Morgunblaðið - 12.12.1982, Page 35

Morgunblaðið - 12.12.1982, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Gallerý Háholt í Hafnarfirði: Einar Einarsson og Snorri Daníel sýna 120 málverk ÞESSA dagana sýna verk sín í Há- holti í llafnarfirði, Einar Einarsson og Snorri Daníel Halldórsson. Sýn- ingin var opnuð hinn fjórða desem- ber, og henni lýkur hinn 19. desem- ber. Samtals eru á syningunni 120 verk, Einar sýnir 54 málverk, og Snorri Daníel 66 verk. Sýningin er sölusýning, og eru flest verkanna til sölu. í dag klukkan 15 mun Manu- ela Wiesler flautuleikari leika á sýn- ingunni. Einar Einarsson er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1930. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur, og lagði stund á vélvirkjanám í Vélsmiðjunni Héðni og síftar við Iðnskólann í Reykjavík og hann lauk Vélskólaprófi 1954. Þá lagði hann stund á framhaldsnám í Bandaríkjunum, og hann hefur starfað hjá teiknistofu Hitaveitu Reykjavíkur frá 1960. „Ég hef allt frá barnæsku feng- ist við að mála,“ sagði Einar í spjalli við blaðamann Morgun- blaðsins í vikunni, „og það kom sér oft vel meðan á skólagöngu stóð að mála myndir og drýgja tekjur mínar með sölu á einni og einni mynd. Þegar ég fór til Bandaríkj- anna hafði ég með mér skyssur og málverk. Það kom mér á óvart hvað Ameríkanar ásældust þessi íslensku landslagsmálverk mín. Ég var búin að vera um það bil tvö ár í Ameríku án þess að hafa heyrt íslenskt orð. Þá rekst ég inn á veitingahús skammt hjá þar sem ég vann, og allt i einu heyri ég íslenskt mál talað við hliðina á mér, og voru þetta þá hjónin Jó- hann Eyfells og Kristín Eyfells, þarna urðu miklir fagnaðarfundir og áttu þau þá heima mjög skammt frá þar sem ég bjó. Þau bjuggu í mjög skemmtilegu húsi, þar sem kjallarinn var vinnustofa. Jóhann bauð mér að mála með sér, sem ég þáði og unnum við þar mikið saman og áttum gott og skemmtilegt samstarf. Ég er nú búinn að byggja mér hús þar sem ég hef góða vinnu- stofu og hef aðstöðu til að mála og ganga frá málverkum." „Ég var einn af stofnendum Frí- stundamálarafélags íslands,“ sagði Snorri í samtali við Morgun- blaðið við sama tækifæri, „með þeim Axel heitnum Helgasyni í Nesti og Helga S. Jónssyni, sem nú er í Keflavík. Við vorum þá 30 talsins, karlar og konur. Við héld- um svo samsýningu í gamla Lista- mannaskálanum hér í Reykjavík. Síðan stofnuðum við skóla að Laugavegi 166. Aðal kennarinn var skoskur listamaður Dr. Weiz- el, mjög góður. Ég hélt svo áfram, og hélt einkasýningu að Hótel HB Vestmannaeyjum, sem gekk mjög Þrír aðstandendur plötunnar um Alla og Heiftu. Frá vinstri: Leó Löve hjá ísafoldarprentsmiftju, Ragnheiftur Steindórsdóttir og Aftalsteinn Bergdal. Heifta heldur á plötunni, en Alli á bókinni sem fylgir. Morgunbiaíift/KÖE. Snorri Daníel Halldórsson vift tvö verka sinna á sýningunni, til vinstri er mynd frá Reykjavíkurhöfn. Einar Einarsson við nokkur verka sinna á sýningunni; portrett af hinum þjóðkunnu mönnum, dr. Bjarna Benediktssyni, Ómari Ragnarssyni og Jó- hannesi Sveinssyni Kjarval. vel, síðan nokkrar yfirlitssýningar að Týsgötu. Hélt einkasýningu að Hamragörðum 1978, sem tókst líka mjög vel. Tók þátt í samsýn- ingu, sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur efndi til í Listasafni Alþýðu. Fyrsta myndin, sem seld- ist var eftir mig. Að þessu sinni sýni ég í Háholt Hafnarfirði, 44 olíumálverk og 26 vatnslitamyndir allar unnar slðastliðin ár. Háholt Hafnarfirði, sýningarsalur Þor- valdar Guðmundssonar er einhver allra skemmtilegasti sýningarsal- ur, sem við íslendingar eigum.“ ísafoldar- prentsmiðja gefur út sína fyrstu hljómplötu ísafoldarprentsmiðja hf. er 105 ára á þessu ári og er elsta starfandi prentsmiöja á íslandi. Prentsmiðjan gefur nú út sína fyrstu hljómplötu, á 105 ára afmælinu. Þaft er barnaplat- an „Alli og Heiða“, sem er ætluft hlustendum sem eru um þaft bil 100 árum yngri en útgefandinn. Maft plötunni fylgir bók þar sem eru text- ar af plötunni, en auk þess tengir stutt saga textana. Flytjendur á hljómplötunni eru leikararnir Aðalsteinn (Alli) Bergdal og Ragnheiður (Heiða) Steindórsdóttir, en Hannes Bald- ursson leikur á píanó. Lögin og upphaflegir textar eru eftir danskan mann, Asger Ped- ersen, en Óskar Ingimarsson þýddi og staðfærði textana. Ólöf Knudsen teiknaði plötuumslag og myndir í bókina. Stykkishólmur: Gód hausttíð Þegar litið er á heildina er óhætt að fullyrða að haustveður hafa verið góð í Stykkishólmi þetta haust og það sem af er vetri. Veðurblíða og fagurt útsýni yfir eyjar og sund og einnig til fjalla. Vegir hafa ekki teppst og hefir rútan ætíð haldið áætlun og fer ennþá eftir sumaráætlun. Við vonum að tíð verði okkur hliðholl áfram. Fréttaritari. HLJÐMBÆR HLJOM-HEIMILIS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999 17244 (U) PIOIMEER' x-noo HI-FI SYSTEM 3ia ára ábvrgð Eins og þú sérð hana.. er jólatilboð okkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.