Morgunblaðið - 04.01.1983, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1983
32
Svanhildur Kristvins-
dóttir — Minningarorð
Fædd 19. mars 1922
Dáin 26. desember 1982
Nú þann 26. desember 1982 hef-
ur Svanhildur Kristvinsdóttir
lagst til hinstu hvíldar, — hún
hefur lagt augun sín aftur í síð-
asta sinn, þau hafa lokið sínu
hlutverki hér og hjartað lauk við
að þjóna þessum jarðneska lík-
ama, en sálin hefur svifið til æðra
lífs að leita horfinna ástvina; þar
hygg ég hún finni Helgu Brynj-
ólfsdóttur fóstru sína frá Engey
og fleiri sem henni þótti svo vænt
um, og hún áður kvaddi með trega
og miklum söknuði.
Þar ríkir fögnuður sem góðir
vinir finnast.
Svanhildur fæddist þann 19.
marz 1922. Hún var hlý í viðmóti
og glöð á góðum stundum, trygg
var hún og gætin og lagði ávallt
gott eitt til mála ef til hennar var
leitað, því var það að börn hænd-
ust að henni og ég hygg að þau
muni verða nokkuð mörg sem
sakna hennar nú, þó nokkur þeirra
séu reyndar orðin fullvaxta þegar
hér er komið. En það voru heldur
ekki bara börn sem hún laðaði að
sér, það hlutu allir að finna þá
alúð og hlýju sem frá henni lagði
því hún var eins við alla og enginn
mátti vera afskiptur, hún vildi öll-
um vel og var umtalsfróm og heil í
orðum og gjörðum og gekk um
með því hugarfari að láta alls
staðar eitthvað gott af sér leiða.
Þannig kynntist ég Svanhildi
svilkonu minni og þannig man ég
hana ætíð, — þannig minnast þeir
hennar sem henni kynntust.
Oft minnist konan mín þess
hvað Svana annaðist móður henn-
ar af mikilli alúð í erfiðu dauða-
stríði þá er hún kvaddi þennan
heim — þar veit ég að muni bíða
hennar hlýjar móttökur er þær
hittast.
Nú þegar þessu ári lýkur hefur
það gerst að stórt skarð var
höggvið í Halakotsheimilið, —
Kristinn bóndi Helgason hefur
misst traustan og tryggan lifs-
förunaut og börnin hafa misst
móður sína, barnabörnin ömmu og
tengdabörnin tryggan vin og
venslamann, þungur harmur hef-
ur slegið þessa fjölskyldu. Svan-
hildar er sárt saknað. Þó mildar
þann söknuð þær minningar sem
geymast um góðan vin og gleði yf-
ir því að hafa fengið að njóta ná-
vistar svo göfugrar sálar á meðan
henni entist lífið, því það hlýtur
að göfga hvern einn að umgangast
svo góða manneskju sem Svana
var.
Við kveðjum Svönu með sárum
söknuði, full þakkar fyrir að hafa
fengið að njóta vináttu hennar og
nærveru um nokkurt skeið.
Guð blessi sál hennar, Guð
styrki þá sem syrgja hana: Eigin-
mann, börn, tengdabörn og barna-
börn, aldraða móður og systkini.
Við biðjum þeim allra heilla um
ókomna tíð.
„Hvart hoAar nýárs blessuð sól?
Hún boðar náltúrunnar jól,
hún flvlur líf og líknarráð,
hún Ijómar heil af Drottins náð."
Jón Þ. Haraldsson og fjölskylda.
Óþurrkasumarið mikla 1955
skilaði vegalengdin frá Reykjavík
að Halakoti í Flóa undirrituðum í
aðra veröld. Hin gráa Massey
Ferguson-öld hafði alveg snið-
gengið hlaðvarpann í Halakoti og
einasta vélknúna verkfærið var
vatnsdæla, en búskapur allur gekk
fyrir afli manna og hesta. Ekki
var laust við að styngju í stúf við
þetta forna búskaparlag ung og
spreillifandi hjón, Kristinn og
Svana. Svo átti að heita að ég væri
snúningastrákurinn á bænum, en
auðvitað sáu allir í gegnum það. Á
miðju þessu annálaða óþurrka-
sumri hafði mér tekist að festa
strá svo kyrfilega í eigin koki að
þurfti að koma mér undir lækn-
ishendur á Selfossi. Örugglega
hefur Kristni verið skapi næst að
skilja mig þar eftir, en ég var
kominn undir verndarvæng Svönu
og hún var óþreytandi í réttlæt-
ismálum barna og málleysingja.
Þau fimm sumur sem ég átti fyrir
höndum í Halakoti fann ég aldrei í
neinu að ég væri aðkomudrengur
og naut sömu umhyggju og hennar
eigin börn.
Halakot var heimavöllur Krist-
ins Helgasonar. Hér lék hann list-
ir sínar við aðdáun heimilisfólks-
ins. Uppruni Svönu var aftur á
móti með þeim ólíkindum að mér
fannst hann alltaf vera eitt
Grimmsævintýrið í viðbót. Hún
var dóttir hjónanna Kristvins
Sveinssonar og Sigríðar Jóhann-
esdóttur sem bjuggu að Enniskoti
í Vestur-Húnavatnssýslu við
mikla ómegð. Þegar Svana var að-
eins fjögurra ára var ákveðið að
senda hana suður til skyldfólks í
Reykjavík í því skyni að létta und-
ir heima fyrir. Eftir langa skips-
ferð var þessi litla stúlka stödd í
sjálfum höfuðstaðnum, en sá sem
hafði verið beðinn fyrir hana fann
ekki húsið þar sem honum var
uppálagt að skilja hana eftir. Á
endanum var fylgdarmaðurinn
staddur í útjaðri bæjarins sem þá
var á móts við Tungu. I ráðaleysi
knúði hann dyra og upp lauk kona
sem tók við örþreyttu barninu og
bar það til hvílu. í Tungu bjuggu
þá Helga Brynjólfsdóttir frá Eng-
ey og maður hennar, Sigtryggur
Etergsson. Þau hjón voru barnlaus
og gengu nú þessu bláókunnuga
barni í foreldra stað og þegar Sig-
tryggur féll frá tveimur árum síð-
ar, fylgdi Svana fóstru sinni út í
Engey og ólst þar upp allt til 25
ára aldurs.
Oft þegar ég heyrði Svönu
minnast á mannlíf úti í Engey,
fannst mér erfitt að koma heim og
saman að það væri sama eyjan og
ég hafði fyrir augum á veturna:
mjó landræma með tveimur ramb-
andi húsum, gjörsneydd mannlífi.
Sú Engey sem Svana minntist, ið-
aði af lífi og náði hámarki í strið-
inu þegar Englendingar og Amer-
íkumenn höfðu þar bækistöðvar.
Eiginlega var Svana með sér-
kennilegum hætti borgarbarn: all-
an sinn uppvöxt hafði hún Reykja-
vík fyrir augum og traffík út í
heim. Á milli var mjótt sund.
Þegar búskapur lagðist af í
Engey árið 1947, hafði hún aðeins
skamma dvöl í Reykjavík en réðist
sem ráðskona að Oddgeirshólum í
Hraungerðishreppi. Þar kynntust
þau Kristinn og stofnuðu heimili
að Halakoti árið 1948. Þangað
fluttist nú sú sem hafði gengið
Svönu í móður stað árið 1926 og
dæmið snerist við með þeim hætti
að Svana annaðist fóstru sína allt
þar til hún lést í hárri elli árið
1962.
Kristinn og Svana voru undar-
lega samvalin hjón. Svana dul og
horfði á heiminn úr nokkrum
fjarska eins og það væri Engeyj-
arsund á milli. Kristinn gáskafull-
ur og mannhlendinn. Með þessum
ólíku skapgerðum tókust ástir og
eindrægni sem þverbrutu þá
grundvallarreglu að tilhugalíf eigi
að taka endi við hjónaband. I
trássi við hversdagsleikann var
eins og trúlofun þeirra endurnýj-
aðist á hverjum degi. Það var ekki
síst þetta samband sem léði lífinu
í Halakoti þann Ijóma að margur
sumarkrakki blindaðist og hélt sér
gangandi heilu veturna á tilhlökk-
un eftir að komast þangað næsta
og næsta og þarnæsta sumar. Þeir
sem ekki þekktu til, klóruðu sér i
hausnum og spurðu hvernig þessi
skiki í Flóa, sem þegar öllu er á
botninn hvolft væri lítið annað en
þúfur og mýri, gæti búið yfir við-
líka aðdráttarafli.
Stíll Svönu var ógleymairlegur,
hæversk en föst fyrir og óþreyt-
andi að finna öðru fólki málsbæt-
ur. Kunni aldrei kjaftasögu. Hún
var tíguleg á velli, snör í hreyfing-
um og hamhleypa til verka, hvort
sem var við heimilisstörf og til-
tektir eða í heyskap þar sem hún
geystist yfir túnin með Jarp
gamla spenntan fyrir rakstrarvél í
kappi við næstu skúr. Sama elja
entist henni um kvöldmjaltir og í
endurminningunni breytist fjósið
í hljómleikahöll og við og við má
heyra sérkennilega dillandi hlátur
Svönu. Um kvöldið tók hún á sig
gerfi síprjónamanneskju og gat
allt í senn: prjónað, reykt, hlustað
á útvarpssögu og komið börnunum
í háttinn.
Börn þeirra Kristins og Svönu
urðu fimm: Helgi (1948), Jóhannes
(1951), Sigurbjörn (1956), Vilborg
(1962) og Svanur (1963). Þau voru
hennar mesta lífslán og sjá nú á
bak móður sinni langt um aldur
fram. Erfitt mun að kasta tölu á
alla þá sem höfðu skamma eða
langa viðdvöl að Halakoti og
minnast nú Svönu með þakklæti.
Við vorum fjögur systkinin sem
eignuðumst hana að húsmóður og
fjölskyldur okkar sakna sjaldgæfs
vinar. Óþurrkasumarið mikla
snerist upp í eitthvert mesta
happasumar í mínu lífi og
óborganlegt að hafa kynnst heim-
inum af sjónarhólnum í Halakoti.
Pétur Gunnarsson
Asta Halldórsdótt-
ir — Minningarorö
í dag er til moldar borin að
Mosfelli í Grímsnesi Ásta Hall-
dórsdóttir.
Ásta Halldórsdóttir á Laugar-
vatni lést á heimili vina sinna á
Laugarvatni að morgni jóladags
síðastliðins 78 ára að aldri. Hún
hafði í rúman hálfan áratug átt
við vanheilsu að stríða, en eigi að
síður bar andlát hennar að með
skjótari hætti en nokkurn gat
órað fyrir. Með Ástu Halldórs-
dóttur er fallin frá ein af þeim
manneskjum, sem lengst hafa
dvalist og starfað á Laugarvatni,
eftir að skólahald hófst þar, en
Ásta var þar búsett í 45 ár, svo
sem vikið verður að síðar.
Guðríður Ásta Halldórsdóttir
var fædd í borginni Vancouver á
Kyrrahafsströnd Kanada hinn 24.
maí 1904. Foreldrar hennar voru
Halldór Ólafsson járnsmiður frá
Gröf i Laugardal og Þóranna
Theódóra Árnadóttir frá Þór-
oddsstöðum í Grímsnesi. Hún
fluttist með foreldrum sínum til
íslands tveggja ára gömul. Settust
þau að í Reykjavík, þar sem Hall-
dór stundaði atvinnu sína. Fjög-
urra ára gömul missti Ásta föður
sinn, og stóð móðir hennar þá ein
uppi með 3 ungar dætur, þær
Ástu, Sigríði Margréti og Ingveldi,
en fjórða barnið var ófætt, dreng-
ur, sem skírður var Halldór. Þessi
alsystkini Ástu eru öll látin.
Eftir lát föður síns fór Ásta i
fóstur til vina og frændfólks móð-
ur sinnar, þeirra Þórunnar Guð-
mundsdóttur og Björns Jónssonar,
sem bjuggu þá ásamt börnum sín-
um á Ormsstöðum í Grímsnesi.
Var Ásta hjá þeim, þar til móðir
hennar giftist Guðmundi Björns-
syni, syni þeirra hjóna. Eftir það
var Ásta hjá móður sinni og
stjúpa, sem hun mat alltaf mjög
mikils og sem faðir hennar væri.
Fyrst bjuggu þau á Mýrarkoti í'
Grímsnesi, en lengst af á Snæ-
foksstöðum i Grímsnesi, og við
Snæfoksstaði batt Ásta mikla
tryggð.
Þrjú hálfsystkini átti Ásta frá
seinna hjónabandi móður sinnar,
þau Halldór Sigmar, sem er bú-
settur á Eyrarbakka, Guðrúnu
Rögnu, sem er búsett í Reykjavík,
og Ólaf Árna, sem nú er látinn, en
hann bjó á Eyrarbakka. — Óhætt
er að segja, að Ásta hafi fórnað
æskuárum sínum í að aðstoða við
uppeldið á þessum systkinum sín-
um, því að móðir hennar var þá
orðin heilsutæp.
Ásta giftist aldrei og eignaðist
ekki börn, en hún bar ávallt ein-
staka umhyggju fyrir systkinum
sinum, börnum þeirra og barna-
börnum. Hún miðlaði þeim ávallt
af móðurlegri umhyggju og
tryggð, sem hún átti í svo ríkum
mæli.
Árið 1937 urðu þáttaskil í lífi
Ástu, er hún réðst sem starfs-
stúlka að Héraðsskólanum á
Laugarvatni. Laugarvatnsdvölin
varð löng, því sem næst óslitin í
hálfan fimmta áratug og til hinsta
dags, svo sem áður segir. Ásta
starfaði við Héraðsskólann í 18 ár
eða til 1955, fyrstu 9 árin að mestu
leyti við mötuneyti skólans á vetr-
um og hótelrekstur á sumrum. Frá
og með árinu 1946 tók hun við
rekstri þvottahúss skólans, og
varð það aðalstarf hennar upp frá
því.
Þegar heimavistarskólarnir á
Laugarvatni voru orðnir 4, var
tekið að reka undirstöðustarfs-
þætti sameiginlega og Sameignir
skólanna stofnaðar. Sameignir
skólanna tóku við rekstri þvotta-
hússins 1955, og þar með varð
Ásta Halldórsdóttir starfsmann-
eskja allra heimavistarskólanna á
Laugarvatni. Því starfi gegndi
hún meðan þrek og heilsa entist,
eða fram undir 1980.
Ásta Halldórsdóttir var af-
bragðs starfsmanneskja, ábyrg,
útsjónarsöm, lagin og vandvirk,
svo að í minnum er haft. Þvottur-
inn hennar var augnayndi, og hin
síðustu ár var hún að þvo rúmföt,
sem voru orðin 40—50 ára gömul
og virtust ekki ætla að slitna í
höndunum á henni. Vinnulag
hennar einkenndist af því sem
Laxness nefnir „mjúka átakið á
snerlinum".
Ásta safnaði ekki veraldarauði.
Hún var ekki kröfugerðarmann-
eskja, hvorki hvað snerti kaup,
starfsskilyrði né húsnæði. Áratug-
um saman bjó hún í litlu og þæg-
indasnauðu smáhýsi á bakka
Laugarvatns. Ástæðurnar virtust
ekki aðlaðandi við fyrstu sýn.
Þrátt fyrir það virtist Ásta lengst
af una hag sínum dável. Skýringin
er augljós fyrir þá sem þekkja
staðhætti. Laugarvatn er ótrúlega
töfrandi staður, og vatnsbakkinn
er sannkölluð Paradís. í vorþeyn-
um og hækkandi sól, þegar endur,
óðinshanar og aðrir góðvinir þyrp-
ast að, hverfur allt vetrarangur
eins og hendi sé veifað.
Ásta var óvenjulegur dýravinur
og náttúruunnandi. 011 dýr hænd-
ust að henni og áttu hjá henni at-
hvarf — einnig hagamýsnar, sem
hún umgekkst eins og notaleg hús-
dýr eða gæludýr. Hún sagði oft:
„Það er bara að gefa þeim svolítið,
þá gera þær ekkert illt af sér.“
Á hinn bóginn fannst kunnug-
um notalegt og á einhvern máta
eðlilegt að hitta Ástu í hinum lág-
reistu híbýlum hennar á vatns-
bakkanum eða hengjandi drifhvít-
an þvottinn á snúrurnar sínar.
Hún var í margra hugum orðin
næsta óaðskiljanlegur hluti af
sínu dýrðlega umhverfi. Eftir-
minnilegt er, hversu barngóð Ásta
var, öll börn löðuðust ósjálfrátt að
henni.
Ef undan er skilin ferðin langa
frá Kyrrahafsströnd, var Ásta
ekki víðförul. Ekki fór heldur mik-
ið fyrir skólagöngu hennar frekar
en flestra þeirra, er uxu úr grasi
upp úr aldamótunum.
Eigi að síður vakti það furðu
margra, hversu staðgóð deili Ásta
kunni á lýðum og landshögum
bæði innan lands og utan. Um-
fram allt beindist áhugi hennar að
fólki og þar með-ættfræði. Minnið
var lengst af mjög traust, og vakti
furðu margra, hversu örugglega
hún mundi nöfn og búsetu nem-
enda og sumargesta, er dvalist
höfðu á Laugarvatni fyrir mörg-
um áratugum. Hún þekkti í mörg-
um tilfellum 2—3 kynslóðir nem-
enda, er staðinn höfðu gist.
Ásta Halldórsdóttir var einörð
og hressileg í tali. Hún tjáði tæpi-
tungulaust skoðanir sínar á
mönnum og málefnum. Hún varð
ekki umsvifalaust allra vinur, en
sannur vinur vina sinna, þegar
hún tók fólki. — Undirrituðum er
sérlega Ijúf minningin um það,
hversu einlæga ástúð og um-
hyggju Ásta sýndi skyldmennum
sínum, jafnt í orði sem á borði.
Einnig gat hún með sanni verið
hreykin af þeim, enda traust úr-
valsfólk upp til hópa. Þessum
sömu ættingjum Ástu Halldórs-
dóttur votta ég einlæga samúð nú
þegar hún er fallin frá.
Á Laugarvatni er að sjálfsögðu
stórt skarð fyrir skildi við fráfall
mætrar starfsmanneskju í tvo
fimmtu hluta aldar.
Við kveðjum hana með sökn-
uði og þakklæti, minnugir þess, að
hún vann hér þýðingarmikil und-
irstöðustörf áratugum saman og
stuðlaði að vexti og viðgangi
Laugarvatnsskólanna.
Laugarvatni, 30. des. 1982,
Benedikt Sigvaldason.
+
Móöir okkar, fósturmóöir, tengdamóöir, amma og langamm'a,
INDÍANA JÓNSDÓTTIR,
Laugarnesvegi 105,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, í dag, þriöjudaginn 4. janú
ar, kl. 10.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Bryndís Brynjólfsdóttir,
Jónína Lilja Jóhannsdóttir,
Anna Jóhannsdóttir,
Guðbrandur Ingimundarson.