Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 Ritskoðun í Nicaragua: 19 alda gömul beinagrind Þessi beinagrind fannst nýlega með sverð sér við hlið í Herculaneum, sjávarþorpi við Miðjarðarhaf, sem grófst í ösku og hrauni í Vesúvíusargosi fyrir nítján hundruð árum. Við uppgröft á staðnum komu í Ijós 80 beinagrindur sem höfðu varðveitzt mjög vel. Klipptu út 80% efnisins og blaðið komst ekki út Managua, 18. nóvember. AP. BLAÐIÐ La Prensa sem er í stjórnarandstöðu í Nicaragua kom ekki út í dag. Að sögn forráðamanna blaðsins er ástæðan sú að ritskoðarar stjórnarinnar voru svo lengi að ákveða hvað mætti birtast og hvað ekki að þegar því umstangi lauk var komið langt yfir þann tíma sem þurfti til að vinna blaðið svo það kæmist til kaupenda á eðlilegum tíma. Segja forráðamenn La Prensa að starfsmenn upplýsingadeild- ar innanríkisráðuneytisins hafi verið búnir að klippa út 80% af upphaflegu lesmáli áður en upp var staðið. Af hinu útskúfaöa efni má nefna grein, grundvallaða á viðtali við Cordova, einn þriggja manna í herforingjaklíkunni sem ræður lögum og lofum í landinu. Eftir Bann við inn- flutningi á kópaskinnum til EBE-landa Sirasbourg, 18. nóvemln'r. AP. EVRÓPIJÞINGIÐ staðfesti í dag reglugerð framkvæmda- nefndar Efnahagsbandalagsins sem kveður á um bann við inn- flutningi á kópaskinnum í aðild- arlöndin. Um leið og þingið staðfesti reglugerðina beindi það því til ráðherranefndar Efnahagsband- alagsins að reglugerðin gengi í gildi svo skjótt sem auðið yrði og eigi síðar en 1. marz nk. Reynt verði að skera nið- ur fjárhags- áætlun SÞ honum var höfð gagnrýni á rit- skoðun og það álit á ritskoðurum að þeir væru ímynd meðal- mennsku. Þá töldu ritskoðarar ekki við hæfi að birta grein um Brezhnev, þar sem m.a. var fjallað um nýjar upplýsingar fyrrveraudi KGB-njósnara um að KGB hefði eindregið varað leiðtogann við því að gera innrás í Afganistan en hann hefði látið þær ráðleggingar sem vind um eyru þjóta. Sameinuðu þjóðunum, 18. nóvember. AP. STJORNIK Handaríkjanna, Sovétrikj- anna og Bretlands hafa tekió saman höndum um að halda niðri kostnaði við rekstur á vegum Sameinuðu þjóðanna, en þessi kostnaður hefur farið ört hækkandi að undanfornu. Þykir tíðind- um sæta að sendiherrar þessara þriggja ríkja gengu saman á fund Per- ez de Quellar framkvæmdastjóra SÞ til að ræða við hann möguleika á niður- skurði í fjárhagsáætlun samtakanna. Bandaríkin eru langveitulasta ríki SÞ þegar fjárframlög til samtak- anna eru annars vegar, og leggja til fjórðung þess fjár sem þarf til rekstrar. Sovétríkin eru í öðru sæti með 13% og Bretland í sjötta sæti með 4,5%. Onafngreindur embættis- maður sem var viðstaddur fund sendiherranna og de Quellars segir framkvæmdastjórann hafa heitið því að reyna allt sem hægt væri til að koma í veg fyrir aukinn kostnað við reksturinn. Elísabet og Beatrix Beatrix drottning í Hollandi hélt á þriðjudag í sína fyrstu þjóðhöfðingjaheimsókn til Bretlands. Á myndinni veifar hún til mannfjöldans. Elísabet II. Bretlandsdrottning situr henni á vinstri hönd. Rafeindarisi gegn Japönum Evrópuþingið: París, 18. nóvember. AP. TIL að stemma stigu við einokun Jap- ana á sviði rafeindaiðnaðar á evrópskum markaði, hefur hið þjóð- nýtta franska fyrirtæki Thomson- Brandt ákveðið að kaupa ríflega 75% hlutabréfa í v-þýzka rafmagnsfyrir- tækinu Grundig. Philips-fyrirtækið scm er hollenzkt verður liður í þess- ari samsteypu, en það ræður yfir 24,5% í Grundig. Megintilgangur þessara við- skipta er að stöðva hina öru sókn Japana á v-evrópskum markaði, þegar rafeindabúnaður er annars vegar og telja kunnugir að fyrsta verkefni hins nýja evrópska rafeindarisa verði að búa til nýtt myndbandakerfi til að keppa við japönsku Beta- og VHS-kerfin, sem hafa selzt í miklum mæli á evrópskum neytendamarkaði. N-írland: Lögreglurannsókn á rekstri de Loreans l.undúnum, 18. nóvember. AP. LÖGREGLAN er að rannsaka fjárreiður á bílasmiðju hins bandaríska John Z. de Lorean á Norður-írlandi, að því er brezk stjórnvöld skýrðu frá í dag, en bílasmiðjan varð gjald- þrota. Lundúnablaðið The Times sagði frá því í dag að uppgötvazt hefði að fé hefði horfið út úr rekstri fyrirtækis- ins. De Lorean var handtekinn í Los Angeles fyrir mánuði vegna gruns um aðild að kókainbraski. Aðeins fáum klukkustundum fyrir hand- tökuna tilkynnti brezka stjórnin um þá ákvörðun sína að loka bíla- smiðju de Loreans á N-írlandi þar sem fyrirtækið gæti ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. The Times segir það hafa verið iðnþróunarráð N-írlands, sem fór fram á lögreglurannsókn á fjár- reiðum fyrirtæksins. Blaðið kveðst ekki hafa upplýsingar um upp- hæðina sem saknað er en telur að þar sé um verulega fjárhæð að ræða. Tvítug stúlka frá Dóminíkanska lýðveldinu „Ungfrú alheimur“: „Fegurð er ekki bara ytra útlit l.undúnum, 19. nóvvmber. AP. „FEGURÐ ER ekki bara ytra útlit,“ sagði hin 22 ára gamla Marias- ela Alvarez frá Dóminíkanska lýðveldinu, sem var í gærkvöld út- nefnd „Ungfrú aiheimur“. Hafði Mariasela betur í keppninni við 67 aðrar stúlkur. Maria Sverrisdóttir tók þátt í keppninni fyrir íslands hönd. Þetta er í 32. sinn sem þessi keppni er haldin. Fyrir keppnina var stúlku frá Trinidad og Tobago spáð mestum frama, en hún komst ekki lengra en í undanúrslitin. Sigur Alvarez kom því nokkuð á óvart. í öðru sæti í þessari keppni varð tvítug finnsk stúlka, Sari Kaarina Aspholm að nafni. Della Dolan, tvítug stúlka frá Bandaríkjunum, varð í þriðja sæti. Sigur Alvarez vakti mikla gleði í heimalandi hennar og þar var slegið upp veislum á götum úti í tilefni dagsins og dansinn dunaði fram á nótt. Vart þarf að taka það fram, að þetta er í fyrsta sinn, sem fulltrúi frá þessari litlu eyju í Karabiska hafinu ber sigur úr býtum í feg- urðarsamkeppni. Ungfrú Mariasela Alvarez er á fyrsta ári í námi í byggingalist (arkitektúr). Hún sagði frétta- mönnum, að hún hefði ekki endi- lega verið sú fegursta, en senni- lega verið hæfasta stúlkan í hópnum. í slíkri keppni væri það ekki einvörðungu útlit, heldur og framkoma og gáfnafar, sem einnig skiptu máli. í ljós hefur komið að Alvarez er nauðalik sigurvegaranum úr keppninni í fyrra, Pilin Leon frá Venesúela. Fyrir sigur sinn í keppninni hlaut Alvarez sem svarar 135.000 íslenskum krónum. Þá tryggði sigurinn henni eins árs starf sem fyrirsætu og þar hefur hún aldrei undir sem svarar 680.000 ísl. krónum upp úr krafs- inu. Þá fær hún að spreyta sig í kvikmynd undir stjórn ekki ómerkari manns en þess, sem stjórnaði upptökum á Óskars- verðlaunamyndinni „Chariots of fire“, Dodi Fayed. Auk Alvarez voru fjórar aðrar stúlkur krýndar. Sú finnska, Sari Kaarina Aspholm, fékk tit- ilinn „Ungfrú Evrópa", Caroline Murinda, 22 ára frá Zimbabwe hlaut titilinn „Ungfrú Afríka", hin 22 ára gamla Sarah Jane Ar- eza frá Filippseyjum, hlaut titil- inn „Ungfrú Asía“ og Catherine Anne Morris, 19 ára stúlka frá Ástralíu, var útnefnd „Ungfrú Eyjaálfa".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.