Morgunblaðið - 12.12.1982, Page 45

Morgunblaðið - 12.12.1982, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 45 Heitt og kalt Bókmenntir Sveinbjörn I. Baldvinsson Nína Björk Árnadóttir: SVARTUR HESTUR f MYRKRINU Ijóð, 67 bls. Mál og menning. l>essi fimmta Ijóðabók Nínu Bjarkar skiptist í tvo kafla. Hinn fyrri nefnist „Með kórónu úr skýi“, en hinn síðari „Fugl óttans". í fyrri kaflanum eru Ijóð af ýmsu tagi, flest persónuleg. Þar er til dæmis fallegt ástarljóð sem heitir „Júnínótt, Ijóð fyrir flautu". Það endar svona: ' ... Svo heit voni hjörtu okkar svo heit ad frostið getur aldrei framar hert þau og alltaf síAan syngjum við í blóöi hvors annars alltaf síóan syngjum við í blóði hvors annars í þessum kafla er og að finna ljóð sem eru tileinkuð Tómasi Guðmundssyni, Jökli og Stefáni Herði. Hér er einnig titilljóðið, „Svartur hestur í myrkrinu", sem virðist vera í ætt við landslags- og ættjarðarrómantík samtaka herstöðvaandstæðinga og ní- tjándualdarskáldanna. Það hefst svona: f myrkrinu kemur hann til mín sorg hans er söngurinn um gleymsku þjóðar gleymt hefur hún að standa vörð um frelsið Nína Björk Árnadóttir Hestur þessi hinn svarti kemur við sögu síðar í bókinni og í bók- arlok er greint frá vissu hans um að hann muni mæta þjóð sinni af- tur við heiðina „og þá þeysir hann með hana/inn í daginn/inn í bláan — bjartan daginn“. í síðari hluta bókarinnar eru ljóð sem öll eru, að minnast kosti á yfirborðinu, ort fyrir munn ann- arra en skáldsins sjálfs og heita í samræmi við það t.d. „Heiða“, „Jóna og Lilla“, „Doddi“ og „Hún og manneskjan”. Mörg þessara ljóða lýsa fólki sem á við geðræn vandamál að stríða og sum þeirra a.m.k. lýsa atvikum og stemmn- ingu á geðdeild á sjúkrahúsi. önn- ur lýsa svo atvikum og stemmn- ingu sem verða til þess að fólk hafnar á slíkri deild. Þarna er á ferðinni sú tegund skáldskapar sem mjög hefur tíðkast á Norður- löndum siðustu ár og verið nefnd- ur af sumum „vandamálakveð- skapur“ og þykir niðrandi ein- kunn. Ljóðin í þessum kafla eru „opnari“ og hversdagslegri en Ijóðin í fyrri kaflanum og sum þeirra eru nánast litlar smásögur, sem kannski mætti kalla „örsög- ur“. Erfitt er að vitna í þessi ljóð, sakir frásagnareðlis þeirra, en sum þeirra eru athyglisverð en ekki voru mörg sem hrifu mig, þó get ég nefnt „Bréf frá Heiðu“. Eg vona sannarlega, að þessi kafli sé ekki byggður á reynslu Nínu sjálfrar, hennar vegna, því hér eru á ferðinni dapurlegar og uggvæn- legar lýsingar á því sem lífið býð- ur sumu fólki upp á. En flest af því fannst mér ég hafa heyrt áður. Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa bók, enda hafði ég búist við töluvert miklu. Einkum þykir mér seinni hlutinn einhvern veginn fjarlægur og kaldur þrátt fyrir allan þann mannlega sársauka sem þar er í raun verið að segja frá. Ahrifin sem þessar örlagalýs- ingar höfðu á mig voru einkum þau, að ég var feginn því að þekkja ekki þessa hlið tilverunnar nema að litlu leyti. Ég held satt að segja að Nína ætti að fjalla um þessi mál á öðru formi en í ljóðum, því það getur hún svo sannarlega, eins og sást til dæmis á sjónvarpsleik- ritinu „Hælið“ sem miðað við leik- ritagerð sjónvarpsins þessi miss- erin virðist vera tákn liðinnar gullaldar. „Júnínótt" er næstum eina ljóð- ið í bókinni sem stóð undir þeim kröfum sem ég hafði gert til þeirra fyrirfram. Það er eins langt frá því að vera „kait“ og hugsast getur og að mínum dómi það lang- besta í bókinni. Nú get ég ekki annað en beðið spenntur eftir leik- ritinu í Þjóðleikhúskjallaranum. Úrvalsferöir urval í 3 4 $ • 7 • • 10 11 1« 13 14 1» i« if ia 1* ao 2i »2 ... iw ÍS 21 J? rt M 'j' Almanaks- happdrætti Þroskahjálpar Landssamtökin Þroskahjálp gefa um þessi áramót út Almanaks- happdrætti, eins og undanfarin ár. Er almannakið fyrir árið 1983 lit- prentað og fylgir hverjum mánuði happdrættisvinningur. Eru allir vinn- ingarnir tólf ferðir til útlanda á veg- um Ferðaskrifstofunnar Úrvals. Dregið verður 15. hvers mánaðar, og kostar almanakið kr. 75,-. Selja landssamtök þroskaheftra happ- drættisalmanak sitt um allt land á vegum félaganna, sem sjá um söl- una. Landssamtök þroskaheftra eru nú að undirbúa byggingu sumar- dvalarheimilis fyrir fatlaða í Botni í Eyjafirði, en mjög vantar slíkt heimili, þar sem óvíða er að- gangur að orlofsbúðum sem fatl- aðir geta notið. Mun ágóðinn af happdrættisalmanakinu ganga til þess verks. Undanfarin ár hefur ágóðinn af happdrættinu verið notaður til að koma upp gisti- heimilinu í Kópavogi fyrir fólk utan af landi, sem leitar með þroskaheft börn sín til sérfræð- inga í Reykjavík og gerði happ- drættisalmanakið kleift að koma því upp. ió af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 HAIALARAR Hefur þú kynnst sígildum hljómburði Scala óperunnar í Mílanó, Boston Symphony Hall, Planetarium eða Royal Albert Hall í London? Vissir þú að á slíka staði eru LU hátalarar valdir, auðvitað vegna hljómgæðanna? Það er því engin tilviljun, að heimsfrægt kunnáttufólk á borð við Herbert von Karajan, Miles Davis og strákana í hljómsveitinni Electric Light Orchestra (ELO) kjósa □ hátalara til eigin nota, auðvitað vegna hljómgæðanna. E1 hátalarar hafa einstakt tónsvið. Það sem skiptir þó öllu máli í reynd er hinn hárnákvæmi tónblær þeirra, hvernig þeir endurhljóma nákvæmlega hin ólíkustu hljóð- færi, einmitt þannig sem kunnáttufólk kýs og kann að meta. FÁLKINN Suöurlandsbraut 8, sími 85884

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.