Morgunblaðið - 04.01.1983, Síða 35

Morgunblaðið - 04.01.1983, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 35 Jón Bjarni Sig- urðsson — Minning í dag, 4. janúar 1983, verður jarðsettur frá Akraneskirkju Jón Bjarni Sigurðsson. Oft erum við minnt á hversu stutt er á milli lífs og dauða. Svo er nú, þegar við stöndum frammi fyrir því að ungur, harðduglegur maður er kallaður fyrirvaralaust burtu frá stórri fjölskyldu og áhugaverðu æfistarfi. Jón Bjarni var fæddur 6. októ- ber 1936. Foreldrar hans voru Sig- urlín Jónsdóttir og Sigurður Bjarnason frá Gneistavöllum á Akranesi. Ungur að árum heillað- ist Jón af sjómennsku, enda var faðir hans kunnur vélstjóri á bát- um frá Akranesi. Það sem einkenndi störf Jóns var, að hann var fastur í sessi og trúr starfsmaður. Hann vann lengst af hjá útgerð Haralds Böðv- arssonar & co. hf. Hann var m.a. skipverji á Böðvari AK, síðar skip- stjóri á Reyni AK, stýrimaður hjá þeirri kunnu aflakló, Garðari Finnsyni á Höfrungi 3, og síðar á sama skipi með Kristjáni Péturs- syni, skipstjóra, en með Kristjáni hefur hann nú unnið samfleytt í 12 ár. Nú síðustu árin sem stýri- maður og skipstjóri á skuttogar- anum Haraldi Böðvarssyni og hef- ur hann unnið þar gifturík störf, sem nú eru þökkuð af alhug. Á aðfangadag jóla stýrði Jón til hafnar á Akranesi úr síðustu veiðiferð ársins og skyldu menn halda jól með fjölskyldum sinum. Skipsfélagar Jóns kvöddu hann, þeir vissu ekki annað en hann gengi heill til skógar. Hann var ekki þeirrar gerðar, að hann hefði hátt um eigin hagi. Á jóladag var hann kallaður burt frá eiginkonu og fjórum börnum. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Vilhelmína S. Elísdóttir og börnin þeirra fjögur eru: Gunnar Már, f. 5.12. 1960, Guðlaugur Elís, f. 3.12. 1961, Sig- urður Bjarni, f. 3.6. 1965 og Sigur- lín, f. 27.11. 1967. Það er augljóst að uppeldi þessa myndarlega hóps hefur hvílt mik- ið á Villu, en Jón var annálaður heimilisfaðir, þegar hann gat því við komið vegna starfs síns, og hugsaði einstaklega vel um sitt fólk og sína fjölskyldu, gerði allt sem í hans valdi stóð til að þau mættu hafa það sem best. Þannig var Jón einnig gagnvart störfum sínum til sjós, áhuginn sí- vakandi og traustur í starfi og var af lífi og sál í öllu því, sem hann tók sér fyrir hendur. Það er því erfitt að sætta sig við, að nú skuli vera svo skyndilega komið að leið- arlokum. Kæra Villa, við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við vild- um geta sent þér huggunarorð, en það er Guð einn, sem gefur og tek- ur, sem megnar að fylla upp það tóm, sem nú er orðið. Aldraðri móður og börnunum fjórum sendum við okkar hlut- tekningarkveðjur. Við undirritaðir kveðjum Jón með söknuði og innilegu þakklæti fyrir samstarf liðinna ára. F.h. skipsfélaga og útgerðar bv. Haralds Böðvarssonar. Kristján Pétursson, Haraldur Sturlaugsson. „\ arpar dauAinn Ijósi á lífirt. Varpar lífið Ijósi á dauóann.“ (Árni Ibsen) Hvers vegna er manni á miðjum starfsaldri kippt burt frá konu, börnum, skyldfólki og vinum? Hann Jón er í landi, hve oft hafa þessi orð verið sögð á heimilum okkar, og hve tengd hafa þau verið daglegu lífi, en skyndilega er merking þeirra önnur, hann Jón er kominn í land. Á aðfangadag jóla sigldi hann skipi sínu heilu í höfn, og jólin í nánd, heima beið eiginkonan, börnin hans og öldruð móðir. Hvern hefði grunað að á jóladag væri þessi góði drengur allur? Jón Bjarni Sigurðsson var fæddur á Akranesi 6. október 1936, sonur hjónanna Sigurlínar Jónsdóttur og Sigurðar Bjarna- sonar, Gneistavöllum. Fyrir rúm- um 20 árum tengdumst við Jóni, og nú þegar þetta ár líður í ald- anna skaut hefði hann átt 21 árs brúðkaupsafmæli. Hann kvæntist Vilhelmínu Elísdóttur frá Nýhöfn á Akranesi á gamlársdag árið 1961 og á Akranesi bjuggu þau allan sinn búskap. Þau eignuðust 4 börn, Gunnar Má, vélvirki, 22 ára, Guðlaugu Elísu, iðnnemi, 21 árs, Sigurð Bjarna, 17 ára, og Sigur- línu, 15 ára. Jón var trygglyndur maður og drengur góður og samband hans við fjölskyldur okkar var eins og best var á kosið, og öll okkar hugs- un upp á Skaga tengdist því hvort Jón væri í landi, og þegar það var þá hafði hann samband, hringdi eða kom og heimsótti okkur, og skyldfólk Villu. Að leiðarlokum viljum við þakka Jóni alla tryggðina, kímn- ina, og allar skemmtilegu stund- irnar sem hann gaf okkur og börn- um okkar. Elsku Villa mín, við vonum að algóður guð gefi þér og börnunum og Línu ömmu styrk í þessari þungu raun. „Iljarta milt er þungt eins oj> jöróin. Oj» ilmþung bíóur nýtekin gröf." (ÁrniIbsen) Addý og Heiðrún Minning: Jónína Hermanns- dóttir frá Flateg Eins og alkunna er, nýtur fólk æði mislangrar gistidvalar hér á „Hótel jörðu“. Og hitt mun eigi að síður öllum andlegum lifendum ljóst, að mjög skilur á milli við brottför gesta frá þeim stað, hvernig lífsreikningar standa við uppgjör. í þeim efnum mætti margur trúlega fagna því að út- koman stæði á núlli, þrátt fyrir mikinn fyrirgang og umsvif á gististað og vegtyllur margar og stórar. Aðrir, þó of fáir séu, skilja eftir í umhverf sínu mismikið magn verðmætra sjóða, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Þeir fjármunir felast einkum í því að vinir og kunningjar hins brott- farna dvalargests, þeir sem enn um sinn standa eftir á ströndu jarðlífsins, finna sig betur búna að vitsmunum og víðsýni, auk fleiri mannkosta, eftir samskipti sín við þann sem kvaddur er við brottför. Það sem hér er stiklað á varð mér að áleitnu íhugunarefni við fráfall heiðurskonunnar Jónínu Hermannsdóttur frá Flatey á Breiðafirði, en hún andaðist 19. desember sl. Þá hafði gistidvöl hennar staðið yfir i 93 ár og hálfu betur. Hún var fædd í Flatey 25. júní árið 1889. Þar ól hún nær allan sinn aldur og setti mikinn svip á mannlíf þess staðar um alllangt skeið. Mjög gerist nú þunnskipað í þeirri litríku fylkingu Breiðfirð- inga, sem gerðu garðinn frægan á fyrri hluta þessarar aldar með sínu þróttmikla mannlífi og víð- frægu rausn. Jónína var dóttir Hermanns Jónssonar skipstjóra og kaup- manns í Flatey, og því systir Jens heitins Hermannssonar sem gat sér góðan orðstír sem kennari um langt skeið og var auk þess all- þekktur sem skáld og fræðimaður. Faðir hennar kom mjög við sögu sem farsæll skipstjóri og aflamað- ur á sinni tíð. Og móður hennar, Þorbjargar Jensdóttur, hef ég heyrt getið sem mikillar sæmd- arkonu í hvívetna. Sú ágæta kona féll frá árið 1911 og mun Jónína þá hafa tekið við búsforráðum hjá föður sínum. Hélst sú skipan þar til hún 1929 giftist miklum heið- ursmanni, Friðriki Salómonssyni — ættuðum úr Helgafellssveit. Sjálf eignuðust þau ekki börn, en ólu upp systurdóttur Jónínu, Þorbjörgu Guðmundsdóttur, sem varð eiginkona Arngríms Björns- sonar læknis, er þjónaði lengst af í Ólafsvíkurhéraði. Það er ekki ofsögum sagt að sambúð þeirra Jónínu og Friðriks hafi verið með eindæmum góð, þar sem gagnkvæm virðing og einlægt traust skipaði öndvegi. Þau unnu bæði sínu litla eylandi, og reyndu eftir mætti að sporna gegn þeirri öfugþróun er þar hefur orðið á síð- ari tímum. En þar var við ramm- an reip að draga. Það hefur ýmislegt gerst í Flat- ey á Breiðafirði gegnum tíðina. Þar var eitt sinn nokkurt veldi og velmegun mikil á mælikvarða síns tíma. Nú er svo komið að þar er engan veginn einsýnt að byggð haldist til frambúðar. Þótt þessi byggðaþróun eigi sér hliðstæður á ýmsum stöðum landsins, þá bendir sitthvað til að á þessari perlu Breiðafjarðar hafi meira farið úrskeiðis á seinni tím- um en svokölluð eðlileg búsetu- þróun geti réttlætt. Margar stað- hæfingar og tilgátur um orsakir þess hafa verið nefndar. Brott- fluttum Flateyingum svíður í sinni hvernig komið er í heima- byggð þeirra. Heyrt hef ég ýmsa þeirra ræða um orsakir þessa ófarnaðar á málþingum innan átt- hagafélaga Breiðfirðinga og Barðstrendinga í Reykjavík og færa fram ýmsar tilgátur og rökstuddar ályktanir um hvernig hefði mátt koma í veg fyrir að svona færi. Jónína Hermannsdótt- ir hafði líka sínar skýringar á því hvers vegna fór sem fór með byggðina í hennar fögru eyju. Hún var að vísu sammála mörgu því sem aðrir vísir menn héldu fram i þeim efnum. En hún hafði greini- lega kafað dýpra en almennt ger- ist í leit sinni að orsökum þess að eitt lítið samfélag verður fyrir slíkum hrörnunarsjúkdómi að leiðir til upplausnar og síðar brottflutnings fólksins. Sú um- fjöllun hennar og ályktun verður ekki tíunduð í þessu greinarkorni, þó slíkt innlegg í málið eigi vissu- lega erindi til margra á þessum tímum rótleysis og yfirborðs- mennsku. Ef Guð lofar mun ég síðar koma því merka sjónarmiði hennar á framfæri í samræmi við það sem við Jónína vorum ásátt um, er það bar siðast á góma okkar í millum. Ég mun ævinlega telja það mér til mikils vinnings og frama, þó óverðskuldað sé, að hafa öðlast sérstakan trúnað þessarar merku konu. Náin kynni við hana hafa veitt mér innsýn í þá persónugerð sem í ölduróti lífsins stóð ætíð traustum fótum á berggrunni Fæddur 21. ágúst 1910 Dáinn 18. desember 1982 Nú er Helgi S. farinn heim eftir lífsferðina. Hann átti góða og starfsama æfi en ferðin var erfið að leiðarlokum, þungbær veikindi sem hann mætti með æðruleysi. Hann var um áratuga skeið einn af helstu forystumönnum skáta- hreyfingarinnar, sem hann kynnt- ist ungur. Helgi S. stofnaði árið 1938 skátafélagið Heiðarbúa í Keflavík og stýrði því í um ald- arfjórðung. Þá tók hann mikinn þátt í leiðbeiningu foringjaefna skátanna. Á því sviði var lang- merkast framlag hans til þjálfun- ar skátaforingja í Gilwell-skólan- um að Úlfljótsvatni, þar sem fram fer alþjóðleg foringjaþjálfun og þátttakendur eru helstu frammá- menn skátahreyfingarinnar á hverjum tíma. Á þessum nám- fornra dyggða, steig hvert spor líðandi stundar með reisn og myndugleika og leit lífríkum aug- um til komandi tíma. Snemma byrjaði Jónína að starfa við verslun föður síns. Og hún rak hana áfram að honum látnum svo lengi sem heilsa leyfði. Jónína var mikill kaupmaður á sína vísu. Með fullri virðingu fyrir öðrum er við þá iðju fást, hygg ég að hún hafi verið sú manntegund þeirrar stéttar, sem flestir við- skiptavinir myndu á einu máli um að væri ákjósanlegust í því starfi. Áreiðanleika hennar og heiðarleg- heit þurfti aldrei að draga í efa. Og hún mat þess konar eiginleika mikils í fari annarra. Allt hátterni Jónínu Her- mannsdóttur var stórt í sniðum og hvergi unað við lágkúru eða lítil- mótleika. Það er ekki ofsögum sagt, þít stórt sé orðað, að hin víð- kunna reisn hennar og höfðings- lund hafi átt sér bakgrunn í þeirri áráttu að auka sæmd sína sem mest í heiðrun og tileinkun mannlegra dyggða. Hún trúði ör- ugglega á það mannlíf, sem gerir kröfur til velsæmis í samskiptum og bróðurlegrar umhyggju gagn- vart náunganum. Henni var því sjálfgefið að fara líknandi hönd- um um hvert það mannlegt mein er hún gat látið til sín taka. Og gegnum hennar löngu lífstíð munu líka margir hafa leitað ásjár hjá henni í erfiðri sálarþröng á dap- urlegum stundum. Ég fullyrði að skeiðum að Úlfljótsvatni naut Helgi S. sín, ótvíræðir lista- mannshæfileikar voru nýttir til fullnustu og hann var hin sífrjóa uppspretta nýrra hugmynda og hinn góði félagi sem bætti sam- verkamenn sína með viðkynning- unni. Þannig fengu ungir menn og konur víðs vegar af landinu að kynnast mannkostum hans, lífs- reynslu og leiðtogahæfileikum, smitast af áhuganum og undrast hversu létt honum var um að rita og flytja laust mál og bundið og ef færi gafst var gripið til litanna og myndverkið tók við. Oft hefur skátahreyfingin notið þessara hæfileika Helga S. og nægir að nefna dagskrá sem hann annaðist á hálfrar aldar afmæli skátastarfs á Islandi á landsmóti skáta að Þingvöllum árið 1962. Samstarfsmenn í Gilwell-skól- anum að Úlfljótsvatni kveðja það hafi aldrei leitt til vonbrigða er einstaklingar gerðu Jónínu að trúnaðarvini í viðkvæmum og vandasömum málum og leituðu hjá henni halds og trausts. Hjá henni mun jafnan hafa farið sam- an ráðhollusta og hreinskilni, og þá sjaldan verið litið einungis til líðandi stundar. Um það efni tel ég mig hafa nokkuð haldgóða vitn- eskju. Persónuleg kynni okkar Jónínu hófust fyrst að marki þegar ég kom til Flateyjar í lok sjötta ára- tugarins til að annast ungdóms- fræðslu þar. Að vísu hafði ég margt um hana heyrt, sem og aðr- ir Breiðfirðingar. En dvöl mín í Flatey á heimili hennar og manns hennar, Friðriks Salómonssonar, í fjögur ár, var mér í senn mjög lærdómsrík og ánægjuleg. Þegar ég lít yfir liðna tíð, finnst mér að ég hefði líklega síst viljað missa þann kafla úr lífsreynslu minni. Sumt fólk nær að þróa með sér það víðfeðman hugarheim að hann spannar út fyrir markalínur hins áþreifanlega veruleika. Það skynj- ar jafnan einhvern tilgang í flest- um umsvifum lífsins og markar sér stefnur í dagfari sínu með ein- lægri yfirvegun og trú á guðlega handleiðslu. í þeim heiðurshópi var Jónína Hermannsdóttir frá Flatey. Lífsstíll hennar var fagur og fastmótaður og guðstrúin henni traust og sönn. Blessuð sé hennar minning. Jakob G. Pétursson Helga S. Jónsson með þakklæti fyrir trausta samfylgd og þakka fyrir hönd allra sem áttu leið að Úlfljótsvatni er hans naut þar við. Gilwell-skátar Helgi S. Jónsson Keflavík — Kveðja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.