Morgunblaðið - 04.01.1983, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.01.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 \ Landinn hefur um aldir þraukað, lifað og sigrað Áramótaávarp forsætisráðherra, dr. Gunnars Thoroddsen Góðir ísiendingar. Friður á jörðu er fagnaðar- boðskapur kristinnar kirkju, jóla- boðskapur nú og í nærfellt tvö þúsund umliðin ár. í hrjáðum, blóði drifnum stríðsheimi brýst þessi boðskapur fram eins og ljós- ið í gegnum myrkur, lýsir hvert hugskot og glæðir hvern vonar- neista, sem í brjóstum manna býr. Því að allt mannkyn þráir frið og öryggi. Sú þrá er nú blandin beyg, beyg við hrikalega og hræðilega kjarnorkustyrjöld. Vígbúnaður er í algleymingi og gjöreyðingartæki hrannast upp í birgðum svo stórkostlegum, að dygði til að eyða öllu lífi á þessari jörð. Við heyrum stundum þá kenn- ingu, að vísasti vegur til að af- stýra styrjöld og tryggja frið sé jafn herstyrkur stórvelda. Það má vera að slíkt jafnvægi hafi stund- um komið í veg fyrir stríð. En ef báðir stóraðiljar óttast að hinn hafi meiri hernaðarmátt, þá er voðinn vís. Þá þarf að auka víg- búnaðinn til að ná jafnvæginu og tryggja það. Tortryggni og ótti hinna sterku og stóru er háska- legri heldur en kvíði hinna veiku og smáu. Svo útbreidd og áhersluþung er andúð manna um allan heim á vígbúnaðarkapphlaupi og kjarn- orkuvopnum, að Sameinuðu þjóð- irnar efndu til aukaþings á liðnu sumri, þar sem afvopnunar- og friðarmálið var eitt á dagskrá. Við íslendingar höfum í þriðj- ung aldar tekið þátt í varnarsam- tökum vestrænna þjóða, sem hafa átt drjúgan þátt í að varðveita frið í Evrópu. Við leggjum áherslu á þann megintilgang samtakanna að koma í veg fyrir stríð. Allir íslendingar ættu að geta samein- ast um þá stefnu að beita öllum skynsamlegum ráðum til þess að draga úr vígbúnaði og hindra beit- ingu kjarnorku. Hin friðsama, vopnlausa ís- lenska þjóð hlýtur að leggja sitt lóð á vogarskálar í því skyni að tryggja frið á jörðu. Stjórnarskrá íslands er að stofni til frá árinu 1874. Frá því að lýðveldi var stofnað, eða í nær 40 ár, hefur stjórnarskráin verið í endurskoðun öðru hverju, en án árangurs í reynd. Nú virðist þó rofa til, því að sú stjórnarskrár- nefnd, sem starfað hefur að und- anförnu er í þann veginn að skila af sér. Það er því vel hugsanlegt, að unnt verði í janúar að leggja fram frumvarp til nýrrar stjórn- arskrár. Fjölmargar breytingar- tillögur og nýmæli eru þar á döf- inni. Ég skal rekja hér nokkur þeirra. Það þarf að breyta kjördæma- skipan og tilhögun alþingiskosn- inga á þann veg að draga úr mis- vægi atkvæða og rétta hlut Reykjavíkur og Reykjaness. Tryggja þarf jafnrétti milli stjórnmálaflokka, þannig að þeir fái þingsæti í réttu hlutfalli við atkvæðatölu sína við kosningar. Það þarf að auka valfrelsi kjós- enda. Helst þyrfti að ná þessum markmiðum án þess að fjölga þingmönnum, en þeir eru nú 60 að tölu. Ef það reynist ekki mögulegt án einhverrar fjölgunar, þyrfti hún að vera sem allra minnst. Þá þarf að færa kosningaaldur úr 20 árum í 18 ár. Mannréttindi þarf að tryggja miklu betur en gert er í hinni gömlu stjórnarskrá. Inn í stjórnarskrána þarf að setja ákvæði um nokkur grund- vallaratriði í stjórnskipaninni, sem nú eru ekki sérstaklega nefnd, en það eru lýðræði, þingræði og jafnrétti. Það þarf að stofna starf um- boðsmanns, er nefnast mætti ár- maður Alþingis, með því verkefni að fjalla um þau mál, þegar borg- ararnir telja sig órétti beitta af stjórnvöldum eða ná ekki rétti sínum. Slík skipan hefur verið höfð í grannlöndum okkar um langa stund og gefist vel. Tilgang- urinn er að tryggja stöðu og rétt borgaranna gagnvart ríkisvaldinu. Þá er ein hugmyndin sú að af- nema deildaskiptingu Alþingis og gera þingið að einni málstofu. Þá þarf að treysta sem best stöðu og sjálfstæði dómstólanna. Það þarf að setja inn skýrari og ákveðnari fyrirmæli um sjálfs- forræði sveitarfélaganna en nú er. Það þarf að tryggja, að um mik- ilvæg mál fari fram þjóðarat- kvæði, þegar tiltekinn fjöldi al- þingiskjósenda óskar. Og það þarf að ákveða, að auð- lindir íslands verði eign íslend- inga einna. Þegar við íslendingar höfðum náð yfirráðum yfir öllum okkar fiskimiðum og höfðum komið er- lendum fiskiskipum burt af þeim, út fyrir 200 mílur, þá var vonast eftir því, og í rauninni gengið út frá því, að þorskafli okkar sjálfra mundi aukast ár frá ári. Svo varð einnig á hinum fyrstu sex árum. Fyrir árið ’82 var því spáð, að unnt mundi að veiða um 450 þúsund lestir af þorski. En því miður hef- ur það ekki ræst, og vantar 70 til 80 þúsund lestir á, að þetta mark náist. Á næsta ári mun ekki unnt að veiða eða leyfa veiði á meiru en um 370 þúsund lestum af þorski. Annað áfall er hvarf loðnunnar, en hún hafði verið mikilvægur þáttur og stór liður í sjávarafla okkar. Hún hefur horfið að mestu á þessu ári. Þegar við lítum á fiskafla lands- manna í heild, þá kemur það í ljós. að í ár, árið 1982, er hann aðeins rúmur helmingur að magni til af því sem hann var í fyrra. Hins vegar er ekki eins illa ástatt um verðmætið, því að miðað við fast verðlag mun verðmæti aflans í ár vera um 18% minna en það var í fyrra. Það er öllum ljóst, hversu al- varleg þessi áföll eru fyrir þjóðar- búið: Minni þjóðarframleiðsla, minni þjóðartekjur, minna til skipta, lakari lífskjör. Það liggja ekki enn fyrir full- gildar skýringar á því, hvernig stendur á þessum bresti í þorsk- og loðnustofnunum. Hafrann- sóknastofnunin og sérfræðingar hennar hafa unnið þjóðinni mikið gagn á undanförnum árum og munu gera það áfram. Það er ómaklegt að ráðast á störf þeirra, þó að þessi vísindi kunni ekki fremur en aðrar vísindagreinar full skil á öllum lögmálum og leyndardómum náttúrunnar. Margt af því sem á móti blæs er okkur óviðráðanlegt. Aðstæður utan að og tiltektir náttúruafl- anna valda hér miklu um. Við glímum við halla á viðskiptum við útlönd og við berjumst við verð- bólgu, en hvort tveggja stendur í beinu sambandi við kreppu í um- heiminum og aflabrest á ís- landsmiðum. Verðbólgan stafar að talsverðu leyti af þessum orsök- um. Hins vegar getum við sakast við okkur sjálf um margt, og það er sannmæli, að sjálfskaparvítin eru verst. Ég vil nefna tvö alvarleg dæmi: Annað er sjálfvirknin og vélgengið á ótal sviðum, sem skrúfar upp sjálfkrafa verðlag, kaupgjald og fjölmargt fleira, án þess að í leiðinni sé tryggt að það bæti kjör eða tryggi kaupmátt. Oft og tíðum vinnur og verkar þessi skrúfa í öfuga átt. Hitt dæm- ið er sá trassaskapur og kæruleysi í vöruvöndun, sem veldur því, að afurðir úr heimsins besta hráefni eru endursendar okkur sem ónýt- ar og óætar. Hér er víti til varnað- ar. Hér er ekki unnt né rétt að sakfella einn eða örfáa. Hér verð- ur þjóðin öll að axla ábyrgð og mæla einum rómi: Þetta gengur ekki lengur. Þegar við glímum við þá erfið- leika, sem nú steðja að þjóðinni, þá verðum við jafnan að hafa eitt meginatriði í huga, og það er að gera allt sem unnt er til þess að atvinnuvegirnir geti gengið eðli- lega og að ekki komi til atvinnu- leysis. Allir þeir, sem hafa upplif- að atvinnuleysi, munu samdóma um, að það sé eitt hið versta böl, sem yfir þjóð okkar geti gengið. Þeir menn, sem til þekkja, munu margt vilja í sölurnar leggja til þess að forða okkur frá þeirri ógæfu, sem grannþjóðir okkar og vinaþjóðir margar hafa lent í og það í vaxandi mæli enn þann dag í dag, en það er atvinnuleysið. Frá upphafi sögu Islendinga hefur menningin verið einkenni hennar og aðal. Þessi bókaþjóð, sem gefur út meira af bókum, og les meira. af bókum en fólk í öðrum löndum, er nú vel á vegi að reisa veglega þjóð- arbókhlöðu, verðugt tákn íslenskr- ar bókmenningar að fornu og nýju. Skólar okkar hafa vaxið og dafnað, þeir hafa tekið stakka- skiptum, framförum, en það er margt, sem þarf að endurskoða. Og eitt af því, sem brýn þörf er að gera, er að reyna að auka áhuga unga fólksins á því að ganga inn á brautir, sem leiða til beinnar þátttöku í atvinnulífinu sjálfu. Sá vorþeyr í mörgum menning- argreinum, sem nú brýst fram i ótal elfum, í tónlist, í myndlist, í leiklist og skáldskap, ber vott um gróandi þjóðlíf. Þar er engin visn- andi hönd að verki, heldur skap- andi, lifandi máttur. Og það er okkar unga fólk, sem ber uppi hina litríku list. Aldrei megum við gleyma því göfuga lykilhlutverki, sem íslensk tunga hefur gegnt í sögu okkar og menningu. Við þurfum að hlúa að henni og vernda hana, vanda málfar og tungutak, glæða mál- smekk og varðveita lögmál ís- lenskrar ljóðlistar. Ef brageyrað glatast, þá er farið forgörðum eitt merkasta menningarsérkenni okkar íslendinga. Góðir Islendingar. Sá mótbyr, sem þjóðarskúta Is- lendinga verður nú að sigla gegn, minnir okkur á það að hafa í huga, i samræmi við Islendingseðlið, að æðrast ekki, gefast ekki upp, missa ekki kjarkinn. Landinn hef- ur um aldir þraukað, lifað og sigr- að. Á hinum dimmustu dögum hefur hann alltaf eygt einhverja von. I sínu mikla andstreymi og þrengingum orti snillingurinn Bólu-Hjálmar: Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgaröldum af upp renna vonardagur. Daginn er tekið að lengja, sólin hækkar á lofti. Ég árna ykkur öllum árs og frið- ar. Gleðilegt ár! Skipstjórafélag íslands Kvenfélagið Hrönn Stýrimannafélag íslands halda árshátíö í Snorrabæ, laugardaginn 8. janúar nk. Árshátíöin hefst kl. 18.30 meö cocktail. Nánari upplýsingar á skrifstofum félagsins. Dansnámskeið Þjóðdansafélags Reykjavíkur hefjast mánudaginn 10. janúar 1983 í Fáksheimilinu viö Bústaöaveg. Barnaflokkar: Mánudaga kl. 16.30—20.00. Gömludansar — fullorönir: Mánudaga kl. 20.00—23.00. Þjóödansar: Fimmtudaga kl. 20.00—22.00, í fimleikasal Vöröuskóla. Innritun og uppl. í símum 10082 og 43586, milli kl. 14.00—19.00. LITMYNDIR SAMDÆGURS! Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17. Nýjung: „Superstærö“ 10x15 cm IUÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F.I LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI85811

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.