Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 Hvalveiðibannið utan dagskrár á Alþingi: „Sofiim á málinu í nótt,“ sagði sjávarút- vegsráðherra Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, skýrði frá því í sameinuðu þingi á sjöunda tímanum í gær, að frestur til að skila inn hugsanlegum mótmæl- um af okkar hálfu, vegna algjörs hvalveiðibanns, til AÍþjóðahval- veiðiráðsins hafi verið fram- lengdur til miðnættis annað kvöld, þ.e. í dag. Utanríkismála- nefnd sameinaðs þings sat á fundum, með nokkrum hléum, í allan gærdag og gærkveld, en hún mun væntanlega skila áliti fyrir hádegi á morgun. Nefndin hefur fjallaði jöfnum höndum um yfirlýsingu sjávarútvegsráð- herra, þess efnis, að hann hafi ákveðið að senda mótmæli, þar eð ella teldumst viö samþykkir banninu, og tillögu Eiðs Guðna- sonar (A), sem gengur í sömu átt. Mun nefndin hafa látið kanna óformlega afstöðu þing- manna, í þingflokkum, til að fá viðbrögð um, hvort þingið ætti Sigurlaug Bjarnadóttir: Hvað líður tónmennta- fræðslu? Sigurlaug Bjarnadóttir (S) hefur borið fram eftirfarandi spurningar til Ingvars Gíslasonar, mennta- málaráðherra: „1. Hvað líður framkvæmd þingsályktunar frá 1978 um tónmenntafræðslu í grunnskóla? 2. Er komin til framkvæmda tónmenntafræðsla í formi námskeiða eða farkennslu í þeim grunnskólum landsins þar sem slíkri fræðslu verð- ur ekki við komið með venju- legum lögboðnum hætti? 3. Hefur ræst úr skorti á tónmenntakennurum? 4. Hve margir grunnskólar á landinu njóta í dag engrar tónmenntafræðslu ?“ Geir Hallgrímsson, formaður utanríkismálanefndar, og Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, stóðu í ströngu í gær, er Alþingi fjallaði um þá ákvörðun þess síðarnefnda að mótmæla beri hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiði- ráðsins. að grípa inn í ákvörðun sjávar- útvegsráðherra, en þetta atriði fékkst ekki staðfest, né hver niðurstaða slíkrar könnunar hefði verið. þingmenn taka ekki afstöðu til málsins eftir flokkum og munu hafa óbundna afstöðu til þess. I’ingflokksformaöur kveður sér hljóðs Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í upphafi fundar í sameinuðu þingi í gær, en hann á sæti í utanríkismálanefnd fyrir hönd flokks síns. Minnti Ólafur á yf- irlýsingar, þess efnis, að ríkis- stjórnin myndi bíða eftir niður- stöðum utanríkismálanefndar og Alþingis áður en hún tæki afstöðu til málsins. Það hafi því komið sér í opna skjöldu er kunngjörð hafi verið sú ákvörðun sjávarútvegsráðherra, að mótmæla hvalveiðibanninu, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, áður en utanríkismálanefnd og þingið hefðu sagt sitt í málinu. Eg mælist til þess, sagði Ólaf- ur Ragnar, að sjávarútvegsráð- herra endurtaki þá yfirlýsingu sína hér og nú, að hann bíði með að kunngera Alþjóðahvalveiði- ráðinu mótmæli sín meðan Al- þingi fjallar enn um málið. Ríkisstjórnin þing- aði um málið Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði að ríkisstjórnin hefði fjallað um málið á fundi sínum þá um morguninn. Á grundvelli þeirrar umræðu hafi hann tekið ákvörðun um að mótmæla þessu banni. Ef Alþingi óskar hinsveg- ar eftir því að taka aðra afstöðu í málinu hlýt ég að lúta þeirri niðurstöðu. Valdið í höndum sjávarútvegsráðherra Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, sté næst í ræðustól þingsins og kunngerði, að hann hefði túlkað þau sjónarmið á ríkisstjórnarfundinum að ekki bæri að mótmæla þessu hval- veiðibanni. Ég tel eðlilegt að utanríkismálanefnd og Alþingi fjalli um málið, en ákvörðunar- valdið er í höndum sjávarút- vegsráðherra, vóru efnisatriði í ræðu hans. Frestað umræðu um málið Er hér var komið gaf þing- forseti fundarhlé og í því hléi funduðu þingflokkar um málið. Að því loknu hófust störf í utan- ríkismálanefnd, en á sama tíma fór fram utandagskrárumræða um orkuverðshækkanir Lands- virkjunar (sjá frétt hér á síð- unni). Málið í salt til dagsins í dag Er slíta átti þingfundi á sjöunda tímanum í gær kvaddi Guðrún Helgadóttir (Abl.) sér hljóðs utan dagskrár og spurði, hvað liði hvalveiðibannsmálum. Nokkrir þingmenn tóku til máls um vinnulag þingsins, sem sitt hvað var að fundið. Sjávarút- vegsráðherra, Steingrímur Her- mannsson, kunngerði þá þing- heimi, að hann hefði haft sam- band við framkvæmdastjóra Al- þjóðahvalveiðiráðsins. Við höf- um frest til að senda inn mót- mæli, ef sú verður niðurstaðan, til miðnættis annað kvöld, þ.e. í dag. Utanríkismálanefnd lýkur væntanlega störfum um þetta mál í fyrramálið og Sameinað þing kemur aftur saman klukk- an eitt eftir hádegi. Við getum því sofið á málinu í nótt, sagði ráðherra. Magnús H. Magnússon: Breytingartillögur við bráðabirgðalög Magnús II. Magnússon (A) hef- ur flutt tvær breytingartillögur við staðfestingarfrumvarp við bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar, svo- hljóðandi: „1. 5. töluliður 4. gr. orðist svo: Krónur 30 milljónir renni í Stofnfjársjóð fiskiskipa til lækkunar á skuldum og/eða fjármagnskostnaði fiski- skipa, skv. reglum sem sjáv- arútvegsráðuneytið setur, að höfðu samráði við stjórn Fiskveiðasjóðs íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna. 2. Á eftir 5. tölulið 4. gr. komi nýr liður, sem verði 6. tölulið- ur, svohljóðandi: Eftirstöðvar, þar með taldir vextir, fari til greiðslu fjármagnskostnaðar vegna skreiðarbirgða, skv. regium sem Seðlabankinn setur í samráði við viðskiptabanka skreiðarframleiðenda." Guðmundur G. Þórarinsson um þvermóðsku Hjörleifs: Kostar okkur milljón dollara á mánuði Orkuverð í utandagskrárumræðu á Alþingi Guðmundur G. Þórarinnsson (F) bar þær sakir á iðnaðarráðherra í utandagskrárumræðu í Kameinuðu þingi í gær, að þvergirðingsháttur og stífni hans í vinnulagi gagnvart Alusuiesse kostaði íslendinga milljón dali á mánuöi í of lágu orkuverði. Ólafur Þ. Þórðarson hóf utan- dagskrárumræðu vegna 29% verðhækkunar Landsvirkjunar á orkuverði, en hann staðhæfði, að verðhækkanir þess fyrirtækis hefðu numið 800% í tíð núver- andi orkuráðherra, þ.e. að á 3 árum, eða á sama tíma og bygg- ingarvísitala hefði hækkað um 275%. Hafi ráðherra ekki laga- heimild til aðhalds í þessu efni, sagði Ólafur, átti hann að hafa frumkvæði um að afla þess með löggjöf. Ólafur taldi ríkisstjórn og Landsvirkjun hafa samið um verðþróun (verðdreifingu) og ekki væri hægt að sakast við Landsvirkjun eina. Strjálbýlis- fólk greiddi í raun raforkuverð til stóriðju hverskonar niður. Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra, hvað orkuverð Landsvirkjunar hafa hækkað um 90.7% 1980, 66,2% 1981, 119% 1982 og ráðgerð hækkun 1983 næmi 125%. Þetta er 600% hækkun á 3 árum en 1400% á fjórum árum. Engin ákvæði í lögum heimila stjórnvöldum að grípa inn í verðákvörðun Lands- virkjunar frá áramótum 1981/1982 að telja. Ráðherra tí- undaði tvær ástæður fyrir verð- hækkunum Landsvirkjunar: 1) Allar orkuframkvæmdir hefðu verið kostaðar með erlendu Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, og Þröstur Ólafs- son, aðstoðar- maður fjármála ráöherra, stinga saman nefjum í hliðarsölum Al- þingis. (Ljósm. Mbl. ÓI.K.M.) lánsfé, en gengisfellingar og hækkaðir vextir ytra hefðu margfaldað þennan lánsfjár- kostnað, 2) óhagstæða orkusölu- samninga við stóriðjufyrirtæki, ekki sízt ISAL. Deildi ráðherra á þingmenn bæði úr liði stjórnar og stjórnarandstöðu fyrir af- stöðu þeirra til samskiptamála við Alusuisse. Hann kvaðst hafa lagt til einhliða verðhækkun orku til ISAL, í ríkisstjórninni, og myndi auk þess leggja fram frumvarp um, að Landsvirkjun félli undir verðlagsyfirvöld með íhlutunarrétti stjórnvalda í verðákvarðanir. Birgir ísleifur Gunnarsson (S) og Guðmundur G. Þórarinsson (F) svörurðu ráðherra og töldu vinnulag hans fyrst og fremst hafa staðið í vegi fyrir samning- um um hærra orkuverð til ÍSAL. Hann hafi lagt höfuðáherzlu á aðra samskiptaþætti, sem skjóta hefði mátt og átt í gerð, en í raun tafið um árabil að samn- ingar tækjust um hærra orku- verð. Birgir sagði að fulltrúi Framsóknarflokks í álviðræðun- end hefði neyðst til að segja sig úr henni vegna vinnubragða ráð- herra, getu- eða viljaleysis. Guð- mundur sagði að stífni og þvermóðska ráðherrans kostaði Landsvirkjun milljón dali á mánuði í of lágu orkuverði. Þvermóðska hans væri því keypt fulldýru verði. Hann minnti og á að flutningur orku eftir dýrum línum landshluta á milli væri kostnaðarliður sem segði til sín í því verðdæmi, sem hér hefði ver- ið rakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.