Morgunblaðið - 04.01.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 04.01.1983, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 Minningarorð: Guðrún Olga Benediktsdóttir Fædd 12. ágúst 1899 Dáin 28. desember 1982 Guðrún Olga Benediktsdóttir hét hún fullu nafni í höfuðið á ömmu sinni og afa í móðurætt, þeim Guðrúnu Þorkelsdóttur prests Eyjólfssonar á Staðarstað og Holger Clausen kaupmanni í Ólafsvík, á Búðum, í Stykkishólmi og síðast í Reykjavík. Olga fæddist þann 12. ágúst 1899 í Finnbogabæ við Grjótagötu 10 í Reykjavík, en þá bjuggu þar foreldrar hennar, Ragnheiður Clausen og Benedikt Jónsson verslunarmaður, innan- búðar hjá Fischer, sonur Jóns Ólafssonar prentara og Kristínar Jónsdóttur Salómonsens, kaup- manns í Kúvíkum á Ströndum. Olga missti föður sinn tveggja ára gömul, og er hún var fjögurra ára, hélt móðir hennar til sauma- náms í Danmörku, en Olga og Kristín amma hennar fóru austur á Seyðisfjörð og bjuggu þar hjá Jónínu, dóttur Kristínar, sem gift var Nielsen kaupmanni þar. Að loknu saumanámi Ragnheiðar Clausen var Olga með móður sinni í Reykjavík, og bjuggu þær fyrst með Guðrúnu, ömmu Olgu, sem þá var orðin ekkja, og sáu þær sér og sínum farborða með saumaskap. Ragnheiður Clausen giftist öðru sinni, árið 1909, Gísla Gíslasyni verslunarmanni hjá Geir Zoéga, og eignuðust þau työ börn, Hólmfríði og Holger. Átti Olga heimili sitt þar, og reyndist Gísli henni eins og besti faðir. Olga gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi ár- ið 1918. Eftir það vann hún á Bæj- arsímanum um nokkurt skeið. Ár- ið 1924 fór hún til náms í hús- mæðraskóla í Danmörku. Þann 27. maí 1925 giftist Olga Árna Árnasyni verslunarmanni og síðar kaupmanni í Vöruhúsinu i Reykjavík, Árni var fæddur 6. nóvember 1898 á ísafirði, sonur Árna Sveinssonar kaupmanns þar og síðar forstjóra gömlu Iðunnar í Reykjavík, og konu hans, Guðrún- ar Brynjólfsdóttur frá Mýrum í Dýrafirði. Heimili sitt stofnuðu þau Olga og Árni að Barónsstíg 12, en bjuggu síðar lengst af í Vestur- bænum, við Ásvallagötu, Hávalla- götu og Hólavallagötu. Árni and- aðist árið 1969, sjötugur að aldri. Eftir það hélt Olga sjálfstætt heimili, síðast að Lokastíg 16. Þau Árni og Olga eignuðust eina dóttur, Ragnheiði, árið 1930. Er hún gift Einari Sigurðssyni verk- fræðingi, og eiga þau þrjú börn. Langömmubörn Olgu eru þrjú. Olga var bjartsýn kona og já- kvæð í garð allra. Hún var jafnan glöð og létt í lund. Hún var hæglát og hlédræg, en hafði á hinn bóginn mikla ánægju af þvi að umgangast fólk. Og einhvern veginn var það svo, að fólk dróst að henni. Skipti þá engu máli, hvort um var að ræða ókunnugt fólk eða vini og kunningja, né heldur á hvaða aldri fólkið var. Ragnheiður dótturdótt- urdóttir hennar átti enga betri vinkonu en ömmu Olgu, og vel undu þær sér saman í búðarleik eða með púsluspil, þótt nær átta- tíu ára aldursmunur væri á þeim. Og þessi gáfa Olgu til að umgang- ast ungt fólk kom ekki síst vel fram, er hún langtímum saman hélt heimili með barnabörnum sinum að Skeiðarvogi 39 nokkur síðustu árin. Olga var mikil hannyrðakona og féll sjaldan verk úr hendi. Peysur hennar og vettlingar eru óteljandi. Og það var sama, hvort hún sat við sjónvarpið eða var á ferðalagi erlendis, alltaf var prjónað eða saumað. Olga var hafsjór af fróðleik um persónusögu og hafði mikinn áhuga á þeim málum. Engar bæk- ur hef ég séð eins mikið notaðar og uppsláttarrit hennar um íslenska menn, enda voru þær bækur aldrei settar í hillu. Olga hafði ágæta frásagnargáfu og hafði frá mörgu að segja. Og hún sá líka spaugilegu hliðarnar á atvikunum. Og þótt sum atvikin væru í rauninni sorgleg, þá sagði hún þannig frá þeim, að óborgan- legt var. Vil ég láta eina slíka frá- sögn fljóta með hér, en hún er um appelsínu, sem Olga fékk gefins, þegar hún var barn. Á þeim dög- um voru appelsínur ekki á hvers manns borði, og því var ekki ann- að hægt en fara með hana út og sýna hana. Og þeir, sem sáu, vildu meira en sjá, því þeir vildu líka halda á appelsínunni. Auðvitað var alls öryggis gætt, en enginn má sín gegn slægðinni. Ein stelp- an bað um að fá að fara með app- elsínuna inn í hús til að sýna hana fólkinu þar, og hafði hún sitt fram. Þegar Olgu tók að lengja eftir stelpunni og athugaði, hvað var á seyði, kom í ljós, að stelpan hafði farið rakleiðis út um aðrar dyr á húsinu, og til appelsínunnar hefur aldrei spurst síðan. Olga var ein af þeim, sem ekkert vilja láta fyrir sér hafa og kvarta aldrei. Og það var ekki fyrr en á síðastliðnu hausti, að ljóst varð; að hún gekk ekkt heil til skógar. I vetur hrakaði heilsu hennar, þótt engum kæmi til hugar, að enda- lokin væru svo skammt undan. Að kvöldi annars jóladags veiktist hún snögglega og var flutt í Borg- arspítalann. Innan tveggja sól- arhringa var hún öll. Nú, þegar ieiðir skiljast, er mér efst í huga þakklæti fyrir allar samverustundirnar með Olgu. Þar sem hún var, var á vísan að róa. Blessuð sé minning Olgu Bene- diktsdóttur. Steingrímur Jónsson Við fráfall Olgu Benediktsdótt- ur langar mig til að setja nokkur orð niður á blað. Ég átti því láni að fagna að fá að kynnast þessari merkiskonu hin síðustu ár, og þrátt fyrir rúm- an fimmtíu ára aldursmun, var það margt sem við gátum rætt saman. Þarna fór kona sem var enn ung í anda og fylgdist vel með því, sem við unga fólkið vorum að bralla. Þó að eflaust hafi sumt ekki tíðkast á hennar ungdómsár- um, þá var því ævinlega sýndur mikill skilningur. Eins gátum við unga fólkið fræðst um, hvernig hlutirnir voru gerðir hér áður fyrr, og varð það okkur til mikils fróðleiks og oft spunnust út frá því hinar skemmtilegustu umræð- ur. En nú verða þessar ánægju- og fróðleiksstundir yfir kaffibolla og smákökum með þessari síungu konu ekki fleiri. Ég vil þakka fyrir þær um leið og ég votta aðstand- endum dýpstu samúð. Þorleifur Þór Jónsson Ottó Pálsson kaupmaður — Minning Hinn 27. desember lést Ottó Pálsson kaupmaður í Sjúkrahús- inu á Akureyri. Andlát hans kom ekki á óvart. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu árin, svo að líf hans lék á bláþræði. Sjúkrahúslegur hans lengdust og urðu tíðari en áður, en hann hresstist á milli og lét á engu bera. Síðast þegar ég kom að sjúkrabeði hans, duldist mér ekki að endalok- anna yrði skammt að bíða. Samt reyndi hann að bregða á glens, en þrekið var þorrið. Ottó Pálsson var hógvær maður að eðlisfari, en fastur fyrir í skoð- unum sínum á mönnum og mál- efnum. Hann var hlýr og hjálp- samur þeim, sem við hann skiptu, með næmt skopskyn og hafði gjarna spaugsyrði á vörum. Hann var óvenju mannglöggur og um- talsprúður, vinmargur og sannur í vináttu sinni. Ottó Pálsson var mikill sjálf- stæðismaður. Hann stóð um ára- tugi fyrir kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins hér á Akur- eyri. Þar nýttust mannkostir hans vel, trútt minni og reglusemi í starfi, einstakir kunnugleikar á bæjarbúum og hæfileiki til þess að umgangast fólk. í kosningabarátt- unni unni hann sér ekki hvíldar og sjálfs sín. Ef vel gekk, lék hann á als oddi og gerði lítið úr þætti sín- um í sigrinum. Ef illa gekk, gat hann ekki á heilum sér tekið og kenndi sér um, sem auðvitað var víðs fjarri. Ottó Pálsson var kvæntur mik- illi mannkostakonu, Sigfríð Ein- arsdóttur, og ráku þau um langa hríð Prjónastofuna Drífu og síðar Verzlunina Drífu við Hafnar- stræti. Þau hjón voru mjög sam- hent í einkalífi sínu og starfi, vinsæl af bæjarbúum og áttu traust þeirra. Fyrir nokkrum ár- um varð Sigfríð fyrir alvarlegu áfalli, svo að hún hefur ekki átt afturkvæmt af sjúkrastofnunum síðan. Nú er þungur harmur að henni kveðinn, er maður hennar hefur safnast til feðra sinna. Sag- an kennir okkur, að í þyngstu raunum fái menn yfirnáttúrulegt þrek til að standast þær. Á þess- um degi hljótum við í hljóðri bæn að biðja guð að styrkja Sigfríði Einarsdóttur og styðja. Okkur verður hugsað til Þóru, dóttur þeirra hjóna, og fjölskyldu henn- ar. Með Ottó Pálssyni er góður drengur genginn. Megi hann í friði hvíla. Halldór Blöndal Æskuvinur minn, Ottó Pálsson, fyrrum kaupmaður á Akureyri, andaðist þar á Fjórðungssjúkra- húsinu hinn 27. desember síðast- liðinn. Útför hans fer fram í dag, 4. janúar, frá Akureyrarkirkju. Karl Ottó var fæddur í Einars- nesi í Mýrasýslu hinn 17. septem- ber árið 1915, sonur hjónanna Páls Jónssonar, búfræðikennara og bónda, og Þóru Baldvinsdóttur, bónda í Grenivík, Þórðarsonar og konu hans, Kristínar Flóvents- dóttur, bónda í Keflavík í Fjörðum í Suður-Þingeyjarsýslu, Jónasson- ar. Páll Jónsson var á sínum tíma landskunnur vegna rita um land- búnaðarmál. Einnig var hann dáð- ur sem kennari. Hann var sonur Jóns Davíðssonar, bónda að Kroppi í Eyjafirði, síðar í Reyk- husum, og Rósu Pálsdóttur, hreppstjóra á Tjörnum í Eyjafirði, Steinssonar. Páll var búfræði- kandídat frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn og kennari á Hvanneyri 1910 til 1920, er hann varð að hætta kennslu vegna van- heilsu. Hann var jafnframt bóndi í Einarsnesi frá 1916. Páll andaðist 17. desember 1925 og kona hans, Þóra, árinu síðar, þann 29. janúar. Þau hjón eignuðust annan son, Baldvin, sem andaðist í bernsku. Eftir foreldramissinn fór Ottó Pálsson til föðursystur sinnar, Maríu Jónsdóttur í Reykhúsum, Eyjafirði, konu Hallgríms Krist- inssonar, hins landskunna athafnamanns og samvinnufröm- uðar. Hann var og langdvölum hjá föðurbróður sínum, Davíð Jóns- syni, hreppstjóra á Kroppi, og Sig- urlínu, konu hans, hinum mestu merkishjónum. Geta má nærri, að foreldramiss- irinn varð Ottó Pálssyni sár. Góð umhyggja vænna vandamanna kom í þeirra stað. Hann stundaði nám á Laugarvatni. Eftir skóla- vistina festi hann kaup á bifreið og stundaði leiguakstur. Hann var um tíma hjá Kristjáni Kristjáns- syni, eiganda Bifreiðastöðvar Ak- ureyrar, hinum mesta atorku- manni. Hjá Kristjáni var Ottó m.a. „rútubílstjóri", sem var erfitt starf og því ekki falið öðrum en traustum mönnum og þaulreynd- um bifreiðarstjórum. Árið 1941 kvæntist Ottó Sigfríði Einarsdóttur, Metúsalemssonar, verzlunarstjóra, og konu hans, Guðnýjar Jónasdóttur frá Kjarna á Akureyri. Þau hjónin ráku Prjónastofuna Drífu á Akureyri og verzlun undir sama nafni, þar til Sigfríð missti heilsuna. Eftir það var Ottó lengst af starfsmað- ur vikublaðsins „Islendingur“ á Akureyri. Sigfríð og Ottó eiga kjördóttur, Þóru, sem gift er Erni Haukssyni, starfsmanni Kísiliðjunnar í Mý- vatnssveit. Til dóttur sinnar og tengdasonar fóru þau oft og áttu þar margar ánægjustundir. Eftir að Sigfríð veiktist og gat ekki lengur annast heimilið urðu miklar breytingar á högum vinar míns, Ottós Pálssonar. En öllu andstreymi tók hann með karl- mennsku og veikindum mætti hann með þeim hætti, sem fáum er gefið. í sjúkdómsstríðinu mælti hann aldrei æðruorð. Hugur hans var hjá ástríkri eiginkonu, dóttur og vinum. Hlýleg orð og gaman- söm hrutu af vörum hans til þeirra, er til hans komu. Æðru- lausari manni i veikindum hefi ég ekki kynnst. Vegir okkar Ottós Pálssonar lágu snemma saman. Við lékum okkur ungir drengir. Hann var þá í skjóli föðursysturinnar í Reyk- húsum og ég í Kristnesi, en jarð- irnar liggja saman í Hrafnagils- hreppi í hinum fagra Eyjafjarð- ardal vestanverðum. Oft var þá glatt á hjalla, er við Bjarni bróðir og Ottó göntuðumst við vinnu- mennina uppi á húsloftinu í Reykhúsum. Þá var og farið í leiki, og slæddust fleiri í hópinn af næstu bæjum. Ottó var okkar elst- ur og því foringinn. Um það efað- ist enginn. Glaðlyndi hans hreif alla. Eftir að ég settist að á Akur- eyri, 1946, endurnýjuðum við vin- áttuna og á milli fjölskyldna okkar komust á náin tengsl. Á heimili þeirra Sigfríðar og Ottós áttum við margar gleðistundirnar og oft var litið inn í verzlun þeirra í Hafnarstrætinu. Eftir að ég kom til Akureyrar tók ég þátt í stjórn- málabaráttunni. í hartnær tutt- ugu ár starfaði Ottó þar með mér í blíðu sem stríðu og veitti forstöðu kosningaskrifstofu af frábærum dugnaði og - ósérhlífni. Stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og í Norðurlandskjör- dæmi eystra eiga Ottó Pálssyni þakkir að gjalda fyrr og síðar vegna starfa hans í þágu þeirra og Sjálfstæðisflokksins. Ottó Pálsson var að eðlisfari hlédrægur, en lét til sín taka í góðra vina hópi. Framkoma hans var fáguð og í skaphöfn hans ríkti viðleitni til þess að hjálpa öðrum og styrkja góðan málstað. Hann hafði næmt skopskyn, gamansam- ur og léttur í lund, en tilfinn- inganæmur. Hann hafði gaman af íþróttum, sérstaklega knatt- spyrnu, og fylgdist af áhuga með öllu, sem í þeirri grein var að ger- ast. Sjálfur lét hann sér laxveið- arnar nægja. Ég mun seint gleyma yndisstundunum við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, með hon- um og vini okkar, Sigurgeir Sig- urðssyni. Ottó Pálsson gegndi öllum störfum af stakri samvizkusemi, og hjálpsemi hans mun margur minnast. Úr minni mást ekki mót- tökurnar og hlýjan á heimili hans og hans góðu konu, Sigfríðar. Ég og fjölskylda mín vottum Sigfríði, Þóru, tengdasyni og öll- um ástvinum Ottós Pálssonar innilegustu samúð. Með brottför hans hverfur af sjónarsviðinu einn af okkar kærustu vinum. Jónas G. Rafnar t Þökkum samúö og hlýhug viö andlát ÞÓRU NIKULÁSDÓTTUR, Þórsmörk 3, Hveragerói. Einnig færum viö þakkir læknum og hjúkrunarliöi Landakots- spitalans og Borgarspítalans. Ingvar Christiansen, Gíslína Björnsdóttir, Ragnar Christiansen, Ásta Jóhannsdóttir, Hans Christiansen, Dóra Snorradóttir, og barnabörn. t Hjartans þökk fyrir auösýnda vináttu og samúö viö fráfall og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, INGIMUNDAR GUDJÓNSSONAR, Egilsbraut 18, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir til sveitarstjórnar Ölfushrepps, félagasamtaka og fjölda einstaklinga sem heiöruöu minningu hans meö ýmsum hætti. Margrét Róbertsdóttir, Jónas Ingimundarson, Agústa Hauksdóttir, Elísabet Anna Ingimundardóttir, Valmundur Einarsson, Róbert Karl Ingimundarson, Albert Ingi Ingimundarson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.