Morgunblaðið - 12.12.1982, Side 47

Morgunblaðið - 12.12.1982, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 47 Einars að leiða rafmagnið í Skerjafjörð, framleiða þar áburð úr loftinu og ná köfnunarefnis- áburðarmarkaði heimsins. Þótt nýjar aðferðir kæmu svo fram, þá stóðu virkjanirnar fyrir sínu. Hefði aðeins þurft að endurskoða áætlanir um áburðarverksmiðj- una. Kemst ekki hjá að verða milljóner — Einar var meira og minna erlendis í 20 ár og bjó ríkmann- lega, að því er fram kemur. Lifði hann á þessu framlagða fé? — Hann býr erlendis, kaupir stóra villu við London og seinna aðra á Friðriksberg við Kaup- mannahöfn, en býr þess á milli á Héðinshöfða, sem virðist nánast eins og sumarbústaður fjölskyld- unnar. Og þegar hann segir við Sigfús Blöndal, að nú komist hann ekki lengur hjá því að verða milljóner, þá hefur hann stand- andi svítur á Palace Hotel í Kaup- mannahöfn og Continental í Osló. Og hann kaupir dýrindis málverk og gamlar bækur. Sýnist hafa ótakmarkað fé. En enginn virðist vita hvernig launum hans er hátt- að. Hann hefur eflaust mörg járn í eldinum. Hann er aldrei í stjórn Titan-félagsins og skrifar aldrei undir nein plögg þar. Hann aflar markaðarins og er hugmynda- smiðurinn og hann hlýtur að vera þar á launum. Þegar svo áhuginn á virkjununum fjarar út, er þessu öllu lokið fyrir honum. — En hvað þá, þegar Titan og North Western-Syndicate eru úr sögunni? Hvað varð annars um það síðarnefnda? — Félagi Einars, F.L. Rawson, virðisL hafa starfrækt þetta fyrir- tæki eitthvað áfram. Einar hefur komið þar inn með sínar hug- myndir og hans deild fer út um leið og „Port Skerjafjörður" er úr sögunni. — En hvar átti Titan-félagið heima, sem virðist hafa átt rætur á Lundúnaárunum? — Það er einmitt skemmtilegt atriði, sem ekki kemur nógu vel fram. Eftir að Titan flyzt á norsk- ar hendur með höfuðstöðvar í Osló, þá var varnarþing félagsins á Þjótanda við Þjórsá. Ragnar sagði mér, að þegar skipin Nova eða Lyra komu, þá beið jafnan á hafnarbakkanum vel ríðandi mað- ur, og hélt snarlega með alla papp- íra austur að Þjótanda, því ekki var hægt að þinglýsa skjölum Tit- ans annars staðar en á hlaðinu á þessu litla býli. Hann þurfti svo að ríða með skjölin til baka og ná skipsferðinni út. Þótt ég viti ekk- ert um það, þá þykir mér líklegt að þetta hafi verið skattamál. En fyrirtækið er semsagt á Islandi. Gullið í Miðdal síðasta ævintýrið — Og þá er komið að síðari hluta ævi Einars Benediktssonar, sem ekki var eins umsvifamikil? — Enn var eftir siðasta ævin- týrið, gullið í Miðdal. Þarna í Mið- dalslandi voru einhver kvarzgöng, en slíku mun stundum fylgja gull, og þýzkir sérfræðingar voru fengnir til að skoða þetta. Kring um þetta voru æði mikil umsvif. Grafið í tvö sumur gegn um mel- ana og margur Mosfellingur mun þar hafa fengið drjúga vinnu. Ég man sem strákur eftir svokölluð- um „gullsteini" við Hafravatn, sem glytti á og við strákarnir lét- um aldrei undir höfuð leggjast að skoða hann á gönguferðum okkar. Einari tókst að vekja áhuga á námurekstri þarna. En svo fóru að koma fram neikvæðari skýrslur frá sérfræðingunum. — Og þá allt í einu hefur öllum umsvifum verið lokið? — Þó átti Einar éftir enn einn glæsitímann, það voru svokölluð Þrúðvangsár upp úr 1920. Þá er hann búinn að selja Héðinshöfða og sestur að í Þrúðvangi, sem tengdamóðir hans hafði byggt. Það var mikilhæf kona, rak Hótel Reykjavík og byggði þetta glæsi- lega hús við Laufásveginn með út- skurði eftir Stefán Eiríksson. Og 1921 er Einar fenginn til að Herdísarvík, þar sem Einar Benediktsson eyddi ævikvöldinu í dimraum eyðilegum hraunum, án vegasarabands við önnur byggð ból. Eftir að Titan félagið flyst á norskar hendur med aðalstöðvar í Osló, er varnarþing félagsins á ÞjóUnda við Þjórsá og þangað verður hraðboði að ríða með öll skjöl frá skipshlið til að fá þau þinglýst á hlaðinu. En fram kemur að Ragnar Jónsson hrl. dáist að því hve vel og örugglega hefur verið gengið frá öllum þinglýsingum. koma heim til að flytja Kristjáni konungi tvær drápur, þegar hann kom til íslands. Alexander Jó- hannesson segir að Einar hafi ver- ið beðinn um þetta og að hann hafi sent drápuna heim í símskeyti, því hana þurfti að prenta. Einar nær svo togaraferð til íslands, og kom heim til að flytja konungi dráp- una. Þá er Einar á sínu síðasta glæsiskeiði, gengur um með grá- fóðrað svart slá með silkispennu, sem hann sló yfir öxlina. Og hefur ekki fyrr eða síðar sést meira glæsimenni á götum Reykjavíkur. En konungur skilur sjálfsagt ekk- ert í þessu sem verið er að flytja, þótt hann hafi fengið afhenta þýð- ingu á dönsku og lætur ekki sér- stakt þakklæti í ljós. — Þú segir að þetta hafi verið síðasta glæsitímabilið í lífi Ein- ars? — Eftir það flytja þau hjónin úr Þrúðvangi í Veltusund 1 og þar leystizt heimilið upp. Valgerður fer til Noregs. Einar bjó áfram í Veltusundi 1, í herbergjum sem ég þekki vel, því ég bjó þar öll mín menntaskólaár. Hlín hafði þá saumastofu í svokölluðu Actahúsi í Mjóstræti. Og Einar fer að verja þar tíma sínum, til að eiga eitt- hvert athvarf. Það verður svo til þess að þau leita í vandræðum sín- um inn í Laugarnesspítala á náðir Aðalbjargar Sigurðardóttur. Síðar til Gunnfríðar Jónsdóttur með undarlegum hætti, því maður hennar, Asmundur Sveinsson, var fenginn til að gera brjóstmynd af Einari. Og nú bregður svo við að fyrirsætan fær greiðslu líka. Ein- ar selur þá Grænlandsbókasafnið sitt og það verður þeim Hlín far- areyrir suður til Túnis í desember 1930. Þau eru í þessari ferð í nær tvö ár, koma til Parísar á leiðinni frá Túnis og taka svo undarlegan hala á ferð sína. Halda suður til Barcelona, þar sem þau eru líka í nokkra mánuði. — Ég held að þar hafi Herdís- arvíkurrómantíkin komið til, held- ur Björn áfram. Það er allt svo indælt á Islandi í fjarska. Einar á þessa jörð og þau segja upp ábú- andanum. Þegar þau koma heim og í Laugarnes, þá er greinilega búið að ákveða þennan flutning út í auðnina í Herdísarvík, það er nokkuð skrýtið, hver sem skýring- in er á því. — Er ekki skrýtið að þau skuli ekki heldur hafa farið í Krýsuvík, sem Einar átti líka? — Þá var komin fram í Hafnar- firði hugmyndin um eignarnám á jörðinni Krýsuvík. Einar var raunar illa leikinn þar, fékk eitthvað smávegis fyrir jörðina en jarðhitinn ekkert metinn. Það var gróf eignaupptaka. Ég hefi heyrt þjóðsögu um að þegar Krýsuvík var tekin af þeim, þá hafi Hlín lagt svo á að ekkert skyldi þar þrífast. Og það skrýtna er að allt sem þar hefur verið byrjað á, hef- ur runnið út í sandinn. — Hvað finnst þér svo sjálfum um skáldið og þjóðsagnapersón- una, eftir að hafa fengið þessi kynni af Einari Benediktssyni gegn um viðtöl við svo marga, sem þekktu hann? Er hann jafn stór í sniðum á eftir? — Mér finnst Einar enn meira heillandi persóna. Það eru svo stórir og magnaðir fletir í þessum manni. Lengi vel fannst mér að þessi mikli athafnamaður og skáldið hlytu að rekast á, svo ólík- ir menn sem þeir virtust vera. En nú sé ég að þeir eru i raun af ein- um og sama toga. Mér sýnast at- hafnir Einars og skáldskapur, hugmyndir hans og framtíðarsýn, hið sama. Fossamálin vera skáld- legur boðskapur. Það kemur fram í einu viðtalinu að ljóðið Norður- ljós verður til í hótelherbergi í London, þar sem ekkert er að sjá út um gluggann. Hann þarf engin norðurljós til að yrkja um þau. Og lokaorð Björns Th. Björns- sonar í þessu viðtali eru: — Ég fæ ekki betur séð en að Einar Bene- diktsson sé æði lifandi á íslandi, úr því enn er hægt að deila um hann fyrir æðsta dómstóli lands- ins. ‘ — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.