Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 Hænsnabúið í Minni-Hlíð. n. ... Ljósm.: Gunnar Hallsson Myndarlegt hænsnabú við Bolungarvík: Selja um 350 kíló af eggjum vikulega Bolungarvík, 22. nóv. í SUMAR hafa þau hjónin Sigur- geir JóhannsNon og Guðlaug Elías- dóttir unnið að því að koma sér upp myndarlegu hænsnabúi í landi Minni-Hlíðar hér rétt fyrir ofan bæ- inn. Það var reyndar í vor sem þau hjónin fengu sér nokkur hundruð hænur og hófu eggjaframleiðslu. Aðstöðu fengu þau hjá Jóhanni föður Sigurgeirs, en Jóhann er eigandi Minni-Hlíðar og hefur hann rekið þar fjárbúskap og hænsnabú um nokkurra ára skeið. Sigurgeir og Guðlaug voru strax með áform um að byggja hæsnabú samkvæmt kröfum nú- tímans. Þeirri hugmynd sinni hrintu þau í framkvæmd í júní og í lok ágúst tóku þau í notkun 360 fm steinsteypt hús en yfirumsjón með byggingu hússins hafði Pét- ur Gunnarsson, byggingameist- ari. Allur búnaður hússins verður miðaður við ströngustu kröfur og hefur verulegum hluta búranna verið komið fyrir, en þegar allt er komið verður hægt að hafa 4.000 hænur í búrum í húsinu. Nú sem stendur eru rúml. 2.000 hænur í húsinu og þar af um 1.200 hænur í varpi, þær gefa af sér um 350 kg af eggjum á viku sem hingað til hafa farið á mark- að í Bolungarvík og á ísafjörð. Aðspurður um framtíðaráform sagði Sigurgeir að þau hefðu full- an hug á að athuga með kjúkl- ingaframleiðslu þegar þau hefðu lokið við að koma öllum búnaðin- um fyrir, það gefur auga leið að það er þörf fyrir að reyna að nýta þessar fasteignir sem við höfum nú fjárfest í, sem best, sagði Sig- urgeir að lokum. Gunnar Sigurgcir Jóhannsson og Guðlaug Elíasdóttir ásamt tveimur barna sinna. Mannréttindadagur SÞ í dag: Askorun um sak- aruppgjöf allra samvizkufanga Fundur um ísland og mannréttindi í kvöld SJÖ friðarverðlaunahafar Nóbels hafa undirritað áskorun mannrétt- indasamtakanna Amnesty Interna- tional um að allir samviskufangar verði látnir lausir. Undirskriftasöfn- un hefst um allan heim í dag, á mannréttindadegi Sameinuðu þjóð- anna, 10. desember. Síðla næsta árs verða undirskriftalistarnir afhentir þjóðhöfðingjum allra landa og for- seta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þúsundir karla og kvenna sitja í fangelsum víða um heim einvörð- ungu vegna stjórnmálaskoðana sinna, trúar, litarháttar eða þjóð- ernis, og hafa hvorki beitt ofbeldi né hvatt til þess. í áskorun Amn- esty International segir: „Enginn þeirra ætti að sitja í fangelsi. Það er smánarblettur á mannkyninu að þetta fólk skuli hafa verið handtekið og refsað vegna skoð- ana sinna eða uppruna." Sjö friðarverðlaunahafar Nób- els hafa þegar undirritað áskorun- ina: Willy Brandt (Vestur-Þýska- land, hlaut verðlaunin 1971), Mairead Corrigan (Bretland, 1976), Sean MacBride (írland, 1974), Alva Myrdal (Svíþjóð, 1982), Philip Noel-Baker (Bretland, 1959), Adolfo Perez Esquivel (Arg- entína, 1980) og Andrei Sakharov (Sovétríkin, 1975). Sakharov er nú í útlegð innanlands í borginni Gorkí. Tveir Nóbelsverðlaunahaf- ar í bókmenntum hafa undirritað áskorunina, Heinrich Böll (Vest- ur-Þýskaland, 1972) og Elias Can- etti (Bretland, 1981) og einn Nób- elsverðlaunahafi í hagfræði, Gunnar Myrdal (Svíþjóð, 1974); ennfremur Coretta King, ekkja mannréttindabaráttumannsins Martin Luther Kings, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1967, einu ári áður en hann var myrtur. Mannréttindasamtökin Amnesty International hlutu friðarverð- laun Nóbels árið 1977. ísland og mannréttindi íslandsdeild Amnesty Interna- tional heldur að venju almennan fund á mannréttindadegi Samein- uðu þjóðanna, 10. desember, í Fé- lagsstofnun stúdenta í kvöld klukkan 20:30. Fjallað verður um mannréttindi í samhengi við heimspeki, einstaklinga, samfé- lagið, mannkynið og hvernig fræðslu um mannréttindi er hátt- að í skólum. Flutt verða fimm stutt erindi. Dagskrá: 1. Heimspekin og mannréttindi ... Þorsteinn Gylfa- son, lektor, 2. Einstaklingurinn og mannréttindi ... Hrafn Bragason, borgardómari, formaður íslands- deildar Amnesty International, 3. Samfélagið og mannréttindi ... Þorsteinn Helgason, kennari, 4. Mannkynið og mannréttindi ... Sr. Heimir Steinsson, þjóðgarðs- vörður, 5. Skólakerfið og mann- réttindi ... Áslaug Brynjólfsdótt- ir, fræðslustjóri. Nýja kompaníið flytur tónlist. Fundarstjóri verður sr. Bernharð- ur Guðmundsson. Öllum er heimill aðgangur. (FréUatilkynning) í skóinn, ný jólaplata Guð- mundar Rúnars í SKÓINN, heitir ný hljómplata með gömlum og nýjum jólalögum, en það er Guðmundur Rúnar Lúðvíksson sem er þar á ferðinni og syngur með barnakór. Hljómsveit Stefán P. leikur undir á plötunni og barnakór kemur við sögu í mörgum lögum. Lögin sem eru á plötunni heita: Snæfinnur snjókarl, Jólasveinninn minn, Gefðu mér gott í skóinn, Litla jólabarn, Hátíð í bæ, Grýla, Jóla- syrpa, Kristur konungur fæddur er, Það á að gefa börnum brauð, Hvít jól og jólin koma. Plötunni fylgir sérstakt jólaspil, fyrir börn á öllum aldri. Forhlið plötukápunnar. Það er Hljómteiti, útgáfa Guð- mundar Rúnars Lúðvíkssonar, sem gefur út plötuna, en hún var tekin upp í Stúdíó Nema. Sultu- og efnagerð bakara: Framleiðir sultu úr nýjum og ferskum SULTU- og efnagerð bakara, hefur sett hluta af framleiðsluvörum sín- um á almennan markað, í framhaldi af því að sultuframleiðslu fyrirtækis- ins var gjörbreytt fyrr á árinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi, sem stjórn félagsins boðaði til, í tilefni af þessum nýjungum. í máli Jóns Víglundssonar, stjórnarformanns félagsins, kom fram að helstu framleiðsluvörur fyrirtækisins eru sultur, hun- angslíki, kökuhjúpur og smjörlíki. ávöxtum Viðskiptavinirinir eru 90—95% bakarameistara um land allt. í júní í sumar var gjörbreytt sultuframleiðslu fyrirtækisins og fólst það meðal annars í því, að skipt var um hráefni, og eru nú allar sultur fyrirtækisins fram- leiddar úr ferskum og nýjum ávöxtum. Ástæða þessarar ný- breytni sagði Jón meðal annars þá, að bakarameistarar væru mjög mikið á verði að hafa alltaf bestu möguleg hráefni. Þá vildu þeir standa jafnfætis innflytj- sultusuðu, sem fælist í því að sult- an er soðin í lokuðum tækjum, svo að bragð og innihald ávaxtanna helst í framleiðslunni. Framleiðsl- an fer fram undir mjög nákvæmu eftirliti, þar sem meðal annars er fylgst með þurrefnisinnihaldi sultunnar. Alls eru það 15 tegundir sultna, sem Sultu- og efnagerð bakara framleiðir. Eins og fyrr sagði, hef- ur verið ákveðið að setja fram- leiðsluvörurnar á almennan mark- að. Til að byrja með eru það tvær tegundir, jarðarber og sólber, sem verða til sölu í 500 gramma um- búðum. í upphafi verða þær ein- göngu til sölu í bakaríum. Síðan framleiðslan með nýju aðferðinni hófst í júní, hafa verið seld um 40 tonn af sultu til bakara víða um land. Sultu- og efnagerð bakara er í eigu bakara og var stofnsett 1939. í stjórn félagsins eru ávallt bakarameistarar. Núverandi stjórnarformaður er Jón Víg- lundsson. Forsvarsmenn Sultu- og efnagerðar bakara við hluta af framleiðsluvörunum. Taldir frá vinstri: Einar D. Einarsson ritari, Jón Viglundsson, formaður stjórnar, og Guðmundur Hlynur Guðmundsson, varaformaður. MorgunbUíií/ Emilía endum á kökum og væri þetta einn liðurinn í því að gera bakara- meistara samkeppnishæfari. Sam- hliða þessu hefðu þeir tekið upp nýja aðferð við sultusuðu í sam- vinnu við danska fyrirtækið Skælskör Frugtplantage, en þeir hafa þróað sérstaka aðferð við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.