Morgunblaðið - 20.11.1982, Síða 31

Morgunblaðið - 20.11.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 31 Fallegt minnismerki Bókmenntír Sveinbjörn I. Baldvinsson Bolli Gústavsson: VORGANGA f VINDHÆRINGI 150 bls. Almcnna bókafélagið. Bók séra Bolla Gústavssonar í Laufási ber undirtitilinn: „... Á mótum ljóðs og sögu.“ í henni skiptast á ljóð og lausmálskaflar sem bregða upp skýrum og oft einkar skemmtilegum myndum af mannlífi og umhverfi á Oddeyr- inni á Akureyri fyrir 30 til 40 ár- um. Þetta er eflaust einhvers kon- ar minningabók og skyldi maður nú kannski ætla að komið væri nóg af þeim á þessum síðustu tím- um, þegar varla kemur svo út skáldverk að það sé ekki að minnsta kosti öðrum þræði ævi- minningar, ekkert síður eftir bráðunga höfunda. Hvað sem því líður, þá finnst mér þetta góð bók hjá Bolla. Henni virðist ekki ætlað að segja neinn stórasannleik um lífið og þjóðfélagið, heldur líkist mest eins konar fallegu minnis- merki í skáldskaparformi um liðna tíð og liðið fólk. Tíð og fólk sem kemur aldrei aftur. I ljóðunum sjáum við það sem fram fer með augum skáldsins, sem þá er ungt að árum og í lausmálsköflunum förum við inn í hús og vinnustaði og heyrum sam- töl, erum kannski ennþá nær sög- unni. Ekki er alltaf skýr munur á ljóðunum og lausa málinu, því hið síðarnefnda er oft einkar ljóðrænt og verður skiptingin þá nánast að- eins spurning um uppsetningu, en það spillir auðvitað engu. Eg hafði meira gaman að ljóð- unum, mér fannst lausmálskafl- arnir fremur venjulegir, prýðilega skrifaðir, en kannski ekkert ólíkir ýmsum öðrum slíkum úr minn- ingabókum, hver um sig, en í heild Séra Bolli Gústafsson. þó víðtækari, ekki eins bundnir sögumanni og vill verða. Það er nú ekki alveg ný bóla að setja minningar fram í formi órímaðra ljóða. Ég man til dæmis eftir nýlegum slíkum ljóðabókum eftir Matthías Johannesen (Morg- unn í maí), Jóhann Hjálmarsson (Myndin af langafa, Frá Umsvöl- um) og Erlend Jónsson (Fyrir stríð). Það sem er nýstárlegt við bók Bolla er að hann blandar sam- an ljóða- og lausmálsformi. Mér finnst það takast vel. í ljóðunum getur höfundurinn leyft sér lík- ingamál og vangaveltur sem ættu illa heima í lausu máli, en í þeim köflum eru aftur ákjósanlegar að- stæður fyrir samtöl, svo lesandinn öðlist betri innsýn inn í hugar- heim þeirra persóna sem við sögu koma. Gott dæmi um samspil þessara tveggja þátta í bókinni er eftirfarandi kafli: Á neðri hæð hús.sins er dálítill sýningargluggi, sem nemur alveg við jörðu. Hann er þakinn myndum af laglegum börnum með hrokkna lokka og útsaumaða silkikraga og týrólsk axlabönd eða þá í matrósaíotum með danskar farmannshúfur prýddar tveim silkiböndum aftan. I»ar eru myndaflokkar af sköllóttum, berrösKuðum hvítvoðungum á gæruskinni og myndir af draumlyndislegum stúlkum með sítt hár og hönd undir kinn. — Þær eru nú heldur flatterað- ar þessar; að minnsta kosti veit ég ekki annað en hún Stína strympa sé ennþá bólugrafin og andfúl, þótt Bretinn hafi kannski lyst á henni, — hrópar rauðhærður ær- ingi, sem er á leið í kolavinnu á tanganum. Þarna við gluggann kvikna ýmis umræðuefni, sem endast þeim, sem eru á leið til vinnu, niður alla Gránufélagsgötu og stundum lengur ... (Bls. 44-45.) Stíðið úti í löndum hefur teygt hramminn norður á Oddeyrina og hefur sín áhrif á mannlífið, eins og reyndar aðrar hræringar á er- lendum vettvangi. Catalina- og Grumman-flugbátar eru áþreif- anleg tákn ófriðarins: Fjötur stríðsins vckur eitraða söngva, sem brjótast fram úr mjóu vélbyssuhlaupi eins og nöturlegt gelt úr stálkjafti. Þannig siglir dauðinn um vegu englanna í heimsstríði. (Bls. 77.) „Vorganga í vindhæringi" fékk viðurkenningu í bókmenntasam- keppni Almenna bókafélagsins og er hún vel að henni komin. Hér er á ferðinni einlæg, ljóðræn og skemmtileg lýsing á hluta fortíð- arinnar, fortíðar sem kannski er ekki eins fjarlæg okkur og við höldum. I bókinni verður hún al- tént býsna lifandi. Jónas Ingimundarson Glæsitónleikur í Norræna húsinu eftir sr. Gunnar Björnsson I hádeginu á miðvikudag efndi tónleikanefnd Háskólans til pí- anótónleika með Jónasi Ingi- mundarsyni. Það er ólítil upplyfting í mat- artímanum að hlýða á jafnfull- kominn flutning á fagurri efnis- skrá og hér var raunin. Hún samanstóð af píanóverkum eftir Pólverjann Frederic Chopin, ein- hvern Ijúfasta söngvara tón- bókmenntanna samanlagðra. Jónas Ingimundarson fór á kostum þessa unaðsstund í Vatnsmýrinni. Hvort heldur var í Etýðunni í As-dúr, þar sem litlu fingur beggja handa sjá um útlínurnar, syngjandi fagrar, en innraddirnar gera ýtrustu kröf- ur til hinna fingranna átta, eða í Pólónesu í c-moll, þar sem vinstri höndin leikur á strengja- bassa, eins og þeir hljóma af mestri fyllingu, var leikur hans gæddur návist af ætt draumsins. Jónas Ingimundarson hefur þann áslátt, sem tekur heima í sérhverju næmu hjarta og hljóðfæri hans er einlægt í kon- sertstillingu. Hann lýr smíðaj- árn sitt nærfærnum höndum, uns honum hefur tekist að gera af efni sínu grip þvílikan, sem hann hafði ætlað sér. Þetta er tónamál á hærra stigi, opinber- un, sem æ sjaldnar hljómar á vorum dögum, vegna þess að svo fáir menn hafa sálarrósemi til að fága rétta tóninn meðan borgin er að brenna, en æða þess í stað ólsjálfrátt út á torgin og hrópa eldur. Búnadarbankinn Grundarfirdi Búnaðarbanki íslands opnar mánu- daginn 22. nóv., útibú í Grundarfiröi og yfirtekur jafnframt alla starfsemi Spari- sjóös Eyrarsveitar. Eigendur innlána í Sparisjóöi Eyrar- sveitar eru vinsamlega beönir aö fram- vísa sem fyrst í útibúinu sparisjóösbók- um sínum og öörum innlánsskírteinum til aö fá skipt á þeim og hliöstæöum innlánsskírteinum bankans. Bankastjórnin heitir á Grundfiröinga til samstarfs um aö efla svo útibúiö aö þaö geti oröiö aflgjafi trausts atvinnulífs og velmegunar í Grundarfiröi. Afgreiöslutíminn veröur kl. 9:15—12:30 og 13:30—16:00. Sími 93-8695. Kaffiveitingar veröa í útibúinu fyrir viöskiptavini allan opnunardaginn. Veriö velkomin. Búnaðarbanki íslands. 5>ai? Sparisjóður Eyrarsveitar hef- ur hætt allri starfsemi frá 20. nóv. 1982. Búnaöarbanki íslands hefur yfirtekiö starfsemi sparisjóös- ins frá sama tíma. Stjórn Sparisjóös Eyrarsveitar þakkar öllum fyrir góö viö- skipti undanfarin ár og óskar Búnaöarbankanum og öllum Grundfiröingum farsældar á komandi árum. Sparisjóður Eyrarsveitar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.