Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 Höfum flutt skrifstofur okkar að Vatnagörðum 18, (Sunda- höfn), Reykjavjk. Sími okkar er 82499. H. Ólafsson og Bernhöft. AF ERLENDUM VETTVAN6I eftir IB BJÖRNBACK Demantar — Dra umaskart Kjartan Ásmundsson, gullsmíðav. Aðalstræti S. Uffe Elieman Jenaen Thatcher og Mitterrand EBE-fundurinn í Kaupmanna- höfn markaði ekki tímamót — en samstaöa bandalagsins kannski meiri en fyrr FUNDUR leiðtoga Efnahagsbandalagsins í Kaupmannahöfn markaði ekki nein tímamót, en forystumennirnir gátu þó horfið til síns heima án þess að skoðanamunur innan bandalagsins heföi skekið undirstöður þess. Það var kannski þess vegna, að Poul Schluter, forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi í lok ráðstefnunnar að fundurinn hefði lánazt óvenjulega vel. Það telst lánlegt, þegar ekkert það fer úrskeiðis, sem veikir samstöðuna út á við. Og leiðtogarnir voru varfærnir hvað það snerti að látast vera sameiginleg heild með sameiginlega utanríkisstefnu. Staðið er við bakið á Bandaríkjunum, hvað varðar sam- skiptin við Sovetríkin og bornar voru fram endurnýjaðar hvatningar til stjórnarinnar í Moskvu um að sýna vilja til slökunar í alþjóðasamskipt- um. Ríki EBE lögðu fram friðaráætlun varðandi Afganistan fyrir hálfu öðru ári; því var stuttaralega og snarlega hafnaö af hálfu Sovétríkjanna. Miðausturlönd Hvað varðar Miðausturlönd, stendur Efnahagsbanda- lagið fast á því að nú sé það und- ir ísrael komið, að sýna vilja til samninga. Leiðtogarnir létu ekki í ljós neitt það sem túlka mætti sem stuðning við tillögur Mitt- errand Frakklandsforseta um sjálfsætt Palestínuríki. Einnig hvað þetta snertir, hallast meiri- hluti bandalagsrikjanna að stefnu Bandaríkjanna og fylgir friðartillögum Reagans, þótt þær hafi innan ísraels sjálfs ekki fengið hljómgrunn. Danski utanríkisráðherrann, Uffe Elle- man Jensen, var í Miðaustur- löndum nýverið á vegum EBE. Hann kom einnig til ísraels til að freista þess að hafa einhver áhrif á ísraelska ráðamenn, þótt það sýnist enn ekki hafa borið ávöxt og vafasamt að það geri það. En af mörgu sem rætt var og samþykkt á fundinum má ráða, að bandalagsríkin telja fyrir mestu að halda góðum samskiptum við Bandaríkin og efla tengsl við þau. Efnahagskreppan og atvinnuleysið EBE-samstarfið gengur nokk- urn veginn fyrir sig, en ekki hef- ur tekizt að vinna bug á efna- hagskreppunni í neinum umtals- verðum mæli. Þessi kreppa hefur markað djúp spor í öllum EBE- löndunum — eins og á raunar við víðast hvar í heiminum. Það hefði ugglaust verið verra ef rík- in tíu hefðu ekki, þrátt fyrir ým- iss konar skoðanaágreining, marga þætti sameiginlega — og þar með er talin gjaldeyrisstefna bandalagsins. Sé á heildina litið, hefur ekki verið um efnahagsleg- an bata að ræða á árinu 1982 og útlitið er ekki sérlega bjart fyrir árið 1983. Þetta kom skýrt fram í greinargerð formanns EBE- ráðsins, Gaston Thorns, sem hann iagði fram á fundinum í Kaupmannahöfn. I löndum Efnahagsbandalagsins búa sam- tals 240 milljónir og þar af eru 11 milljónir skráðar atvinnu- lausar. En leiðtogarnir og ráðu- nautar þeirra hétu því að reyna að bæta þetta ástand með því að gera ráðstafanir til að koma vöxtum niður og þar með auka fjárfestingu til að skapa fleiri störf í atvinnulífinu. Það er ekki hvað sízt með tilliti til ungu kynslóðarinnar, sem hefur orðið harkalegast fyrir barðinu á at- vinnuleysinu og verði ekkert að gert mun þetta ástand versna til stórra muna og gæti atvinnu- lausu fólki fjölgað í 15 milljónir á árinu 1983. Svo virðist sem leiðtogarnir séu tilbúnir að siá skjaldborg um eigin hagsmuni og þar með gæti þetta líka haft áhrif á samskitpin við Bandarík- in og Japan. Trúlegt er að skotið verði enn á frest að ganga fra fullri aðild Spánar og Portúgals, þótt hún hafi verið samþykkt formlega. Þessi ríki áttu að verða fullgild aðildarríki árið 1984, en nú er sennilegt að það kunni að dragast fram til ársins 1985 eða 1986 og hér eru það ekki sízt Frakkar sem kippa í spott- ann. Fiskveiðideila í uppsiglingu Danir og Englendingar glíma við sérstakt vandamál sín í mill- um, sem snýst um veiðiréttindi og virðist mjög erfitt að leiða það til lykta á vettvangi Efna- hagsbandalagsins. Deilurnar snúast um að Englendingar og Vestur-Þjóðverjar eigi að fá stærri hlut í afla Efnahags- bandalagslandanna, eftir að þeir misstu fiskimið við ísland. Hin Iöndin eiga að taka þátt í að bæta þeim þetta upp og þar koma Danir við sögu, eftir að hafa verið lokaðir frá fiskimið- um sem Bretar ráða, en Danir telja sig eiga þar nokkurn sögu- legan rétt. Danir hafa ekki getað samið um þetta mál við Eng- lendinga, enda þótt Poul Schlút- er forsætisráðherra hafi gert til- raun til þess, m.a. með því að fara til fundar við brezka for- sætisráðherrann. Málið kom upp á fundinum, en brezki forsætis- ráðherrann er mjög afdráttar- laus í neikvæðri afstöðu sinni. Sjávarútvegsráðherrar EBE hittast nú þann 21. desember. Takist ekki á elleftu stundu að tryggja máli Dana ftamgang, gæti það leitt til árekstra frá og með 1. jánúar. Henning Grove, sjávarútvegsráðherra segir, að danskir sjómenn skuli halda áfram veiðum á þessum svæðum eins og fyrr. Danir hafa reynt að fá samþykkt fyrir tillögu sem gerir ráð fyrir stærri kvóta, þannig að veiða megi sama magn og hingað til. En hér koma verndunarsjónarmið til sögu og EBE-ráðið verður að samþykkja slikar tillögur. Hvað sem öðru líður virðist leiðtogafundurinn hafa endur- speglað í öllum meginatriðum samstöðu EBE-ríkjanna og er ekki líklegt að það haggi við sameiginlegum hagsmunum ríkjanna tíu, þegar á öll megin- mál er litið. (Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi) iJÉJ«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.