Morgunblaðið - 28.01.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983
25
Samdráttur hjá Toyota
og Nissan á síðasta ári
Framleiðsla Toyota dróst saman um 2,4% og útflutningur um 3%
Framleiðsla Nissan dróst saman um 6,8% og útflutningur um 6,6%
TOYOTA og Nissan, tveir
stærstu bílaframleiðendur
Japans, tilkynntu í liðinni
viku, að framleiðsla og út-
flutningur fyrirtækjanna
hefði dregizt saman á liðnu
ári, vegna minnkandi eftir-
spurnar heima fyrir og er-
lendis, auk verndaraðgerða í
nokkrum helztu viðskipta-
löndum þeirra.
Talsmaður Toyota, sem er
stærsti bílaframleiðandi Japans,
sagði að fyrirtækið hefði framleitt
3,145 milljónir bíla á liðnu ári,
sem er um 2,4% samdráttur frá
árinu 1981. Sala á innanlands-
markaði hefði aukizt um 2,1% og
verið samtals 1,524 milljónir bíla.
Hins vegar hefði útflutningur
dregizt saman um 3% og samtals
verið fluttir út 1,666 milljónir bíla.
Alls var fluttur 675.051 bíll til
Bandaríkjanna, sem er um 2,6%
samdráttur. Til Efnahagsbanda-
lagslandanna voru fluttir 177.411
bílar, sem er um 5,6% færra en
árið á undan. Talsmaðurinn sagði
ástæðuna fyrir samdrættinum
vera hinn almenna efnahags-
samdrátt í heiminum, og erfið-
leika á útflutningi til Bandaríkj-
anna og Efnahagsbandalagsland-
anna.
Dæmi um jákvæða þróun sagði
talsmaðurinn vera útflutning
fyrirtækisins til Saudi-Arabíu, en
hann jókst um 40,9% á síðasta ári.
Þangað voru fluttir samtals
155.640 bílar.
Talsmaður Nissan, sem er ann-
ar stærsti bílaframleiðandi Jap-
ans, sagði fyrirtækið hafa fram-
leitt 2,408 milljónir bíla, sem er
um 6,8% samdráttur frá árinu
1981. Alls voru seldir 1,108 millj-
ónir bíla á innanlandsmarkaði,
sem er um 2,3% samdráttur frá
árinu á undan. Ut voru fluttir
1,342 milljónir bílar, sem er um
6,6% samdráttur.
Talsmaður fyrirtækisins sagði
samdráttinn í útflutningi til
Bandaríkjanna vera um 10,1%.
Samdrátturinn var síðan enn
meiri til Kanada, eða um 25%.
Talsmaðurinn sagðist hins vegar
ekki hafa handbærar endanlega
tölur um útflutnings til þessara
landa.
Utflutningur Nissan til Saudi-
Arabíu jókst ennfremur mjög
mikið eins og hjá Toyota. Alls
voru fluttir þangað 116.877 bílar,
sem erum 108,5% aukning frá ár-
inu á undan.
I Japan voru aðeins 35.564 er-
lendir bílar skráðir á síðasta ári,
sem er um 0,7% markaðshlut-
deild.
VIITCKIPTI
■ lUwiiir 11
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndal
Þjóðarframleiðsla í
V-Þýzkalandi dróst
saman um 1,2% í fyrra
Hefur dregizt saman tvö ár í röd, en
slíkt hefur ekki gerzt frá stríðslokum
Þjóöarframleiðsla minnkaði um
1,2% í Vestur-Þýzkalandi á síðasta
ári, eftir að hafa minnkað um 0,2% á
árinu 1981, samkvæmt upplýsingum
frá vestur-þýzku hagstofunni. Þar
kemur ennfremur fram, að þetta er í
fyrsta sinn síðan á striðsárunum, að
samdráttur verður í þjóðarfram-
leiðslu tvö ár í röð, en aöalástæðan er
sögð hinn almenni samdráttur í efna-
hagslífi hcimsins.
Otto Lambsdorff, efnahagsmála-
ráðherra Vestur-Þýzkalands, sagði
nýlega á fundi með blaðamönnum,
að útlitið væri alls ekki gott á fyrri
helming ársins 1983. Reyndar væri
þegar ljóst, að hagurinn myndi
ekki vænkast fyrr enn í fyrsta lagi
undir lok ársins. Því mætti gera
ráð fyrir, að þjóðarframleiðsla
myndi standa í stað, eða jafnvel
dragast saman á þessu ári.
Talið er að efnahagssamdráttur-
inn hafi verið um 0,5% á fyrsta
ársfjórðungi síðasta árs, en sam-
drátturinn var um 2,5% á síðasta
ársfjórðungi. Útlitið á fyrsta árs-
fjórðungi ársins í ár er sízt betra
en á lokamánuðum síðasta árs.
Hagstofan vestur-þýzka sagði að
verðmæti þjóðarframleiðslunnar á
síðasta ári væri í kringum 1.247.000
milljarðar vestur-þýzkra marka.
Samdrátturinn í þjóðarframleiðslu
hefur m.a. komið fram í auknu at-
vinnuleysi í Vestur-Þýskalandi, en
undir lok ársins voru 2,2 milljónir
manna án atvinnu, sem er um 9,1%
af vinnufæru fólki.
Þá kom fram hjá Otto Lambs-
dorff, að heildarfjárfesting hefði
dregizt saman um nærri 6,2% á
síöasta ári, en samdrátturinn á ár-
inu 1981 var um 3,8%.
Árlegt meðal-
tal
1970-80 1981 1982
2,9 1,9 -VA
4,8 3,0 2 Zi
2,8 -0,2 -\'A
3,6 0,3 ÍVÍ
1,9 -2,2 Zi
3,1 -0,2 %
4,1 2,9 -5
3,2 1,3 -Zi
2,8 -0,5 '/4
2,9 0,1 >A
3,2 1.2 -1/2
Tafla I. Vöxtur þjóðarframleiðslu
Hækkun í % frá fyrra ári.
Bandaríkin ............
Japan .................
Þýzkaland .............
Frakkland..............
Stóra-Bretland.........
Ítalía ................
Kanada ................
Sjö stærstu iðnríkin...
Fjögur stór iðnr. V-Evrópu
Norðurlönd, alls ......
OECD-lönd. alls
I Tafla 4. Viðskiptajöfnuður.
Milljarðir dollara.
Bandaríkin ......
Ijapan ...........
I Þwkaland .......
IStóra Bretland ....
loECD, alls ......
loPEC, alls ......
I Þróunarlönd án oliu
| Norðurlönd, alls........... -2,82
Ðanmörk
Finnland
ísland . . .
Noregur .
Sviþjóð
Spá
1983
1981 1982 Spá 1983
4,5 -9 -31
4,8 6'/: 11
-7,3 0 0
12,1 4'/. 1/,
-31 -40 -55
65 0 15
-75 -65 -50
-2,82 -5,26 -5,14
-1.9 -2l/, _2
-0,3 0 0
-0,12 -0,26 -0,14
2,4 ' : _ i/.
-2,9 -3 -2 */•»
Tafla 2. Verðbólga ■
Verðhækkun þjóðarframleiðslu % frá fyrra ári.
Spá II
1981 1982 1983 K
Bandarikin 9,5 6 5% H
Japan 2,8 2/4 3
Þýzkaland 4,2 4/2 3'/: n|
Frakkland 11,7 12% 9 ’/4 Kgf
Slóra Bretland 12.1 7% 5'4 wm
Ítalía 17,6 17/4 1 6 1 4 Bgf
Kanada 10,1 10/4 7 /* H
Sjö stærstu iðnrikin, samtals . . . 8,5 6% 6 B
Fjögur stóru iðnríki Evrópu .... 10,1 9% 8 B
Önnur OECD lönd 11,1 11/2 10% 1
OECD, alls 8.9 7/2 B
§9 Tafla 3. Atvinnuleysi. §gj / % af vinnuafli 1981 1982 Spa 1983
■ Bandarikin 7,6 9/2 10' :
§9 lapan 2,2 2% 2 ' 4
§9 Þýzkaland 4,8 7 8' :
Frakkland 7,3 8/2 9%
H Stóra Bretland 10,6 12/4 13' 4
9 Ítalía 8.5 9/4 9'4
M Kanada 7,6 11 13
« Sjö stærstu iðnríkin 6,5 8 8 1 4
H Önnur OECD lönd 8,9 10/2 11%
■ V-Evrópa 8,4 10 11
■ OECD, alls 7,1 8/2 9' :
cl Fjöldi; milljónir mans: 19 N-Amerika 9,2 12 13' 4
§9 V-Evrópa 13,8 1 6'4 18' :
1 OECD. alls . 24.7 30% 33%
geta að nokkru leyti. Útflutningur
minnkaði mjög á síðari helmingi
ársins á sama tíma og framleiðsla
og eftirspurn á heimamarkaði tók
talsverðan afturkipp. Því minnk-
aði þjóðarframleiðsla um rúmt
1%, og átti mest af þeim sam-
drætti sér stað á síðari helmingi
ársins. Á nýbyrjuðu ári er ekki bú-
ist við neinum markverðum bata.
Þjóðarframleiðslan er talin munu
standa nær í stað á árinu í heild,
en hugsanlegt er, að einhver vaxt-
armerki verði að finna þegar á árið
líður. Verðbólga er talin munu
minnka enn nokkuð, en atvinnu-
leysi mun áreiðanlega aukast.
Þróun efnahagsmála hefur verið
nokkuð áþekk þessu í öðrum
stærstu iðnríkjum Vestur-Evrópu.
Hún hefur einkennst af minni út-
flutningi, eftir því sem á sl. ár hef-
ur liðið. Öll ríkin hafa orðið fyrir
útflutningssamdrætti á síðari
helmingi ársins 1982, og geta þau
ekki búist við nema mjög hægum
framleiðsluvexti á þessu ári. At-
vinnuleysi í öllum þessum löndum
mun aukast, en hins vegar má
ætla, að verðbólga þróist nokkuð
mismunandi frá einu landi til ann-
ars. Heldur má telja, að hún fari
lækkandi í Bretlandi. í Frakklandi
mun hún áfram haldast nokkuð
há, enda hafa Frakkar skorið sig
úr öðrum stórþjóðum Vestur-
Evrópu og kosið að reka þenslu-
stefnu í efnahagsmálum. ítalir
stríða við mun meiri verðbólgu en
hin stóru iðnríkin, og mun það
ástand haldast áfram.
Japan er nú næststærsta
OECD-landið að framleiðsluum-
fangi. Japanir hafa jafnan staðið
sig hvað best meðal stóru iðnríkj-
anna á lægðartímum, og er svo
enn. Hagvöxtur var um 2'/2% árið
1982, og spáð er yfir 3% vexti á
þessu ári. Átvinnuleysi er enn lítið,
en mikið hefur dregið úr útflutn-
ingsgetu Japan, m.a. vegna við-
skiptahafta í öðrum löndum. Má
ætla, að útflutningur, sem verið
hefur helsti vaxtarhvatinn þar í
landi á undanförnum árum, geti
ekki lengur orðið það á næstu
árum.
I töflu 2 eru dregnar saman spár
um verðbólgu í helstu OECD-
löndunum. Af þeim tölum, sem þar
koma fram, má draga þá ályktun,
að nokkuð hafi áunnist í því að
draga úr verðbólgu á ÓECD-
svæðinu í heild, þótt deila megi
um, hvort sú samdráttarstefna,
sem mörg stærstu löndin hafa
fylgt til að minnka verðbólgu, hafi
skilað árangri sem erfiði. Víst er,
að þau lönd sem hvað mesta
áherslu hafa lagt á verðbólgu-
hjöðnun, Bandaríkin, Bretland og
Þýskaland, hafa komist langt í því
að minnka verðbólgu, en kostað til
miklu atvinnuleysi á móti. Önnur
lönd, svo sem öll Suður-Evrópu-
löndin svo og Norðurlönd, hafa
ekki náð eins miklum árangri í
baráttunni við verðbólguna enda
ekki viljað fórna atvinnustigi sínu
að sama skapi. Hefur það orðið til
þess, að verðbólgustig í hinum
ýmsu OECD-löndum er að verða æ
meir mismunandi, og hefur það
þegar komið fram í talsverðu
gengisumróti. Eru gengisbreyting-
arnar á Norðurlöndunum á sl.
hausti til vitnis um það, en þá
lækkuðu Svíar gengi krónu sinnar
mjög og Finnar gengi marksins.
Miklar sviptingar hafa og átt sér
stað milli gjaldmiðla evrópska
peningakerfisins (European Mont-
ery System) og er tilraun þess
kerfis til að koma á gengisjafn-
vægi milli aðildargjaldmiðla þess
svo gott sem komin út um þúfur.
í töflu 3 eru dregnar saman
helstu tölur um atvinnuleysi í
OECD-löndunum. Þar sést, að at-
vinnuleysi er þegar orðið mikið í
öllum stærstu ríkjum OECD nema
Japan og hefur alls staðar farið
hraðvaxandi, sérstaklega í Þýska-
landi. Enn sem komið er hafa
nokkur lönd Evrópu, (Noregur,
Svíþjóð, Island, Sviss og Austur-
ríki) haldið niðri atvinnuleyusi hjá
sér, en nú er einnig tekið að sverfa
að í sumum þessara landa, þannig
að þau fá ekki lengur haldið uppi
sama atvinnustigi og áður. Búast
má við, að atvinnuleysi haldi
áfram að aukast um gervallt
OECD-svæðið á næstu tveim árum
ef ekki lengur, því það er viðtekin
hegðunarregla sem erfitt mun
reynast að komast fram hjá, að at-
vinnuleysi heldur ávallt áfram að
aukast um sinn eftir að vöxtur
framleiðslu hefur glæðst á ný.
Viðskiptahalli OECD-landanna er
áætlaður 55 milljarðar dollara árið
1983, eða heldur hærri en á sl. ári.
Athyglisvert er, að halli Banda-
ríkjanna mun væntanlega stórauk-
ast milli þessara tveggja ára, en
það mun hafa í för með sér, að
aðrar þjóðir innan OECD hljóta að
auka afgang sinn á móti. Minnk-
andi viðskiptahalli hjá þeim
þróunarlöndum, sem ekki hafa
olíu, endurspeglar erfiða skulda-
stöðu þeirra, sem farið hefur ört
versnandi og neyðir þau til að
draga úr innflutningi á sama tíma
og erfitt er um aukningu útflutn-
ings. Hefur núverandi efnahags-
lægð þar af leiðandi komið hvað
harðast niður einmitt á þessum
hópi landa.
I heild er talið að framleiðslu-
vöxtur á OECD-svæðinu verði um
og innan við 1% milli síðasta árs
og þessa. Á þessu ári verði vöxtur-
inn í kringum 2% frá fyrra ári og
farið lítið sem ekkert í vöxt, þegar
á árið líður. Mun það ástand hald-
ast fram á árið 1984. Þessi spá,
sem kemur frá OECD í desember
sl., er nokkuð svartsýnni en sú,
sem gerð var fyrir sex mánuðum,
og endurspeglar hún annars vegar
að stjórnvöld stærstu iðnríkjanna
hafa enn ekki viljað leggja út í
verulegar framleiðsluaukandi
efnahagsaðgerðir, en hins vegar
kemur þarna fram, að atvinnurek-
endur eru einkar svartsýnir á
efnahagshorfur í náinni framtíð.
Fjárfestingarhneigð atvinnuvega
er hvarvetna í lágmarki, og kaup-
hneigð neytenda með daufasta
móti. Hvort tveggja þarf að breyt-
ast til að núverandi ástandi verði
snúið við.