Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 40
muniri tniloíunarhringa litmvndalistann fffl) <§uU & !g>ilfur Laugavegi 35 tfiffltattlrfaMfr FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 „^^skriftar- síminn er 830 33 Guðmundur G. Þórarinsson um iðnaðarráðherra á Alþingi: Rekur álviðræðuncihd eins og rússneskt hænsnahús Starfsmenn Reykjavíkur- borgar unnu að því í gær að skreyta Óslóarjólatréð á Austurvelli, sem svo lengi hefur sett svip sinn á borg- ina í jólamánuðinum. Ljós- in á trénu verða tendruð með sérstakri viðhöfn að vanda. Ljósmynd Mbl. Ól.K.M. „ÉG ÆTLA mér ekki að sitja í ein- hverri álviðræðunefnd sem iðnaðar- ráðherra ætlar að reka eins og rússneskt hænsnahús. Hvers konar málstaö hafa þeir menn sem þurfa að hagræða sannleikanum eins og hér er gert. Mér er nær að spyrja: Er það líklegt að sá sannleikur sem iðn- aðarráðherra hefur borið okkur inn í álviðræðunefndina af hans viðræð- um við Alusuisse sé í þeim dúr sem hann flytur hér á Alþingi í dag,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður Framsóknarflokksins m.a. í umræðum utan dagskrár í gær, en Hjörleifur Guttormsson iðn- aöarráðherra kvaddi sér hljóðs til að fjalla um úrsögn Guðmundar úr ál- viðræðunefnd og fréttaflutning sjón- varpsins þar að lútandi. ið við framlagningu iðnaðarráð- herra á tillögunum í næstu viku, en þeirra mun að vænta nk. þriðjudag eða fimmtudag. Það vakti athygli á Alþingi í gær að forsætisráðherra Gunnar Thor- oddsen var fjarverandi utandag- skrárumræðurnar. Hann sat á sama tíma þingnefndarfund í Þórshamri. Sjá fréttir af umræðum á Alþingi á bls. 22 og viðtöl á bls. 21. Dollaraverð hækkað um Úrsögn Guðmundar úr álvið- ræðunefnd vakti mikinn tauga- titring meðal stjórnarliða og var málið til umfjöllunar á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun, án þess að nokkur niðurstaða fengist. Hjörleifur boðaði á ríkisstjórnar- fundinum í gærmorgun að hann myndi leggja fram tillögur varð- andi framhaldsmeðferð málsins í næstu viku og á Alþingi sagði hann að þær yrðu þess efnis að gripið skyldi til einhliða aðgerða gegn Alusuisse. I utandagskrárumræðunum sakaði iðnaðarráðherra Guðmund m.a. um að hafa hlaupist undan íslenskum merkjum á örlaga- stundu og flutt víglínuna frá því að vera Island/Alusuisse yfir í að vera ísland/ísland, eins og hann orðaði það. Guðmundur sagði í svari sínu, að iðnaðarráðherra rangtúlkaði tillögur sínar og færi vísvitandi með ósannindi. Þá sagði hann að Hjörleifur hefði staðið þannig að verki síðustu tvö ár að spurning væri hvort hann hefði ekki fyrir löngu verið búinn að ákveða einhliða aðgerðir. Þingmenn sem Mbl. ræddi við í gær töldu að til tíðinda gæti dreg- Dollaraverð hækkað um tæplega 101% frá áramótum DOLLARAVERÐ hefur hækkað um tæplega 101% það sem af er þessu ári, en sölugengi hans var skráð 8,185 krónur í ársbyrjun, en það var skráð 16,447 krónur í gærdag. Frá því að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum í febrúar 1980 hefur dollaraverð hækkað um tæplega 310%, en þá var sölugengi hans skráð 4,017 krón- ur. Frá áramótum hefur verð á brezka pundinu hækkað um tæplega 70%, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 15,652 krónur, en í gærdag var það skráð 26,521 króna. Verð á danskri krónu hefur hækkað um liðlega 70% á árinu, en í upphafi árs var sölugengi hennar skráð 1,1189 krónur, en í gærdag var sölugengið skráð 1,9044 krónur. Frá áramótum hefur síðan verð á hverju þýzku marki hækkað um liðlega 84%, en í upphafi árs var sölugengi þess skráð 3,6418 krónur, en í gærdag var það skráð 6,7035 krónur. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari látinn LÁTINN er í Reykjavík Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, 89 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eina dótt- ur. Ásmundur fæddist 20. maí 1893 að Kolstöðum í Miðdölum í Dala- sýslu. Hann var sonur Sveins Finns- Ásmundur Sveinsson sonar bónda þar og konu hans, Helgu Eysteinsdóttur. Ásmundur stundaði mynd- skurðarnám hjá Ríkharði Jóns- syni í Reykjavík og iðnskólanámi lauk hann í Reykjavík 1919. Hann stundaði nám í Fagurlistaskólan- um í Stokkhólmi 1920—26 og dvaldist í París 1926—29, en ferð- aðist til Ítalíu og Grikklands 1928. Ásmundur hóf myndhögg í Reykjavík þegar hann kom heim í kring um 1930 og kenndi jafn- framt við Myndlistarskólann í Reykjavík í fjölda ára. Byggöi hann hús á horni Freyjugötu og Mímisvegar, þar sem nú er Ás- mundarsalur. Þar var vinnustofa Ásmundar og heimili fyrst um sinn, en síðan hófst hann handa við hús sitt í Sigtúni í byrjun fimmta áratugarins. Ásmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Gunnfríður Matthildur myndhöggvari Jóns- dóttir bónda Jónssonar í Kirkjubæ í Norðurárdal í Austur-Húna- vatnssýslu. Seinni kona hans var Ingrid, dóttir Hjálmars Hákans- sons forstjóra í Kaupmannahöfn. Samningaviðræður rikis og Reykjavíkurborgar um Keldur: Búist við samkomulagi innan nokkurra vikna BÚIST er við aö samkomulag í samningaviðræðum Reykjavíkur- borgar og ríkisvaldsins um Keldur, náist innan fárra vikna, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaöið fékk hjá Vilhjálmi Lúðvíkssyni for- stjóra Rannsóknarráðs ríkisins, en hann á sæti í viðræðunefnd ríkisins, sem menntamálaráðherra skipaði fyrir nokkru. Eins og kunnugt er vinna borg- aryfirvöld nú að gerð skipulags á væntanlegu byggingarsvæði við Grafarvog, en til þess að unnt sé byggja á svæðinu, þarf borgin að eignast hluta svæðisins, þann sem er í eigu hins opinbera. Vilhjálmur sagði að skammt væri í að samkomulag næðist og væri það einkum á þann veg að fram færu skipti á landi. Ekki vildi hann tiltaka nákvæmlega tímasetningar, varðandi það hvenær gengið yrði frá samning- um, en bjóst við því að það yrði innan tíðar, enda gengju samn- ingaviðræður eðlilega fyrir sig. Vilhjálmur var spurður um hvort ágreiningur væri innan samninganefndar ríkisins um lausn Keldnamálsins, en hann kvað svo ekki vera. í nefnd ríkis- ins eiga sæti, auk Vilhjálms Lúð- víkssonar, þeir Guðmundur Pét- ursson frá rannsóknastofnuninni á Keldum og Guðmundur Magn- ússon háskólarektor. I samninga- nefnd Reykjavikurborgar sitja þeir Markús Örn Antonsson borg- arfulltrúi, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson formaður skipulags- nefndar og Þórður Þ. Þorbjarnar- son borgarverkfræðingur. Ingólfur á Hellu Endurminningar Ingólfs Jónssonar komnar út ÚT ER komin hjá útgáfufélaginu Fjölni bókin Ingólfur á Hellu — um- hverfi og ævistarf, eftir Pál IJndal, þar sem Ingólfur Jónsson á Hellu, fyrrum alþingismaður og ráðherra, rekur endurminningar sínar. Ingólf- ur var alþingismaður samfleytt frá 1942 til 1978, og hann átti sæti í fjölmörgum ráðuneytum. Lengst sat hann í Viðreisnarstjórninni, frá 1959 til 1971, undir forsæti Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Jóhanns Hafstein. Ingólfur var því ráðherra samfellt í tólf ár, og hafa aðeins tveir ráðherrar setið lengur samfellt i ríkisstjórn á íslandi, þeir Emil Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason. í bókinni segir Ingólfur á Hellu frá Rangárþingi í upphafi aldar- innar; því umhverfi, sem hann er sprottinn úr. Þá rekur hann barn- áesku sína og skólagöngu, segir frá atvinnuháttum fyrr á öldinni og breytingum á þeim, frá upphafi og stofnun Kaupfélagsins Þórs, frá upphafi stjórnmálaferils síns, frá Nýsköpunarstjórninni sem hann var andvígur þótt hún væri undir forsæti Olafs Thors, frá því er hann varð fyrst ráðherra 1953 og fleiru. Hann rekur þróun landbún- aðarmála og samgöngumála, og segir frá kynnum sínum af fjölda þekktra manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.