Morgunblaðið - 20.11.1982, Side 30

Morgunblaðið - 20.11.1982, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 Gagnkvæm tillitssemí er allra hagur Akstur 1 hálku í rauninni ætti að vera ástæðulaust að tala sérstaklega um akstur í hálku, því enginn grundvailarmunur er á sumar- og vetrarakstri. þar gilda sömu náttúrulögmál. Sá sem hefur til- einkað sér rétt aksturslag al- mennt er vel undirbúinn hvort heldur er fyrir sumar- eða vetrarakstur. Nú hugsar þú ef til vill sem svo: En það er nú nauðsynlegt að viðhafa meiri gætni, þegar ekið er í hálku, því skal svarað þann- ig að ef ekið er með sömu gætni á sumrin og viðhöfð er við akstur í hálku þá er vel. Akið því alltaf Ur umferðinni _ 19 Frá Umferðarráði með „létta hönd og léttan fót“ árið um kring. En lítum nánar á hvaða öfl það eru sem verka á bíl í akstri: 1. Drifkraftur: Drifkrafturinn er kraftur bílsins á ferð. Á mikl- um hraða er drifkrafturinn því mikill. Gegn honum er að- eins eitt ráð. Minni hraði. 2. Miðflóttaafl: Hlutur, sem hreyfist með ákveðnum hraða í ákveðna átt, leitast við að halda stefnu sinni. Þess vegna leitar bíll út úr beygju, nema framhjólin nái að vinna á móti þeim krafti. M.ö.o. utanað- komandi afl þarf að breyta stefnunni og hraðanum. 3. Veggrip: Veggrip er núnings- viðnám bílhjólanna og vegar- ins og á að yfirvinna bæði tregðulögmálið og drifkraft- inn. Veggripið er mismunandi mikið og fer eftir gerð vegar- ins og öðrum aðstæðum. Gott veggrip fæst í þurru malbiki, lélegt i blautu malbiki, en hins vegar slæmt á ísilögðum veg- um. Hitastig hefur einnig áhrif á veggrip, það er t.d. betra í þurrum snjó en blaut- um. Hægt væri að fækka umferð- aróhöppum sem verða vegna hálku ef ökumenn tækju tillit til þess hvernig veggrip er hverju sinni, og notuðu bensíngjöf og Þegar breyta þarf út af stefnu, svo sem í beygjum, verður að minnka hraðann með tilliti til viðnámsins við veginn, því annars þrífur mið- flóttaaflið bílinn út af veginum. —iT Hæftlegur hraði áður en ekið er i beygjuna, góðar keðjur eða annar góður búnaður hjólbarða svo og hæfileg (ekki of mikil) stýring miðað við aðstæður, er forsenda þess að vel fari á hálum veginum. (Myndirnar eru úr bvklini>i KÍB Akstur í hálku.) hemla með varúð. Eftir að snjóa tekur má búast við hálkublett- um, þar sem skaflar hafa legið eða sólar hefur ekki notið. Mik- ilvægt er að hægja ferðina tím- anlega, áður en komið er að veg- arköflum sem geta verið viðsjár- verðir. Sandur er oft borinn á vegi til þess að bæta veggripið, en í mik- illi umferð getur hann sópast burtu og hættulegir hálkublettir myndast. Önnur aðferð við að bæta veggrip er að nota hjól- barða með grófu mynstri (snjó- hjólbarða). Þeir koma að bestum notum þegar ekið er af stað, vegna þess að mynstrin grípa vel í snjó. Negldir snjóhjólbarðar bæta líka veggrip við ákveðnar aðstæður, t.d. við hemlun á hraða undir 40 km/klst. En þeir verða að vera undir öllum bílnum. En hafið hugfast að nagladekk auka öryggi, en notkun þeirra má ekki leiða til hraðaaukn- ingar. Ef ekið er á hálum vegi skal varast að láta bifreiðina verða fyrir snöggum hraðabreytingum t.d. með því að hemla snögglega eða auka bensíngjöf snögglega. Þetta gildir í rauninni líka í akstri að sumarlagi. Sjö atriði sem ber að varast í vetrarakstri 1. Stigið ekki snögglega á bens- íngjöfina, og sleppið henni ekki snögglega. 2. Setjið bifreiðina ekki snögg- lega í lægri gír (kúplið ekki snögglega). 3. Akið ekki í beygjum á of mik- illi ferð. 4. Takið ekki krappar beygjur. 5. Stigið ekkisnögglega á heml- ana. 6. Akið ekki hugsunarlaust, eða án fyrirhyggju. 7. Hemlið ekki of seint. Undir- búið hemlun timanlega áður en stöðva á bílinn. Enginn lærir að aka bifreið með bóklestri einum saman. í hálku kemur í ljós hversu góður og öruggur ökumaðurinn er. — Ekki er bara nægjanlegt að kunna að nota öll hestöfl vélar- innar. Mikilvægara er að kunna að stjórna þeim. Nú spyrð þú ef til vill: Er þetta allt og sumt sem Umferðarráð hefur að segja mér um akstur í hálku? Og svarið er: Já, að þessu sinni. Þetta eru grundvallar- / atriði til íhugunar. En í næsta þætti, að viku liðinni, ræðum við nánar nokkur atriði um akstur í hálku. Að fyrirbyggja tannsjúkdóma Tannsjúkdómar eru algengustu hrörnunarsjúkdómar veraldar. Tannátan (tannskemmdir) ein hrjáir nærri hvern einasta Vestur- landabúa einhvern tíma ævi, flesta oft, suma stöðugt. Það einkennilega við tannát- una og tannsjúkdóma yfirleitt er hve margs konar misskilnings gætir í garð þeirra. Fyrir það fyrsta virðist mörg- um hætta til að gleyma því að t.d. tannáta er sjúkdómur, meira að segja skæður sjúkdómur, en ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur mannlífsins. í öðru lagi virðast margir standa í þeirri trú að ráðgjöf um tannvernd sé einungis eitthvað sem sé ætlað börnum. Staðreynd- in er þó sú að fullorðnir þurfa ekki síður á henni að halda, stundum meira. I þriðja lagi virðist stór hluti Islendinga alls ekki gera sér grein fyrir að tannátan er síður en svo eini tannsjúkdómurinn sem þeir geta átt á hættu að fá með aldrinum. Tannholdsbólga (tannvegs- bólga) er að flestu leyti alvarlegri sjúkdómur en tannáta. Hún áger- ist auk þess með aldrinum og getur valdið því að viðkomandi missir smám saman allar tenn- ur. Sem betur fer er hægt að fyrirbyggja báða þessa sjúk- dóma, en aðeins ef viðkomandi veit hvernig hann á að fara að því og lifir í samræmi við það. Tannáta og neytandinn Tannátan hrjáir fólk einkum á fyrri hluta ævi. En afleiðin'garn- ar bera menn ævilangt því í stað tannar sem er horfin getur að- eins komið gervitönn. Um orsakir tannátu er nokk- urn veginn vitað. Gerlar (sýklar) í tönnum nota sykurinn til þess að búa til seiga skán sem sest utan á tennurnar. Þessi hvíta skán kallast tannsýkla. Tannsýklan er eins og höll sumarlandsins fyrir gerlana. Þar hafa þeir aðsetur. Þegar sykurs er neytt streymir hann um tannsýkluna og gerlarnir breyta honum í sýru. Sýran étur upp glerunginn. Lengra og lengra grefur hún sig inn í hann, borar í hann holur, uns hún hefur brotist í gegn. Þá tekur tannbeinið við og það veit- ir minna viðnám. Tannbeinið leysist upp á mun skemmri tíma en glerungurinn. Áður en nokkur fær rönd við reist er komin hola inn í kviku, sýklar komast að o.s.frv. Afleið- ingarnar þekkja allir. Tannholdsbólga og neytandinn Tannholdsbólga og tannáta haldast oftast í hendur. En tannholdsbólga er yfirleitt ekki vandamál fyrr en komið er fram á miðja ævi, enda þótt upptökin sé að finna miklu fyrr. Tannholdsbólga stafar af því að gerlar í skáninni (tannsýkl- unni) framleiða eiturefni sem finna sér leið út í holdið um- hverfis og koma af stað bólgu sem smám saman breiðist út. Þegar tannholdsbólga er komin á visst stig þarf lítið til að hún verði ólæknandi og einstaklingur- inn getur byrjað að missa tennur, getur jafnvel misst þær allar. Það er því afar brýnt að full- orðið fólk sé á verði gagnvart þessum skæða sjúkdómi og geri ráðstafanir til að koma í veg fyrir hann áður en hann verður að óleysanlegu vandamáli. Káðleggingar til almennings 1. Grundvöllur tannverndar er rétt mataræði frá upphafi. Kennið börnum ykkar að borða lítinn sykur og nota hann á réttan hátt. Gætið þess einnig að þau fái fæði með öllum bætiefnum (kalki o.fl.). 2. Gætið þess sjálf að draga úr FÆDA OG HEILBRIGÐI eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent sykurneyslu. Sykurs ætti ein- ungis að neyta með aðalmáltíð- um, pn ekki milli mála. Þetta er grundvallaratriði við tannvernd: að nota sykurinn á réttan hátt. 3. Lærið að hirða tennurnar á réttan hátt. Notið mjúkan tann- bursta sem ekki særir tannholdið. Burstið tennurnar vel og lengi til að ná hvítu skáninni alveg burt einu sinni á dag. 4. Tannþráð og tannstöngla ættu allir að nota ævilangt, en ekki síst þeir eldri, sem eru með meira viðgerðar tennur. Þessi hjálpartæki hreinsa (skafa) þá fleti og skot sem burstinn nær ekki til. 5. Látið gera við skemmdar tennur jafnóðum. Með nýjum borum og deyfingu er sársauki hverfandi. Ef blæðir úr gómum við burstun er bólga í tannholdinu og nauðsynlegt að leita tannlækn- is. Fáein orð um flúor Það er ógerningur að ræða um tannvernd nema minnast á flúor (flúorið væri réttara). Því miður hafa flúortöflur gert takmarkað gagn víða um lönd þótt ekki sé vitað um árangur hér á landi. Reynsla annarra þjóða sýnir glöggt að þegar flúor er bætt í drykkjarvatn minnka tann- skemmdir að jafnaði um 50—70%. Er ástæða til að ætla að svo yrði einnig hér á landi. Þessi mikli árangur af flúorbæt- ingu drykkjarvatns kemur að sjálfsögðu einungis fram ef flúor- neyslan hefur verið lítil fyrir, þ.e. ef magnið er minna en svo að það dugi til tannverndar. En um leið þarf að hafa í huga sérstöðu íslands, t.d. að stór hluti landsins er á jarðhitasvæðum, hita- veituvatn er nokkuð flúorríkt, flú- ormengun fylgir álverum og eld- gosum, fiskneyslan er mikil (fiskur er tiltölulega fiúorrik fæða). Þessi atriði ber að taka alvar- lega. Það kemur ekki til mála að bæta fiúor i drykkjarvatnið nema að áður hafi farið fram rannsókn á flúorneyslu íslendinga eftir lands- hlutum. Ef svo fer að slík rannsókn staðfestir að flúorneyslan sé af skornum skammti, þá fyrst — og einungis þá fyrst — er flúorblönd- un drykkjarvatnsins réttlætan- leg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.