Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 1
44 SIÐUR 1. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1983 Frentsmiðja Morgunblaðsins Dræm þátt- taka í nýju verkalýðs- félögunum Varsjá, 3. janúar. AP. UM 2.500 ný vcrkalýdsfélög, sem koma eiga í stað Samstöðu, voru formlega sett á laggirnar og skráð t Póllandi í dag, fyrsta heila vinnu- daginn eftir að herlögum var aflétt. Rúmlega 1.500 til viðbótar sóttu um skráóingu, en ekki var hægt að verða við beiðnum þeirra í dag. Talið er að verkalýðsfélögin eigi eftir að verða 10.000 áður en yfir lýkur. Nýju verkalýðsfélögin eru að sögn yfirvalda staðbundin og tengjast einstökum atvinnugrein- um. Eru þau ekki tengd á neinn hátt innbyrðis eins og reyndin var með Samstöðu. Þá herma opinber- ar tölur, að hin nýju verkalýðsfé- lög muni ekki njóta sambærilegs fylgis og Samstaða, sem státaði af 9,5 milljónum meðlima áður en starfsemin var bönnuð. Andstæð- ingar nýju verkalýðsfélaganna segja, að þau séu undir járnhæl yfirvalda og hafi lítið svigrúm. I Ursus-dráttarvélaverksmiðj-i unum höfðu aðeins nokkur hundr- uð hinna 17.000 verkamanna, sem þar starfa, gengið í eitthvert hinna nýju félaga. Þá bárust þær fregnir frá Huta-stálverinu í Varsjá, að aðeins 200 rúmlega 12.000 verkamanna þar hefðu gengið í nýju félögin. Þeir sjóðir, sem Samstaða hafði yfir að ráða og talið er að nemi nokkrum milljónum dollara án þess það hafi nokkru sinni verið gert opinbert, verða afhentir nýju verkalýðsfélögunum og skipt á milli þeirra. Þá munu nýju verka- lýðsfélögin einnig fá yfirráðarétt yfir sjóðum nokkurra annarra launþegasamtaka. Sjö dóu úr gaseitrun Belgrad, 3. janúar. AP. SJÖ MANNS létu lífið í Króatíu um áramótin af völdum gaseitrunar, að sögn dagblaðsins Vecernje Novosti í dag. Fjögur ungmenni, tveir piltar og tvær stúlkur á aldrinum 15—18 ára, fundust látin í herbergi á ný- ársnótt, er faðir eins unglingsins ætlaði að óska þeim gleðilegs nýs árs. Talið er að leki í gasofni hafi valdið dauða unglinganna. Þá er gasleki einnig talinn eiga sök á dauða tveggja manna og konu í íbúð í miðborg Zagreb á nýársdag. : Kirk, sem á sæti á Evrópuþinginu, stendur á hafnarbakkanum i Esbjerg fyrir framan skip sitt, Sand Kirk. Kirk i ætlar að halda á miðin við Bretland í dag í fylgd fjölda fréttamanna. Slapp með skrámur úr 200 metra falli Fort William, Skotlandi, 3. janúar. AP. EAMONN McCARROLL var hreint ótrúlega heppinn er hann hrapaði rúmlega 200 metra niður þar sem hann var að klífa hæsta fjall Skot- lands, Ben Nevis, í gær. Ótrúlega heppinn?, kynni ein- hver að spyrja. Ekki er hægt að segja annað, því Eamonn slapp svo vel úr fallinu, að hann gat sjálfur gengið fimm kílómetra leið á sjúkrahús til að láta gera að meiðslum sínum. „Hann hlýtur að vera heppnasti maður í tölu lifenda," sagði einn sjúkrahússtarfsmannanna. „Hann hlýtur vafalaust að hafa eytt öll- um lífunum sínum, níu að tölu, í þessu falli." Eamonn hlaut aðeins smávægi- legar skrámur og skurði, og það varð honum til bjargar, að hann hafnaði í djúpri snjódyngju eftir fallið. Nokkrir sjónarvottar, með- limir í björgunarsveit flughersins, urðu vitni að fallinu og enginn þeirra sagðist hafa gert sér nokkr- ar vonir um að McCarroll lifði fallið af. Öveður hamlaði veiðum danskra togara í breskri landhelgi í gær Lundúnum, 3. janúar. AP. SLÆMT veður kom öðru fremur í veg fyrir, að til aðgerða kæmi á milli danskra togara og breska flotans á miðunum undan Bretlandsströndum í dag. Danir eru staðráðnir í að halda veiðum áfram á sínum gömlu miðum í Norðursjó, og jafnframt i breskri lögsögu, þrátt fyrir að þeim hafi verið hótað því að skip þeirra yrðu tekin og færð til hafnar ef til þeirra næðist. Danir hafa sagt, að þeir hyggist hunsa hina nýju flsk- veiðilöggjöf Breta. Fjórir danskir togarar bíða þess nú að veðrinu sloti undan strönd- um Skotlands. Þeir héldu frá Esbjerg í fyrrinótt og voru komnir á miðin í við Orkneyjar í morgun. Vegna veðurofsans gátu þeir ekki kastað nótum sínum, en sögðu í dag, að þeir myndu gera það um leíð og tækifæri gæfist vegna veðurs. Bresk yfirvöld sögðu í dag, að 22 skip breska flotans biðu átekta, fullmönnuð og tilbúin til aðgerða. Þá hafa Nimrod-þotur sveimað yf- ir miðunum í dag og láta flotann vita um allar aðgerðir dönsku tog- aranna. Ljóst þykir því, að til átaka kunni að koma fljótlega eft- ir að einhver dönsku togaranna kastar nótinni. Bretar settu veiðibann á Dani á laugardag eftir að Danir höfðu einir aðildarþjóða neitað að sam- þykkja fiskveiðisamning Efna- hagsbandalagsins. Eldri samning- ur EBE rann út á gamlársdag. Þótt enn hafi ekki skorist í odda með þjóðunum á hafi úti er ekki svo á öllum vígstöðvum. Bretinn Andrew Pearce, meðlimur Evr- ópuþingsins, fór í dag fram á það, að Dananum Kent Kirk, sem hefur undirbúið ferð á bresku miðin á morgun í togara sínum í fylgd 30 fréttamanna, aðallega breskra, yrði vikið úr áhrifamikilli nefnd innan Efnahagsbandalagsins. Allt við það sama í viðræðum Israela og Líbana: Fulltrúar ná enn ekki sam- komulagi um dagskráratriði Khalde, Líbanon, 3. janúar. AP. FULLTRÚAR viðræðunefnda fsraela, Libana og Bandaríkjamanna luku þriðja viðræðufundi sínum í Khalde í dag án þess að komast að nokkru samkomulagi um röð dagskráratriða. Talsmaður viðræðunefndar ísraela, Avi Pozner, sagði á hinn bóginn að viðræður fulltrúanna hefðu verið „vinsamlegar". Fund- urinn í dag stóð yfir í rúmar þrjár klukkustundir. Philip Habib, sérlegs sendi- Gífurleg úrkoma í Belo Horizonte í Brasilíu: Fjörtíu létust og a.m.k. 1500 misstu heimili sín Bclo Horizonte, Brasiliu, 3. janúar. AP. RÍKISLÖGREGLAN skýrði frá því í dag, að a.m.k. 40 manns hefðu látið líflð, fjöldi slasast og 1500 hefðu misst heimili sín eftir gífur- lega úrkomu, sem gekk skyndilega yflr borgina. Tæpar 2 milljónir manna búa í Belo Horizonte. Að sögn embættismanna hófst úrkoman í gær mjög óvænt í þessari þriðju stærstu borg Brasilíu. Innan fárra klukku- stunda voru allar götur komnar á kaf og í miðborginni náði vatn- ið sums staðar upp á aðra hæð húsa. Vitað er um a.m.k. tvær byggingar, sem hrundu undan vatnsþunganum. Áin Arrudas flæddi yfir bakka sína og skall flóðbylgjan af mikl- um þunga á miðborginni. Flóðið sjatnaði talsvert í nótt, en í morgun var enn ömurlegt um að litast í borginni. Björgunarmenn unnu baki brotnu við að bjarga fólki, sem var umflotið vatni, eigum þess og öðrum verðmæt- um. manns Bandaríkjastjórnar, er ekki vænst fyrr en að hálfum mánuði liðnum. Vestrænir frétta- menn gera því jafnvel skóna, að ekki komist skriður á viðræðurnar fyrr en þá. Sem fyrr krefjast Líbanir þess, að fyrst verði rætt um brottflutn- ing erlends herliðs úr landinu. Is- raelar vilja hins vegar ræða fyrst um eðlileg samskipti á milli ríkj- anna áður en tekið verður til við umræður um brottflutning. „Við munum halda áfram að reyna að ná samkomulagi um dagskrá á næsta fundi okkar á fimmtudag í Kiryat Shmona 1 ísrael," sagði í tilkynningu frá talsmanni bandarísku sendinefnd- arinnar, John Reed. Þá sagði tals- maður viðræðunefndar ísraela, að ekki væri hægt að hefja viðræður fyrr en komist hefði verið að sam- komulagi um fundardagskrá. Líbanskir embættismenn harð- neituðu í dag fregnum sem hafðar voru eftir fulltrúum Israela í við- ræðunefndinni í gær, að samhliða þessum viðræðum stæðu yfir við- ræður á milli Líbana og ísraela, án aðildar Bandaríkjamanna. Frá þriðja viðræðufundi fsraela, Libana og Bandaríkjamanna í Khalde í Líbanon i dag. Símamynd AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.