Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 Kynnisferð í álverið Tæknifræðingafélag íslands efndi fyrir skömmu til kynnisferöar í álver- ið í Straumsvík. Var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Landakotstúnið Eftir Önnu Guðmundsdóttur Sagt er, að töluð orð verði ekki aftur tekin. Ekki er síður hægt að segja, að unnin verk verða ekki aftur tekin. Þau verða að standa um alla framtíð, þótt þau séu ljót og engum til sóma. Sá ósómi sem framinn hefur verið á Landakotstúni er dæmi um verk sem ekki verða aftur tekin. Hér á ég við þær stóru, ljótu bygg- ingar, sem sjálfstæðismenn samþykktu á sínum tíma, eða ár- ið 1978, i tíð Birgis ísl. Gunn- arssonar. Þvílík forsmán og þröngsýni! Ég undrast iíka, hvernig kaþ- ólski biskupinn, Frehen, gat fengið af sér að þrengja að þessu fallega guðshúsi og minnka þennan litla, græna reit, sem er eina græna vin Vesturbæjar. Því miður hefur svipur kirkj- unnar sett ofan, hvaðan sem á hana er litið. Hún lýsti eins og viti áður fyrr, en er nú aðþrengd. Landakotstúnið hefur alltaf verið mikið olnbogabarn borgar- innar. Árið 1933 lofuðu borgar- yfirvöld Reykjavíkur að gera túnið að fögrum skrúðgarði, en ekkert hefur verið gert annað en að slá þetta þýfi einstaka sinn- um. — Er ekki kominn tími til þess að efna þessi gömlu loforð og vernda það sem eftir er að af túninu? Fyrst og fremst að jafna þessi háu börð að túninu, lækka það í jöðrum, þar sem hæst er. Væri ekki ráð að efna til sam- keppni meðal garðarkitekta að koma upp þessum lystigarði? Þetta mál þarf að komast í hendur bestu garðarkitekta. Hér duga engin vettlingatök. I Morgunblaðinu 30. marz 1978 segir m.a.: „Kirkjulóðin á Landakotstúni verður tengd almenningsgarðin- um og segir í frétt frá skrifstofu borgarstjóra, að unnið verði að því að skipulag og framkvæmda- áætlun um ræktun og frágang svæðisins í heild liggi fyrir í lok þessa árs 19788“. Nú skrifum við árið 1982 og ekkert bólar á skrúðgarðinum. Við höfum fengið nýjan borg- arstjóra. Vonandi lætur hann hendur standa fram úr ermum og bjargar því, sem bjargað verður. Aðventuhá- tíð i Laugar- neskirkju SUNNUDAGINN 12. des. verður að- ventuhátíð í Laugarneskirkju kl. 20.30. Ræðumaöur kvöldsins verður Friðjón Þórðarson, kirkjumálaráð- herra. Af öðrum dagskráratriðum má nefna, að hjónin Guðrún Sigríður Birgisdóttir og Martial Nardeau flytja sónötu fyrir 2 þverflautur eftir W.A. Mozart. Kirkjukórinn syngur 4 jólalög undir stjórn Gústafs Jóhannessonar, en með kórnum leika nokkrir hljóðfæra- leikarar. Gústaf leikur Fantasíu fyrir orgel eftir Gunnar Reyni Sveinsson, um kvöldbæn Hall- gríms Péturssonar: Nú mun ég enn í nafni þínu. Einnig sýna börn úr barnastarfi Laugarneskirkju helgileik undir stjórn Margrétar Hróbjartsdóttur. Sama dag verður barnaguðs- þjónusta kl. 11 með helgileik o.fl. og kl. 14 almenn messugjörð. Ég hvet safnaðarfólk að fjöl- menna á þennan kirkjudag safn- aðarins og taka þannig þátt í nauðsynlegum andlegum undir- búningi fyrir komu jólanna. Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur. Akureyri: Lán tryggt með þremur borholum BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur heimilað bæjarstjóra að taka lán að fjárhæð 1.ÍJ40.000 krónur hjá Orkusjóði vegna jarðhitaleitar fyrir Hitaveitu Akureyrar. Til tryggingar láninu verði veð- settar þrjár borholur að Botni, Hrafnagili og á Glerárdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.