Morgunblaðið - 04.01.1983, Side 33

Morgunblaðið - 04.01.1983, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1983 33 Anna Magnúsdóttir Minningarorð Það er víst um hálf öld síðan ég ung telpa sat við hljóðfærið og stautaði mig fram úr nótunum, er faðir minn hratt upp hurðinni og sagði að frænka mín, Anna, væri komin. Hún stóð í dyragættinni og leit í kringum sig, mjög hávaxin, ljóshærð með stór blá augu, lífs- gleðin geislaði frá henni. Hún stóð góða stund kyrr og sagði aðeins eitt orð: „Píanó." Það var eins og hljóðfærið væri segulmagnað og drægi hana til sín og hún sagði einum tón hærra: „Guðdómlegt." Ég renndi mér út af stólnum og hún settist og spilaði Carnevalinn eftir Schumann. Hún hafði stórar hendur og þær renndu sér eftir hljómborðinu, stundum undur- blítt, en þar á milli af krafti og með einhverjum óræðum gáska. Ég stóð orðlaus og hlustaði með aðdáun, annað eins hafði ég þá ekki heyrt. Að því búnu stóð hún upp, leit á mig og sagði: „Jahá, svo þú ert farin að læra á píanó. Lífið er ekkert án tónlistar, mundu það.“ Síðan var sest að kaffi- drykkju og hún sagði frá og gerði það þannig að allir veltust um af hlátri svo tárin flóðu niður kinn- arnar. Svo stóð hún upp, þakkaði fyrir sig og var farin. Síðan fannst mér lítið gerast næstu daga. Með þessu hófst vinátta okkar sem lengi hefur varað. Hún var talsvert eldri, ég leit upp til henn- ar. Hún var greind, hreinlynd og vinaföst. Ef henni þótti eitthvað miður gekk hún hreint til verks. Að tala illa um aðra, það var ekki hennar háttur. Á þessum árum voru ungar stúlkur rómantískar, höfðu unað af tónlist, blómum og kampavíni, en hún hafði annað og meira til að bera, hún hugsaði og talaði öðru- vísi en flestar aðrar, átti ekki til nöldurtón, heldur sveif andinn yf- ir öllu sem hún sagði. Það gleym- ist ekki þeim sem þekktu hana á hve glettinn hátt hún gat orðað hversdagslegustu hluti. Ég minnist þess þegar hún var í tilhugalífinu sitjandi úti fyrir tjalddyrunum við Laugarvatn, grammófónninn spilaði eftirlæt- istónskáldið hennar, Chopin, v.atn- ið spegilslétt og sól skein í heiði, náttúran ilmaði. Hún rétti honum höndina og sagði: „Getur lífið nokkurn tíma orðið dásamlegra, Njáll rninn?" Og hann tók á móti og hélt þétt í höndina til hinsta dags. Þá var æskuheimilið kvatt, en foreldrar hennar voru Guðrún Oddgeirsdóttir og Magnús Jóns- son, sýslumaður í Hafnarfirði, en sá sem tók í hönd hennar var Njáll Guðmundsson, kennari. Ung stúlka starfaði hún við að spila undir þöglum kvikmyndum í Hafnarfjarðarbíói, en síðar vann hún hjá ríkisféhirði í Reykjavík, en maður hennar var kennari við Laugarnesskólann. Framan af bjuggu þau þröngt, en þá fæddust augasteinar foreldranna, Anna og Baldur Viðarr. Nokkrum árum síðar varð Njáll skólastjóri barna- skólans á Akranesi. Við það urðu þáttaskil í lífi þeirra. Þar efra kynntust þau mörgu góðu fólki, en ég veit að Anna saknaði margs úr Reykjavík, ekki síst á sviði lista, en á Ákranesi snerist mannlífið að mestu um saltfisk, fiskflök og skreið, svo ekki sé minnst á síldina og sementið. Þau settost að í kjallaraíbúð á staðnum, en Anna var áhugamál- um sínum trú og hóf kennslu í pí- anóleik. Smám saman batnaði hagur þeirra, stórt hús var byggt og börnin uxu úr grasi, en í nýja húsinu var séð fyrir góðu rými fyrir tónlistarkennsluna, en lengra var haldið. Hún átti stærstan hlut í að Tónlistarskóli Akraness var stofnaður, en hann hefur lyft mannlífinu þar á hærra svið. Hún var skólastjóri hans í 5 ár og kenndi við hann svo lengi sem hún gat. Vel lýsir það Önnu, að á 150 ára ártíð Chopins, Setti hún upp stór- an pott á eldavélina, bjó til súkku- laðidrykk, bakaði ótal tertur og bauð nemendum og aðstandendum til hátíðar. Þar voru leikin lög eft- ir tónskáldið af nemendum sem einnig sýndu listdans við tónlist hans. Að sjálfsögðu lék Anna sjálf einnig verk eftir tónskáldið. Það kvöld varð Akranes að heimsborg. Anna gekk ekki alltaf heil til skógar, hjartað var of stórt, en ekki að sama skapi sterkt. Þegar heilsan var ekki sem best og hún fékk einhverja hugljómun hristi hún af sér slenið og fór að sinna áhugamálum sinum. Auk tónlistar hafði hún yndi af að mála og þá einkum blómamyndir. Hún hafði lítið lært til þeirra verka, en sköp- unar- og litagleðin réðu ferðinni. Hún málaði ekki sætar blóma- myndir, heldur þrengdi litaskrauti út í rammann og blómin komu út úr myndfletinum eins og þau vildu grípa áhorfandann, enda gerðu þau það oft. Þegar orgelsnillingurinn okkar var jarðaður, en Anna dáði hann mikið, setti hún mynd af honum á borðið hjá sér, skreytti það með rósum og hlustaði á jarðarförina í útvarpinu. Hún trúði á lengra líf en þetta og það sagði hún að hún væri viss um að á móti sér tækju þeir Páll, Beethoven, Chopin og Bach, og þá skyldi verða líf og fjör, — rífandi karneval. Svo hló hún hátt. Ég veit að nú þegar karnevalinn hjá henni stendur sem hæst, munu margir vinir hennar og nemendur setja kerti á borð hjá sér og skreyta með grenigreinum og þakka henni vináttuna og það hve hún gerði tilveruna litríkari og skemmtilegri. Anna Sigríður Björnsdóttir Það er margt sárt, sem mann- fólkinu er ætlað að umbera í líf- inu. Eitt af því er andstæðan, dauðinn, eða hið óumflýjanlega. Jafnvel þegar hann gerir boð á undan sér, getur verið erfitt að sætta sig við þennan þátt. Það varð mér enn einu sinni ljóst, er ég frétti lát móðursystur minnar, Önnu Magnúsdóttur, en hún ánd- aðist á gjörgæzlu Landakotsspít- ala að morgni hins 27. desember sl. Anna fæddist 23. júní 1913, dóttir Magnúsar Jónssonar, fyrr- um sýslumanns og bæjarfógeta í Gullbringu- og Kjósarsýslu, og konu hans Guðrúnar Oddgeirs- dóttur, Guðmundssonar, prests að Ofanleiti í Vestmannaeyjum, en Anna var ein af 9 börnum Magn- úsar Jónssonar. Hún lifði alla tíð með tónlist og í tónlist, í óeiginlegri og eiginlegri merkingu. Á bernskuheimili henn- ar í Hafnarfirði var oft glatt á hjalla, og var hljómlistin þar sjálfsagður hlutur. Systkinin spil- uðu flest á píanó, en slíkt örvar lífsgleði og fjör. Ég þekkti Önnu frá barnæsku, þar sem hún var tíður gestur á heimili foreldra minna. Raunveru- leg kynni mynduðust hins vegar ekki okkar í milli fyrr en á síðari árum, þá í ríkum og skemmtileg- um mæli, þar sem við fundum að við áttum margt sameiginlegt. Það sem mér fannst einkenna lundarfar Önnu frænku minnar og vinkonu var einlægnin, jafnaðar- geðið, hnyttin tilsvörin, og stutt var í gáskann, jafnvel er hún átti í baráttu við hin langvinnu veikindi sín, en hún hafði m.a. meðfæddan hjartagalla. Tónlistarnám stundaði hún í mörg ár og uppskar ríkulega af því námi, eins og fyrr er getið, en einnig var henni það hin mesta hvíld og afþreying að setjast við píanóið og gleyma sér um stund. Hún átti sér fleiri áhugamál, m.a. málaði hún, þegar tími gafst til, og bera myndir hennar vott um þá bjartsýni sem hún hafði til að bera, á hverju sem bjátaði. Hún hafði auðugt hugmynda- flug, sem hreif mann með sér á fjarlægðar slóðir, þar sem sumar og sól ríkir. Hún var sannur vinur og sálufélagi, í orðsins fyllstu merkingu, skilningsrík og hjálp- -ftís,* ef hún vissi um einhvern hjálparþurfi. Hún kvæntist Njáli Guðmunds- syni, og hafði hjónaband þeirra staðið í 40 ár, er hún lézt. I sam- búð þeirra ríkti trygglyndi og gagnkvæm ástúð. Fyrstu hjúskap- arárin bjuggu þau i Reykjavík, en fluttu síðan til Akraness, þar sem Njáll gegndi skólastjórastarfi við Barnaskóla Akraness í hart nær 25 ár, en Anna hélt áfram störfum í sambandi við tónlistina; m.a. var hún skólastjóri við Tónlistarskóla Akraness. Heimili þeirra hjóna var fallegt og rómað fyrir gest- risni og góðan smekk. Gestir, sem leið áttu um, fengu hlýlegar og rausnarlegar móttökur. Þar kom að þau fluttu til Kópa- vogs, þar sem þau bjuggu í fimm ár og undu hag sínum vel. Við hjónin vorum þar tíðir gestir, en móttökur og andrúmsloft þar var ævinlega létt, en önnu var ein- staklega lagið að koma fólki til að hlæja og gleyma áhyggjum hins daglega lífs. Tvö mannvænleg börn eignuð- ust þau hjón, Önnu, kvænta Willi- am Th. Möller, og Baldur Viðarr, kvæntan norskri konu, Tove Berntsen, en þau búa í Noregi. Við Sigurður viljum votta Njáli, Níní, Baldri og öðrum ættingjum og vinum okkar innilegustu sam- úð. AA t ilífrtarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir, Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á ædri leidir. (>g upphiminn fegri en auga sér mót óllum oss faóminn breióir. (Kinar Ik nediktsson). Blessuð sé minning önnu Magn- úsdóttur. Agla Tulinius Útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁLFHEIDAR JÓNU JÓNSDÓTTUR, Bústaðavegi 63, verður gerð frá Bústaðakirkju, miövikudaginn 5. janúar, kl. 13.30. Lilja Kristinsdóttir, Sigurbjörn Kristinsson, Erna Magnúsdóttir, Jóna G. Kristinsdóttir, Svainn Jónsson, Guöbjartur Kristinsson, Helga Pétursdóttir, Einar Kristinsson, Guðmunda Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar, ÞÓRA J. HJARTAR, Hóholtí 5, Akranesi, andaöist í Sjúkrahúsi Akraness 31. desember. Jón F. Hjartar, Ólafur F. Hjartar, Guðrún F. Hjartar, Ingibjörg F. Hjartar. + Faöir minn, VIGGÓ BJÖRN BJARNASON, Suöurhólum 16, andaöist í Landspítalanum 1. janúar. Fyrir hönd ættingja, Ragnheiður Ösp Viggósdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, GUNNAR GUÐMUNDSSON, Lyngheiöi 6, Selfossi, andaöist í Sjúkrahúsi Suöurlands að kvöldi nýársdags. Arnheiður Helgadóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Sigurður Þór Sigurösson, Vigfús Þór Gunnarsson, Þorvaldur Þorvaldsson. Erlin Karlsdóttir, Helgi Þorvaldsson, Arndís Guðmundsdóttir, og barnabörn. + Hjartkær eiginmaöur minn og faöir okkar, KRISTJÁN ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, húsasmiðameistari, Mtðvangi 121, lést í Landspítalanum 2. janúar. Sigrún Arnbjarnardóttir, Arna Viktoría Kristjánsdóttir, Ásgeir ísak Kriatjánsson. + Sonur okkar, SIGURDUR PÉTURSSON, prentari, lést af slysförum i Chlle á nýársdag. Sigríður Sveinsdóttir, Pétur Sigurðsson. + Elsku dóttlr okkar og systir, ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Otrateig 56, lést í Barnaspítala Hringsins 2. janúar. Guðmundur Haraldsson, Ástbjörg Ólafsdóttir, og systkini. + Eiginkona mín og móöir okkar, HÓLMFRÍDUR JÓNA INGVARSDÓTTIR, Karlagötu 1, andaöist aö morgni nýársdags. Jaröarförin auglýst síöar. Haraldur Sæmundsson, Ásdís Haraldsdóttir, Inga Haraldsdóttir. + Eiginmaður minn, MATTHÍAS WAAGE, Rautetvk 36 andaöist í Borgarspítalanum aöfaranótt 1. janúar. Ingibjörg Waage. + Eiginkona mín og móöir okkar, SIGRÍDUR ÞÓRA KONRÁÐSDÓTTIR, Álftamýri 24, andaöist 31. desember sl. Þorsteinn Eiríksson og börn hinnar látnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.