Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 Baðmottu- sett Aldrei meira úrval GEíSíBf Heimilistæki á heimsmælikvarða / ^ THOMSON THOMSON THOMSON THOMSON THOMSON THOMSON VERSLIÐ I SÉRVERSLUN MEÐ UTASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI 1 Meira en þú geturímyndad þér! „Orðinn gamall skúrk- ur í skáldsögunni" „Þú kemur til að tala við mig um nýju bókina mína,“ sagði Óskar Aðalsteinn rithöfundur, þegar Morgunblaðið hafði tal af honum í tilefni af útkomu nýrrar skáldsögu eftir hann undir heitinu „Fyrir- burðir á skálmöld". „Það er rétt að líta á þessa sögu í Ijósi þess sem ég hef áður skrifaö. Bækur mínar eru orðnar 19, þrjár barnabækur, ævisaga, ritgerðarsafn og ein Ijóðabók, hitt eru skáldsögur. I skáldsögum mínum hafa það verið eiginleikar og eðli einstakl- inga sem hafa alltaf varðað mestu um það sem ég hef verið að skrifa.“ Viltu skýra þetta nánar? „Þetta skýrist best með því að ég fari fáeinum orðum um nokkrar af sögum mínum. í ann- arri skáldsögu minni, „Grjót og gróður" 1941, kemur verka- lýðshreyfingin við sögu, en úr verður ekki áróðursefni, hún er þarna eingöngu sem eðlilegur þáttur í lífsbaráttu fólksins. Það grípur til hennar eins og svang- ur maður til þeirrar fæðu sem honum berst. Verkalýðshreyf- ingin er einungis í uppsiglingu. Nú hefði mátt ætla að ég hefði haldið áfram að skrifa sögur með ívafi af verkalýðsbaráttu og margir héldu og gáfu í skyn, að þarna upprisinn nýr maður á vettvangi stjórnmála með skáldsöguna að vopni. En í Rætt við * Oskar Aðalstein rithöfund næstu skáldsögu minni „Húsinu í hvamminum" kemur berlega í Ijós, að ekkert slíkt vakir fyrir mér. Bakgrunnur þeirrar sögu er heimsstyrjöldin síðari. Þar er uppistaðan hin mikla uppbygg- ing og efnahagslega velsæld sem steyptist yfir fólkið á stríðsár- unum, jafnframt þeim fórnum sem þar voru færðar. Það er mikil saga í þessari bók. Árið 1958 kemur út skáldsag- an „Kosningatöfrar". Þar er við- fangsefnið hin sígilda kosninga- barátta, sem nær hámarki á kjördag, þegar atkvæðaveiðar standa sem hæst. Þetta er al- varleg saga, þó hún sé skrifuð í léttum tón. Þarna hrósar áróð- urinn sigri yfir málefnunum, eins og í öllum kosningum. Að- alpersóna sögunnar, Dalgeir, er þessi dæmigerði áróðursmeist- ari, sem ólíklegustu persónur falla fyrir. Síðan kemur „Lífsorrustan" 1964. Fyrstu drögin að henni eru allt frá árunum 1950. Þetta er löng og margbrotin saga. Þessi saga á að gerast á þeim árum, sem kennd eru við kaldastríðið, eins og við nefnum það í daglegu tali, enda ber hún þess glögg merki. Ungur maður, Vörður, er aðalpersónan og fær fljótt að kenna á því andrúmslofti sem ríkir í kringum hann. Það sam- þýðist ekki hugsun hans að ját- ast undir flokksveldið og hlýða því í einu og öllu, og af því hann er að þessu leyti ekki tryggur „Islenskir málarara Brot úr sögu og málaratal KOMIÐ er út mikið rit, sem hefur að geyma brot úr sögu íslenskra málara og málaratal. Nefnist það „íslenskir málarar". Höfundur er Kristján Guðlaugsson málarameist- ari, en Málarameistarafélag Reykja- víkur er útgefandi. I formálsorðum segir m.a.: „I riti þessu er rakin í storum dráttum saga málarahandverks- ins hér á landi frá upphafi ásamt æviskrám þeirra manna, sem frá öndverðu hafa lagt stund á mál- araiðn, þeirra sem máluðu hús og búnað þeirra, kirkjur og klaustur. Getið er trésmiðanna, frumherja íslenskra iðnmálara, á öldinni sem leið, mannanna, sem lögðu grunn að nýrri iðngrein í landinu, allra þeirra, sem hófu störf við málara- iðn og gerðu hana að ævistarfi, öðluðust iðnréttindi, fengu iðn- bréf, borgarabréf, og að lokum þeirra, sem lærðu iðnina hjá meisturum og í skólum, luku sveinsprófum, fengu sveinsbréf og meistarabréf. Upphaflega var ætlunin að mál- Kin af myndunum í hókinni. Hún er tek- in fyrir utan Holds- veikraspitalann í Laugarnesi um 1920. Á henni er Guðbergur G. Jóns- son málarameistari (t.v.) ásamt starfs- manni sínum, Frið- riki Hagberg. aratalið næði aðeins til þeirra sem hlotið höfðu lögformleg iðn- réttindi, en við nánari athugun þótti réttast og best, að ævi- skrárnar næðu til sem flestra þeirra, sem við iðnina hafa starf- að, svo að geyma megi sem mestar upplýsingar um iðnina og málar- ana á einum og sama stað.“ Bókin er í tveimur bindum, alls rúmar 600 blaðsíður, með um 1.000 myndum. Sögusviðið spannar tím- ann allt frá landnámi til vorra daga. Ný skáldsaga eftir Snjólaugu Bragadóttur Snjólaug Bragadóttir BOKAÍITGÁFAN Örn og Örlygur hf. hefur sent frá sér skáldsöguna „Leik- soppur fortiðarinnar" eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk og er þaó níunda skáldsaga höfundarins. í fréttatilkynningu útgefanda segir: „í sögu þessari flytur Snjólaug sögusvið sitt út fyrir landsteinana og gerist sagan að mestu í Skot- landi. Islensk stúlka, Katrín Jóns- dóttir, er þó aðalsöguhetjan en hún er háskólanemi í Edinborg. Hún ferðast sumarlangt um Skotland og sinnir starfi sínu og áhugamáli og þá fer ýmislegt að koma í ljós sem vekur spurningar og rifjar upp harmleik frá stríðsbyrjun." Og á bókarkápu segir m.a.: „Hver sem hún er og hvað sem hún heitir, kemur hún dag einn til Culverden House og vekur upp draug haturs og afbrýði liðinna tíma. Slíkir draugar dafna vel í nú- tímanum líka og þegar Katrín flýr ættarsetrið eftir að hafa horfst í augu við réttan uppruna sinn, verð- ur hjarta hennar eftir." Bókin „Leiksoppur fortíðarinnar" er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar og bundin hjá Arnarfelli hf. Kápuhönnun er eftir Kristján Steingrím Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.