Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 19 Af hverju Pétur? eftir Gísla Jóhannes- son skipstjóra Þegar þetta birtist verð ég kom- inn út á sjó, og mun því miður verða fjarverandi þá daga sem prófkjör Sjálfstæðisflokksins stendur yfir. Þannig verður einnig ástatt um fjölda félaga minna. Ég vil því með greinatstúf þess- um leitast við að hafa áhrif á þá, sem tækifæri hafa til að taka þátt í þessu prófkjöri og skora á þá að tryggja Pétri Sigurðssyni alþing- ismanni öruggt sæti á framboðs- lista flokksins. Kynni mín af Pétri eru orðin löng og það er á grundvelli þeirra kynna, sem ég læt þessa áskorun koma fram. Pétur stundaði sjó í um tvo ára- tugi og kynntist þá fiskveiðum og siglingum af eigin raun og lauk prófi bæði frá fiskimanna- og far- mannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík. Siglingar hans á hafnir landsins og síðan ferðir hans árum saman á vegum Sjálfstæðisflokksins um allt land hafa gert hann hæfari en flesta aðra þingmenn til að skilja þarfir frumatvinnuvega okkar og þess fólks, sem að þeim vinnur við afla, vinnslu, flutning og sölu. Félagar okkar í sjómannastétt og aðrir launþegar hafa líka treyst honum og valið hann til forystu í félögum sínum og hagsmunasam- tökum, bæði í stærsta sjómanna- félagi landsins, í miðstjórn Al- þýðusambandsins o.fl., o.fl. í hugum okkar sjómanna er hann þó sá þingmaður, sem ætíð hefur haft að helsta baráttumáli sínu öryggi og slysavarnir sjó- manna, sem annarra. Verður til- kynningaskyldan eitt þeirra mála sem Pétri verður seint fullþakkað. Formennska og forysta hans í Sjómannadagsráði um tuttugu ára skeið og afrek þeirra félaga sem þar eiga sæti hafa fyrir löngu vak- ið þjóðarathygli. Ekki aðeins byggingar yfir hundruð gamal- menna, heldur einnig rekstur Hrafnistuheimilanna og annarra fyrirtækja þessara samtaka, sem enn hafa staðið af sér þau áföll sem öðrum atvinnurekstri er bú- inn hin síðari ár. A vegum þessara samtaka munu nú vinna á sjötta hundrað manns. Þáttur Péturs Sigurðssonar í fjölda félaga og framlag hans til góðra mála er flestum Reykjvík- ingum kunnur, þótt málefni aldr- aðra og stofnun SÁÁ muni bera þar hæst. Fyrir okkur sjómenn, sem erum einnig að basla í eigin útgerð er þýðingarmikið að eiga á Alþingi menn sem skilja hvað um er að ræða, þegar atvinnurekstur, vandamál hans og þarfír er um að ræða. Þegar viðkomandi þingmaður á einnig til að bera í ríkum mæli næman skilning og samúð með kjörum og aðbúnaði þeirra, sem minna mega sín í þjóðfélagi okkar, og hefur þor og þrek til að berjast Pétur Sigurðsson. fyrir málstað þeirra er sætið vel skipað. Þessum kostum er Pétur Sig- urðsson alþingismaður búinn, því endurtek ég áskorun mína til fé- laga og stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, að stuðla að kosningu hans í próf- kjörinu 28. og 29. þessa mánaðar, í öruggt sæti á framboðslista flokksins í næstu alþingiskosning- um. Þrjú kvöld- námskeiÖ i Grindavík NÁMSFLOKKAR Grindavíkur tóku, að þessu sinni, til starfa um síðustu mánaðamót. Þrjú nám- skeið verða fyrir áramót í eftir- töldum efnum: Námsflokkar Grindavíkur, Rauðakrossdeild Grindavíkur og slökkviliðsstjórinn í Grindavík, hafa samvinnu um að halda námskeið í Skyndihjálp og bruna- vörnum. Námskeiðið hófst mið- vikudaginn 17. nóvember og er haldið í Grunnskóla Grindavík- ur á miðvikudagskvöldum kl. 20.00. Námskeið í jólaföndri er fyrir nokkru hafið hjá Námsflokkun- um og námskeið í fatasaumi hefst 16. nóv. öll námskeiðin eru haldin í húsnæði Grunnskóla Grindavíkur. Nemendur geta enn skráð sig á þessi námskeið og verða þau á kvöldin. „Gilitrutt", með myndum Brians Pilkingtons IÐUNN hefur gefið út þjóðsöguna um Gilitrutt með litmyndum eftir Brian Pilkington. Bókin er með sama sniði og Ástarsaga úr fjöllun- um eftir Guðrúnu Helgadóttur sem út kom í fyrra og hefur nú verið gefin út í ýmsum löndum, en Bri- an gerði einnig myndir í þá bók. Er hún nú komin á Norðurlanda- málunum öllum nema finnsku og síðast á færeysku. Gilitrutt er hér prentuð eftir texta þjóðsagna Jóns Árnasonar. Prentmyndastofan hf. litgreindi myndirnar, en Oddi prentaði bókina. Stærðfræði- handbókin í nýrri útgáfu Á NÆSTUNNI mun Staðalútgáfan senda frá sér Stærðfræðihandbókina í nýrri útgáfu. Stærðfræðihandbókin, sem fyrst kom út árið 1970 í tæplega þrjú þúsund eintökum, seldist upp á rúmum þremur árum og hefur verið ófáanleg síöan. í þessari nýju útgáfu er Stærð- fræðihandbókin bæði aukin og endurbætt. Aukið hefur verið stór- lega við svokallaðar tegrunarjöfn- ur, margföldunartaflan fimmtán- földuð, bætt við kaflann Eldhús- reikningur og nýjar stærðfræði- þrautir settar í stað hinna fyrri. Mikilvægasta nýjungin í þessari annarri útgáfu Stærðfræðihand- bókarinnar er trúlega nýr kafli sem nefnist Notkun vasatölvu. Þetta er um þrjátíu blaðsíðna kafli, saminn af höfundi Stærðfræði- handbókarinnar dr. Árna Hólm, og kennir á kerfisbundinn hátt notkun vasatölvu. Bókin er í nýju útgáfunni 320 blaðsíður og er offsetfjölrituð hjá Letri sf. Gömul götumynd frá Hafnarstræti. . ÍQAGLOPNUMVB NWA BOKADEILD Allir þekkja gömlu, góöu ritfangaverslun Pennans I Hafnarstræti. Enda engin furóa, því Penninn hefur verslaó í götunni í 50 ár. Á afmælisárinu færum vió enn út kvíarnar. Vió höfum opnaó nýja bókadeild sem hefur bæói íslenskar og erlendar bækur á boóstólum og fjölbreytt úrval tímarita. Líttu inn til okkar I Hafnarstræti. Nú færóu ritföngin, gjafavörur og allar bækur I sömu gamalgrónu versluninni í hjarta borgarinnar. Hafnarstræti18,simi 10130. FULLKOMIN SÉRVERSLUN 1932-1982

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.