætlun um það,
að unnt verði fyrir útgerðaraðila
og sjómenn að skila betra hráefni
að landi án þess að endurbætur
kosti þá mun minni tekjur eða
setji þá beinlínis á hausinn.
Sýnikennsla frá kl. 14-18 í dag:
Búið sjálf tU
aðventu-
skreytingarnar
Aðventan er framundan.
Margir halda þeim góða sið að
skreyta heimili sín af því tilefni.
Skemmtilegast er fyrir fólk að gera
skreytingarnar sjálft.
SkreytingaverkstæÓi
Komið á skreytingaverkstæði
Blómavals nú um helgina. Sjáið
færustu blómaskreytingamenn gera
fagraraðventuskreytingar, - kynnist
handbragði þeirra og lærið af þeim.
Eigum fyrirliggjandi altt efni til
aðventu- og jólaskreytinga.
Opið alla daga til klukkan 21.
Frost og fönn eru engin fyrirstaða þegar ATLAS er annarsvegar. ATLAS snjóhjólbarðar: Minni bensíneyðsla, meiri ending og síðast en ekki síst, aukið öryggi fyrir þig, þína og þá sem á vegi ykkar verða. Á ATLAS eru þér allir vegir færir. Hjólbarðaviðgerð Jóns ólafssonar við Ægissíðu sér um að selja og setja undir ATLAS snjódekk fyrir íbúa mið- og vestur- bæjar. SAMBANDIÐ S? VÉLADEILD HJÓLBARÐASALA Hofðabakka 9 /-83490-38900
GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM