Morgunblaðið - 20.11.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
Krabbameinsfaraldur
í „karlelskum“ körlum
í Bandaríkjunum
Upp er kominn í Bandaríkjunum krabbameinsfaraldur, sem rirð-
ist eigajtetur að rekja til reiru, sem berst milli manna rið samfar-
ir. Alitið er að reiran skaddi ónæmiskerfi þeirra sem sýkjast,
þannig að þeir rerði auðreld bráð fyrir rissar tegundir krabba-
meins, sem heilbrigt rarnarkerfí getur haldið í skefjum eða út-
rýmt. Hæfni líkamans til ónæmisriðbragða rirðist þannig geta
riðið úrslitum þegar um krabbamein er að ræða. Talið er að
ríðtækar rannsóknir á þessari uppákomu geti skipt sköpum rarð-
andi lausn krabbameinsgátunnar.
Vorið 1981 barst sjúkdómseft-
irlitsstöðinni í Atlanta í Banda-
ríkjunum tilkynning um óvenju-
lega lungnabólgu í ungum
karlmanni. Maður þessi reyndist
vera hommi, sem ekki hefði ver-
ið í frásögur færandi ef ekki
hefðu fyigt í kjölfarið fregnir af
fleiri sérkennilegum sjúkdóms-
tilfellum í karlmönnum, sem
áttu það sameiginlegt að vera
hommar af lauslátara taginu.
Síðla árs 1981 fóru svo að birtast
í læknatímaritum greinar og
bréf um unga karlmenn með
óvenjulegar sýkingar eða sjald-
gæfa krabbameinstegund (Kap-
osi’s Sarcoma), sem fram að því
hafði nær eingöngu lagst á gam-
almenni.
Ekki vöktu þessar greinar
neina teljandi athygli fyrst í
stað. Tíðni sjúkdómsins virtist
hins vegar fara vaxandi uns svo
var komið í ársbyrjun 1982, að
um það bil eitt nýtt tilfelli
greindist tTÍ jafnaðar á degi
hverjum í Bandaríkjunum. Upp
úr því fór áhugi lækna og vís-
indamanna á fyrirbærinu að
vakna fyrir alvöru, sérstaklega
þegar líkur fóru að benda til þess
að um smitfaraldur gæti verið
að ræða.
Faraldur þessi virðist ennþá
vera að færast í aukana þannig
að nú greinast daglega um 3 ný
tilfelli í Bandaríkjunum. Um 80
af hundraði sjúklinganna eru
karlelskir, en sjúkdómsins hefur
einnig orðið vart hjá gleðikonum
og eiturlyfjaneytendum. Hins
vegar hafa kvenelskar konur
(lesbiur) ennþá ekki orðið mein-
semdinni að bráð svo að vitað sé.
Til þessa hefur veikinnar lítið
orðið vart utan Bandaríkjanna,
en þar er hún langmest áberandi
í stórborgum, þar sem mikið
framboð er á vændisþjónustu
fyrir karlelska karla. Þannig
veldur þessi sjúkdómur núorðið
um það bil þremur af hundraði
allra dauðsfalla sem eiga sér
stað í New York, Los Angeles og
San Fransisco meðal karlmanna
á aldrinum 24—40 ára. Hefur
þetta að vonum vakið óhug hjá
þeim körlum, sem líta kynbræð-
ur sína hýru auga.
Sjúkdómseinkennin eru dálít-
ið breytileg að því leyti að sumir
sjúklinganna fá ólæknandi
krabbamein í húð eða eitla, en
aðrir fá einungis svæsnar „tæki-
færissýkingar“ sem svo eru
nefndar vegna þess að þær
orsakast af örverum, sem geta
yfirleitt ekki sýkt aðra en þá, er
hafa bilað varnar- og ónæmis-
kerfi.
Hið eina, sem fundist hefur
sameiginlegt með öllum sjúkl-
ingunum, er víðtæk og alvarleg
ónæmisbilun, og er talið að það
sé þessi bilun, sem orsakar bæði
sýkingar og krabbamein sjúkl-
inganna. Hafa rannsóknir leitt í
ljós, að ónæmisbilun af svipuðu
tagi og sú sem finnst í sjúkling-
unum, er einnig til staðar í
mörgum heilbrigðum hommum,
þannig að ónæmisbilunin virðist
vera orsök en ekki afleiðing
krabbameinsins og sýkinganna.
Er nú fylgst af athygli með af-
drifum þessara einkennalausu
ónæmisbækluðu manna.
í heild benda þessar niður-
krabbamein sé þannig að vissu
leyti afleiðing af bilun í ónæm-
iskerfinu.
Hingað til hefur reynst erfitt
að sanna þessa kenningu, en
þessi faraldur í Bandaríkjunum
virðist vera nokkuð eindregin
vísbending um að ónæmiskerfið
geti varið líkamann gegn sumum
tegundum krabbameins að
minnsta kosti. í fyrsta lagi er
hann vísbending um það, vegna
þess að þetta krabbamein sem
þarna kemur upp er miklu illvíg-
ara, heldur en sams konar
krabbamein í þeim sem ekki
hafa þessa ónæmisbilun. í öðru
lagi finnst ónæmisbilunin í þeim
sem ekki eru búnir að fá krabba-
mein og það sýnir að ónæmisbil-
unin er ekki afleiðing af krabba-
meininu. í þriðja lagi, ef það
sýnir sig að þeir sem enn eru
heilbrigðir, en hafa ónæmisbil-
unina, fá krabbamein, er það
nánast sönnun fyrir því, að
ónæmiskerfið geti varið líkam-
ann fyrir sumum tegundum
krabbameins.
Það er því mjög mikilvægt að
fá niðurstöðu í þessu máli og þar
að auki er á það að líta, að við
núverandi meðferð á krabba-
meini, skaddast þær frumur
einnig sem sjá um varnir líkam-
ans, þannig að krabbameinsmeð-
ferð veldur ónæmisbilun og stór
hluti krabbameinssjúklinga deyr
af þessum sökum. Það er jafn-
stöður til þess að. ónæmiskerfið
geti haft úrslitaáhrif í sambandi
við tilurð og vöxt sumra tegunda
krabbameins, en um það atriði
hafa skoðanir víindamanna ein-
mitt verið skiptar til þessa.
Orsök ónæmisbilunarinnar í
hommunum er hins vegar ennþá
óráðin, en ýmislegt bendir þó til
að um veirusýkingu geti verið að
ræða, og berast böndin helst að
einhvers konar nýju afbrigði
svokallaðra sambýlisveira, sem
gjarna taka sér varanlega ból-
festu í líkamanum eftir að smit-
un hefur átt sér stað. í flestum
heilbrigðum einstaklingum
liggja þessar veirur í friðsömum
dvala ævilangt, en sumar þeirra
virðast geta vaknað upp og gert
óskunda, þegar varnarmáttur
ónæmiskerfisins minnkar.
Margar vísindastofnanir hafa
þegar hleypt af stokkunum um-
fangsmiklum rannsóknum á
orsökum og eðli þessa nýja
sjúkdóms og snúa þar bökum
saman krabbameins-, veiru-,
faralds- og ónæmisfræðingar.
Ganga sumir svo langt að spá
því að þessi uppákoma muni er
tímar líða geta af sér einn af
merkari viðburðum í sögu
læknavísindanna. Þannig birtu
vísindatímaritin Nature og Sci-
ence nýlega allítarlegar yfirlits-
greinar um málið. í báðum þess-
um blöðum, sem eru með þeim
virtustu sinnar tegundar, kemur
fram sú skoðun að niðurstöður
rannsókna á þessu nýja fári séu
líklegar til að varpa nýju ljósi á
krabbameinsgátuna.
vægiskúnst á hnífsegg að rata
þarna milliveginn og því mjög
mikilvægt að fylgjast nákvæm-
iega með ástandi ónæmiskerfis-
ins meðan á krabbameinsmeð-
ferð stendur, til að koma í veg
fyrir að hún verði of róttæk,
þannig að sjúklingurinn deyi úr
sýkingum. Jafnframt skapast
möguleiki á að beita áhrifaríkari
krabbameinsmeðferð, ef nógu
náið er fylgst með ónæmiskerf-
inu.
Það er alls ekki fullsannað, að
þessi faraldur sé af völdum
veiru, en líkur benda til þess.
Líkur benda einnig til, að þessi
veira valdi líka ónæmisbilun-
inni. Það er þekkt að veirur
valda krabbameini í dýrum, en
með einni undantekningu hefur
ekki ennþá tekist að sanna að
svo sé í mönnum. Ef þessi
krabbameinsfaraldur reynist
vera smitandi, er það í fyrsta
skipti sem slíkt sannast í
mönnum."
— Hvernig er ástandið í
ónæmisrannsóknum hér á landi?
„Ónæmisfræði sem vísinda-
grein byrjaði að þróast seint á
19. öld og hefur leitt til meiri-
háttar framfara í læknisfræði í
sambandi við bólusetningar og
einnig gerði ónæmisfræðin
blóðgjafir mögulegar. Þegar
sýklalyfin uppgötvuðust varð
afturkippur í greininni, því þá
héldu menn að þau dygðu, en síð-
ustu 25 árin hafa aftur orðið af-
ar miklar framfarir á þessu
sviði. Ónæmisfræðin býður nú
þegar upp á mikla möguleika til
bættrar heilbrigðisþjónustu og
margir telja að nýjar aðferðir og
uppgötvanir á þessu sviði muni
valda þáttaskilum í sumum
greinum læknisfræðinnar. Þró-
unin hefur raunar verið það ör,
að hún hefur komið okkur í opna
skjöldu og starfsfólk heilbrigðis-
þjónustunnar er þess vegna illa i
stakk búið til að nýta sér þá
möguleika sem þarna hafa skap-
ast.
Engin sérstök rannsóknastofa
í ónæmisfræði hefur verið til hér
á landi hingað til, en nú er verið
að stofnsetja slíka stofu við
Landspítalann og standa vonir
til að fjárveiting fáist, þannig að
hún geti tekið til starfa snemma
á næsta ári. Hafa Gigtarfélag ís-
lands, Samtök astma og ofnæm-
issjúklinga, SÍBS og Reykjavík-
urdeild Rauða krossins gefið
mjög dýr og mikilvæg tæki til
þessarar rannsóknarstofu,"
sagði Helgi að lokum.
Gæti orðið til þess að sanna
að ónæmiskerfið ver líkam-
ann gegn krabbameini
Rætt við Helga Valdimarsson prófessor i ónæmisfræði
í tilefni af fréttinni hér að ofan var haft samband við Helga Valdi-
marsson, prófessor í ónæmisfræði, og var hann fyrst spurður um ónæmis-
fræðina og hvernig þessi faraldur gæti valdið þáttaskilum í krabba-
meinsrannsóknum.
„Önæmisfræði er sú fræði-
grein, sem fæst við það að reyna
að skilja hvernig líkaminn fer að
þvi að verjast sýklum og öðru
slíku sem líkamanum er fram-
andi og inn í hann sækir. Varn-
arkerfi líkamans byggist á
margvíslegum tegundum hvítra
blóðkorna og afurðum þeirra.
Ein tegund hvítra blóðkorna,
svonefndar eitilfrumur, hefur
beinlínis það hlutverk að greina
þau efnamynstur sem eru líkam-
anum framandi. Þær gera það
með nemum sem sitja í úthýði
frumunnar og virðast þessir
nemar geta greint öll þau efna-
sambönd, sem eru líkamanum
óeiginleg. Hins vegar höfum við
engin hvít blóðkorn, sem greina
þau efnasambönd sem eru lík-
amanum eiginleg og á því bygg-
ist greiningin. Þessar grein-
ingarfrumur hringsóla um vefi
líkamans, þangað til þær verða
varar við eitthvað framandi.
Þegar það verður, er tvennt sem
gerist. Eitilfruman framleiðir
efni, sem við nefnum einu nafni
boðefni og þar með talin mót-
efni, og þeirra meginhlutverk er
að örva starfsemi annarra teg-
unda hvítra blóðkorna, svo-
nefndra átfruma, sem gleypa,
drepa og melta viðkomandi sýkla
og aðskotahluti. Hin afleiðing
þess, að eitilfruma verður vör
við aðskotaefni er að þær fjölga
sér, og eftir það eru því fleiri
frumur næmar fyrir viðkomandi
aðskotaefni og þegar það því
berst aftur inn í líkamann, verða
viðbrögð hans að sama skapi
skjótari og öflugri. Ónæmiskerf-
:ð hefur á þennan hátt minni og
hæfni til greiningar og svipar
þannig yfirborðslega til tauga-
kerfisins.
Það gjald sem við þurfum að
greiða fyrir að hafa þetta kerfi,
er að það getur bilað og algeng-
asta bilunin eru sjúkdómar, sem
við köllum einu nafni ofnæmi, en
þekktastir þeirra eru astmi og
exem. Ofnæmissjúkdómar eru
mjög algengir og má reikna með
að 20—30% einstaklinga þjáist
einhvern tíma á ævinni af ein-
hvers konar ofnæmi.
Þá má til gamans geta þess að
sá þáttur ónæmiskerfisins sem
veldur algengustu ofnæmissjúk-
dómunum, þróaðist líklega fyrst
og fremst til þess að verja líkam-
ann ormum og stærri sníkjudýr-
um, en þessi þáttur er orðinn svo
til óþarfur í nútímasamfélögum
á norðurhveli jarðar. Islend-
ingar hafa til dæmis varla haft
gagn af þessum þætti varnar-
kerfisins, frá því sullaveikinni
var útrýmt hér á landi.
Hin meginbilunin í ónæmis-
kerfinu eru svokallaðir sjálfsof-
næmissjúkdómar. í því tilfelli er
bilunin sú, að greiningarfrum-
urnar hafa ruglast og hvítu blóð-
kornin ráðast þar af leiðandi á
vefi og líffæri eigin líkama. Al-
gengasti sjúkdómurinn af þessu
tagi er liðagikt. Annars eru þess-
ir sjúkdómar margvíslegir og
geta leitt til þess að hvaða líf-
færi líkamans sem er skemmist
og stundum fleira en eitt í sama
sjúklingi.
Margt bendir til þess að þegar
fruma verður illkynja og mynd-
ar það sem við köllum krabba-
mein, að þá verði mynsturbreyt-
ingar á úthýði þeirra og efna-
mynstur þeirra verði þannig
framandi greiningarfrumum
ónæmiskerfisins. Ef svo er, ættu
þær að taka eftir þessum breyt-
ingum og þar með halda hinum
illkynja frumum í skefjum og
eyða þeim. Þetta gerist greini-
lega ekki, þegar sjúklingar fá
krabbamein, en sú kenning hefur
lengi verið uppi, að illkynja
frumur myndist í mun fleiri ein-
staklingum, heldur en þeim sem
veikjast af krabbameini og að
17
Togaramaður-
inn Guðmundur
Halldór - ný bók
eftir Jónas
Guðmundsson
KOMIN er út ný bók eftir Jónas
Guðmundsson, rithöfund og list-
málara, „Togaramaðurinn Guð-
mundur Halldór". A kápusíðu seg-
ir m.a.: „Jónas Guðmundsson
skrifar í þessari bók um Guðmund
Halldór, sem stundaði sjó í um
það bil 65 ár og lét af vinnu níræð-
ur. Guðmundur Halldór hóf sjó-
róðra á opnu skipi og lá við í fjár-
húsum vestur í Arnarfirði, barn
að aldri. Fór síðan á skútur, en
sneri sér fljótlega að togara-
sjómennsku og var togarasjómað-
ur frá árinu 1918—1967. Jónas
Guðmundsson skrfar ekki einasta
um togarasögu Guðmundar Hall-
dórs. I baksýn er borgin, verka-
mannabústaðirnir gömlu eða
Verkó, kjör alþýðumanna og dag-
legt líf. Viðmælendur Jónasar eru
Guðmundur Halldór og sonur
hans, Guðmundur J. Guðmunds-
son, verkamaður. Um þessa sögu
leika aðsteðjandi veður og myndir,
er sprottnar eru úr lífinu sjálfu."
„Jónas Guðmundsson hefur áð-
ur gefið út fjölmargar bækur,
smásögur, ljóð og leikrit o.fl.
Það er Bókaútgáfan Hildur sem
gefur þessa bók út, bókin er
myndskreytt af höfundi og kápu-
mynd er eftir hann. Setning,
filmuvinna og prentun var unnin
hjá Guðjóni O. og Félagsbókband
annaðist bókband. Bókin er 173
bls.
Námskeið um
viðhald og
endurbætur
gamalla húsa
Byggingaþjónustan í Reykjavík og
Fræðslumiðstöó iðnaðarins gangast
fyrir námsstefnum um viðhald og
endurbætur gamalla húsa og er þá
fyrst og fremst átt við timburhús og
járnvarin timburhús. Meðal fyrirles-
ara eru Leifur Blumenstein bygg-
ingafræðingur, Hjörleifur Sigurðs-
son arkitekt, Þór Magnússon þjóð-
minjavörður, Hörður Ágústsson
listmálari, Guðmundur Pálmi Krist-
insson verkfræðingur og Helgi V.
Guðmundsson deildarstjóri.
Námsstefnur þessar verða
haldnar á Akureyri 26. og 27. nóv-
ember og í Reykjavík 3. og 4. des-
ember. Á Akureyri verða meðal
fyrirlesara, auk fyrrgreindra, þeir
Gísli Jónsson, Helgi Bergs og
Sverrir Hermannsson. Ingvar
Gíslason menntamálaráðherra
flyfur ávarp í námsstefnulok.
Tilkynningar um þátttöku þurfa
að berast Byggingaþjónustunni í
Reykjavík eða á Akureyri. Lág-
marksþátttaka á hvort námskeið
er 30 manns.