Morgunblaðið - 20.11.1982, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
Bladburöarfólk
óskast!
Austurbær
Lindargata 1—29
Lindargata 39—63
Þingholtsstræti
Hverfisgata 63—120
Freyjugata 28—49
Úthverfi
Klapparás
Gnoöarvogur 44—88
Hjallavegur
Heiöargeröi 2—124
Vandi í hús-
næðismálum
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í
Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl.
10—12. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum
og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö
notfæra sér viötalstíma þessa.
Margrét
Laugardaginn 20. nóvember verða til viötals Albert
Guömundsson og Margrét S. Einarsdóttir.
Harmonikuunnendur
Muniö dansleikinn í Hreyfilshúsinu kl. 9 í kvöld.
Allir velkomnir.
Skemmtinefndin.
eftir Þorvald Garðar
Kristjánsson, alþm.
Húsnæðismálin eru ein allra þýð-
ingarmestu mál hvers þjóðfélags.
Það er ekki einungis að húsnæði er
öllum mönnum nauðsynlegt, heldur
hefur húsnæðisástandið, sem þjóðin
býr við, hin víðtækustu áhrif. Hús-
næðismálin hafa þá sérstöðu gagn-
vart ýmsum öðrum málum, að jafn-
vel þótt tiltölulega fáir búi við
slæmt ástand er það þó alltaf mjög
alvarlegt mál. Og því fremur kastar
tólfunum þegar ástand er almennt
slæmt. Fólk, sem býr í heilsuspill-
andi íbúðum eða í ofþrengslum eða
getur ekki stofnað heimili vegna
húsnæðisskorts, getur átt við ósegj-
anlega erfiðleika að stríða.
Allir heilbrigðir menn hafa sam-
úð með fólki, sem lendir í slíkum
erfiðleikum. En það er einmitt
vegna þessarar sérstöðu húsnæð-
ismálanna, að hætt er við að þau séu
notuð enn frekar en önnur mál í
lýðskrums- og auglýsingaskyni.
Skortir þá ekki á, að farið sé hug-
næmum orðum um raunir hinna
húsnæðislausu og er þá oft lögð
meiri áherzla á þann söng heldur en
raunhæf úrræði. Þetta skyldu menn
hafa í huga, þegar litið er til laga nr.
511980 um Húsnæðisstofnun ríkis-
ins, ef menn vilja leita skýringa á
þeim ólíkindum, sem í þeim felast.
Þáttaskil fyrir
aldarfjórðungi
Fyrir rúmum aldarfjórðungi voru
fyrstu lögin sett um Húsnæðismála-
stjórn og almenna veðlánakerfið tók
til starfa. Þetta markaði þáttaskil í
lánamálum húsbyggjenda í landinu.
Síðan varð almenna veðlánakerfið
grundvöllur opinberra aðgerða til
fjármögnunar íbúðarhúsabygginga.
Hið almenna veðlánakerfi var
ekki fullkomið, þegar það var tekið
upp og ýmsu var ábótavant. En
menn vissu hvað þeir vildu og höfðu
markmið að stefna að. Viðfangsefn-
ið var frá upphafi að efla veðlána-
kerfið. Það þurfti að bæta lánskjör-
in, lengja lánstímann, lækka vexti
og umfram allt að hækka lánin og
auka hlutfall þeirra í byggingar-
kostnaðinum. Forsenda þessa alls er
fjármagnið. Hér hefur verið megin-
vandinn frá fyrstu tíð að afla aukins
fjármagns í þágu húsnæðismálanna.
Það hefur líka verið aðalatriði, því
Á Esjubergi,
fjölskyldu-
kvöldverður með rjóma-
lagaðri humarsúpu og
ekki einum, ekki tveimur
heldur þremur Ijúffengum
kjötréttum.
Nú er tilvalið fyrir fjölskylduna að borða
saman á Esjubergi á laugardags- eða
sunnudagskvöldi.
Ljúffengir kjötréttir fyrir þá eldri og góm-
sætir hamborgarar fyrir þá yngri,
auðvitað ókeypis.
Kl. 19:00 sýna Módelsamtökin glæsilegan
vetrarfatnað á alla fjölskylduna.
Kl. 19:30 skemmta Haukur Morthens og
félagar hans.
Og síðast en ekki síst leikur Jónas
Þórir uppáhaldslög yngri kynslóðarinnar.
Komdu í kvöld. Kokkarnir bíða við
rjúkandi pottana!
□
Itnll
Fjölskyldustaður í alfaraleið.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
„Á sama tíma hefur
hækkun vaxta og verð-
trygging lána lagzt með
ofurþunga á lántakend-
ur og húsbyggjendur í
landinu. Þannig hefur
allt snúizt til verri vegar
í þessum efnum í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar og
stefnir nú í fullkomið
öngþveiti.“
að ekkert hefur verið hægt að sækja
fram á þessu sviði nema með auknu
fjármagni. Þess vegna hefur endur-
skoðun húsnæðislöggjafarinnar
venjulega beinzt fyrst og fremst að
fjármagnsöflun. I þessum efnum
var smám saman sótt fram í rétta
átt með því að Byggingarsjóði ríkis-
ins voru fengnir auknir og nýir
tekjustofnar, svo sem með skyldu-
sparnaði ungs fólks og með launa-
skatti. En árið 1980 dregur bliku á
loft með því að rofin er hin jákvæða
þróun, sem fólgin var í því að
styrkja fjárhagsgrundvöll Bygg-
ingarsjóðs ríkisins.
Fjörráð við húsbyggjendur
Við setningu laga nr. 511980 um
Húsnæðisstofnun ríkisins var
brugðið frá þeim vana, sem jafnan
hafði verið áður fylgt við endurskoð-
un húsnæðislöggjafarinnar, að afla
aukins fjármagns í þágu húsnæð-
ismálanna. En það var ekki nóg með
þetta, heldur var farið þveröfugt að
við það, sem áður tíðkaðist, með því
að Byggingarsjóður ríkisins var
sviptur aðaltekjustofni sínum, þar
sem var launaskatturinn. Og svo var
óskammfeilnin mikil, að jafnframt
voru lögð stóraukin verkefni á
Byggingarsjóð ríkisins án þess að
honum væri séð fyrir nokkrum nýj-
um tekjustofnum til að mæta þess-
um þörfum. Hér var um bein fjörráð
að ræða við hinn almenna húsbyggj-
anda í landinu. Það var beinlínis
verið að grafa undan þeim lánasjóði,
sem lánað hafði til meginhluta allra
húsbygginga í landinu.
En hér var um meir að tefla en
Byggingarsjóð ríkisins. Það var veg-
ið að þeim viðhorfum og þeirri
lífsskoðun, sem er grundvöllur þessa
átaks, sem þjóðin hefur gert í hús-
næðismálum sínum á undanförnum
áratugum. Það var vegið að þeirri
sjálfsbjargarviðleitni og einka-
framtaki, sem skilað hefur okkur
glæsilegum árangri í húsnæðismál-
um. Það sem mest á reið var að
styrkja þetta framtak með því að
bæta íbúðarlánin til fólksins í land-
inu, lengja lánstímann, lækka vexti
og hækka hlutfall lána af bygg-
ingarkostnaði. Það þurfti að festa í
sessi þá skipan, sem svo vel hefur
reynzt okkur með því að tryggja
betur, að öllum almenningi í land-
inu væri gert fært að byggja og
standa undir þeim lánskjörum, sem
hið almenna íbúðarlánakerfi hefur
upp á að bjóða.
Niðurrifsstarfsemi
ríkisstjórnar
Þessi niðurrifsstefna núverandi
ríkisstjórnar hefur svo birzt í stað-
reyndum, sem við blasa. Það hefur
ekki verið nægilegt fjármagn til
þess að mæta eftirspurn eftir lán-
um, sem svara til raunverulegra
þarfa þjóðarinnar til nýrra íbúða.
Eftirspurnin eftir lánum hefur verið
minnkuð með ráðstöfunum ríkis-
valdsins vegna þess að lánin hafa
alltaf orðið minni og minni hluti af
byggingarkostnaði.
A sama tíma hefur hækkun vaxta
og verðtrygging lána lagzt með
ofurþunga á lántakendur og hús-
byggjendur í landinu. Þannig hefur
allt snúizt til verri vegar í þessum
efnum í tíð núverandi ríkisstjórnar
og stefnir nú í fullkomið öngþveiti.
Samdráttur í byggingum
I þessum efnum má muna timana
tvenna. Um 1970 hafði þokað svo
áfram í þessum málum, að íbúðalán
almenna veðlánakerfisins námu
milli 45 og 50% af byggingarkostn-
aði. Síðan hefur sigið á ógæfuhlið-
ina og keyrt um þverbak hin síðustu
misseri, svo nú er svo komið, að
íbúðalán almenna veðlánakerfisins
eru komin undir 20% af bygg-
ingarkostnaðinum. Áhrif þessa
koma óhjákvæmilega fram í sam-
drætti í íbúðarhúsabyggingum.
Kemur þetta bezt í ljós, þegar litið
er á tölur og yfir fjölda íbúða, sem
Byggingarsjóður ríkisins veitti lán
út á á síðustu árum. Árið 1978 var
lánað til nýbygginga út á 1.883 íbúð-
ir. Árið 1979 var lánað til 1.687
íbúða. Árið 1980 voru veitt lán til
1.665 íbúða. Og árið 1981, þegar
stefna núverandi ríkisstjórnar kem-
ur fram með fullum þunga, er lánað
út á 1.072 ibúðir. Þessi þróun er
þeim mun ískyggilegri, þar sem
samkvæmt íbúðaspá Þjóðhagsstofn-
unar er gert ráð fyrir, að það þurfi
að byggja 2.000 nýjar íbúðir á ári.
Þessar geigvænlegu staðreyndir
blasa nú við og menn sjá því glöggt
í hvert óefni stefnt er, ef þessi þróun
heldur áfram.
Fram til þessa hefur ríkisstjórnin
barið höfðinu við steininn í húsnæð-
ismálunum og jafnvel sýnt þá
óskammfeilni að hælast um óhæfu-
verkin. En nú virðist svo komið, að
jafnvel stjórnarliðið treystist ekki
lengur til að neita staðreyndum og
er nú farið að tala um úrræði til að
bæta fyrir það, sem úrskeiðis hefur
farið. Þau úrræði þurfa skoðunar
við, en það er önnur saga.
Breskur,, Pub a Vínlandsbar.
Ferðavinningur dreginn út í lok vikunnar.
Verið velkomin!
HOTEL
LOFTLEIÐIR