Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 23
Kópavogur: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 23 20 ár frá vígslu kirkjunnar — hátíðarguðsþjónusta á sunnudag UM ÞESSAR mundir eru liðin 20 ir frá vígsludegi Kópavogskirkju. Söfn- uðir kirkjunnar vilja minnast þess- ara tímamóta. Hátíðarguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudag- inn 12. desember kl. 14:00. Þar mun biskup íslands, herra Pétur Sigur- geirsson predika, en sr. Gunnar Arnason, sr. Þorbergur Kristjánsson og sr. Árni Pálsson þjóna fyrir altari. Að kvöldi þess sama dags, kl. 20:30, verður aðventukvöld í kirkj- unni. Dr. Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup íslands, flytur þar ræðu kvöldsins, Róbert Arn- finnsson leikari les kvæði Þor- steins Valdemarssonar, ungt fólk flytur tónlist og kirkjukórinn syngur undir stjórn organista kirkjunnar, Guðmundar Gilsson- Gísli Jónsson Aðalfundur Bók- menntafélagsins AÐALFUNDUR Hins íslenska bókmenntafélags verður hald- inn í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans, á morgun, laugar- dag 11. desember kl. 14. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum flytur Gísli Jónsson menntaskólakennari erindi: Bókmenntir og málvernd. „Ánægjulegt rökkur“ í Djúpinu ÁNÆGJULEGT rökkur er heiti á (h)ljóðaflutningi er mun eiga sér stað í Djúpinu við Hafnarstræti (Hornið) föstudaginn 10. des. kl. 21.00. Fram eiga að koma: Þorri Jóhannsson, Bjarni Bernharður, Sigurberg Bragi, Guðrún Edda Káradóttir og Martin Götuskeggi. Stiginn verður trumbudans ef að- stæður leyfa. Reynt verður að koma rökkri á ferð. Gleði þessi er að einhverju leyti fyrir Upp og ofan. Aðgangur ókeypis. (FrélUtilkyaaing) Myndlistarsýn- ingu að Ijúka Myndlistarsýning finnsku lista- konunnar Elnu Bárðarson lýkur í Iðnaðarmannahúsinu í Keflavík á sunnudag. Þann dag verður sýn- ingin opin frá 16—22. ar, sem einnig leikur einleik á orgelið. Ennfremur hefur af þessu sama tilefni verið gefið út 20 ára afmæl- isrit, þar sem byggingarsaga kirkjunnar er rakin og kynnt sú starfsemi sem fram fer á vegum safnaðanna í dag. Þetta afmælis- rit Kópavogskirkju verður borið inn á hvert heimili í Kópavogi. Það er ósk og von starfsmanna kirkjunnar að sem flestir Kópa- vogsbúar komi til kirkju sinnar á þessum tímamótum, því rík ástæða er til að þakka það sem liðið er, ennfremur fagna á jóla- föstu þeim jólum er nú fara í hönd. (Fr» Kópavogskirkju) Síðustu sýningar óperunnar fyrir jól HLÉ verður gert á sýningum ís- lensku óperunnar á Litla sótaran- um og Töfraflautunni yfir jólin. Sýningar á Litla sótaranum verða væntanlega teknar upp fljótlega eftir áramótin. Fyrsta sýning eftir jólin á Töfraflautunni verður 30. desember og er hún þá um leið síðasta sýning ársins. Fyrsta sýn- ing eftir áramótin verður svo sunnudaginn 2. janúar. Síðustu sýningar núna fyrir jól- in eru núna um helgina, laugardag og sunnudag. Þá mun Gilbert Lev- ine leggja frá sér tónsprotann og halda heimleiðis og hefur hann þar með lokið störfum fyrir ís- lensku óperuna að þessu sinni. Ekki er endanlega ákveðið hver við tekur eftir jólin. Tré og runn- ar á Islandi — eftir Asgeir Svanbergsson ÞESSA dagana kemur út að frum- kvæði Skógræktarfélags Reykja- víkur bókin Tré og runnar á ls- landi eftir Ásgeir Svanbergsson. Útgefandi er Orn og Örlygur. Á þriðja hundrað myndir og teikn- Vxít ir S^Ufthi'l)(SMHI TRÉ OG RLWAR AfSLAXDI (<>b« al j*ó íiwik .vV Xlti^pHwlrlir Ki'kj>4w Kápusiða bókarinnar. ingar eru í bókinni, þar á meðal fjöldi litmynda teknar af Vilhjálmi Sigtryggssyni framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Bókin Tré og runnar á íslandi fjallar eins og nafn hennar bendir til um tré og runna á íslandi, sögu þeirra og heimkynni ásamt leið- beiningum um ræktun og hirð- ingu. Höfundurinn hefur verið græðireitsstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur í mörg ár og kynnst vandkvæðum garðeigenda. I bók sinni lýsir hann alls 500 tegundum og afbrigðum trjáa og runna, sem er að finna hérlendis, auk nokk- urra tegunda sem vaxa í ná- grannalöndunum. Latnesk plöntuheiti eru þýdd á íslensku og skýrð eru helstu fræði- orð grasafræðinnar. Bókin er hin fyrsta í bókaflokknum íslensk náttúra. Hún er unnin í prentstofu G. Benediktssonar, litgreiningar annaðist Myndamót hf., kápugerð var í höndum Sigurþórs Jakobs- sonar og bókbandið hjá Arnarfelli hf. Engin tengsl milli AHabúðanna í Hafnarfirði og Stokkseyri EIGANDI Allabúðar í Hafnarfírði, Albert Magnússon, óskaði eftir því að koma á framfæri, að engin tengsl væru á milli verzlunar hans og Alla- búðar á Stokkseyri, sem brann fyrir skömmu. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur eigandi Allabúðar á Stokkseyri verið hnepptur í varð- hald vegna málsins. Sagði Albert, að hann hefði orðið fyrir miklum leiðindum vegna málsins og þess, að fólk héldi hann og verzlun hans tengda málinu. Sagði hann, að hann hefði áður átt verzlunina á Stokkseyri, en seit hana 1979 og nafnið með því hann hefði ekki ætlað sér að hefja vezlunarrekstur að nýju. Hann hefði svo þrátt fyrir það hafið verzlunarrekstur að nýju og þá í Hafnarfirði og undir sama nafni. Vonaðist hann til að verða ekki fyrir frekari leiðindum vegna máls þessa. eigendur Pústkerfin eru ódýrust hjá okkur Hjá okkur fáið þið orginal pústkerfi í allar gerðir Mazda-bíla. ísetningarþjónusta á staðnum. BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 Símar: Verkstæði 81225 —Varahlutir 81265 Vetrartilboð! Við bjóðum ykkur snjódekk á felgum und- ir bílinn á sérstöku tilboðsverði: Mazda 323 allar gerðir kr. 1.900.00 pr. stk. Mazda 626 allar gerðir kr. 2.000.00 pr. stk. Mazda 929 allar gerðir kr. 2.100.00 pr. stk. Við setjum dekkin undir bílinn ykkur að kostnaðarlausu. Greiðsluskilmálar: Vz út og eftirstöðvar á 3 mánuðum. Tryggið öryggi í vetrarakstri og notið ykkur þetta hagstæða boð. BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 Sími 81265 Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.