Morgunblaðið - 28.01.1983, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983
31
Slakur lokakafli í fyrri hálf-
leik varð íslandi að falli
— Þriggja marka sigur Dana í síðari leiknum
Frá Þórarni Ragnarssyni, blaðamanni
Morgunblaösins, í Danmörku.
Danir sigruöu íslendinga í síð-
ari landsleik þjóöanna sem fram
fór í Nyköping Falster í gœr-
kvöldi, meó 23 mörkum gegn 20.
Paö kom strax í Ijós í upphafi
leiksins aö danskurinn ætlaöi aö
selja sig dýrt og ekki aö láta þaö
koma fyrir aö íslendingar ynnu
tvo leiki í röö á útivelli. Þaö var
mikill kraftur í leik Dananna og
þeir spiluðu vörnina mjög grimmt
og jafnframt gróft.
Danir tóku forystu strax í upp-
hafi leiksins og eftir tíu mín. leik
var staöan 4:3 fyrir þá. íslendingar
fóru frekar hægt af staö — byrjun-
arliö íslands í leiknum var þannig
skipaö: Kristján Sigmundsson,
Bjarni Guömundssson, Páll
Ólafsson, Hans Guömundsson,
Kristján Arason, Ólafur Jónsson
og Þorgils Óttar Mathiesen — en
þaö var stígandi í leik íslendinga
og tóku þeir vel á móti Dönum.
Leikurinn þróaðist upp í þaö aö
vera mjög mikill baráttuleikur og
var hann mjög harður.
Á 13. mín. haföi íslandi tekist að
jafna metin, 5:5, og hafði Alfreö þá
skorað tvö mörk í röö, og á 16.
mín. náöi ísland forystu í fyrsta
skipti í leiknum er Alfreö skoraði
sitt þriöja mark í röö meö þrumu-
skoti — stökk upp fyrir utan vörn
Dana og sendi knöttinn í bláhorn-
ið. Sigurður Sveinsson bætti um
betur — kom islandi yfir í 7:5, og
allt útlit var fyrir aö íslenska liöiö
myndi spjara sig mjög vel í leikn-
um. Danir voru ákaft hvattir af
áhorfendum, sem troöfylltu
íþróttahöllina — uppselt var á leik-
inn, og voru hér 2.500 áhorfendur.
Martröð
Á 20. mín. var ísland samt enn
meö forystu, 8:7, og það var Alfreð
sem skoraöi áttunda markið.
Tveimur mín. síðar tókst Erik Veje
Rasmussen aö jafna metin fyrir
Dani úr víti. Eftir þetta kom mjög
slæmur kafli hjá íslenska liöinu, og
má segja að síðustu 12 mín. fyrri
hálfleiks hafi veriö hrein martröð
hér í íþróttahöllinni, því þá gekk
hvorki né rak hjá íslendingum —
þeir geröu sig seka um slæm mis-
tök og skutu oft allt of fljótt, voru
meö stuttar sóknir, og Danir, sem
pressuðu þá út á völlinn, settu þá
úr jafnvægi.
Danir skoruöu fimm mörk á
þessum kafla, án þess aö íslend-
ingum tækist aö svara, og breyttu
því stöðunni úr 8:8 í 13:8, og þann-
ig var staöan í leikhléi.
í síöari hálfleik skoruöu Danir
fyrsta markið — staöan oröin 14:8
— og útlitiö allt annað en glæsi-
legt. Munurinn þá oröinn sex
mörk, og var það mesti munur sem
varö í leiknum. Allt leit þá út fyrir
stórsigur Dana, en íslenska liðið
náöi sér aftur á strik og sýndi mjög
mikla baráttu og kraft og þeim
tókst smátt og smátt að minnka
muninn og þegar hálfleikurinn var
hálfnaður var 17:14 fyrir Dani.
Munurinn eitt mark
Síöustu fimmtán mínúturnar var
hart barist og mjög mikil spenna í
Breiöholts-
hlaupi frestað
Breiðholtshlaupi ÍR sem vera
átti á morgun hefur verið frestaö
og verður laugardaginn 19. febrú-
ar kl. 13.00.
leiknum, og vestur-þýsku dómar-
arnir, sem dæmt höfðu mjög vel á
miðvikudaginn misstu algjörlega
tök á leiknum. Mikill darraöardans
var hér í höllinni, og alls var fimm
Dönum vísaö af velli, þar af tveim-
ur í fjórar mín. hvorum. Fimm ís-
lenskum leikmönnum var vísaö af
velli — þar af Hans Guömundssyni
tvisvar í tvær min.
Þegar tíu mín. voru eftir haföi
íslandi tekist aö minnka muninn
niöur í eitt mark — staöan þá
18:17 — og allt á suðupunkti.
Þeim haföi tekist aö minnka sex
marka forystu Dananna niður í eitt
mark og sýndu nú af sér mikinn
baráttuvilja og vörnin var mjög vel
leikin. Greinilega var kominn mikil
spenna í Danina, og þeir misstu
boltann í næstu sókn. íslendingar
náöu þá góöri sókn og Alfreö
komst í gegn en dæmdur var á
hann ruðningur. Danir óöu þá upp
og skoruðu þá dýrmætt mark, og
staöan skyndilega orðin 19:17 í
staö 18:18 heföi Alfreð skorað.
Danir skoruöu aftur en Siguröur
Sveinsson minnkaöl muninn í
20:18, en Danir ná aö fylgja þessu
forskoti sínu eftir og voru ekki á
þeim buxunum aö hleypa íslandi
fram úr. Þeir komust í 22:19, og
sigruðu 23:20, eins og fram kom í
upphafi. Þýsku dómararnir
dæmdu mjög stíft á islendinga
undir lok leiksins og oft á tíöum
voru þeir mjög ósanngjarnir, t.d. er
staðan var 22:20 náöu islendingar
boltanum á fullkomlega löglegan
hátt en engu aö síöur var dæmt
aukakast á island.
Segja má aö fyrstu 20 mín.
leiksins hafi íslenska liöiö spilaö
vel — leikur liöanna var mun betri
og kröftugri en i fyrri leiknum og
íslenska liðið var mun ákveðnara
og hreyfanlegra, og vörnin var all-
góö. Kristján Sigmundsson byrjaði
í markinu og spilaöi fram aö hálf-
leik og varði hann fimm skot.
Brynjar Kvaran lék allan síöari
hálfleikinn varöi hann fjögur skot.
Alfreð bestur
Besti leikmaður íslenska liösins
var tvímælalaust Alfreö Gíslason,
hann skoraöi sex mörk í leiknum
og var mjög ógnandi, en samt var
hans einstaklega vel gætt af Dön-
um. Rétt er geta frammistööu
Bjarna Guðmundssonar, hann
spilaði allan leikinn og baröist af
fádæma dugnaði. Hann skoraöi
fjögur mjög glæsilega mörk og lék
afar vel bæöi í sókn og vörn. Aðrir
leikmenn náöu sér ekki verulega á
strik, t.d. var Kristján Arason mis-
tækur í leiknum og sama má segja
um Hans Guðmundsson, sem var
góöur í fyrri leiknum. Nú var hann
óheppinn meö skot sín og var full
bráöur aö skjóta á stundum og lék
ekki nógu yfirvegaö.
Þegar á heildina er litið má
segja að liöiö hafi komiö sæmilega
Fariö til Finn-
lands í dag
íslenska landsliðiö heldur
Noröurlandareisu sinni áfram í
dag, en þá fer hópurinn til Finn-
lands. Þar veröur síöan leikið við
heimamenn á laugardag og
sunnudag. Á mánudag er ferðinni
heitið til Noregs, þar sem leikið
verður á þriöjudag og miöviku-
dag við frændur vora Norömenn.
Hópurinn kemur heim næsta
fimmtudag.
— SH.
vel frá leiknum, ef undanskilinn er
hinn hroöalegi kafli í lok fyrri hálf-
leiksins, sem réö hreinlega úrslit-
um í þessum leik, þar sem varla
var möguleiki á því aö vinna upp
sex marka forskot Dana. Danirnir
spiluöu mun betur í þessum leik en
þeim fyrri, þeir voru mjög ákveönir
og spiluöu fast og voru hreyfanleg-
ir, og besti maöur liösins var Erik
Veje Rasmussen, sem leikur meö
Helsingör. Hann skoraöi átta
mörk, þar af þrjú úr vítum, og
sýndi frábæran handbolta. Samt
var hann tekinn úr umferö langtím-
um saman i síöari hálfleik. Þá var
Michael Fenger góöur og skoraði
hann fimm mörk. Aörir sem skor-
uöu fyrir þá voru: Klaus Skletting
2, Kjeld Nielsen 2, Hans Erik
Hattesen 2 og Jörgen Gruver 1.
Mörk islands Alfreö Gíslason 6,
Bjarni Guömundsson 4, Kristján
Arason 4 (2 víti), Páil Ólafsson 2,
Hans Guömundsson 2, Sigurður
Sveinsson 2 og Steindór Gunn-
arsson 1.
Mikiö var um brottvisanir, ís-
lendingar voru fimm sinnum reknir
út af, Steindór tvivegis í tvær,
Þorgils í tvær, Páll Ólafsson í tvær,
og Hans Guömundsson tvívegis í
tvær. Einnig voru tveir danskir
leikmenn reknir af velli, og fóru
tveir þeirra tvívegis út af.
— SH./— ÞR.
Viðbrögð dönsku blaðanna:
Mjög óhress með tapið
Alfreð Gíslason, sem hér sést í
landsleik gegn Dönum milli jóla
og nýárs í Laugardalshöll, stóö
sig framúrskarandi vel í báöum
leikjunum gegn Dönum á útivelli í
gærkvöldi og fyrrakvöld. Alfreð
var markahæstur í leiknum í gær,
skoraði sex mörk og var mjög
ógnandi. Þá hefur Alfreð staöiö
sig vel í varnarleiknum, verið
fastur fyrir og ekkert gefið eftir.
Hann hefur aldrei náð sér veru-
lega á strik meö landsliðinu fyrr
en nú og er vonandi að hann
verði góöur í framtíöinni með liö-
inu. B-keppnin er framundan og
þar kemur örugglega til meö aö
mæöa mikið á honum í baráttu
viö fíleflda varnarmenn. Alfreö
hefur leikið mjög vel með liði
sínu, KR, í vetur og verður missir
KR mikill, ef hann fer frá félaginu
í vor. Svo gæti farið, en nánar er
fjallað um það á bls. 29.
Frá Þórarni Ragnarssyni, blaöamanni
Morgunblaðsins, í Danmórku.
Viöbrögð Dönsku blaðamann-
anna við sigri íslendinga í fyrri
leik liðanna voru á einn veg —
allir voru þeir mjög óhressir með
tapið og sögðu blöðin í gær að
danska liðið hefði leikið illa.
Töldu blöðin danska liðið ekki
geta staðið undir því að teljast
fjórða besta lið í heimi — en Danir
urðu í fjórða sæti í síðustu heims-
meistarakeppni — og segja þeir
slæmt hve liðiö dettur niður á milli
stórkeppna. Sögðu þeir liðið hafa
hikstað mjög gegn íslendingum og
voru greinilega afskaplega miður
sin að leikurinn skyldi ekki hafa
unnist.
Voru blöðin sammála um það
að liðið gæti ekki leikið svona illa
tvo daga í röð, og tryðu þau ekki
öðru en að sigur ynnist í síðari
leiknum — sem fram fór í gær-
kvöldi, og fjallað er um annars
staðar á hér á siðunni.