Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.1982, Blaðsíða 23
4- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 23 Schultz á fréttamannafundi: Segir Bandaríkja- menn reiðubúna að bæta sambúðina Washington, 19, nóvemb«r. Al*. BANDARÍKJAMENN eru reiöubún- ir til að bæta sambúðina við Sov- étmenn, en aðeins að þvi gefnu að Sovétmenn séu reiðubúnir til að rétta fram sáttahönd. Svo sagði George P. Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, i ræðu, sem hann flutti á frétta- mannafundi í gær. „Það, sem mestu máli skiptir er, að breyting verði á hegðun," sagði Schultz á fundinum. „Kannski eru móttökur Sovétmanna við komu bandarísku sendinefndarinnar við fráfall Brezhnevs dæmi um breytt viðhorf. Sendinefndinni var einkar hlýlega tekið,“ sagði Schultz enn- fremur. Schultz sagði ennfremur, að ekki hefði verið ákveðinn leiðtogafund- Lítill áhugi hjá almenningi á hlutabréfunum Lundúnum, 19. nóvember. Al*. SVO VIRÐIST, sem sú fyrirætlun bresku stjórnarinnar, að gefa al- menningi kost á að kaupa meirihluta, 51%, hlutabréfa í ríkisfyrirtækinu Britoil, ætli að mistakast. Áhugi al- mennings virðist einfaldlega ekki nægur. Sérfræðingar stjórnarinnar vilja skella skuldinni á olíumálaráð- herra Saudi-Arabíu, sheikh Ahmed Zaki Yamani, sem sagði fyrr í vik- unni, að fyrirsjáanlegt væri lækkað verð á olíu, sem nemur 34 Banda- ríkjadollurum á hverja tunnu. Ætlun stjórnarinnar var að gera ölium kleift að kaupa hlutabréfin. Voru þau seld á rúm tvö sterlings- pund stykkið, alls 255 milljónir talsins. Þannig ætlaði stjórnin að verða sér úti um 550 milljónir punda. Tilkynnt var í dag, að fyrir dyr- um stæði önnur svipuð hlutabréfa- sala. Hefur breska stjórnin til- kynnt að hún hyggist bjóða al- menningi að kaupa 51% hlutabréfa i bresku simamálastofnuninni. ur ríkjanna á næstunni, en fundur þeirra Reagans og Andropovs væri eitt þeirra atriða, sem rædd yrðu í stjórninni á næstunni. „Við mynd- um taka því vel ef einhver hreyfing yrði,“ sagði Schultz. Veður víða um heim Amsterdam 12 rigning Aþena 18 rtgning Banpkok 33 heióskírt Beirút 22 heióskirt Belgraö 10 heióskírt Berlin 5 skýjaö Brússel 9 skýjaó Buenos Aires 24 skýjaó Chicago 12 rigning Oyflinni 8 rigning Frankfurt 12 heióskírt Genf 10 ■kýjaó Helsínki 4 skýjað Hong Kong 24 skýjað Jerúsalem 21 heióskirt Jóhannesarborg 28 heiðskírt Kaupmannahöfn 8 rigning Kairó 23 heíöskírt Lissabon 17 heiðskírt Los Angetes « skýjaó Madrid 14 heióskirt Maxíkóborg 24 skýjaó Miami 27 skýjaó Montreal 7 skýjaó Moskva 9 skýjað Nýja Dehlí 31 skýjaó New York 13 skýjaó Ósló -2 skýjað Peking 19 heiðskírt Rio de Janeiro 26 skýjaó Rómaborg 14 heiöskírt San Francisco 15 rigning Singapore 33 rigning Stokkhólmur 2 skýjaó Sovéskir herflugmenn, sem standa til vinstri á myndinni, hlýða á ávarp í Suðaustur-Angóla, er þeir voru frelsaðir af skæruliðum, sem létu í staðinn bandaríska fanga af hendi. Víðtæk mótmæli vid heim- sókn Husaks til Austurríkis Vínarborg, 19. nóvember. Al*. VÍÐTÆK mótmæli settu mjög svip sinn á þriggja daga heimsókn Gustav Husak, leiðtoga tékkneska kommún- istaflokksins, sem lauk í Austurríki í dag. Hvar sem Husak fór mættu hon- um hópar fólks með mótmælaspjöld þar sem krafist var fullra mannrétt- inda í Tékkóslóvakíu. Talið er að flestir i hópi mótmælendanna hafi verið Tékkar, sem flúið hafa land, en einnig mótmælti fólk úr röðum kirkj- unnar. Einn hluti mótmælanna var fyrirfram ákveðin ferð leikritahöf- undarins Pavel Kohout til Prag. Kohout er útlægur frá Tékkóslóv- akíu. Hann flaug til Prag án þess að hafa vegabréfsáritun og var vís- að úr landi, en tókst að hitta dóttur sína að máli á flugvellinum áður en hann sneri aftur. í heimsókn sinni ræddi Husak við forseta Austurríkis, Rudolf Kirchenschlaeger, og Bruno Kreiski kanslara. Husak sagði við fréttamenn eftir fundi sína með ráðamönnunum, að uppátæki Koh- out væri „barnaleg sýndar- mennska" og að ekki væri að vænta neinnar stefnubreytingar í afstöðu tékkneskra yfirvalda til undirróð- ursmanna. Því var hins vegar getið í sam- eiginlegri yfirlýsingu Husaks og ráðamannanna austurrísku, að nauðsyn þess að hafa vegabréfs- áritun til að komast til Tékkóslóv- akíu yrði hugsanlega endurskoðuð. Vegabréfsáritun þessi hefur verið harðlega gagnrýnd í Austurríki. Eftirmaður Khomeinis verður valinn í desember Beirút, 19. nóvember. Al*. TALSMAÐUR íranska þingsins, Ali- Akbar Rafsanjani, sagði í útvarpsræðu í dag, að sú ákvörðun að kjósa þegar eftirmann Ayatollah Ruhollah Khom- einis, sem er orðinn 83 ára og fársjúk- ur, væri eingöngu tekin til þess að koma í veg fyrir upplausn og hugsanleg átök þegar trúarleiðtoginn félli frá. Rafsanjani sagði í dag, að ráð sér- fræðinga myndi kjósa eftirmann Khomeinis þann 10. desember. Yrði annað hvort einn maður fyrir valinu, eða þá hópur manna. Khomeini komst til valda í bylt- ingunni, sem gerð var í íran 1979. Hann er talinn þjást af hjartasjúk- dómi og fer nú orðið aldrei út fyrir hússins dyr þar sem hann heldur til. Hann hefur kvatt almenning í land- inu til að taka þátt í kjörinu um fulltrúa til að velja eftirmann sinn. I KVOLD Nóvemberkvöld í Nausti Matseðill Laugardagurinn 20. nóv. 1982 dinner Kalt laxapaté með ristuðu brauði og sinnepssósu - O - Hreindýrasteik „smetana“ með waldorf- salati, peru, rauðkáli og smetanasósu. — O - Mokkaís í súkkulaðibollum með kahluakremi. Þjónustugjald og söluskattur innifalið í verði. Service change and sales tax included in the price. fl MORGUN Fjölskyldudagur í Nausti í hádeginu bryddum við upp á nýjungum og bjóðum fjöl- skyldunni upp á ýmislegt nýtt. Við sjáum um börnin ykkar að áhyggju- og kostnaðar- lausu. Fjölbreyttur matseðill að venju. kaffitímanum bjóðum við rjómakaffi og gómsætar kökur. UM Fyrir börnin höfum við sett upp barnaleiksvæði með ýms- um leikföngum, videótæki með teiknimyndum, blöð og fleira þeim til skemmtunar. Þar geta litlu börnin unað sér og fengið frábæran barnamat, pylsur, gos og fleira. Fóstra passar börnin á meðan fullorðna fólkið gæðir sér á Ijúf- fengum veizlumat í aðalsal. ; , zr< r A/A í kvöld leika og skemmta félagarnir Graham Smith og Jónas Þórir af sinni alkunnu snilld. BORÐAPANTANIR í SÍMA 17759 Veríd velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.