Morgunblaðið - 07.12.1982, Page 30

Morgunblaðið - 07.12.1982, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 Eftir 5 tapleiki í röð vann loks UIVIFA EFTIR 5 tapleiki í röð tóksl Aftur- eldingu, Mosfellssveit, loks á laugardaginn aö ná fram sigri í annarri deild karla í handbolta. Þá voru Ármenningar lagðir að URSLIT siöustu leikja í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik: KA — HK 28—22 Þór V. — Grótta 28—26 Ármann — UMFA 16—19 UBK — Haukar 20—20 Staöan í 2. deild: KA 9 6 2 1 229—195 14 Grótta 9 7 0 2 227—222 14 Þór Ve. 10 4 3 3 221—218 11 Breiðablik 9 3 3 3 178—177 9 Haukar 9 3 2 4 202—198 8 HK 9 3 1 5 189—199 7 AftureldinglO 2 2 6 192—215 6 Ármann 9 1 3 5 183—197 5 Úrvalsdeildin: Valur og KR í kvöld EINN LEIKUR fer fram í úrvals- deildinni í kvöld kl. 20.00. Valur og KR leika í Hagaskóla. Má bú- ast við spennandi leik á milli lið- anna. Lið Vals er þó öllu sigur- stranglegra en allt getur gerst ef KR nær upp góðri baráttu. velli með 19 mörkum gegn 16, eftir að staöan hafði verið 10—9 í hálfleik, Ármenningum í vil. Það var einkum liösheild Aftur- eldingar sem skóp þennan sigur, en alls komust 7 leikmenn á blaö, en hjá Ármanni 5, þar af 2 meö eitt mark hvor. Fyrri hálfleikurinn fór rólega af staö, og var jafnt á öllum tölum, en Ármenningar leiddu eins og áöur sagöi meö eitt mark yfir í hálfleik. Afturelding tók leikinn hins vegar í sínar hendur í þeim seinni og í 13 mínútur skoruöu Ármenningar ekki mark á móti 5 mörkum Aftur- eldingar og staöan orðin 14—10. Mosfellingar héldu sínu striki allt tll loka, en geta aö vissu leyti þakkaö þaö lélegum dómurum leiksins sem létu dóma sína bitna fullhart á Ármenningum, sem létu þaö aftur fara í skapiö á sér og fengu aö kæla sig í staöinn. Af jöfnu liöi Aftureldingar bar mest á Emil í markinu sem varöi alls 13 skot (þar af 2 víti) og Stein- ari Tómassyni. Hjá Ármanni voru það eins og fyrri daginn Friórik Jóhann.sson og Kinar Kiríksson nem stóóu sig best, en t innig var Bragi Sigurósson ágælur. Mórk Aftureldingar: Steinar 5, Björn og Hjört- ur 3, Lárus H. 3 (öll víti), l»óróur og Jón 2 og Magnús (i. 1 mark. Mörk Ármanns: Kriórik Jóhannsson 7 (2 víti), Kinar Kiríksson 4 (I hvíti), Bragi 3, Jón Vióar og Kinar N. 1 hvor. Grótta ofjarli EFSTA líðiö í annarri deildinni, Grótta, mátfi sætta sig viö tap er líðíö mætti Þórsurum í Eyjum á laugardaginn. Sigur Þórs var ör- uggur, 28:26, í leik sem bauö upp á góðan handbolta og skemmti- leg tilþrif beggja liöa. Skemmti- legasti leikurinn í Eyjum á þess- ari vertíö. Þórsarar tóku strax for- ystuna og höföu ávallt yfirhönd- ina. Forysta Þórs var þetta 2 til 4 mörk allan fyrri hálfleikinn, og staöan í hálfleik 14:11 Þór í hag. Gróttumenn tóku gott viðbragö í byrjun siðari hálfleiks og komust næst því aö jafna er staöan var 16:15, en nær því aö ógna sigri Þórs komst Grótta ekki. Þrátt fyrir þaö aö Gróttumenn gripu til þess ráös aö taka tvo Þórsara úr um- ferö í einu breytti þaö engu — Þór mætti sínum hélt sínu striki og vann veröskuld- aö. Þetta var besti leikur Þórs á heimavelli í vetur og liöið í góöri framför. Svíinn Lars Göran And- erson átti stórgóöan leik og sama má segja um Gylfa Birgisson og Gest Matthíasson. Gróttuliöiö lék hraðan og lipran handknattleik, en hitti hér einfaldlega fyrir sér sterkara liö. Sverrir Sverrisson var áberandi besti maöur liösins — glæismörk hans vöktu mikla at- hygli. Mörk Þóra: Lars 7 (1 v.), Gylfi 7, Gestur 6, Sigbjörn 4, Böövar 3, Þór 1. Mörk Gróttu: Sverrir 8 (2 v.), Sigurður 5 (2 v.), Gunnar 4, Jóhannes 4, Karl 2, Svavar, Krist- ján og Bragi eitt hver. — hkj. Tvö mörk á síðustu 10 sekúndum leiksins Lokasekúndurnar í leik Breiöa- bliks og Hauka voru æsispenn- andi og úrslitin réðust ekki fyrr en á síöustu sekúndum. Ingimar Haraldsson skoraöi fyrir Hauka þegar 12 sekúndur voru eftir til leiksloka, staðan 20:19 fyrir Hauka. En Blikarnir voru ekki af baki dottnir og af miklu haröfylgi tókst þeim aö skora eitt mark áö- ur en leikurinn var flautaöur af. Jöfnunarmarkiö geröi Þórður Jónsson. Lokatölur því 20:20. Breiöablik haföi forystuna nær allan fyrri hálfleik og leiddu meö einu til tveim mörkum. Haukar jöfnuöu leikinn þegar 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, 9:9, og skoruöu síöan tvö síöustu mörkin fyrir hlé, 11:9, Haukum í vil í hálfleik. Breiöablik hóf seinni hálfleik af miklum krafti og skoraöi fimm fyrstu mörk hálfleiksins. Forysta Blikana var örugg í seinni hálfleik og tölur eins og 15:12, 17:14, 18:15 og 19:17 sáust á markatöflunni. Þrátt fyrir þessa góöu forystu tókst leikmönnum UBK ekki aö halda henni, sprungu þeir á limm- unnu og náöu Haukar aö jafna og voru nærri því aö sigra eins og fyrr greindi. Þóröur Jónsson var beztur leikmanna UBK. Skoraöi hann góö mörk og fiskaöi þar að auki fjögur vítaköst. Einnig var Björn Jónsson góður í seinni hálfleik. Höröur Sigmarsson átti stórleik fyrir Hauka og sýndi gamla takta. Þóröur Gíslason átti góöa spretti. Mörk UBK: Andres 6 (5 v.), Björn 5, Þóröur 4, Kristján 3, Aöal- steinn 1, Brynjar 1 (1 v.). Mörk Hauka: Höröur 9 (3 v.), Þórir 5, Ingimar 4, Sigurjón 1, Jón 1. — íben. Pétur Guðmundsson átti snn einn stórleikinn með ÍR og skor- aöi 31 stig. Stjörnuleikmenn: ÍR: Kristinn Jörundsson *** Pétur Guðmundsson ** Hreinn Þorkelsson ★ Gylfi Þorkelsson * Hjörtur Oddsson * Jón Jörundsson * UMFN: Valur Ingimundarson ★★ Júlíus Valgeirsson ★ Gunnar Þorvarðarson ★ (KðrluknattlBlKur IR-ingar fóru létt með UMFN ÍR-ingar áttu ekki í neinum vandræöum með Njarövíkinga, íslandsmeistarana í körfuknatt- leik, þegar liðin mættust I úr- valsdeildinni í Hagaskólahúsinu á sunnudagskvöld. ÍR-ingar unnu með 18 stiga mun, 78—60, en í hálfleik höföu þeir 11 stiga for- ystu, 34—23. Af þessum sökum var sjaldnast nokkur spenna í leiknum. ÍR-liöiö hefur tekiö miklum stakkaskiptum meö tilkomu Péturs Guömundssonar, sem er nær ein- ráöur undir körfunni og tekur nær öll fráköst í vörn og einnig mörg í sókninni. Leikmönnum hefur auk- ist sjálfstraust meö komu Péturs, og Ijóst aö ekkert liö getur lengur bókaö sér sigur gegn ÍR. Áttu flest- ir byrjunarmanna ÍR sæmilegan dag, en barátta og ósérhlífni Krist- ins Jörundssonar bar þó af. Njarövíkurliðiö var hins vegar ekki svipur hjá sjón í þessum leik, miðaö viö fyrri leiki. Pétur hélt Bill Kotterman mjög niöri og var eins og þaö drægi allt bit úr Njarövík- ingum. Aö vísu léku ÍR-ingar oftast góö- an varnarleik sem Njarövíkingar fundu aldrei svar viö og skýrir þaö aö vissu leyti lágt skor meistar- anna. Reyndar var lítiö skoraö á báöa bóga í fyrri hálfleik og leikurinn hreinn farsi á köflum, mikiö um sendingar og skot út i loftiö. Eftir fimm mínútur var staöan 10—2 fyrir ÍR og eftir sjö mínútur 14—4. Næstu sex og hálfa mínútuna skoruðu ÍR-ingar hins vegar ekki stig og Njarövíkingar breyttu stöö- unni í 15—14 sér í hag. Og stuttu seinna komst UMFN í ÍR—UMFN 78:60 19—16, en þá kom góöur þriggja mínútna kafli hjá ÍR-ingum, sem breyttu stööunni í 28—19 sér í hag. Má segja aö þá hafi þeir gert út um leikinn. Og þaö er athyglis- vert aö Njarövíkingar skoruöu aö- eins tvö stig, bæöi úr vítaskotum, fyrstu fimm mínútur hálfleiksins, og síöustu fimm og hálfa mínútuna skoruðu þeir aðeins tvær körfur, eöa samtals sex stig á fjóröungi leiktímans. Þaö var því ekki aö undra þótt formaöur KKÍ spyröi blaðamenn hvort þetta væri hand- bolti þegar hann kom í salinn þeg- ar langt var á fyrri hálfleik liöiö. í seinni hálfleik juku ÍR-ingar forskot sitt jafnt og þétt. Munurinn var orðinn 17 stig þegar rúmar 11 mínútur voru til leiksloka, 18 þegar tæpar sex mínútur voru eftir, 19 þegar tæpar fjórar voru eftir og á síöust mínútunni munaöi 20 stig- um, en Kotterman átti síöasta orö- iö fyrir Njarövíkinga. Stig ÍR: Pétur Guömundsson 31, Kristinn Jörundsson 19, Jón Jör- undsson 8, Gylfi Þorkelsson 7, Hreinn Þorkelsson 7, Hjörtur Oddsson 6. Stig UMFN: Bill Kotterman 22, Valur Ingimundarson 18, Júlíus Valgeirsson 6, Gunnar Þorvaröar- son 5, Eyjólfur Guölaugsson 4, Árni Lárusson 2, Alöert Edvalds- son 2, Ástþór Ingason 1. — ágás. Kintzinger skoraði 60 stig IS SIGRAÐI Grindavík, 107—90, um helgina í 1. deild karla í Grindavík. Grindvíkingar komu mjög á óvart í byrjun leíksins. Náðu þeir 7 stiga forystu um miðjan fyrri hálfleikinn, en þá small allt í baklás hjá þeim og ÍS skoraöi 22 stig í röð án svars frá Grindavík. Staðan í hálfleík var síðan 57—40 fyrir ÍS. ÍS byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náöu þeir 22 stiga for- ystu, en Grindvíkingar voru ekki á því aö gefast upp og náöu að minnka muninn niöur í 11 stig. ÍS átti síðan góðan leik undir lokin og sigraði með 17 stiga mun, 107—90. Gísli Gíslason var bestur hjá ÍS en einnig voru þeir Árni Guö- mundsson og Guömundur Jó- hannsson seigir. Douglas Kintzinger var lang- bestur hjá Grindavík og einnig á vellinum. Virtist hann geta gert þaö sem hann vildi og skoraöi hann alls 60 stig í leiknum. Aðrir leikmenn Grindavíkur stóöu i skugganum af snilldarleik Douglas. Stigahæstir voru: ÍS: Gísli Gíslason 26, Pat Bock 16, Guömundur Jóhannsson 14 og Árni Guömundsson 12. UMFG: Douglas Kintzinger 60, Ingvar Jóhannesson 10, Hjálmar Hallgrímsson 6, Margeir Guö- mundsson 6 og 4. flokks leikmaö- urinn Jóhannes Karlsson 6 stig. Aðaldómari leiksins var Ingvar Kristinsson og var hann frekar mistækur í leiknum. Liö UMFG og UMFS hafa misst af toppbaráttunni í vetur og hafa þau í raun og veru aö engu aö keppa, því aö ekkert liö fellur í deildinni. Því eins og kunnugt er átti lið ÍBV aö vera í 1. deild í vetur en þeir hættu viö þáttöku á síöustu stundu og kom ekkert lið í þeirra staö. Má því segja aö hin sanna keppnisgleöi ráöi ríkjum hjá liði Grindavíkur og Skallagríms. Staöan i 1. deild karla: Haukar 9 9—0 839—662 18 ÍS 7 5—2 670—532 10 Þór 7 5—2 582—505 10 UMFG 10 2—8 724—892 4 UMFS 9 0—9 665—939 0 KR með yfirburðalið í kvennakörfubolta í dag UM HELGINA voru tveir leikir í 1. deild kvenna í körfubolta. Njarð- vík sigraði ÍS á laugardaginn í hörkuspennandi leik, 36—33. Fyrri hálfleikur var jafn framan af og ÍS komst í 19—14, en Njarð- víkur-stelpurnar náöu aö jafna með góðum endaspretti og stað- an í hálfleik var síöan 19—19. Þegar 7 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var staðan 25—25 en þá kvöddu Njarövíkurdömurn- ar og náöu 5 stiga forystu, 30—25, og lokatölur uröu síöan 36—33 fyrir Njarövík. Liöi ÍS hefur heldur betur fatast flugiö frá því í fyrra er þær veittu KR haröa keppni um íslandsmeist- aratitilinn, en nú verma þær botn- sætiö i deildinni. Stigahæstar hjá ÍS voru Vigdís Þórisdóttir 8, Þorgeröur Sigurö- ardóttir 6 og Kolbrún Leifsdóttir 6 stig. Hjá Njarövík voru þær stiga- hæstar og jafnframt bestar: Helga Friöriksdóttir 13, Katrín Eiríksdótt- ir 12 og Þórunn Magnúsdóttir 8. KR-stelpurnar héldu áfram sig- urgöngu sinni á sunnudagskvöldiö meö sigri yfir helstu keppinautum sínum ÍR, 59—47. ÍR-stelpurnar sem eru í mikilli framför undir handleiöslu Dooley þjálfara þeirra, komu mjög á óvart í byrjun leiksins og komust þær í 12—6. En þá sögöu leikreyndar KR-stelpurnar hingaö og ekki lengra og haföi KR síöan yfir 25—19 i hálfleik. i seinni hálfleik náöi KR mest 18 stiga forystu en lokatölur uröu 59—47 fyrir KR. KR er meö yfirburöaliö í kvenna- körfubolta í dag en ÍR-stelpurnar sækja stööugt á og veröur þess ekki langt aö bíöa aö þær fari aö ógna veldi KR. Stigahæstar voru: KR: Linda Jónsdóttir 22, Erna Jónsdóttir 14, Emilía Siguröardótt- f'lr 9 og Kristjana Hrafnkelsdóttir 9 stig. ÍR: Þóra Steffensen 17, Þóra Gunnarsdóttir 12, Guörún Gunn- arsdóttir 8 og Hildigunnur Hilm- arsdóttir 8 stig. Staöan í 1. deild kvenna: KR 6 6—0 407—236 12 ÍR 6 4—2 283—258 10 UMFN 6 3—3 220—324 6 Haukar 6 1—5 259—300 2 ÍS 6 1—5 260—308 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.