Morgunblaðið - 20.11.1982, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
33
Ný reykinga-
varnarnefnd
HEILBKKiÐIS- og tryggingaráðu-
neytið hefur skipað nýja reykinga-
varnarnefnd frá 1. nóv. sl. að telja.
Hlutverk hinnar nýju nefndar
yrði fyrst og fremst:
1. Að vera heilbrigðisyfirvöldum og
öðrum opinberum aðilum til
ráðuneytis um allt er að tóbaks-
vörnum lýtur.
2 Að gera tillögur til stjórnvalda
um ráðstafanir til þess að vinna
gegn neyslu tóbaks.
3. Að vinna að samstilltu átaki í
reykingavörnum og samræm-
ingu starfa hinna einstöku aðila.
4. Að veita aðstoð og leiðbeiningar
varðandi tóbaksvarnir.
5. Að fylgjast sérstaklega með tób-
aksneyslu í landinu.
6. Að nýta þekkingu og reynslu
annarra þjóða á sviði tóbaks-
varna.
Er nefndinni ennfremur ætlað að
starfa í nánum tengslum við Holl-
ustuvernd ríkisins.
I nefndina hafa verið skipuð:
Guðrún Guðlaugsdóttir, fréttamað-
ur, formaður, dr. med. Þórður
Harðarson, prófessor, tilnefndur af
Hjartavernd, Þorvarður örnólfs-
son, lögfræðingur, framkvæmda-
stjóri Krabbameinsfélags Reykja-
víkur, tilnefndur af Krabbameins-
félagi íslands.
Ný þjónusta
Útleiga á
teppahreinsivélum
Bjóöum einungis nýjar og öflugar há-
þrýstivélar frá Kárcher og frábær
hreinsiefni.
Allir viöskiptavinir fá afhentan
litmyndabækling Teppalands meö ít-
arlegum upplýsingum um meöferö og
hreinsun gólfteppa.
Tépprlrnd
ATH: PANTANIR TEKNAR í SÍMA.
Grensásvegi 13, símar 83577 og 83430.
aotir
sjálfur
jólaundirtríminguriim heftt
Eru jólin vandamál á þínu heimili?
Ertu ef til vill ein þeirra, sem
kappkostar að hafa heimilið hreint
og fallegt, áður en jólahátíðin
gengur í garð?
fallegum Kópallitum. Með Kópal
sparast ótrúlega mikið erfiði - og
heimilið verður sem nýtt, þegar
sjálfur jólaundirbúningurinn
hefst.
Skammdegissólin í Mosfellssveit
eftir Erling
Kristjánsson
Sólin er mjög tekin að lækka á
lofti enda kominn 14. nóvember.
Flestar fréttir útvarps og blaða
þurrar, kuldalegar, já bara leiðin-
legar og meira að segja hann
Trausti kemur manni ekki í gott
skap þegar hann skýrir út veður-
kortin.
Mikið andskoti er veðurkortið
eitthvað fúlt.
Nema hvað ég ætlaði að fara í
Hlégarð í kvöld með alla krakk-
ana. Leikfélagið ætlar að sýna
galdrakarlinn í Oss. Nei, hann átti
víst heima í OZ.
Þeir felldu víst aldrei niður set-
una í OZ. Já, var ekki regnboga-
lagið í þessu leikriti? Þetta dá-
samlega lag sem flytur mann í
heilum áttundum undir og yfir
regnbogann. Já, hvað megnar ekki
tónlistin? Sjáum bara og heyrum.
Við erum komin í Hlégarð og
sitjum í 4. röð, ekki margir háir í
sætum fyrir framan okkur.
Ég lít í leikskrána, þar eru mörg
nöfn, og flest ný. Þetta eru aðal-
lega unglingar, skólakrakkar og
smábörn, fáir á pabba- og
mömmualdri, enginn á afa og
ömmualdri. Hver skyldi meðalald-
ur leikaranna vera? Varla
tveggjastafa tala. En hvernig má
samhæfa svona hóp? Jú, það getur
hún Sigríður okkar Þorvaldsdótt-
ir, hún kann sitt fag. Hún lék líka
Dóróteu aðalpersónu ævintýrisins,
þegar það var sýnt í Þjóðleikhús-
inu hérna um árið.
Nú setur ljósameistarinn sig í
stellingar og regnbogi myndast yf-
ir sviðinu. Allir óska sér í hljóði.
Og tjöldin þokast til hliðar, leik-
myndin kemur í ljós. Hún er af
einföldu og góðu gerðinni þar sem
áhorfandinn eykur við með eigin
ímyndunarafli. Sviðskiptingar eru
einnig sérlega vel útfærðar. Ekki
spilla heldur búningarnir. Og leik-
ararnir, ótrúlegt, hverju má ná
fram hjá svona ungu og reynslu-
litlu fólki.
Hópsálin hjá þessu fólki hlýtur
að vera pottþétt eins og það sjálft
myndi orða það.
Hvílík vinna að koma þessu
saman svo hnökralítið sé. Þetta
eru hreinustu galdrar. Áhorfend-
ur, sem margir eru af yngri kyn-
slóðinni, lifa sig svo inn í verkið að
allur salurinn er orðinn að einu
leiksviði. Leikurum er leiðbeint ef
þeir ætla að ganga í öfuga átt og
varaðir við ef óvættir nálgast.
Og svo er þessu lokið eftir tvo
tíma. Töfralandið í Hlégarði verð-
ur aftur Hlégarður hinn venjulegi
en það er sólskin í hugum áhorf-
enda jafnt sem leikara.
Og ég gef fjandann í öll veður-
kortin hans Trausta á næstunni.
Við Mosfellingar höfum fengið
gott ljós í skammdeginu. Ég er
ekki að skrifa leikdóm. En ég má
þó til með að minnast á einn leik-
arann og vona áð á engan sé hall-
að. Aðalhlutverkið, Dóróteu, leik-
ur 15 ára stúlka úr Mosfellssveit,
Guðný María Jónsdóttir. Þetta er
stórt hlutverk og hún er á sviðinu
allan tímann bæði syngur, dansar
og leikur með ýmsum geðbrigðum.
Allt ljómandi gott.
Til hamingju, Guðný.
Við ykkur sem lesið þetta vil ég
segja: Drífið ykkur á sýningu
Leikfélags Mosfellssveitar á
Galdrakarlinum í OZ sem fyrst.
Þið fáið þar að sjá sólskinsblett í
heiði. Svo má minna á að þetta er
ekki bara barnaleikrit heldur leik-
rit fyrir fólk á engum aldri.
Góða skemmtun.
Erlingur Kristjánsson
Þá ert þú sennilega líka ein þeirra
sem leggja sig alla fram viö
hreinsun og hreingerningar í jóla-
mánuðinum og sennilega ein
þeirra, sem er alveg örmagna,
þegar sjálfur jólaundirbúningur-
inn hefst - og svo geturður ekki
notið sjálfrar jólahátíðarinnar fyrir
þreytu!
Við leggjum til, að þú leysir þetta
vandamál með því að mála - já,
mála íbúöina með björtum og
málninghlf
Jólaánægjan verðurtvöföld, þegar
þú átt þess kost að njóta hennar
án streitu og strengja