Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 13
En hér þarf meira að koma til. Skólakerfið í heild sinni þarf að sníða miklu frekar að þörfum at- vinnulifsins en gert hefur verið. Þar beinast augu mín fyrst og fremst að Háskóla íslands. Ég tel nokkra hættu vera á því að hann sé að dragast aftur úr og fylgist ekki með þróun tímans og svari þar af leiðandi ekki þeim kröfum sem atvinnulífið verður að gera til slikrar stofnunar. Það er áhyggjuefni hversu hátt hlutfall háskólakandidata gerast opinberir starfsmenn. Ég tel að huga eigi að því, að skipta námi í háskóladeildum í þrep þannig að stúdentar eigi kost á sérhæfingu á ákveðnum sviðum, án þess að þurfa að stunda 5—6 ára háskólanám. 2ja ára nám í markaðsmálum, gerð viðskipta- samninga, tölvufræðum o.s.frv. á að vera mögulegt. Atvinnulífið vantar nú og í framtíðinni fjölda sérfræðinga á hinum fjölbreyttustu sviðum, en það er að mínu mati sóun á verð- mætum að halda dauðahaldi í þá stefnu sem nú ríkir, að útskrifa alla sem kandidata. Telur þú t.d. þörf fyrir 1000—1500 viðskipta- fræðinga með 5—6 ára nám að baki til áhrifameiri stjórnunar- starfa á næstu 10—12 árum? Það er jafnvel svo komið að nú- verandi deildaskipting Háskóla Is- lands er að verða úrelt og e.t.v. væri æskilegt að brjóta hana upp með því markmiði að auka fjöl- breytni menntunar í skólanum. Eitt er víst, fulltrúar atvinnu- iífsins þurfa að hefja umræður við þá Háskólamenn um þessi mál. 3. Burt með einangrunarsjónarmiðin í löggjöf og stjórnsýslu. Ég sagði áðan, að ég saknaði þess að sjá enga umfjöllun hjá þér um þennan þátt mála. Hér held ég að mikil nauðsyn sé til breytinga tii að meginmarkmiðunum um aukna utanríkisverslun verði náð. Einangrunarsjónarmiðin eru víða varin í íslenskri löggjöf og verð ég hér að láta mér nægja að stikla á stóru, því af mörgu er að taka. Raunar skortir mig yfirsýn til að gera þessum málum tæm- andi skil. Ég ætla að láta nægja hér að benda á þrjá málaflokka sem ég tel nauðsynlegt að breyta til frjálsræðis ef árangur á að nást. I. Gjaldeyrislöggjöfin. Hér er að finna urmul ákvæða sem beinlínis hindra eðlilega markaðsstarfsemi á erlendum mörkuðum, allt frá skatti á ferða- mannagjaldeyri, sem leggst jafn- framt á markaðskostnað útflytj- enda, til ýmiss konar ákvæða um takmarkanir á bankaviðskiptum erlendis. Hér eru á ferðinni reglur sem takmarka svigrúm útflytj- enda til að hagnýta gjaldeyris- tekjur sem þeir afla sér og þjóðfé- laginu til hagsbóta, takmarkanir á erlendum lántökum atvinnulífs- ins, á meðan stjórnmálamenn láta gamminn geisa í erlendum eyðslu- slætti og margt fleira mætti hér tina til. I hnotskurn eiga öll þessi haftaákvæði í íslenskri gjaldeyr- islöggjöf tvennt sameiginlegt: a) að viðhalda einangruninni MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 13 b) að treysta einokun ríkisins í gjaldeyrismálum. II. Útflutningsleyfakernð. Annar þáttur einangrunar- og haftastefnunnar birtist í því út- flutningsleyfakerfi sem hér er haldið uppi. í sinni verstu mynd birtist framkvæmd þessara stefnu í þeirri einokun sem kerfið tryggir á útflutningi landbúnaðarafurða. En kerfið hefur ýmsa aðra van- kanta og skapar virka hættu á stöðnun í útflutningsstarfsemi þjóðarinnar. Mér þykir sem slík stöðnun hafi einmitt gert vart við sig í markaðsókn okkar á erlend- um mörkuðum. Ég tel brýnt að hverfa frá þessu kerfi og leyfa sams konar frelsi til útflutnings, einsog nú er til innflutnings. Hið opinbera getur gætt heild- arhagsmuna þjóðarinnar í þessum efnum með virku eftirliti og hafi því aðeins tök á að grípa inn í, að útflytjendur tefli hagsmunum heildarinnar í hættu með ábyrgð- arlausri hegðan. III. Skattamál. Því verður ekki beinlínis haldið fram með gildum rökum að skattalögin hindri þessa útrás sem þú talar um, en þó er þar að finna ákvæði sem að virka til hindrunar eins og t.d. ákvæðin um meðferð arðs. Einnig held ég að ákvæðin um gengishagnað og tap miðað við nú- verandi verðbólguástand séu ekki erlendri starfsemi íslenskra fyrir- tækja til framdráttar. Hins vegar er ljóst, að auðvelt er að beita skattalögum til að örva þá starfsemi sem hér um ræðir og það hafa margar þjóðir gert. IV. Stjórn efnahagsmála. Síðast en ekki síst kem ég að þeim þætti sem er grundvallar- forsenda þess að markmiðin um stóreflingu utanríkisviðskipta ná- ist. En hann er stöðugleiki í efna- hagsmálum og traustur starfs- grundvöllur atvinnufyrirtækja sem gefur möguleika á því að fyrirtækin geti hagnast á hagnýt- ingu eigin hugkvæmni og skili þjóðarbúinu hámarksarði. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það stjórnleysi sem ríkt hefur í þessum efnum hér á landi sl. 12 ár og þá óðaverðbólgu sem leitt hefur af því. Eina undantekn- ingin í þeim efnum er hluti af stjórnartímabili ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar þegar al- vöru tilraunir voru gerðar til að ná tökum á verðbólgunni og koma stjórn á efnahagsmálin, en þær tilraunir voru brotnar niður af verkalýðshreyfingunni eins og þú manst glöggt. Eitt hef ég aldrei skilið, þegar rætt er um þennan áratug, en það er hvöt Framsóknar að kenna hann við sig og kalla Framsóknar- áratuginn. A ýmsu hefur gengið í efna- hagsmálum á þessum áratug og svo margar vitleysur gerðar, að ég hélt að fátt væri eftir í þeim efn- um, og þó ... Ég held að aldrei hafi nokkurri ríkisstjórn tekist jafn rösklega að misnota þann stórkostlega efna- hagsávinning, sem okkur féll í skaut á sl. ári í kjölfar hækkunar Bandaríkjadollars. Ég er þeirrar skoðunar að efnahagsstefnan 1981 sé stærstu efnahagsafglöp sem nokkur ríkisstjórn hér á landi hef- ur framið og höfum við þó séð sitt af hverju tagi. Þau mistök eru í raun ástæða efnahagsvandans í dag. Nú í lok ársins 1982 eftir árið 1981, sem er mesta góðæri sem ís- lendingum hefur fallið í skaut, eru framleiðsluatvinnuvegirnir að hrjrnja saman. Utgerðin er komin að fótum fram og forsvarsmenn hennar sjá enga möguleika til áframhaldandi reksturs nema til komi rekstrar- styrkir. Iðnaðurinn á í gífurlegum erfið- leikum og lengi vel á þessu ári leit út fyrir að tvær stórar iðngreinar, fataiðnaður og húsgagna- og inn- réttingaiðnaður, myndu falla sam- an og ekki er útséð um það hvort stór iðnfyrirtæki muni lifa af efnahagsafglöpin. Bréf þetta er orðið æði langt og mál til komið að ljúka þessum skrifum að sinni. í lok þíns bréfs varpaðir þú fram tveimur spurningum. 1. Er ekki hugsanlegt að við geti tekið tímabil velviljaðs sam- starfs um þjóðfélagslega hags- muni í stað sinnuleysis og bræðravíga? Ég vil láta í ljós þá von að slíkt geti tekist, en tæpast á ég von á að það verði, fyrr en þjóðin hefur sett einangrunarsinna í íslenskum stjórnmálum til hliðar og gefur þeim langt frí meðan hún vinnur sig út úr þeim ógöngum sem við nú erum í. Loks spyrð þú — Er ekki tölu- vert í húfi? Jú, ég held að flestir sjái að í húfi er efnahagslegt sjálfstæði þessarar þjóðar. Við verðum að ætla okkur það sjálfsagða mark að borga upp á næstu árum erlendar eyðsluskuldir okkar og skila þessu landi í hendur börnum okkar a.m.k. jafn góðu og við tókum við því. Seltjarnarnesi, 5. des. 1982, Víglundur Þorsteinsson. _____skriftar- síminn er 8 30 33 Gjöfin sem gleður er falleg grávara Feldskerinn Skólavörðustíg 18, sími 10840. Glæsilegt úrval Belgísk gólfteppi og teppamottur. Hagstætt verö. GEÍsíPf Félagi ()RÍ ) MATTHIASAR JOHANNESSEN í þessari bók, Kélagi orð, eru greinar, samtiil og Ijóð frá jmsum tímum sem höfundur hefur nú safnað saman í eina bók. Suint af þessu efni hefur áður birst á prenti, en annað ekki. 1 bókinni eru greinar um bókmennlir og stjórnmál, og in.a. áður óbirtar frásagnir af sovésku andófsmönnunum Hrodskv, Rúkovskv og Rostropovits, sem allir hafa komið hingað til lands, en eru heimsþekktir hver á sínu sviði. Fjölmargir íslenskir og erlendir menningar- og stjórnmálamenn koma við sögu í bókinni. Kaflaheitin gefa nokkra hugmynd um verkið: Af mönnum og málefnum, l'ndir „smásjá hugans" (af Buckminster Fuller), Rispur, Bréf til Gils (Guðmundssonar fyrrum alþingismanns sem vöktu mikla athygli á sínum tíma), Andóf og öryggi og Vetur á næstu grösum, en þar eru áður óbirt Ijóð Matthías- ar sem tengjast efni Ivókarinnar með sérstökum hætti. ÞJÓÐSAGA ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.