Morgunblaðið - 04.01.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983
19
Tónlist í leikhúsi
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Tónlist í leikriti er einn
þáttur umsköpunar leik-
verksins úr þögulli gerð
sinni í hreyfi- og hljóðgerða
athöfn. Umsköpun hugsýn-
ar í lífgerða sviðsmynd.
Leikhúsið er gætt þeim
galdri, fram yfir raunveru-
leikann, að vefja saman í
eina mynd og upplifun,
hugsýn og raunveruleika.
Þær myndir úr harmsögu
jómfrú Ragnheiðar, sem
líða hjá í myndgerðri hug-
sýn Bríetar Héðinsdóttur, í
sviðsmynd Sigurjóns Jó-
hannssonar, breytast í íhug-
un með tónlist Jóns Þórar-
inssonar. Það má vera að
margir séu óvanir að skynja
þá innviði tónlistar, sem
sterklega tengjast íhugun,
og geta orðið manninum
hjálp til að sökkva sér í
ómæld djúp tilfinningalegr-
ar reynslu og losa hann um
leið við óskilgreinanlega og
bælda tilfinningaþrúgun.
Jón Þórarinsson nær þess-
um tengslum við raunir
Ragnheiðar, með dimm-
mjúkum einleik á selló, er
Gunnar Kvaran lék mjög
fallega. Tónhugleiðingar
Jóns Þórarinssonar í
Jómfrú Ragnheiði eru fal-
legar og það sem mest er
um vert, látlausar og gefa
verkinu blæ huggunar, í
stað þess að reyna að fram-
leika harmreisn þessarar
umkomulausu en skapstóru
stúlku. Undirritaður heyrir
í tónlistinni þá sátt er
stendur milli ásökunar
Ragnheiðar og iðrunar
Brynjólfs, er hún biður
hann að lesa fyrir sig sálm
Hallgríms Péturssonar, Allt
eins og blómstrið eina. Jón
Jón Þórarinsson
Þórarinsson nær í þessari
einföldu og hógværu leik-
hústónlist að hljómklæða þá
samúð, sem allt verk þess-
arar leikgerðar er ofið úr,
með svo einföldum hætti að
unun var á að hlýða.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar:
Kynna framkvæmdir
við Blönduvirkjun
IÐNÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar
hefur ákveðió að boða til fundar
fostudaginn 7. janúar nk. með full-
trúum verktaka og iðnfyrirtækja á
Eyjafjarðarsvæðinu. Einn megintil-
gangur fundarins er að kynna fyrir-
hugaðar framkvæmdir við Blöndu-
virkjun og þau verkefni sem skapst
munu í tengslum við virkjanafram-
kvæmdirnar á sviði byggingariðnað-
ar, málmiðnaðar og rafiðnaðar.
Fulltrúar frá Landsvirkjun
munu flytja erindi um áformaðar
virkjanaframkvæmdir og reynslu
af fyrri framkvæmdum og full-
trúar frá samtökum raftækja-
framleiðenda, SRF og Samtök
málm- og skipasmiðja SMS munu
ræða möguleika á aukinni þátt-
töku raf- og málmiðnaðarfyrir-
tækja í verkframkvæmdum á sviði
virkjana.
Annar megintilgangur fundar-
ins er að ræða með hvaða hætti
fyrirtækin geta undirbúið sig til
að vera sem bezt í stakk búin að
taka þátt í fyrirhuguðum fram-
kvæmdum. Fundurinn verður
haldinn að Hótel KEA, Akureyri,
og hefst hann kl.10 árdegis föstu-
daginn 7. janúar, eins og fyrr seg-
ir.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar er
hlutafélag sem stofnað var fyrr á
þessu ári og mun félagið hefja
starfsemi af fullum krafti nú um
áramótin. Hluthafar eru 28 og er
þar einkum um að ræða sveitarfé-
lög á svæðinu, kaupfélög og verka-
lýðsfélög. Stærstu hluthafarnir
eru Akureyrarbær og Kaupfélag
Eyfirðinga með samanlagt um
60% hlutafjárins. Tilgangur fé-
lagsins er að stuðla að iðnþróun og
eflingu iðnaðar itbyggðum Eyja-
fjarðar og hyggst félagið ná þeim
tilgangi sínum með skipulagðri
leit að hagkvæmum fjárfest-
ingartækifærum á sviði iðnaðar
og frumkvæði að stofnun nýiðnað-
arfyrirtækja eitt eða í samvinnu
við aðra. Framkvæmdastjóri fé-
lagsins er Finnbogi Jónsson verk-
fræðingur, áður deildarstjóri í
iðnaðarráðuneytinu. Skrifstofa fé-
lagsins er til húsa að Glerárgötu
36 á Akureyri.
Fjölbreytt
jólagleði hjá
Mývetningum
Björk, Mývatnfvsveit 29. des.
MJÖG breytilegt verður var hér um
jólin. Á aðfangadag var ágætt veður,
en á jóladag hvassviðri og töluverð
snjókoma. A annan dag jóla var
bjart en all mikið frost. í gær var
hríðarbylur fram undir hádegi og
síðan hláka. Færð á vegum hefur
verið al) góð, en sumstaðar hálka.
Nú hefur snjó töluvert tekið upp.
Fyrir og um jólin hafa menn verið að
gera sér dagamun hér. 16. des. var
haldið aðventukvöld í Rcykjahlíð-
arkirkju. Þar söng barnakór og voru
öll börnin með kerti með Ijósum.
Kirkjukórinn söng undir stjórn Jóns
Árna Sigfússonar. Ræðu flutti Hauk-
ur Ágústsson skólastjóri á Laugum.
Séra Örn Friðriksson stjórnaði þess-
ari athöfn, sem var hátíðleg. Fjöl-
mennt var.
A vegum Kiwanisklúbbsins
Herðubreiðar voru sett upp jóla-
tré við barnaskólann á Skútu-
stöðum og Reykjahlíð. Þegar
kveikt var á þessum trjám fyrir
jólin söfnuðust all margir saman,
bæði börn og fullorðnir. Þar komu
fram jólasveinar og dansað var
kring um jólatré og sungið. Um
jólin var messað í báðum kirkjun-
um og var messusókn ágæt. í gær
var jólatrésskemmtun fyrir börn í
Skjólbrekku á vegum kvenfélags-
ins og mikill fjöldi barna sótti
þessa skemmtun. í gærkvöldi var
skákkeppni í Skjólbrekku og átt-
ust þar við starfsmenn Kísiliðj-
unnar annars vegar, og hins vegar
aðrir Mývetningar. Teflt var á 16
borðum og fóru leikar svo að
starfsmenn Kísiliðjunnar hlaut 17
vinninga, en hitt liðið 15. Þetta
var í 5. skipti sem þessar sveitir
leiða saman hesta sína. Hafa
starfsmenn Kísiliðjunnar tvisvar
borið sigur úr býtum, en hin sveit-
in þrisvar. Þess má og geta að 3
konur kepptu nú og stóðu sig með
mikilli prýði.
Á jóladag varð all öflugur
jarðskjálfti. hér og fannst hann
víða. Mældist hann 3,6 stig á
Richter. Upptök voru skammt frá
Leirhnjúk. Samkvæmt mælum er
enn töluverð gliðnun á sprungum,
ennfremur smá skjálftavirkni.
Gleðilegt ár.
Kristján.
Höfóar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
Taktann
með trompi I
Ih.ei"'timl,Ur'huga „ ut' <*a 9anai
JafnahefUr h að ek^
flnnst kx, w vir>ningr^nnað haD
ba ekk> ko2\Ur á 'ióíah"3" °9 7ðtra>m
’1 "ópihri^
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
HEFUR VINNINGINN