Morgunblaðið - 10.12.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.12.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 Vörur og þjónusta: Hækkanir iðulega meiri en yísitölu- og launahækkanir YFIRLIT yfir hækkanir á hinum ýmsu nauösynjavörum og þjónustu milli ára er að flnna i nóvemberhefti Hagtiðinda, sem gefín eru út af Hag- stofu íslands. Þar kemur glöggt fram, að hækkanir eru iðulega mun meiri en almennar vísitölu- og launahækk- anir í landinu, en á tímabilinu nóv- Bílatryggingar hækka um 7,72% HEILBKIGÐIS- og tryggingaráðuneyt- ið heimilaði 7,72% hækkun iðgjalda af ábyrgðar- og framrúðutryggingum bif- reiða frá og með 1. desember. Er það þriðja hækkunin frá endurnýjun, þar sem ábyrgðartryggingar af bifreiðum hækkuðu einnig 1. júní og 1. septem- ber. Samkvæmt þessu hækkaði iðgjald af meðalstærð fólksbifreiðar í Reykjavík úr 5.303 í 5.712 krónur, af jeppa í Reykjavík úr 5.961 í 6.421 krónu og af vörubíl á öðru svæði, svæði tvö, úr 4.653 í 5.012 krónur. Framrúðutrygging á meðalbíl hækkaði úr 287 krónum í 309. Við síðustu endurnýjun 1. marz sl. kostaði trygging meðalstórrar fólks- bifreiðar í Reykjavík 4.218 krónur miðað við 5.712 nú. Þá var fram- rúðutrygging á 228 krónur en í dag 309. Jeppatrygging kostaði 4.741 krónu miðað við 6.421 og vörubíls- trygging á svæði tvö 3.119 krónur miðað við 5.012. Vörubílstrygging í Reykjavík kostaði 5.625 krónur við endurnýjun 1. marz si., en 7.618 nú. Helgarpósturinn: Skoðanakönn- un um kjörfylgi í Reykjavík í HELGARPÓSTINUM í dag er birt niðurstaða skoðanakönnunar um hvaða stjórnmálaflokk kjós- endur í Reykjavík vildu helst kjósa, ef kosningar færu nú fram. Samkvæmt heimildum Mbl. fór skoðanakönnunin þannig fram, að hringt var til 600 kjósenda, af þeim neituðu um 12% að svara, en 44%' voru ekki ákveðin. Niðurstaða skoðanakönnunar- innar var eftirfarandi sam- kvæmt heimildum Mbl.: Sjálf- stæðisflokkur um 48%, Gunnars- menn í Sjálfstæðisflokki 7,2%, Bandalag jafnaðarmanna 12,5%, Alþýðubandalag 9,2%, Kvenna- framboð 8%, Framsóknarflokkur 7,6% og Alþýðuflokkur 7,2%. ember 1981 til nóvember 1982 hækk- aði lánskjaravísitala um 57,4% og framfærsluvísitala um 59,8%. Verð- bótavisitala hækkaði hins vegar á umræddu tímabili um 37,36%. Al- menn laun, þ.e. hækkun verðbótavísi- tölu, að viðbættum umsömdum hækkunum í sumar, hafa hækkað á umræddu tímabili á bilinu 45—47%. Sem dæmi um hækkanir á vöru og þjónustu má nefna, að ársfjórð- ungsgjald af síma hefur hækkað um liðlega 76% á tímabilinu nóv- ember til nóvember, eða úr 237,74 krónum í 418,67 krónur. Burðar- gjald fyrir 20 gramma bréf innan- lands hefur hækkað um tæplega 67%, eða úr 2,10 krónum í 3,50 krónur. Flugfarið Reykjavík-Akureyri- Reykjavík hefur hækkað um liðlega 89%, eða úr 401 krónu í 759 krónur. Startgjald leigubíla hefur hækkað um 72%, eða úr 25 krónum í 43 krónur. Farið með langferðabif- reiðum Selfoss hefur hækkað um tæplega 70%, eða úr 33 krónum í 56 krónur. Þá hafa fullorðinsmiðar með SVR hækkað um liðlega 106%, eða úr 3,03 krónum í 6,25 krónur. Tropicana, 0,94 lítrar, hefur hækkað um liðlega 102%, eða úr 15,37 krónum í 31,00 krónu. Lítil flaska af Coca Coia hefur hækkað um tæplega 81%, eða úr 2,35 krón- um í 4,25 krónur. Appelsínflaska hefur hækkað um tæplega 77%, eða úr 2,80 krónum í 4,95 krónur. Harðfiskur hefur hækkað um tæplega 70% hvert kíló, eða úr 141.50 krónum í 240 krónur. Fiski- bollur hafa hækkað um liðlega 64%, eða úr 9,77 krónum í 16,05 krónur. Saltfiskur hefur hækkað um liðlega 96%, eða úr 20,95 krón- um í 41,10 krónur. Þá hefur skata hækkað um liðlega 94%, eða úr 25.50 krónum kílóið í 49,50 krónur. Kílóið af hrísgrjónum hefur hækkað um tæplega 76%, eða úr 13,67 krónum í 24,05 krónur. Haframjöl hefur hækkað um tæp- lega 85%, eða úr 14,57 krónum kíló- ið í 26,91 krónu og hveitimjöl hefur hækkað um tæplega 90%, eða úr 7,04 krónum kílóið í 13,32 krónur. Þá má geta þess að vínarbrauð hafa hækkað um 83%, eða úr 3,47 krónum í 6,35 krónur. Kílóið af epl- um hefur hækkað um 100%, eða úr 15.51 krónu í 31,01 krónu. Kílóið af appelsínum hefur hækkað um tæplega 69%, eða úr 17,37 krónum í 29,30 krónur. Kílóið af banönum hefur hækkað um liðlega 75,5%, eða úr 12,47 krónum í 21,89 krónur. í.jómn. MbL RAX. Boðið í bíó Þroskaheftum bðrnum var í gær boðið á sérstaka barnasýningu mynd- arinnar „Geimálfurinn", en í gærkvöldi var kvikmyndin síðan frumsýnd. Það voru JC-félagar í Reykjavík, sem skipulögðu barnasýninguna, en börnin sem boðið var, voru úr öskjuhlíðarskóla, Heyrnleysingjaskólan- um, Þjálfunardeild við Kópavogshæli, Bústaðaskóla og sérdeildum Safa- mýrar- og Hlíðaskóla. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar börnin komu í Laugarásbíó í gær. Verðbólgan steftiir á nýtt stig 1983 á bilinu 60—80% - sögðu Ólafur Davíðsson og Þráinn Eggertsson á spástefnu Stjórnunarfélagsins ÓLAFUR Davíðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði á spástefnu Stjórn- unarfélagsins um þróun efnahagsmála 1983, að íslendingar stefndu nú á nýtt stig verðbólgu, eða 60—80%, en hún hefur verið á bilinu 40—60 sl. ár. Undir þessa skoðun tók Þráinn Eggertsson, prófessor við viðskiptadeild Háskóla Islands, en þeir fluttu báðir erindi á spástefnunni. Ólafur Davíðsson sagði það for- gangsverkefni stjórnvalda á næsta ári, að snúa þessari óheilla- vænlegu þróun við, en mjög hefur sigið á ógæfuhliðina nú síðustu mánuði ársins. „Utlitið í efna- hagsmálum landsins er nú mun dekkra en það var í haust, þegar Þjóðhagsspá var samin.“ „Almenn lífskjaraskerðing er alveg óhjákvæmileg á næsta ári, þar sem fyrirsjáanleg er töluverð skerðing á þjóðartekjum og þjóð- arframleiðslu, auk þess sem verð- bólgan eykst stöðugt," sagði Ólaf- ur ennfremur. Tryggvi Pálsson, forstöðumaður hagfræði- og áætlanadeildar Landsbanka Islands, sagði að lausafjár- og gjaldeyrisstaða bankanna hefði versnað um á bil- inu 900—1.000 milljónir króna á tímabilinu nóvember 1981 til nóv- ember 1982. Bankarnir myndu því leggja höfuðáherzlu á að færa stöðu sína til betri vegar. „Mín skoðun er því sú, að samdráttur verði áfram í útlánum á næsta ári, sem mun fyrst og fremst bitna á viðskiptum, verzlun og einstakl- íngum. Á spástefnunni ræddu þau Val- gerður Bjarnadóttir, forstöðumað- ur hagdeildar Flugleiða, Karl Kristjánsson, fjármála- og hag- sýslustjóri Kópavogs, Eggert Ág- úst Sverrisson, fulltrúi SIS, og Jó- hann Anderssen, fjármálastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri um efnahagslegar forsendur fjár- hagsáætlana fyrirtækjanna fyrir árið 1983. Þar kom fram, að þau spá hækkun framfærsluvísitöl- unnar á bilinu 58—70%. SÍS- menn skera sig nokkuð úr, en þeir spá um 70% hækkun. Spár fyrir- tækjanna um launahækkanir eru á bilinu 48—62% og þar sker Kópavogu sig úr með spá um 61— 62% hækkun. Um þróun gengis spá fyrirtækin því, að doll- arinn muni hækka um á bilinu 62— 84%. Flugleiðir spá 62% hækkun, Kópavogur 72% hækkun, SÍS 82% og Slippstöðin 84% hækkun. Lárus Jónsson um fullyrðingar Ólafs Ragnars varöandi bráðabirgðalögin: Úr lausu Iofti gripiö að ég hafi tafið afgreiðslu Eldborgin: Selur 200 tonn af kolmunnaflökum ELDBORGIN er nú komin með fullfermi, um 200 lestir, af frystum kolmunna- fíökum eftir tæplega 50 daga úthald. Mun skipið halda til Englands um helgina og selja afla sinn þar í upphafí næstu viku. aflamagni á um mánaðartíma hefði veður verið skaplegt, því veiðar hefðu gengið vel þegar til þeirra hefði viðrað. Sagðist Þórður vonast til, að gott verð fengist fyrir aflann í Englandi svo grunvöllur yrði áfram fyrir þessum veiðum enda væri ekki á önnur mið að sækja fyrir skip eins og Eldborgina. Sagð- ist hann því einnig vonast til, að veður yrði hagstætt eftir áramótin, en svo hefði verið í fyrra. Veður hefur verið ákaflega óhagstætt á kolmunnamiðunum milli íslands og Færeyja á þessum tíma og hefur einn þriðji tímans ekki nýtzt til veiða vegna ótíðar. Á sama tíma í fyrra voru Færeyingar á þessum miðum aðeins frá veiðum í tvo daga vegna veðurs. Að sögn Þórðar Helgasonar, eins af eigendum Eldborgarinnar, hefði væntanlega verið hægt að ná sama „ÉG HEF aðeins óskað eftir ósköp venjulegum upplýsingum um þingmál eins og þetta, og því á engan hátt tafíð fyrir störfum nefndarinnar," sagði Lárus Jónsson Alþingismaöur er hann var spurður um þá fullyrðingu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein í Mbl. í gær, að Lárus hefði tafíð framgang bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar. „En ég vil benda á það,“ sagði Lárus, „að sjávarútvegsráðherra flutti breytingartillögu við þetta frumvarp í gær. Það barst frá hon- um bréf í gær þar sem hann óskar eftir því að gengismun verði ráð- stafað á annan hátt heldur en í lög- unum er. Þetta varðar þá aðila sem eiga að fá þennan gengismun. Hann gerir tillögu um að 15 millj- ónir króna verði teknar úr gengis- munarsjóði og ráðstafað til salt- síldarframleiðenda vegna erfið- leika á sölu saltsíldar. í öðru lagi hafa ýmsir aðrir nefndarmenn spurt um þetta mál, meðai annars ætlaði forsætisráð- herra að svara í dag skriflegri fyrirspurn frá Sighvati Björgvins- syni, en Sighvatur kom ekki á fundinn, þannig að fyrirspurninni verður sjálfsagt ekki svarað fyrr en á morgun. Stjórnarflokkarnir sjálfir hafa margítrekað að þessi bráðabirgða- lög séu hluti af heildarpakka, sem innihaldi breytingar á orlofslögum, breytingar á lögum um viðmiðun vísitölu og breytingar á reglum um verðbótaútreikninga, og svo fram- vegis. Þetta frumvarp er enn ekki komið fram. Tómas Árnason tók mjög ótvírætt til orða um þetta at- riði við fyrstu umræðu í efri deild. Hann sagði það skilyrði af hálfu Framsóknarflokksins að breyt- ingar á vísitöluviðmiðuninni yrðu samþykktar. Það er mikill ágrein- ingur um afgreiðslu þessara mála allra innan ríkisstjórnarinnar og það tekur sinn tíma að afgreiða mál eins og þetta. Þá hafa komið upp alls konar lögfræðilegar skoðanir á þessum bráðabirgðalögum, sem menn hafa verið að velta fyrir sér alveg fram á daginn í dag. Nefndin sem heild er ekki enn búin að fá umsögn laga- prófessors í málinu. Mig minnir að það hafi tekið rúman mánuð að afgreiða í þingi bráðabirgðalögin sem ríkisstjórnin gaf út á gamlársdag 1980, held það hafi tekið rúman mánuð eftir að þau voru lögð fram. Þessvegna er það alveg úr lausu lofti gripið að ég hafi á einn eða annan hátt verið að tefja þetta mál.“ „Hann hlýtur að vera að fara í framboð“ - segir viðskiptaráðherra um ummæli Kristjáns Ragnarssonar “HANN Kristján er nú svo mikill pólitíkus, hann er meira í pólitíkinni en útgerðarmálunum. Hann hlýtur að vera að fara í framboð," sagði viðskiptaráðherra Tómas Árnason er Morgunblaðið innti hann álits á um- mælum Kristjáns Ragnarssonar, að ríkisstjórnin hafí ekki staðið við gef- in fyrirheit varðandi skuldbreytingu útgerðarinnar. „Annars vil ég ekkert um þetta mál segja annað en það, að sjávar- útvegsráðherra hefur mikinn áhuga á að leysa þetta mál á við- unnandi hátt. Þegar hefur 300 til 400 milljónum af skuldum útgerð- arinnar verið breytt í langtímalán. Mikið hefur verið unnið að þessu máli í samráði við Seðlabankann og svo verður gert áfram,“ sagði Tómas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.