Morgunblaðið - 12.12.1982, Page 46

Morgunblaðið - 12.12.1982, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Þarna voru skrifstofur Einars Benediktssonar í Queen Victoriastreet nr. 45 í nánd við Englandsbanka í hjarta London. í fyrirtækinu, sem hann var aðili að þar, störfuðu 300 manns á skrifstofu og sjálfur hafði hann 3 ritara. Það eru svo stórir og magnaðir fletir á Einari Benediktssyni — segir Björn Th. Björnsson eftir að hafa rætt við 14 fornvini skáldsins Einar Benediktsson var glæsimenni. :Ha» Því fer fjarri að ævi Einars Benediktssonar hafi verið gerð tæmandi skil í ritum um skáldið. Hvað um umsvifatímana miklu í Lundúnum? Hvað um búsetuna í Kaupmannahöfn, hvað um Titan? Hvað um glæsitímann í Héðinshöfða og Þrúðvangi, eða um auðnuleysi hans árin næst fyrir 1930? Hvað um suðurferðina til Túnis, eða þá um ævikvöldið í dimmum hraunum Herdísarvíkur? Þessu svaraði engin bók þannig, að sjóngleri nálægðar væri yfir brugðið, segir Björn Th. Björnsson í formála að útkominni bók sinni með viðtölum við 14 fornvini skáldsins. Samtölin bregða Ijósi á margar af þess- um spurningum og vekja fleiri. Enda þarna vegvís- ar að meiri upplýsingum, eins og Björn benti blaða- manni Mbl. á í eftirfarandi samtali. Tilurð viðtalsbókarinnar um Einar Benediktsson er nokkuð óvenjuleg. Öll viðtölin hafa verið geymd innsigluð í 18 ár. Fyrsta spurningin í viðtali við höfundinn er því eðlilega hvort viðmælendur hans hafi vitað að orð þeirra kæmu ekki strax fyrir almenn- ingssjónir, þegar hann ræddi við þá um Einar Benediktsson, hvort það kunni að hafa haft áhrif á þau. Björn sagði að viðmælendum hafi verið um það kunnugt, þótt ekki væri talað um hve lengi um- mæli þeirra skyldu geymast. — Þegar ríkisútvarpið varð 25 ára var stofnaður afmælissjóður með rausnarlegu framlagi, ég held einni milljón króna, sem var drjúgur peningur þá, útskýrði Björn. Var þá strax samþykkt að veita 25 þúsund krónum til að safna heimildum um Einar Bene- diktsson skáld. Ég held að það hafi verið það eina, sem notað var beinlínis til varðveizlu heimilda. Þetta sama ár voru 100 ár liðin frá fæðingu Einars og hugmyndin var að glefsur úr þessum heimildum yrðu notaðar þá þegar í dagskrá um skáldið. Ég var fenginn til þessa verks, en af fyrrgreindum ástæðum þurfti að vinna það á skömmum tíma. — Þekktirðu eitthvað til Einars áður? — Nei, ég var eins staddur og jafnaldrar mínir á íslandi. Fyrir utan skáldið Einar Benediktsson, var maðurinn illskiljanleg þjóð- saga. Því nefni ég bókina „Seld norðurljós". Þar er visað til hinn- ar snjöllu þjóðsögu, sem sýnir við- horf fólks til þessa töframanns. Það trúði því að hann gæti jafnvel höndlað með himininn. Á meðan aðrir verzluðu með ull og fisk, þá gæti Einar Benediktsson selt norðurljósin. Þetta er einhver sú snjallasta mannlýsing, sem til er. Þannig lagði ég út í þetta verkefni, eins og út á ókannað haf. Talaði fyrst við mann, sem ég vissi að hafði þekkt Einar, og rakti mig svo áfram til annarra. Þú spyrð hvort þetta fólk hafi vitað að við- tölin yrðu ekki notuð strax. Já, ég gerði því ljóst að þau yrðu ekki notuð fyrr en síðar og reikna með því að það hafi verið óragara þess vegna og opnað sig meira. Eftir að hafa notað nokkrar glefsur úr þessu, lét ég innsigla spólurnar. Og nú eru ailir viðmælendur látn- ir nema einn, Ragnar Jónsson. — Þarna hefur líklega verið bjargað ómetanlegum fróðleik. Skaði að ekki skuli hafa verið gert meira að slíkri varðveizlu heim- ilda. — Já, það er margt glatað. Til dæmis er búið að taka ofan í mörg viðtöl sem ég hefi sjálfur átt við fólk, svo sem Valgerði á Kolvið- arhóli, Albert í Gróttu og fjöl- margt fleira. En viðtölin um Einar Benediktsson eru öll þarna til, eins og þau voru tekin. Ég held að það sé mikilvægt að þarna er um að ræða fólk, sem var næst honum á ýmsum tíma, eins og t.d. í Lond- Björn Th. Björnsson, höfundur bók- arinnar um Einar. on kúskurinn hans og skrifstofu- maðurinn. Þarna er drepið á margt, en varla nema tíundi hluti jakans birtist. Ég er viss um að mikið af heimildum er að finna í plöggum og bankaskjölum í Lond- on, Kaupmannahöfn og Osló. Merki hins nýja tíma Og Björn dregur fram myndina af skrifstofuhúsinu við Queen Victoria Street, um 200 m frá Englandsbanka, þar sem Einar hafði skrifstofur sínar á tímabili. Og aðrar af hinu mikilúðlega skrifstofuhúsi í Moorgate, milli Englandsbanka og Kauphallar- innar á dögum North-Western Syndicate og North Western Warehouse, þegar þar störfuðu um 300 manns á skrifstofunum og Einar sjálfur hafði þrjá ritara. Þetta var ekki lítið fyrirtæki. — Hvernig komst íslendingur- inn Einar Benediktsson í svona sambönd? Björn vitnar til frásagnar Sig- fúsar Blöndals í bókinni, þar sem hann segir frá sambandi hans við Christian Science-hreyfinguna, og bætir við: — Þetta var merki hins nýja tíma, sem er svo ríkjandi á þeim árum. Vísindakristindómur, sem helgast af því að krafturinn sé í manninum sjálfum, ekki svo mjög utanaðkomandi. Þegar hann virkar, þá sé þar að verki manns- viljinn og síðan eitthvað „kosm- ískt“ í bland. Þetta kemur oft fyrir í ljóðum Einars. í Christian Sci- ence-hreyfingunni er yfirleitt auð- ugt fólk, sem flykkist að þessu mælska glæsimenni. Sigfús iætur að því liggja að þarna hafi bland- azt saman viðskipti og trúarbrögð. Segir að Einar hafi sagt að hann yrði að koma á þessa samkomu, því hann þurfi að taka á móti þessu fólki á skrifstofunni. Hann þurfi semsagt að taka á móti þessu ríka fólki á skrifstofunni hvenær sem því þóknist að hringja. — Hvað var það sem þessi fyrirtæki voru með? — Þau voru með margt í tak- inu. Á íslandi voru það fossarnir og Skerjafjarðarhöfnin. Þetta var það sem Englendingar kalla „promoter of companies", félag sem tekur að sér framkvæmdir fyrir aðra. Til dæmis hefur verið á ferð námurekstur víða um heim. Fyrirtækið beinir fólki með fjár- magn á ákveðnar brautir, sem gefa eiga arð. Deild Einars Bene- diktssonar í fyrirtækjunum snýr að íslandi. North Western-Syndi- cate fékkst við fossa og virkjunar- áform, en North Western-Ware- house var með vöruskipti á sinni könnu og í sambandi við þau höfn- ina í Skerjafirði, og því voru öll þessi lóðakaup í Skildinganesi. Þetta tengist svo Titan-félaginu um virkjanir. — Var Einar byrjaður á Titan- félaginu í London? — Einar var í London á árun- um eftir 1910. Kom svo heim upp úr því. Hann stofnaði svo Fossafé- lagið Titan 1914 með Norðmönn- um og íslendingum. Þá höfðu safnazt 12 milljónir króna í hluta- fé og það áður en krónan fór að láta á sjá. Menn trúðu svo á stöð- ugleika gjaldmiðilsins, að öll hlutabréfin eru gefin út bæði í krónum og pundum. Mönnum datt ekki í hug að þar gæti orðið mis- ræmi. Ragnar Jónsson hrl. segir þetta mesta hlutafé, sem nokkurn tíma hafi safnazt í íslenzkt félag. — Við minntumst á eignirnar allar í Skerjafirði. Einar hefur verið búinn að safna að sér mikl- um jarðeignum? — Þær eignir náðu yfir Skild- inganesið og þarmeð flugvallar- svæðið, svo og Grímsstaðaholtið. Hann átti alls konar merkilegar jarðir, svo sem Korpúlfsstaði, Ell- iðavatn, Laugardalinn að mestu, Bessastaðanesið, Krýsuvíkina með háhitasvæðinu og heilmargar aðr- ar jarðir. — Og á Þjórsársvæðinu? — Hann tryggði sér virkjunar- réttinn í Þjórsá, en jarðirnar virð- ast ekki hafa verið keyptar. Það kom engin endurkaupakrafa frá landeigendum. Titan hefur senni- lega ætlað að semja við landeig- endur jafnóðum um leiguland undir mannvirkin. Islendingar urðu hræddir — Hvaða hugmynd hefurðu sjálfur um Einar Benediktsson í þessum umsvifum öllum, eftir að hafa talað við svo marga sem nærri honum stóðu? — Ég held að Einar Bene- diktsson sé dæmigerður fyrir þetta gullæði í Evrópu þess tíma. Menn trúðu svo á vísindin, að þeir voru sannfærðir um að snjall maður gæti framkvæmt allt. Væri að renna upp öld, þegar allir möguleikar blöstu við. Enda ekki fátt, sem þeir félagar fitjuðu upp á. Því miður gekk ekkert af því. Innlent fjármagn var ekkert til, og því leitaði Einar eftir því erlendis. Þá urðu menn auðvitað hræddir. Það er greinilegt, að þegar milli- þinganefndin 1919 kemur fram, þá finnst Islendingum að Norðmenn séu bara að yfirtaka allt. ísland fari þarna fyrir lítið, og almenn- ingi er sagt að þetta sé hið mesta glæfrafyrirtæki. En Ragnar Jóns- son hrl., sem gekk síðar frá skipt- um á búi Titans, segir að betur hafi verið gengið frá réttinda- afsölum til Titan-félagsins en annarra fossafélaga, er hér lögðu að landi og reyndu að afla sér rétt- inda. Hann dáist að því hve örugg- lega hefur verið gengið frá þing- lýsingum. Svo vel hefur verið að þessu staðið, að það virðist hafa verið pottþétt fyrirtæki. Ef svo eru skoðaðar teikningarnar af virkjunum í Þjórsá frá þeim tíma, þá sjáum við að þar eru komnar nánast sömu virkjanir og nú, svo sem Búrfellsstöðin og Hraun- eyjafossvirkjun, en stöðvarnar við Hestafoss og Urriðafoss að vísu ókomnar enn. Síðan var hugmynd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.