Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 Opið bréf til Ragnars Kjartanssonar, framkvæmdastjóra - frá Víglundi Þorsteinssyni Kæri Ragnar. í tilefni af bréfi þínu í Morgun- blaðinu 2. þ.m., vil ég reyna að leggja nokkur orð í belg í þá um- ræðu sem þú hefur hafið um nauð- syn markaðsútrásar okkar Islend- inga. I inngangi bréfs þíns gerir þú nokkra tilraun til að skilgreina hvar við stöndum nú. Þú fjallar um þá miklu breytingu sem okkar þjóðfleag hefur gengið í gegnum í atvinnu- og samgöngumálum á þessari öid. Mér sýnist megin niðurstaða þó vera sú, að þrátt fyrir þessa þróun hafi þjóðin átt við alvarlegt vandamál að stríða, þ.e einangrun og minnimátt- arkennd gagnvart erlendum þjóð- um. Ég er þér hjartanlega sam- mála um þessa niðurstöðu. Hins vegar virðist þú vonbetri en ég á það að þessi sjónarmið séu á hröðu undanhaldi og nánast að hverfa. í því sambandi vil ég vitna til einn- ar málsgreinar í bréfi þínu, en þar segir „Hugarfar einangrunar og skel- eggar aðvaranir gegn þjóðhættu- legum erlendum áhrifum voru mjög til siðs til skamms tíma“. Hér finnst mér sem þú takir fulldjúpt í árinni, að tala um ein- angrunarsjónarmiðin í þátíð, þeg- ar þess er gætt að þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn hér á landi, Alþýðubandalagið, hefur enn í dag það megininntak í allri sinni stefnu að boða þessi sjónarmið með ýmsum hætti og verulegum árangri. Slíkt þarf sjálfsagt engan að undra, því þess hefur jafnan verið gætt í þeim herbúðum að klæða þessa einangrunarstefnu í dulbúning þjóðernisstefnu, og fæ ég ekki betur séð en þeir hafi náð verulegum árangri í þeim efnum. Svo verulegum, að þeir hafa náð að sveigja stefnu hinna flokkanna að þessari einangrunarstefnu í nokkrum mæli. Þar sýnist mér að þeir hafi náð sterkum tökum á Framsóknar- flokki og Alþýðuflokki og meira að segja haft nokkurt erindi af striti sínu í Sjálfstæðisflokknum, sem best má sjá á því að sá flokkur þorir varla lengur að ræða um stóriðju, nema til komi rnein- hlutaeign okkar sjálfra. En slík stóriðjustefna, sem mér sýnist að Alþýðubandalagið hafi náð fram hér á landi, er hættuleg fyrir okkar efnahagslíf af tveimur ástæðum. 1. Ég er þeirrar skoðunar, að slík stefna muni hægja verulega á þeirri stóriðjuuppbyggingu sem okkur er nú nauðsynleg (eins og best sést á verkum Hjörleifs), vegna þess að takmarkað lánstraust okkar leyfir ekki jafnhraða stóriðjuuppbyggingu og við gætum framkvæmt með erlendu áhættufjármagni. 2. Áhættan af íslenskri meiri- hlutaeign getur reynst okkur stórhættuleg í framtíðinni, ef hér væru risin nokkur stóriðju- fyrirtæki til viðbótar. Eða hvernig þætti mönnum að eiga 5—10 ál- og járnblendiverk- smiðjur í þeirri kreppu sem nú ríkir? Því miður er ég þeirrar skoðun- ar að einangrunaröflin séu mjög sterk hér á landi, enn sem komið er. Hins vegar erum við báðir sam- mála um nauðsyn breytinga og þú átt heiður skilið, fyrir að hefja þessa umræðu og ég ætla að láta í ljós þá von, að það upphaf megi kveikja víðtæka umræðu og vekja þann skilning sem okkur Islend- ingum er bráðnauðsynlegur til að sigrast á einangrunarsinnum í ís- lenskum þjóðmálum. Eitt er víst að það er ekki langur tími til stefnu, við stöndum nú í gættinni á þeirri stærstu tæknibyltingu sem þessi heimur hefur horft fram á. Ef við íslendingar eigum að fylgjast með, svo fullnægjandi sé, verðum við að losna undan þeim klafa kerfispólitíkur og einangr- unar sem nú er að þjaka okkar atvinnulíf og fara að treysta á frumkvæði atvinnufyrirtækjanna sjálfra til nýrrar sóknar. Megininntak nýrr- ar sóknar I bréfi þínu segir svo: „Megininntak nýrrar sóknar á sviði alþjóðasinnunar er að skapa breiðan farveg fyrir stríðan straum aukinnar þekkingar og reynslu til íslands. Einangrunar- hugarfarið skal endanlega rofið. Islensk starfsemi erlendis tengd í það minnsta eigin hagsmunum skal aukin". Jafnframt fjallar þú um nauð- syn þess að fækka erlendum milli- liðum og afætum. Hér er ég þér sammála í einu og öllu, svo langt sem þetta nær. Og vil gjarnan bæta við: Stórauka þarf útflutning ís- lenskrar þekkingar og tækni á þeim sviðum sem okkar reynsla gefur möguleika á. í þeim efnum mættum við gjarnan líta til frænda okkar, Dana, og átta okkur á því hvaða árangri þeir hafa náð í útflutningi á þekkingu. í raun má segja, að allur danskur útflutningur sé þekkingarútflutningur, því ekki er náttúruauðlindum fyrir að fara hjá þeim blessuðum. Án þess að ég ætli nú að freista þess að leggja fram tæmandi taln- ingu á möguleikum okkar í þess- um efnum, vil ég benda á nokkur atriði: 1. íslensk iðnfyrirtæki eiga að geta flutt út framleiðsluvörur sínar í miklu ríkari mæli en nú er. Til þess að svo verði, vantar fyrst og fremst jákvæðari af- stöðu stjórnvalda. 2. Hagnýting jarðvarma til upp- hitunar og raforkuframleiðslu. (heldur þú ekki að það mætti selja reynsluna af Kröflumis- tökunum á erlendum mörkuð- um?) Ekki veitir af til að vinna eitthvað upp í vextina. Vegna okkar hitaveitufram- kvæmda ráðum við yfir mikilli þekkingu við lagningu fjarhit- unarkerfa, en slík kerfi ryðja sér mjög til rúms erlendis, þó ekki sé jarðvarma að finna. 3. Þá eigum við jafnframt í ís- lenskum verktakaiðnaði mikla þekkingu í byggingu vatnsafls- orkuvera og annarra stór- framkvæmda við erfiðar að- stæður. Reyndar hafa erlend verktakafyrirtæki komið auga á þessa reynslu og hagnýta sér þekkingu íslenskra verkfræð- inga nú víða um heim. En hér er ekki eingöngu sjálf verkframkvæmdin sem um ræð- ir, heldur jafnframt hönnum ■stórverka, þar sem okkar reynsla getur orðið söluvara. Þar hefur eitt verkfræðifyrirt- æki, Virkir hf., þegar hafið að- gerðir og náð athyglisverðum árangri, þegar þess er gætt hve skammt er um liðið frá því þeir hófust handa. 4. Á sviði fiskveiða og fiskvinnslu höfum við geysilega þekkingu sem tvímælalaust er útflutn- ingsvara. Annað tveggja, með þeim hætti að selja heila „pakka" af þekk- ingu og búnaði til þróunarlanda, ásamt því að taka að sér rekstur og stjórnun fyrirtækja þar og þjálfun starfsfólks, eða með því, sem ég tel að við æftum að at- huga gaumgæfilega, að fjár- festa í fiskveiðum og fiskiðnaði í þróunarlöndum og reka þessa starfsemi í þeim löndum í eigin nafni. Ég tel báða kostina raunhæfa Víglundur Þorsteinsson. „Þú átt heiður skilið fyrir að hefja þessa um- ræðu og ég ætla að láta í Ijós þá von, að það upp- haf megi kveikja víð- tæka umræðu og vekja þann skilning sem okkur íslendingum er bráðnauðsynlegur til að sigrast á einangrunar- sinnum í íslenskum þjóðmálum.“ og báðir tveir gætu hjálpað til að leysa ofveiði og offram- leiðsluvandamál sem íslenskur sjávarútvegur á við að glíma. 5. Þekking okkar á sviði sam- gangna gæti orðið frekari út- flutningsvara en nú er, sbr. Flugleiðir og Arnarflug á er- lendum leigumörkuðum. Það fer í vöxt að lönd þriðja heimsins kaupi heila pakka á þessu sviði, þ.e. 1 stk. flugfélag með allri rekstrarþekkingu, ásamt starfsfólki til stjórnunar og þjálfunar. Hins sama er farið að gæta með skipafélög. Nú er t.d. í undirbúningi í Indónesíu stórverkefni sem miðar að ný- byggingu fjölda hafna og upp- byggingu strandsiglinga þar í landi. 6. Heilbrigðisþjónusta og stjórn- sýsla er útflutningsvara hjá frændum okkar Dönum, því ekki allt eins hjá okkur? Ég ætla ekki að hafa þessa upp- talningu lengri, því þau atriði sem hér eru nefnd, eru langt í frá að vera tæmandi talin. í raun er það svo, að takmörkin á þessu sviði eru engin önnur en þau takmörk sem okkar eigin hugkvæmni eru sett. Aðgerðir Meginhiuta bréfs þíns verð þú til þess að fjalla um aðgerðir sem nauðsynlegar eru að þínu mati, til að snúa undanhaldi í nýja sókn og útrás. Kennir þar ýmissa grasa. I þessu svari gefast mér ekki tök á að fjalla um þau öll, enda ég þér sammála um flest þeirra. Sum af þeim atriðum sýnast mér þó fyrst og fremst vera atriði sem fyrir- tækin sjálf hljóta að leysa með betri árvekni og virkari sam- keppni. Sbr. mál eins og: — fækkun milliliða í innflutn- ingsverslun — yfirtöku tryggingarstarfsemi — aukið aðhald í erlendum land- flutningum inn- og útflutn- ingsvarnings o.fl. Ég ætla hér að reyna að fjalla nokkuð um tvö þeirra atriða sem þú kemur inn á, þ.e. skipulag utan- ríkisþjónustunnar og menntun og starfsþjálfun og þá um tvö atriði sem þér virðist hafa sést yfir, þ.e. nauðsyn þess að ryðja burt ein- angrunarsjónarmiðunum í lög- gjöfinni og stjórnsýslunni og síð- ast en ekki síst það grundvallar- atriði, að allt þetta sem þú fjallar um krefst nokkurs sem ekki hefur verið til staðar á íslandi í 12 ár, en það er traust og stöðugt efna- hagslíf. 1. Skipulag utanríkisþjónustunnar og utanríkisviðskiptanna. Á undanförnum áratugum hef- ur utanríkisþjónusta nágranna- ríkjanna tekið örum breytingum. Þau verkefni sem áður fyrr voru hin hefðbundnu verkefni utanrík- isþjónustunnar, þ.e. diplómatið í hinni gömlu skilgreiningu, hafa orðið æ umfangsminni þáttur starfseminnar, en utanríkisvið- skipti og þjónusta við atvinnulífið vaxið hröðum skrefum. Hér á landi hefur hins vegar lítið gerst í þessum efnum. Við höldum þess- um málum aðgreindum, þ.e. utan- ríkisþjónustan fæst við diplómatið og kokteilana, en viðskiptaráðu- neytið fjallar um utanríkisvið- skiptin. Það er mín skoðun, að þessu þurfi að breyta hið bráð- asta. Við eigum að sameina þessi mál og hafa þau undir einum hatti. Þann hátt hafa nágrannar okkar haft á og tekist vel upp. Nægir þar að líta tiÞBana og Svía. Er það skoðun mín, að þeim hafi tekist mjög vel upp í þessum efn- um. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa, náið samstarf utanríkisþjónustu og atvinnulífs með ríkulegum árangri í útflutn- ingsviðskiptum. Nóg um það að sinni, en e.t.v. væri ástæða til að fjalla nánar um þennan þátt síðar. 2. Menntun og þjálfun. Ég tek heilshugar undir þau sjónarmið, að stórfelld starfs- þjálfun fólks erlendis, sé okkur brýn. í þeim efnum held ég að stóru útflutningssamtökin hafi miklu hlutverki að gegna sem og stórfyrirtæki eins og Flugleiðir og önnur fyrirtæki sem starfa mikið erlendis. Hér gætu komið til í byrjun 10—20 námsstöður í þess- um fyrirtækjum til 1—3 ára í senn, stöður sem launaðar væru í samræmi við eðli sitt, jafnframt því sem ríkið veitti einstaklingum nokkra námsstyrki til þessara verka til að gera málið eftirsókn- arverðara. Á þessu sviði tel ég að gætt hafi stöðnunar og reyndar finnst mér áhyggjuefni hve fátt er um nýja starfskrafta hjá sumum stóru útflutningssamtökunum. „Hingað eiga menn að sækja orku“ „HINGAÐ eiga menn að sækja orku, hér geta menn megrað sig og stælt líkamann, byggt hann skynsamlega upp,“ sagði Stefán llallgrímsson í spjalli við blm. í líkamsræktinni Orkubót við Brautarholt. Stefán hefur nýverið tekið við rekstri stöðvarinnar. „Hér er opið fyrir alla, en þrisvar í viku eru þó sértímar fyrir konur, þar sem þeim er gefinn kostur á séræfingum. Hér er opið frá því á morgnana og frameftir kvöldi, og einnig um helgar. Stefán sagði allan almenning velkominn í stöð sína. Hann sagðist bjóða upp á svokallað „brennsluprógram", leiðbein- ingar fyrir menn til að stæla sig og megra. Kvaðst hann mæla með því að menn stunduðu lík- amsrækt tvisvar til þrisvar í viku. „Það getur verið jafn slæmt að ætla að demba sér út í líkamsrækt alla daga og að gera ekki neitt," sagði Stefán. Auk tækja og tóla til líkams- ræktar sagðist Stefán bjóða upp á gufubað, ljósböð og nudd. Starfa tveir nuddarar í Orkubót. Stefán Hallgrímsson spreytir sig í líkamsræktartækjunum í Orkubót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.