Morgunblaðið - 04.01.1983, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983
18
BALLETTSKÓU
EDDU
SCHEVING
SkútoUnl 4 /X
Kenntla hafst ménud. 10. jan.
Framhaldsnamandur maata é sömu tímum og éöur. Innrit
un og upplýsingar í síma 76350 kjl. 14—18 daglega. Af-
hending og endurnýjun skírteína í skólanum Skúlatúni 4
laugard. 8. jan. kl. 14—17.
HEBA heldur
við heilsunni
NÝTT NÁMSKEIÐ
AÐ HEFJAST
Dag- og kvöldtímar tvisvar eöa fjórum
sinnum í viku.
Megrunarkúrar — Nuddkúrar
Leikfimi — Músikleikfimi — Ljós — Megrun —
Nudd — Fótanudd — Hvíld — Kaffi — o.fl.
Konur athugió: Nú geta allir oróíö brúnir í Hebu.
Innritun í síma 42360 — 40935 —
Heilsuræktin Heba,
Audbrekku 53, Kópavogi.
ERLENT NAMSKEIÐ
STJÓRNUNAR-
NÁMSKEIÐ
FYRIR TÆKNIMENN
Vitað er aö fjöldi fólks sem starfar á sviöi raunvísindanna
kemst fyrr eöa síöar í þá aöstöðu aö sinna stjórnunarstörf-
um. Lítil sem engin áhersla er þó lögð á þessar greinar í
menntun þessa fólks. Ástæöan fyrir þessu er fyrst og fremst
sú aö stjórnun og mannleg samskiþti flokkast undir hugvís-
indi.
Námskeiöiö er sérstaklega ætlað tæknilegum fram-
kvæmdastjórum, verkfræöingum, tæknifræöingum og öðr-
um þeim tæknimenntuöum mönnum sem þurfa að sinna
stjórnunarstörfum í sínu daglega starfi. Námskeiöiö er einn-
ig ætlaö öörum stjórnendum sem þurfa aö hafa náin sam-
skiþti viö tæknimenntaða starfsmenn sína.
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:
— technical management
— organisation structures
— planning systems
— control systems
— planning and control tools and
techniques
— handling conflicts
— the technical manager as leader
Leiöbeinandi er John Mulvaney. Hann
hefur ritaö bækum um ýmis sviö stjórn- j
unar, svo sem verkefnastjórnun, tölvu- i
notkun viö áætlanagerö, framleiöslu-j!} 4
skipulagningu og um áætlanagerö fyrir- John Mulvaney
tækja. y
Tími: 17.—19. janúar 1983 kl. 09.00—17.00 alla
dagana.
Staður: Kristalssalur Hótels Loftleiöa.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunar-
félagsins í síma 82930.
STJÓRNUNARFÉLAG
ISLANDS SÍÐUMÚLA 23
SÍMI82930
— FLORIDÁvFt'^I -^-Q— Miles — ídoo
=. WEST'- _
r IND/ESt
AFerlendumvettvangi
nicaraguá
,VENEZUELA'
iBogota—>
ÍCOLOMBIA C
BLÓÐUGAR hreinsanir í Surinam, fyrrverandi nýlendu Hollendinga í
Suður-Ameríku, hafa vakid vaxandi ugg í Washington um að landið kunni
að halla sér að Kúbumönnum og Rússum. Hollendingar hafa svipt Surin-
am efnahagsaðstoð til þess að mótmæla aftökunum og valdamesti maður
landsins, Daysi Bouterse undirofursti, hefur hótað að leita eftir efnahags-
aðstoð frá kommúnistaríkjum. Fari svo að Kúbumenn taki Surinam undir
sinn verndarvæng fá þeir nýtt tækifæri til að auka áhrif sín í Suður-
Ameríku og grafa undan þeirri stefnu Bandaríkjamanna að halda Róm-
önsku Ameríku í hinu vestræna þjóðasamfélagi.
eftir: GUÐM. HALLDORSSON
Hollendingar hafa beðið Efna-
hagsbandalag Evrópu að athuga
þann möguleika að svipta Surin-
am efnahagsaðstoð. Van den
Broek sagði eftir fund utanrík-
isráðherra EBE að þeir væru
uggandi vegna kúgunarinnar í
Surinam og mundu ákveða síðar
hvaða ráðstafanir yrðu gerðar.
Mikið hefur verið um mótmæla-
aðgerðir í Hollandi síðan aftök-
urnar fóru fram og hollenzkir
stjórnmálaflokkar hafa krafizt
Surinam ný Kúba?
róunin í Surinam hefur
stöðugt stefnt í þá átt að
Kúbumenn fái þar ítök síðan
herinn steypti borgaralegri
stjórn Henck Aaron forseta í
febrúar 1980 undir forystu Bout-
erse ofursta og eftir aftökurnar
á dögunum er óttazt að þróun-
inni verði ekki snúið við. Bout-
erse, sem er 36 ára að aldri og
hefur öllu ráðið í landinu síðan
byltingin var gerð, er sósíalisti
að sannfæringu, en heldur því
fram að hann vilji ekki vera háð-
ur stórveldum í austri eða vestri.
Hann bældi niður misheppnaða
byltingartilraun í febrúar/marz
1982 og tók síðan af lífi nokkra
nánustu samstarfsmenn sína
fyrir landráð.
Tveimur sólarhringum eftir
aftökurnar á dögunum sagði
borgaraleg stjórn Henry N. Ney-
horst af sér. Stjórnin hafði verið
við völd síðan í apríl og völd
hennar voru takmörkuð, þar sem
yfirmenn hersins höfðu daglegt
eftirlit með henni.
Hópar hermanna brenndu til
ösku byggingar verkalýðsfélags-
ins „Moederbond", tveggja
einkaútvarpsstöðva og útbreidd-
asta dagblaðsins — þeirra stofn-
ana sem harðast höfðu gagnrýnt
Bouterse og stuðningsmenn
hans. Nokkrir helztu andstæð-
ingar Bouterse, 17 til 40 talsins,
voru handteknir og skotnir til
bana, „á flótta" að sögn Bout-
erse, þótt hollenzka stjórnin trúi
því ekki og tali um aftökur.
Verkföll og mótmælaaðgerðir
fylgdu í kjölfarið í höfuðborg-
inni Paramaribo, en fjöruðu út
eftir nokkra daga, þar sem fólk
var óttaslegið.
Hinir líflátnu höfðu barizt
fyrir því að stjórnmálaflokkar
yrðu aftur leyfðir og gengið yrði
til kosninga í febrúar. Verka-
lýðssambandið hafði staðið fyrir
verkföllum og mótmælum í einn
mánuð til að krefjast myndunar
borgaralegrar stjórnar. Meðal
fórnarlambanna voru Andre
Kamperveen, fulltrúi í fram-
kvæmdastjórn Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins FIFA og
fyrrum ráðherra, prófessor Ger-
hard Leckie, forseti efnahags-
deildar Surinam-háskóla, Kenn-
eth Gonsalvez, forseti lög-
mannafélagsins, Sugrim Um-
rawsengh, virtur læknir, Cyril
Daal, forseti Moederbond, Jos
Slagveer, eigandi fréttastofunn-
ar Informa, undirofursti sem
hafði verið dæmdur í 12 ára
fangelsi skömmu áður fyrir
þátttöku í byltingartilrauninni í
marz, lögfræðingur hans, tveir
fyrrverandi ráðherrar, Salem
Soemohardjo og Eddie Hoost,
nokkrir blaðamenn, kaupsýslu-
menn o.fl.
Bourterse ofursti sagði eftir
hreinsanirnar að látið hefði ver-
ið til skarar skríða til að koma í
veg fyrir gagnbyltingu, sem
stuðningsmenn Andre Haakmat
fyrrum aðstoðarforsætisráð-
Zambrano: „Ekki lengur hægt að
réttlæta nærveru Evrópu-
manna."
herra hefðu ætlað að gera um
jólin. (Haakmat flýði til Holl-
ands nokkrum dögum áður.)
Bourkese sagði að „rík forrétt-
indastétt" hefði ætlað að gera
gagnbyltingu og íkveikjurnar
hefðu verið nauðsynlegar til að
„varðveita byltinguna og komast
hjá blóðsúthellingum". Hollenzk
blöð telja að í raun og veru hafi
Bouterse viljað leyna klofningi í
hernum eftir íkveikjurnar, sem
hafi verið gildra til þess ætluð að
kalla fram ofsóknir gegn hægri
mönnum.
Yfirvöld lokuðu landamærun-
um, lofthelginni, háskóla Surin-
am, öðrum skólum og fimm út-
varpsstöðvum, svo að aðeins
heyrðist í ríkisútvarpinu. Þau
rufu símasamband við útlönd,
fyrirskipuðu útgöngubann og
bönnuðu fundi. Nokkur þúsund
manns hundsuðu útgöngubannið
og gengu fylktu liði að aðalstöðv-
um hersins, þar sem aftökurnar
munu hafa farið fram. Fólkið
reif niður kúbanskan fána fyrir
framan forsetahöllina, en lög-
reglan hindraði að fáni Surinam
væri dreginn í hálfa stöng. Síðan
fjöldamorðin voru framin hefur
Bourterse stjórnað með harðri
hendi.
Utanríkisráðherra Hollands,
Hans van den Broek, sagði að
atburðirnir væru skelfilegir og
ákvað að svipta Surinam aðstoð,
sem Hollendingar samþykktu að
veita landsmönnum þegar þeir
fengu sjálfstæði 1975 svo að þeir
gætu staðið á eigin fótum. Fjár-
hagsaðstoðin nam um 20 millj-
örðum króna og var til tíu ára.
Surinam, sem er fjöllótt og
skógivaxið land milli Guyana
(sem Bretar áttu) og Frönsku
Guiana, er eitt fátækasta land
heims (íb.: 375.000) og það er til-
finnanlegur missir fyrir landið
að fá ekki lengur aðstoð frá
Hollandi. En Ruud Lubbers for-
sætisráðherra sagði að hann
gæti ekki látið bendla Hollend-
inga við stjórnina í Paramaribo
og lýsti því yfir að stjórn sín
mundi ekki takast á hendur
nokkrar nýjar skuldbindingar
um aðstoð.
Kamperveen: stjórnarmaður í
FIFA var eitt fórnarlambanna.
þess að lýðræði verði endurreist.
Tæplega 200.000 Surinamar, sem
eru búsettir í Hollandi, hafa líka
látið til sín heyra og til átaka
hefur komið milli lögreglu og
Surinama, sem hafa mótmælt
aftökunum.
Hollendingar eiga jafnframt í
útistöðum við Venezúela út af
Hollenzku Antillueyjum, þar
sem einhver mestu olíuhreinsun-
armannvirki heims eru. Þyrlur
og fiskibátar frá Venezúela hafa
rofið lofthelgi og landhelgi eyj-
anna, sem Venezúelamenn
ágirnast og merkja sér á sumum
landakortum. Alberto Zambrano
utanríkisráðherra sagði nýlega
að „nærveru Evrópuríkja í Vest-
urheimi væri ekki lengur hægt
að réttlæta". Ríkisstjórn Hol-
lands svaraði því til að eyja-
skeggjar gætu fengið sjálfstæði
hvenær sem þeir vildu, en
„sjálfsákvörðunarréttur" þeirra
„gæti ekki verið í betri höndum"
en Hollendinga.
Uppreisn hefur verið gerð á
einni Antillueyja, Aruba. Leið-
togi eyjarskeggja, Beticio Croes,
hefur hætt að greiða stjórn eyj-
anna skatt og ítrekað hótun um
einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu.
Croes vill ráða yfir olíusvæðum
undan ströndinni.
George Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, var í Hol-
landi þegar atburðirnir í Surin-
am gerðust og talaði um áhrif
Kúbumanna og Rússa á Karíba-
hafssvæðinu, án þess þó að
tengja þau Surinam sérstaklega.
Bandaríkjastjórn fór að dæmi
Hollendinga og svipti Surinam
efnahagsaðstoð, sem nam 1,5
milljón dollara 1982 og átti að
nema 9 milljónum dollara 1983.
Surinam hefur sakað stjórn-
ina í Washington um að reyna að
grafa undan jafnvægi á Karíba-
hafssvæðinu. Bouterse hefur
sýnt hvert hugur hans stefnir og
ef hann gerir alvöru úr því að
færa landið inn í herbúðir Kúbu-
manna og Rússa getur svo farið
að á þessu ári muni fjögur ríki
við „bæjardyr" Bandaríkjanna
fylgja Rússum að málum: Kúba,
Grenada, Nicaragua og Surinam.