Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 33 Reyðarfjörður: í undirbúningi að reisa íbúðir fyrir aldraða í UNDIRBÚNINGI er að reisa íbúð- ir fyrir aldraða á Reyðarfirði. í 1. áfanga er áformað að reisa 5 íbúðir á einni hæð, 2 hjónaíbúðir og 3 ein- staklingsíbúðir. Hreppsnefnd hefur ákveðið að íbúðirnar skuli standa í sunnanverðri Oddnýjarhæð þar í bænum. í framtíðinni er ætlunin að reisa fleiri íbúðir og ennfremur þjón- ustumiðstöð og heilsugæzlustöð. Gert er ráð fyrir leigu- og sölu- íbúðum eftir atvikum. Samið hef- ur verið við Teiknistofuna Lauga- vegi 42 að teikna íbúðirnar. Bók um knáa krakka BÓKHLAÐAN hefur gefið út bókina Knáir krakkar eftir Iðunni Steins- dóttur, kennara, og er þetta hennar fyrsta bók. í frétt frá útgefanda segir, að Knáir krakkar sé bók fyrir börn á aldrinum 8—12 ára, „rammíslenzk saga, sem gerist úti á landi. Hér er fjallað um fjöruga krakka, sem lenda í ótrúlegustu ævintýrum." Byggingarnefndina skipa eftir- taldir menn: Guðmundur Magn- ússon formaður, Árni Ragnarsson varaformaður, Klara Kristins- dóttir, Þorgrímur Jörgensson og Þórey Baldursdóttir. Byggingasjóður stofnaður Á vegum nefndarinnar hefur verið stofnaður sérstakur bygg- ingasjóður með 2.500 króna fram- lagi frá hverjum eftirtöldum að- ila: Hreppsnefnd Reyðarfjarðar, Kvenfélagi Reyðarfjarðar, Lionsklúbbi Reyðarfjarðar, Reyð- arfjarðardeild Rauða kross ís- lands og Verkamannafélagi Reyð- arfjarðar. Stofnféð er varðveitt á verð- tryggðum bankareikningi og verð- ur í vörslu nefndarinnar þar til kosin hefur verið sérstök stjórn og skipulagsskrá samþykkt. -Byggingarnefndin beinir þeim tilmælum til allra þeirra sem styðja vilja þetta mál að koma framlögum til einhverra nefnd- armanna. Gjafir verða skráðar í sérstaka gafabók og kjörnir endurskoðendur hreppsins munu annast endurskoðun á reiknings- haldi sjóðsins," segir í frétt frá byggingarnefndinni. Aldnir hafa orðið 11. bindi ELLEFTA bindi af bókaflokknum Aldnir hafa orðið er komiö út hjá bókaútgáfunni Skjaldborg. Bókaflokkurinn hefur að geyma frásagnir eldra fólks af atburðum löngu liðinna ára og um það sjálft, atvinnuhættina, siðvenjur og brugðið er upp myndum af þjóðlíf- inu. Ekki er þó um samfelldar ævisögur að ræða. Skrásetjari er Erlingur Davíðsson. í þessu ellefta bindi ræðir Erl- ingur við Halldór E. Sigurðsson, Jón Eðvarð Jónsson, Jórunni Ólafsdóttur, Lórens Halldórsson, Margréti Thorlacius, Zóphónías Pétursson og Þorstein Stefánsson. komið út Erlingur Daviðsson Alþýðubandalagið nær alræðisvöldum BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hf. hefur gefið út skáldsöguna „Bræður munu berjast" eftir Rón- ald Símonarson. Er þetta fyrsta skáldsaga Rónalds sem er 37 ára Reykvíkingur og kunnur listmál- ari. í fréttatilkynningu útgefanda segir m.a.: „Sagan „Bræður munu berj- ast“ gerist á íslandi á síðasta áratugi tuttugustu aldarinnar og hafa þá orðið mikil stjórnar- farsleg umskipti í landinu. Al- þýðubandalagið hefur náð al- ræðisvöldum og í kjölfar þess fylgir stjórnarfar eins og nú tíðkast í Austur-Evrópu. For- saga valdatöku Alþýðubanda- lagsins er kosningabandalag þeirra við krata og framsókn- armenn og mikill kosningasigur í kjölfar óvæntra atvika hjá Sjálfstæðisflokknum. Alþýðu- bandalagið nær smátt og smátt yfirtökunum og ýtir samstarfs- flokknum sínum út í horn.“ Bókin „Bræður munu berjast" er sett, filmuunnin, prentuð og bundin hjá Prentsmiðjunni Hól- um hf. Kápuhönnun annaðist Sigurður Ó. Steinarsson. íslenzkt landslag er líka á Ijósmyndasýningu Sigurðar Þorgeirssonar í Bóka- safni Kópavogs. Kópavogur: Ljósmyndasýning í bókasafninu NÚ STENDUR yfir í Bókasafni Kópavogs sýning á Ijósmyndum Sigurðar Þorgeirssonar. Sigurður lærði við Earling School of Photo- graphy í London, en þaðan eru margar myndanna á sýningunni. Einnig hefur hann dvalið í París og unnið þar að list sinni. Sigurður er fæddur á Akur- eyri árið 1947 en býr nú í Reykjavík og rekur lýósmynda- stofuna Effect. Sýning hans stendur fram yf- ir áramót, segir í frétt frá Bóka- safni Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.