Morgunblaðið - 10.12.1982, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 10.12.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 3 Nýtt listaverk eftir Erró í Iðnaðar- bankanum í Garðabæ IÐNAÐARBANKI íslands opnaði fyrir skömmu nýtt útibú í Garðabæ. Þar hefur verið komið fyrir nýju myndverki eftir listamanninn Erró, sem nefnist „Charles Dickens" og er úr myndröðinni „Merkir höfundar". Verk þetta hefur ekki fyrr verið sýnt á íslandi, en Erró býr eins og kunngt er í París. Við hlið verksins í afgreiðslusal bankans er „plakat" með helztu upplýsingum um verkið og Charl- es Dickens. Þar segir m.a., að Charles Dickens sé höfundur „Sögu tveggja baeja", „Oliver Twist“ og fjölda annarra skáld- sagna, þar sem sögusviðið er Eng- land 19. aldar. „Hann lét eftir sig eina áhugaverðustu bókmenntaút- gáfu allra tíma. Hann lézt án þess að hafa lokið síðasta kafla í skáldsögu sinni „Leyndardómi Edwin Drood" og án þess að ljúka upp leyndardómum verksins," seg- ir ennfremur. Ljósmynd Mbl. KÖE. Frá afgreiðslusal Iðnaðarbankans I Garðabæ. Samið um greiðslur á vanskilaskuldum Samkomulag náðist í gær um greiðslu vanskilaskulda Rafveitu Grindavíkur, en eins og fram kom í Mbl. í gær, lokuðu Rafmagnsveitur ríkisins fyrir rafmagn til Grindavík- ur í um tvo klukkutíma á þriðjudag vegna vangoldinna skulda rafveit- unnar að upphæð rúmlega 1,2 m. kr. „Það náðist samkomulag um greiðsluáætlun sem við getum un- að við,“ sagði Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri er hann var inntur álits á lyktum deilunnar í gær. Hann sagði að málið væri þar með úr sögunni af hálfu rafveitn- anna, hvað þessar skuldir varðaði. Bóksalan: Æviminningar Kristjáns Sveinssonar seljast mest - Alistair MacLean kominn upp í annað sæti Æviminningar Kristjáns Sveins- sonar augnlæknis var enn söluhæsta bókin, þegar Félag íslenzkra bóka- útgefenda gerði aðra könnun sína á bóksölu til 7. desember. Hér fara á eftir listar Félags íslenzkra bókaút- gefenda yfir söluhæstu bækurnar og búðirnar, sem könnunin náði til. Listi yfir 10 söluhæstu bækurnar í könnun 7. des. sl.: 1. (1) Æviminningar Kristjáns Sveinssonar augnlæknis. Gylfi Gröndal skráði, (Setberg). 2. (5) Dauðafljótið eftir Alistair MacLean, (Iðunn). 3. (2) Jólalög í léttum útsetning- um fyrir píanó eftir Jón Þór- arinsson (AB). 4. (6) Persónur og leikendur eft- ir Pétur Gunnarsson, (Punkt- ar). 5. (3) Riddarar hringstigans eft- ir Einar Má Guðmundsson, (AB). 6. (8) Landið þitt, Island eftir Þorstein Jósepsson, Steindór Steindórsson og Pál Líndal. 3. bindi, (Örn og Orlygur). 7. (4) Ó, það er dýrðlegt að drottna eftir Guðmund Sæ- mundsson, (höfundur gefur út). 8. (7) Hverju svarar læknirinn? eftir Claire Rayner, Bertil Mártensson og Guðstein Þeng- ilsson, (Iðunn). 9. (10) Geirfuglarnir eftir Árna Bergmann, (Mál og menning). 10. Vorganga í vindhæringi eftir Bolla Gústavsson, (AB). Var ekki á síðasta lista. Tölurnar í svigunum sýna hvar bækurnar voru í röðinni á síðasta lista. Listi yfir 5 söluhæstu barna- og unglingabækur í könnun 7. des. sl. 1. (3) 555 gátur. Sigurveig Jóns- dóttir þýddi og staðfærði, (Vaka). 2. (1) Svalur og félagar: Móri eft- ir Fournier, (Iðunn). 3. (2) Lukku Láki: Sara beinharða eftir Morris, Fauche og Let- urgie, (Fjölvi). 4. ( ) Mömmustrákur eftir Guðna Kolbeinsson. Var ekki á síðasta lista. 5. (5) Gilitrutt. Myndskreyting eftir Brian Pilkington, (Iðunn). Eftirtaldar bókabúðir tóku þátt í könnun 7. des. sl.: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Rvk., Bókabúð Máls og menningar, Rvk., Bókaverslun Isafoldar, Rvk., Embla, Rvk., Veda, Kópavogi, Bókabúð Olivers Steins, Hafnar- firði, Bókaskemma Hörpuútgáf- unnar, Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi, Bóka- verslun Jónasar Tómassonar, ísa- firði, Bókabúð Brynjars, Sauðár- króki, Bókabúð Jónasar, Akureyri, Bókaverslun Þórarins Stefánsson- ar, Húsavík, Bókaverslun Hösk- uldar Stefánssonar, Neskaupstað, Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Höfn, Kaupfélag Árnesinga, Sel- fossi, Bókabúðin Heiðarvegi 9, Vestmannaeyjum og Bókabúð Keflavíkur, Keflavík. itt frábærasta tónvcrk allra tíma komið út í íslenzkri hcildarútgáfu M ATTHEUSAR - PASSÍA AFMÆUSÚTOÁf'A PÓLÝrÓriNÓRlfÍN 25 ÁK Stórviðburður í íslenzkri menningu, safngripur og valin gjöf handa öllum sem unna fagurri tónlist. FÆST I' HLJÓMPLÖTUVERSLUNUM OG FERÐASKRIFSTOFUNNI ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.