Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 Toshiba örbylgjuofnarnir bjóða upp á stórkostlega möguleika, matseldin verður leikur einn. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SIM I 16995 TOSHIBA með Deltawave það nýjasta og fullkomnasta í gerð örbylgjuofna. stærstir í gerð örbylgjuofna. Draumráðn- ingabók INGÓLFSPRENT hf. hefur gefid út bók með draumaráðningum, sem heitir Draumráðningabókin þín — fullkominn lciðarvísir um ráðningu drauma eftir Stearn Robinson og Tom Corbett í þýðingu Ingólfs Árna- sonar. I bókinni eru hátt á þriðja þús- und uppsláttarorð auk um fimm hundruð tilvísana, sem höfund- arnir hafa safnað. Draumráðningabókin þín er 222 blaðsíður, unnin í Ingólfsprenti hf. og Arnarfelli hf. Vertu velkominn. Komdu og láttu Dröfn sýna þér nýja og stórkostlega tækni í matreiðslu í TOSHIBA örbylgjuofnunum í verslun okkar á Bergstaðastræti 10a á morgunn laugardaginn 11. des. kl. 10—12. Sjáðu hvernig Dröfn bakar á 1 mínútu, matreiðir kjúkling og sýður fisk á örskammri stund. Svo poppar hún fyrir krakkana. Spjallaðu við Dröfn um matreiðslunámskeiðið sem hún býður þér á ef þú eignast Toshiba örbylgjuofn, án endurgjalds og 190 síðna matreiðslubók fylgir með. Svanfríður Kristjánsdóttir, formaður Kvenfélagsins, afhendir Magnúsi Ein- arssyni, formanni stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar, rúmin. Ljósm. Mbl. Ólafur Guðmundsson Egilsstaðir: Stefán Ólason í sjúkraþjálfun. Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Fljótsdalshéraðs gaf þessi þjálfun- artæki ásamt sérstökum nuddbekk. Stórgjafir til sjúkrahúss _ EgilsKtöóum, 29. nóvember. Á FÖSTUDAGINN afhenti stjórn Kvenfélagsins Bláklukku Heilsu- gæslustöðinni, Sjúkrahúsinu og Dvalar- og hjúkrunarheimilinu á Eg- ilsstöðum fjögur sjúkrarúm að gjöf. Hér er um mjög vönduð sjúkrarúm að ræða af danskri gerð og mun hvert þeirra kosta um 12 þúsund krónur. með lyftibúnaði sem auðveldar mjög alla aðhlynningu og hjúkrun. Þá hafa ágætar gjafir borist frá eftirtöldum aðilum: Aðalsteini Jónssyni og Ingibjörgu Jónsdótt- ur, Egilsstaðaapóteki, Jónu Þor- steinsdóttur, Rögnu Guðmunds- dóttur, Haraldi Guðnasyni, Sigríði Friðriksdóttur og Guðfinnu Pét- ursdóttur. Öllum þessum aðilum voru færðar sérstakar þakkir — svo og Björgunarsveit SVFÍ og Hjálpar- sveit skáta — sem hafa að veru- legu leyti annast sjúkraflutninga á heilsugæslusvæðinu. — Ólafur Bók um lífið — eftir Simone de Beauvoir ALLIR eru dauðlegir nefnist bók frönsku skáldkonunnar Simone de Heauvoir, sr-m út er komin hjá fsa- foldarprentsmiðju í þýðingu Jóns Óskars. Þessi bók vakti mikið umtal í Danmörku, þegar hún kom út hjá Gyldendal, ekki síst þegar fram kom að Margrét Danadrottning og Henr- ik prins, maður hennar, voru þýð- endur, og að Margrét hafði teiknað kápuna, sem er sú sama og hér er notuð. Þessi bók fjallar, eins og fleiri bækur þessa fræga rithöfundar, og dauðann um lífið og dauðann, segir frá manni sem búinn er að lifa frá þrettándu öld og getur ekki dáið, hefur bergt af drykk ódauðleikans. Og hann segir ungri leikkonu, sem hann kynnist, sögu sína. Fyrst er söguhetjunni það gleði að hafa hlotið ódauðleika, síðan harmur að geta ekki dáið. Þegar hér er komið er í hans augum líf þeirra sem lifa til að deyja. Minnast má þess að rithöfund- urinn Simone de Beauvoir var allt frá námsárum sínum fylgikona Jean Paul Sartres og nöfn þeirra tengd allt þar til hann lést. En síðasta bók hennar fjallar einmitt um dauðastríð hans og lát og hef- ur vakið mikið umtal og hneykslan sumra. Þar fjallar hún enn um dauðann. Simone de Beauvoir er fædd í París 1908, stundaði kennslustörf í menntaskóla til 1943 og hefur síðan helgað sig rit- störfum eingöngu, skrifað skáld- sögur, leikrit og frásagnir og er grunntónninn í öllum hennar verkum gagnrýni á samfélag okkar og völd karlmanna innan þess. Er krafan um fullkomið frelsi til handa konum eins og rauður þráður í verkum hennar, enda áhrif hennar á frelsisbaráttu kvenna svo mikil að hún hefur verið nefnd móðir nýju kvenna- hreyfingarinnar. Hún var eins og Jean Paul Satre mörkuð af tilvist- arstefnunni og talin einn virtasti rithöfundur þeirrar stefnu. - Formaður Kvenfélagsins Blá- klukku, Svanfríður Kristjánsdótt- ir, afhenti formanni stjórnar sjúkrahússins, Magnúsi Einars- syni, rúmin formlega við hátíðlega athöfn að viðstöddum gestum. Það kom fram í máli talsmanna sjúkrahússins við þetta tækifæri — að margar góðar gjafir hafi borist sjúkrahúsinu á yfirstand- andi ári bæði frá einstaklingum og félagasamtökum. Lionsklúbburinn Múli færði sjúkrahúsinu að gjöf magnarakerfi ásamt útvarpi, seg- ulbandi, hátölurum og sérstökum hlustunartækjum, ætluðum sjúkl- ingum. Ekkert slíkt kerfi var fyrir og mun þetta koma í góðar þarfir. Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Fljótsdalshéraðs gaf sérstakan nuddbekk og þjálfunartæki til sjúkraþjálfunar og bætti þar með úr mjög brýnni þörf. Fjölskylda Ármanns Jónssonar á Vaði í Skriðdal gaf sjúkrahúsinu sjúkra- rúm af vandaðri gerð ásamt fylgi- hlutum og Kvenfélagið Bláklukka á Egilsstöðum fjögur sjúkrarúm nú að sömu gerð. Þessi rúm eru öll Kennaraháskólakór- inn í Norræna húsinu KÓR Kennaraháskóla íslands held- ur tónleika i Norræna húsinu laug- ardaginn 11. desember kl. 14.00 og kl. 17.00. Á efnisskránni verður nor- ræn tónlist, þar má nefna tónlist eft- ir Leif Thuresson, Vagn Holmboe og Lars Edlund. Af íslenskri tónlist má nefna verk eftir Atla Heimi Sveins- son, Jón Ásgeirsson og frumfluttur verður lagaflokkurinn „Fríarí og Bríarum" eftir Gunnar Reyni Sveinsson við vísur Æra Tobba. Þetta er fjórða starfsár kórsins. Kórinn hefur árlega haldið tón- leika og komið fram við ýmis tækifæri bæði innan skólans og utan. í júlímánuði sl. fór kórinn á Evrópumót ungra kóra, Europa Cantat VIII, sem haldið var í Namur í Belgíu. Þar sungu kórfé- lagar ásamt öðrum kórum Sálma- sinfóníu eftir Stravinsky. Stjórnandi kórsins er Herdís H. Oddsdóttir. Kveikt á jólatré í Keflavík KRISTIANSAND í Noregi, vinabær Keflavíkur, hefur gefið Keflvíking- um jólatré, sem kveikt verður á i dag, föstudag. Athöfnin hefst kl. 5 e.h. Lúðra- sveit leikur, kirkjukórinn syngur og jólasveinar koma í heimsókn. Björn Eidem, fyrsti sendiráðs- ritari norska sendiráðsins, af- hendir tréð fyrir hönd bæjar- stjórnar Kristiansands, en Stein- dór Júlíusson, bæjarstjóri í Kefla- vík, veitir því viðtöku. Ljód Valtýs Guð- mundssonar, Sandi BÓKAFORLAG Odds Björnssonar Akureyri hefur gefið út Ijóðabókina Vinjar eftir Vaitý Guðmundsson, Sandi. Vá I irija r í Vinjum eru 93 Ijóð og í frétt útgefanda segir m.a. um Ijóð Valtýs: „í Vinjum yrkir hann bæði rím- uð og órímuð Ijóð um samtíð og fortíð. Náttúran og nánasta um- hverfi hans er gjöfult yrkisefrti, gróandinn, veðrabrigðin og skepn- urnar. En Valtýr seilist líka til lið- inna tíma, yrkir um Reynistaðar- bræður, þunga dóma á Lögbergi, eyðibýli, ömmu sína og afa. Skáldið beinir sjónum sínum að nútímanum í ljóðum um sjónvarp, rauðsokkur og verðbóiguna. Einn- ig er þar að finna ýmis tækifær- isljóð. Valtýr Guðmundsson er djarfur í máli og hvass, þegar honum þyk- ir miður, en mjúkmáll og há- stemmdur um það sem hrífur hann. Lífsnautnin og unaður starfsins einkenna kveðskap hans.“ Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.