Morgunblaðið - 20.11.1982, Síða 18
Ig MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
Eining, styrkur, ábyrgð
eftir Birgi Isl.
Gunnarsson
Það fer ekkí á milli mála að all-
ur almenningur er farinn að finna
fyrir öryggisleysi. Æ meir sígur á
ógæfuhliðina í efnahagsmálum
landsins og upplausn blasir við á
fleiri sviðum.
Upplausn í ríkisstjórn
Á vettvangi ríkisstjórnarinnar
er upplausn. Æ fleirum verður það
ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki
það innra þrek og þann siðferði-
lega styrkleika að hún geti af al-
vöru tekist á við vandamáiin. Sú
staðreynd er óháð því, hvort
stjórnin hafi þingstyrk eða ekki til
að koma málum fram. Það eru til-
lögur hennar og hugmyndir, sem
eru máttlausar. Stjórnin hefur
aldrei náð því að nýta þann byr,
sem hún hafði til að takast af al-
vöru á við vandamálin. Úr því það
tókst ekki í upphafi eru að sjálf-
sögðu engar líkur á því að það tak-
ist héðan af.
Það er einnig öllum ljóst að
stærstu aðilar ríkisstjórnarinnar,
Alþýðubandaiag og Framsóknar-
flokkur vilja út úr stjórninni og
munu nota fyrsta tækifærið til að
yfirgefa hið sökkvandi fley.
Brigslyrðin eru farin að ganga.
Framsókn kennir Alþýðubanda-
laginu um, hvernig komið er og
segir að bandalagið hafi aldrei
fengist til nokkurra ruanhæfra
efnahagsaðgerða, nema þá til
bráðabirgða. Alþýðubandalagið
varpar hins vegar sökinni á Fram-
sókn, sá flokkur sé svo upptekinn
að gæta hagsmuna SÍS, að hann
sjái aldrei út yfir það fyrirtæki og
snúist í hringi í kringum þann
gullkálf. Það blasir algjör upp-
lausn við á stjórnarheimilinu.
Alþingi
í rauninni er sama ástand á Al-
þingi. Fyrirferðarmestir þar þessa
dagana eru hlaupastrákar, sem
þindarlaust tala um lítilsigld mál.
Loft er lævi blandið og Ijóst að þar
skortir alla forystu, sem aðilar
sterkrar og afkastamikillar ríkis-
stjórnar eiga að sýna. Engin al-
vörumál hafi enn verið tekin fyrir
að frumkvæði ríkisstjórnarinnar,
þótt nú séu nær sex vikur liðnar af
þingi. Upplausnarástandið hefur
náð til Alþingis.
Stjórnmálaflokkarnir
Sama er hægt að segja um
stjórnmálaflokkana. Framsóknar-
„Sjálfstæðisflokkurinn
hefur einnig átt við sína
erfiðleika að etja. Með
þrautseigju og þolin-
mæði hefur flokkurinn
verið að vinna sig út úr
þeim vanda og enginn
vafi er á því að hann
hefur herst í þeim sund-
urlyndiseldi, sem um
hann hefur leikið í tíð
þessarar ríkisstjórnar.“
flokkurinn hélt þing sitt um síð-
ustu helgi og skiptust menn þar
mjög í fylkingar og var þar mjög
ófriðlegt um að litast. Stjórnar-
þátttakan er farin að reyna mjög
á innviði flokksins og fyrrverandi
formaður hans og núverandi utan-
ríkisráðherra er kominn í einskon-
ar stjórnarandstöðu. Alþýðu-
bandalagið á ennfremur við mikla
innri erfiðleika að etja. Æ meir
flæðir undan ráðherrum flokksins
og formaður þingflokksins er
kominn í opinbera stjórnarand-
stöðu, eins og glöggt kom fram í
Þjóðviljanum um síðustu helgi.
Alþýðuflokkurinn er eins og
stjórnlaust rekald og Vilmundur
stokkinn fyrir borð.
Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
einnig átt við sína erfiðleika að
etja. Með þrautseigju og þolin-
mæði hefur flokkurinn verið að
vinna sig út úr þeim vanda og eng-
inn vafi er á því að hann hefur
herst í þeim sundurlyndiseldi, sem
um hann hefur leikið í tíð þessar-
ar ríkisstjórnar. Innan flokksins
er sú skoðun að verða æ meir
áberandi að menn verði að leggja
allar væringar til hliðar og víst er
að innan flokksins er stór hópur
yngri manna, sem vilja láta minni
hagsmuni víkja fyrir meiri og eru
tilbúnir að taka höndum saman í
samvirku starfi. Eining, styrkur
og ábyrgð eru kjörorð, sem æ fleiri
flokksmenn taka sér í munn.
Sterkt stjórnmálaafl
Upplausn í ríkisstjórn, á Al-
þingi, í stjórnmálaflokkunum og á
mörgum sviðum þjóðlífsins er
hættuleg. Upplausnarástand hef-
ur tilhneigingu til að magnast stig
af stigi og verða óviðráðanlegt. I
slíku ástandi er nauðsynlegt að
hægt sé að kalla til sterkt, lýðræð-
islegt afl, sem hægt sé að halla sér
að. Sterkur og sameinaður Sjálf-
stæðisflokkur er svarið við því,
hvernig komast eigi út úr upp-
lausnarástandinu. Flokkurinn
þarf umboð kjósenda sem fyrst,
svo að hægt sé að fara að vinna af
alvöru.
Veljum leiðir
frelsisins
eftir Jón Magnússon,
fgrrv. formann SUS
Á næstu mánuðum kunna að
verða teknar ákvarðanir sem
skipta sköpum um framtíð
SjálfstæðisflokksirtS. Flokkurinn
stendur um margt vel að vígi.
Meiri samstaða er nú innan
flokksins en oft áður. Ný kynslóð
er að taka við ábyrgð og hefur
sýnt það m.a. í borgarstjórn
Reykjavíkur að hún er trausts
verð. Sjálfstæðisflokkurinn einn
flokka hefur bent á aðrar leiðir
sem farnar hafa verið til að koma
í veg fyrir verðbólgu, hefja á ný
markvissa uppbyggingu íslensks
atvinnulífs til að koma í veg fyrir
að framfarasókn þjóðarinnar
stöðvist.
Sjálfstæðisflokkurinn var á sín-
um tíma stofnaður sem breiður,
víðsýnn borgaralegur flokkur.
Einstaklingshyggjan og einka-
eignarrétturinn var og er einkenni
stefnu flokksins. Þau rúm fimmtíu
ár, sem flokkurinn hefur starfað,
hefur hann rúmað innan sinna
vébanda að ýmsu leyti nokkuð
ólíka hópa borgaralega sinnaðs
fólks. Þetta hefur gert Sjálfstæð-
isflokkinn að þeim fjöldaflokki,
sem hann er í dag og hefur verið.
Það skiptir því miklu fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, ef hann vill halda
stöðu sinni sem breiður fjölda-
flokkur, að taka ríkt tillit til
þeirra ólíku sjónarmiða sem uppi
eru í flokknum hverju sinni, reyna
eftir megni að samræma þau og
móta þannig sameiginlega stefnu
sem sjálfstæðisfólk ekki einungis
sættir sig við, en er einnig reiðu-
búið að berjast fyrir.
Hvaða vanda þarf að leysa?
Viðfangsefnin og vandamálin í
dag eru þau að hver verðbólgu-
holskeflan á fætur annarri ríður
yfir. Framsækin atvinnustefna er
ekki mörkuð. Ágreiningur milli
byggðarlaga og atvinnustétta
magnast. Ohjákvæmilegt er nú að
víkja þegar frá þeirri stefnu
skammtímalausna sem fylgt hefur
verið, en verði það ekki gert, leiðir
slíkt til lakari lífskjara, atvinnu-
leysis og fólksflótta. Við þurfum
að auka frelsi einstaklinganna og
leysa þá úr viðjum síaukinnar
skattheimtu, móta atvinnustefnu
sem miðast við arðsemi og fram-
tíðaruppbyggingu í stað atvinnu-
bótasjónarmiða skuttogaraára-
tugarins. Umfram allt verða
Jón Magnússon
„Samhjálpin er nauðsynleg,
hún er sú innri trygging í
þjóðfélaginu sem veitir fólki
öryggiskennd. Öryggis-
kennd, sem við viljum ekki
vera án. Markmið okkar er
að hjálpa þeim sem þess
þurfa til sjálfshjálpar þar
sem það er mögulegt, en
forðast að gera alla að styrk-
þegum ríkisins með einum
eöa öðrum hætti.“
sjálfstæðismenn að benda á og
berjast fyrir Ieiðum frelsisins, svo
að einstaklingurinn geti starfað
án áreitni, boða og banna ríkis-
valdsins. Þetta verður að gera
stöðugt, og stefna frá ríkisafskipt-
um til frjálsræðis. Það er ekki nóg
að rísa eingöngu upp þegar enn
nýjar tillögur eru lagðar fram til
skerðingar frelsinu.
Mannúð og manngildi
Sjálfstæðisstefnan er grunduð á
því, að einstaklingarnir séu mis-
munandi. Þess vegna gerum við
kröfu til þess að mótað sé fjöl-
breytt þjóðfélag, sem tekur tillit
til mismunandi hæfileika, langana
og þarfa fólksins. Það er andstætt
okkar lífsskoðun að alla skuli
steypa í sama mót. í samræmi við
þessi sjónarmið verður að taka til-
lit til þeirra sem þurfa á hjálp
samfélagsins að halda. Frjálslynd
félagsmálastefna Sjálfstæðis-
flokksins er því eðlileg og miðar
að því að tryggja borgurunum ör-
yggi ef eitthvað bjátar á.
Þó okkur kunni nú að finnast
þær lausnir, sem valdar hafa ver-
ið, ekki þær bestu, þá megum við
ekki falla í þá gryfju að fordæma
alla félagslega samhjálp. Sam-
hjálpin er nauðsynleg, hún er sú
innri trygging í þjóðfélaginu sem
veitir fólki öryggiskennd. örygg-
iskennd, sem við viljum ekki vera
án. Markmið okkar er að hjálpa
þeim sem þess þurfa til sjálfs-
hjálpar þar sem það er mögulegt,
en forðast að gera alla að styrk-
þegum ríkisins með einum eða
öðrum hætti.
Sú íslenska stefna mannúðar,
manngildis og trúar á getu fólks-
ins og rétt þess, er og á að vera
stefna Sjálfstæðisflokksins, enda
samofin sögu þjóðarinnar frá upp-
hafi. Það má ekki þrengja hana,
það verður að leyfa mismunandi
sjónarmiðum að rúmast í Sjálf-
stæðisflokknum. Það er styrkur
hans.
Flokkur lýðræðisins
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
markað sér stöðu í íslensku þjóð-
félagi sem opinn, valddreifður lýð-
ræðisflokkur. í þeim anda verður
hann að starfa og varast miðstýr-
ingu og flokksræði sem er í raun
andstætt þeim viðhorfum sem
sjálfstæðisstefnan byggir á.
Framundan eru tímar sem munu
reyna á þrek og þol þjóðarinnar til
að takast á við vanda velferðarrík-
isins. Þau vandamál eru til að
sigrast á og það er hægt ef vilji er
fyrir því að beita nútímalegum
vinnubrögðum og ferskum hug-
myndum til að leysa þau. Við slík-
ar aðstæður mega sjálfstæðis-
menn ekki gleyma kjarna þeirra
lýðræðishugmynda sem tengja
okkur saman í einum flokki.
Verði Sjálfstæðisflokkurinn
trúr þeirri stefnu sem saga hans
og starf hefur mótað, á hann
möguleika á meira kjörfylgi en
nokkru sinni fyrr. Sjálfstæðis-
stefnan er ekki byggð á kennisetn-
ingum eða spámönnum framtíð-
arlandsins. Hann er íslenskur
flokkur, sprottinn úr íslenskum
jarðvegi og á að velja þær leiðir
sem hæfa íslensku þjóðinni.
Báknið burt
eftir Hauk Þór
Hauksson
í fyrstu stefnuskrá Sjálfstæðis-
flokksins fyrir 50 árum segir með-
al annars: „Að beita sér fyrir þjóð-
legri og víðsýnni umbótastefnu á
grundvelli einstaklings- og at-
vinnufrelsis, með hagsmuni allra
stétta fyrir augum."
Fyrir fáum árum sameinuðust
ungir sjálfstæðismenn undir kjör-
orðinu „Báknið burt“. Þetta gerð-
ist í kjölfar stórkostlegrar út-
þenslu ríkisvaldsins og oftrú
manna á endalausum afskiptum
hins opinbera af flestum þáttum
þjóðlífsins.
Sjaldan hefur slagorðið „Báknið
burt“ átt betur við en í dag. Bein
og óbein afskipti opinberra stofn-
ana af rekstri fyrirtækja hafa
aldrei verið meiri. Forsjá ríkisins í
nýiðnaði hefur aldrei verið meiri.
Atvinnu- og einstaklingsfrelsi
er ógnað. Sjálfstæðisfiokkurinn
hefur jafnan verið málsvari at-
vinnufrelsis og undir merki hans
hafa þeir fylkt sér, sem betur hafa
treyst einstaklingum og samtök-
um þeirra en forsjá ríkisins.
Komandi ár mun skipta sköpum
um hvernig til tekst að byggja upp
nýiðnað hér á landi. Ef stefnan
verður sú, að góðverkastefna
opinberra aðila á kostnað skatt-
borgarans verður látin ráða og í
engu skeytt að arðsemi, mun illa
fara.
Látum menn gera góðverk á eig-
in kostnað. Sköpum aðstæður til
að athafnasamt æskufólk sjái sér
hag í að taka beinan þátt í at-
vinnulífinu.
En hugmyndir ungra sjálfstæð-
ismanna vekja von.
Von um að umsvif ríkisins í at-
vinnurekstri verði takmörkuð.
Ríkisfyrirtæki á borð við Ríkis-
skip og Ríkisprentsmiðju Guten-
bergs verði seld eða lögð niður.
Von um að óbeinum afskiptum
ríkisvaldsins verði hætt. Verð-
lagshöft afnumin. Framleiðendur
og seljendur verðleggi sjálfir vöru
Haukur Þór Ilauksson
sína og þjónustu. Sterk neytenda-
samtök eru mun líklegri til árang-
urs en Verðlagsstofnun.
Von um að öll fyrirtæki í hvaða
formi, sem þau eru tekin, búi við
sömu skattareglur.
Von um að fjáraustri í óarðbær-
ar framkvæmdir verði hætt.
Þessum hugleiðingum tel ég rétt
að ljúka með tilvitnun í Adam
Smith.
„Sá . stjórnmálamaður, sem
reynir að stjórna því hvernig ein-
staklingarnir nota sjálfsaflafé
sitt, er ekki einungis að vinna
óþarfaverk, hann er einnig að taka
sér völd, sem engum manni, engu
ráði, og engri nefnd er treystandi
til að nota, og verður hvergi eins
hættulegt og hjá þeim manni, sem
er svo vitgrannur og metnaðar-
gjarn, að hann telur sig hæfan til
að beita því.“