Morgunblaðið - 28.01.1983, Page 16

Morgunblaðið - 28.01.1983, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö. Uppnám innan framsóknar Kjördæmamálið er nýj- asta opinbera þrætuepli framsóknarmanna. Á undan- förnum misserum hafa for- ystumenn Framsóknarflokks- ins deilt opinberlega um hin óskyldustu mál. Steingrímur Hermannsson, flokksformað- ur, og Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi flokksformaður, hafa verið á öndverðum meiði um fjárframlag Bandaríkja- stjórnar til nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Stein- grímur vill að Banda- ríkjamenn borgi allan kostnað en Ólafur vill að staðið sé við samkomulagið sem Einar Ág- ústsson, fyrrverandi varafor- maður framsóknar, gerði á sínum tíma. Þá hefur Stein- grímur Hermannsson staðið í deilum við Halldór Ásgríms- son, varaformann Framsókn- arflokksins, út af vaxtamál- um. Halldór er formaður bankaráðs Seðlabankans og lítur hæð vaxta öðrum augum en Steingrímur sem hefur eina skoðun í dag og aðra á morgun eftir því við hverja hann ræðir um vextina. Þriðja stórdeila Steingríms er svo við TómciS Árnason, ritara Framsóknarflokksins og við- skiptaráðherra, vegna kjör- dæmamálsins. Steingrímur Hermannsson hefur tekið þátt í viðræðum formanna stjórnmálaflokk- anna um endurskoðun á regl- um um kosningarétt í því skyni að draga úr því misvægi sem nú ríkir. Eins og sjá má af fréttum hefur þokast í sam- komulagsátt í þessum viðræð- um og er Steingrímur í hópi þeirra sem lýst hafa bjartsýni um framgang málsins. Á mið- vikudag brá hins vegar svo við, að í Tímanum birtust stóryfirlýsingar frá Tómasi Árnasyni um svonefnda „með- altalsaðferð“ sem er vinnun- afn á þeirri hugmynd sem ber hæst í viðræðum formanna flokkanna og veldur bjartsýni Steingríms, segir Tómas að þessi aðferð sé „óhæf“ „Meðal- talsaðferðin er allt of flókin og því tel ég hana óhæfa,“ sagði Tómas í Tímanum á miðvikudag. Það stóð ekki á viðbrögðum Steingríms, hann sagði í Tímanum í gær, fimmtudág: „Ég tel að þeir sem fordæma meðaltalsað- ferðina geri það vegna þess að þeir skilji hana ekki.“ Steingrímur Hermannsson hefur gripið til margvíslegra ráða til að vera jafnan ofan á þegar einhver vandamál ber á góma er hann og afskipti hans varða. En líklega er það eins- dæmi að flokksformaður grípi til þess ráðs sér til varnar að lýsa því yfir um náinn sam- starfsmann sinn sem hafist hefur til æðstu metorða í eig- in flokki, að hann taki afstöðu til viðkvæmra og mikilvægra mála á grundvelli misskiln- ings eða þekkingarskorts. Með þessum ummælum sínum staðfestir Steingrímur Her- mannsson það sem menn utan Framsóknarflokksins hafa hingað til sagt oftar en einu sinni, að Tómasi Árnasyni hætti til að vera alltof hvatvís og fljótur til yfirlýsinga, hann slái um sig í hugsunarleysi. Ýmsum kann að koma á óvart, að Steingrímur Hermannsson telji sig hafa stöðu til að setja ofan í við Tómas á þessum forsendum. En framsóknar- mönnum er ekki alls varnað. Þess er nú beðið með mikilli óþreyju hvort misskilningur Tómasar eða skilningur Steingríms ræður stefnu Framsóknarflokksins í.kjör- dæmamálinu. Með gamla framsóknarlaginu verða hrossakaupin nú hafin og þá má hinn almenni kjósandi fara að vara sig, því að fram- sóknarstefnan í kjördæma- málinu hefur aldrei tekið mið af grundvallarreglunni um jafnrétti. Seta í ráðum og nefndum Eins og kunnugt er sitja alþingismenn í alls kyns ráðum og nefndum. Störf þeirra þar eru með öllu óskyld löggjafarstarfinu. Hefur mörgum verið það þyrnir í augum að þingmenn seilist með þessum hætti inn á svið þar sem þeir hafa eftirlits- hlutverki að gegna en eiga ekki að standa að beinum framkvæmdum. Þess mis- skilnings gætir ekki síst vegna málflutnings Vilmund- ar Gylfasonar, að ekki sé unnt að sporna gegn þessu nema með því að breyta stjórn- arskránni. Staðreynd er að ekki þarf annað en hugarfars- breytingu á alþingi vilji menn minnka umsvif þingmanna í nefndum og ráðum utan al- þingis — það eru þingmenn- irnir sjálfir sem kjósa í nefnd- irnar og ráðin. Ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða og öryrkja Ingunn Gíslason, formaður stjórnar Múlabæjar, flytur ávarp við hina formlegu opnun í gær, en fjöldi manns var viö opnu Áætlað að hún þjói að 100 manns á þes Meðal þeirra sem viöstaddir voru við opnunina í gær voru margir þeirra, sem fyi Múlabær býður uppá. Þjónustumiðstöðin Múlabær við Ár- múla í Reykjavík, sem er þjónustumið- stöð fyrir aldraða og öryrkja, var form- lega opnuð í gær. Múlabær er í hús- næði því sem öryrkjavinnustofur SÍBS — Múlalundur — voru áður til húsa, en húsnæðið er samtals um 600 fer- metrar á tveimur hæðum við Ármúla 34. Þjónustumiðstöðinni nú er komið upp með samvinnu þriggja aðila; Keykjavíkurdeildar Rauða kross fs- lands, SÍBS og Samtaka aldraðra í Reykjavík. Forstöðumaður Múlabæjar hefur verið ráðinn Guðjón S. Brjáns- son, félagsráðgjafi. Á blaðamannafundi í Múlabæ í gær kom fram, að upphaf málsins er það, að árið 1981 hafði Rauði kross Islands ákveðið að öldrunarmál væru forgangsverkefni á ári aldr- aðra 1982. Var því haft samband við öldrunarlækningadeild Landspítal- ans, öldrunarþjónustu Reykjavík- urborgar og landlæknisembættið, varðandi það á hvern hátt Rauði krossinn gæti helst orðið að liði. Var þá talið að hentugasta verkefnið væri dagvistunarþjónusta, skamm- tímavistun og hvíldardvöl. Öldrunarnefnd Reykjavíkurdeild- ar var stofnuð 9. september 1981. Formaður hennar er Ólafur E. Ólafsson, en með honum í nefndinni er Sigurveig Sigurðardóttir, félags- ráðgjafi og Anna Þrúður Þorkels- dóttir, félagsmálafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Nefnd þessi vann ásamt stjórn deildarinnar að könnun þessara mála. Enginn þeirra húsnæðisvalkosta sem til boða stóðu á árinu 1981 þótti nægilega hentugur til að hrinda framkvæmdum af stað. Var ýmist að framkvæmdir sýndust of fjárfrekar eða staðsetning óheppileg. I einu til- viki reyndist húsnæði ekki fáanlegt þegar á reyndi. Var þá ákveðið að miða framkvæmdir við minna verk- efni, sem aðeins fæli í sér dagvistun- arþjónustu og væri hægt að ljúka á ári aldraðra. Á stjórnarfundi, 14. janúar 1982, skýrði formaður Reykjavíkurdeild- arinnar, Arinbjörn Kolbeinsson læknir frá því að hann hefði rætt við Odd Ólafsson fyrrverandi yfirlækni um hugsanlegar leiðir til að koma á fót dagvistunarþjónustu fyrir aldr- aða í Reykjavík. Kom þar fram hugmynd um samvinnu milli Reykja- víkurdeildar RKÍ, SÍBS og Samtaka aldraðra um Þjónustumiðstöð fyrir aldraða og öryrkja í húsakynnum þeim sem myndu losna í apríl eða maí sama ár (1982) þar sem öryrkja- vinnustofur SÍBS, Múlalundur, voru til húsa í Ármúla 34. Eftir nokkra grundvallarkönnun á málinu var Öldrunarnefnd deildar- innar falið að annast framgang málsins. Á fundi Öldrunarnefndar Reykjavíkurdeildar og fulltrúa frá SÍBS, sem haldinn var 2. mars 1982, kom fram að SÍBS var fúst að gefa kost á % hlutum hússins að Ármúla 34 um 10 ára skeið til stofnunar dagvistunar- og þjónustustöðvar fyrir eldra fólk og öryrkja, enda yrði samvinna við Reykjavíkurdeild RKÍ og Samtök aldraðra um stofnun heimilis og rekstur. Þetta verksmiðjuhúsnæði var alls um 600 fm á tveimur hæðum, án inn- réttinga. Lovísa Christiansen arki- tekt var ráðin til að gera tillögur og teikningar varðandi breytingar og innréttingar á húsinu. Allar teikn- ingar voru gerðar á Litlu teiknistof- unni í Hafnarfirði. Samningur milli Reykjavíkur- deildar annars vegar og SÍBS og Samtaka aldraðra hins vegar um rekstur og stofnun dagvistunar- stöðvarinnar var undirritaður hinn 21. september 1982. Þá skipuðu rekstraraðilar stjórn fyrir stofnun- ina. í henni eiga sæti eftirtaldir: Fyrir Reykjavíkurdeild RKÍ: Ingunn Gíslason, kosin formaður og vara- maður Arinbjörn Kolbeinsson; fyrir SÍBS: Kjartan Guðnason og vara- maður Júlíus Baldvinsson; fyrir Samtök aldraðra: Sigurður Gunn- arsson, kosinn ritari og til vara Hans Jörgensson. Reykjavíkurdeild RKÍ hefur kost- að allar innréttingar og breytingar á húsnæðinu, sömuleiðis öll húsgögn, borðbúnað ög flest þjónustutæki. Heildarkostnaður við breytingu á húsnæðinu, ásamt húsbúnaði og tækjum var 2,8 milljónir. Kvenna- deild Reykjavíkurdeildar hefur lagt til allan húsbúnað í borðstofu og setustofu, borðbúnað og sjúkrabað- laug af fullkomnustu gerð, alls að verðmæti kr. 550.000.00. Reykja- víkurdeild RKÍ hefur notið styrks úr sérverkefnasjóði Rauða kross ís- lands til þessara framkvæmda að upphæð krónur 980.000.00. Þegar á heildina er litið lætur nærri að um 60% af heildarfé til allra þessara framkvæmda séu upprunnin úr söfn- Ármúli 34, en þar á 2. og 3. hæð, á samt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.