Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
19
Kristinn Pétursson útgerðarmaður Bakkafirði:
Eignarnám á gengismun
er stjórnarskrárbrot
Ef Alþingi samþykkir að gera
eignarnám á margumræddum
gengismun þá brýtur Alþingi 67. gr.
stjórnarskrárinnar sem kveður á
um að ekki megi gera eigur annarra
upptækar nema fullar bætur komi
fyrir.
Þetta mál er ákaflega einfalt.
Hitt er svo annað mál hvað svokall-
aðir „sérfræðingar" geta þvælt mál-
in.
Að mínu viti eiga sölusamtök eða
einkaútflytjendur í sjávarútvegi
sína samninga um sölu á afurðum í
erlendum gjaldeyri. Þessi eignarrétt-
ur er ekki véfengjanlegur. Þótt rík-
isstjórn íslands klúðri efnahags-
legri stjórnun landsins og verði þar
af leiðandi að fella gengið gefur það
henni engan rétt til að hirða þann
mismun í íslenskum krónum talið
af fiskbirgðunum í landinu á þeim
tíma sem gengisfellingin átti sér
stað.
Sumir segja að „svipaðar ráðstaf-
anir hafi verið gerðar áður“ og
finnst það einhver rök. En ég bara
spyr?
Ef einhver hefur gerst sekur um
fjárdrátt nokkrum sinnum og ekki
verið gert neitt í málinu, gefur það
þá viðkomandi hefð til þess að
halda fjárdrættinum áfram?
Ef þetta má, hvers vegna var þá
ekki gert eignarnám á „gengismun"
Álversins í Straumsvík og honum
ráðstafað til að greiða vandræða-
verksmiðjunni í Hvalfirði, sem við
vorum svo vitlausir að láta komm-
Kristinn Fétursson
únista ráða að við ættum meiri-
hluta í.
Eða taka gengismun af ullar- og
skinnaiðnaðinum og nota hann til
þess að styrkja verst settu hænsna-
bú í landinu.
Er ekki tímabært að fara að opna
augun? Nú er búið að telia flest
niður í landinu á hausinn. Iskyggi-
legt verður það að teljast þegar svo
dómgreindarskakkir menn sitja á
Alþingi íslendinga, að þeir virki-
lega trúi því sjálfir að þeir hafi um-
boð þegnanna til, undir þessum
kringumstæðum, að vera að kukla í
stjórnarskrána.
Halda námskeið um samninga-
tækni á erlendum mörkuðum
BETRI undirbúningur undir samn-
ingagerð og að beita meiri tækni við
gerð samninganna sjálfra er mál,
sem efst er á baugi hjá öllum út-
flutningsfyrirtækjum í dag, segir í
frétt Útflutningsmiðstöðvar iðnað-
arins.
Ennfremur segir: Þess vegna hef-
ur Iðnþróunarsjóður og Útflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins ákveðið að
standa fyrir þessu námskeiði hér á
landi. Námskeiðið er fyrst og fremst
ætlað markaðsstjórum, sölustjórum
og stjórnendum fyrirtækja í út-
flutningsiðnaði og verður haldið að
Hótel Loftleiðum 2. og 3. febrúar
næstkomandi.
Þetta námskeið er mjög vinsælt á
Norðurlöndum um þessar mundir,
það hefur t.d. verið haldið 5 sinnum
að tilhlutan norska útflutningsskól-
ans, ótal sinnum á vegum sænska
útflutningsskólans og sænskra stór-
fyrirtækja, auk þess sem það hefur
verið haldið í Finnlandi og Bret-
landi.
Á námskeiðinu verður farið yfir
raunveruleg dæmi (case) um samn-
inga og undirbúning þeirra, en
seinni námskeiðsdaginn fá þátttak-
endur að spreyta sig á að semja við
hvorn annan um ákveðið mál og eru
samningsumleitanirnar teknar á
myndsegulband og síðan farið yfir
aftur, til að athuga hvað hafi verið
vel eða miður gert.
Allar nánari upplýsingar um
námskeiðið eru veittar á Útflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins.
Ríkisafskipti í ætt við
„sósíalisma andskotans“
— segir Guðmundur J. Guðmundsson um tillögur
sjávarútvegsráðherra um ráðstöfun gengismunar
„ÞKSSI ríkisafskipti og skömmtun-
arkerfi cni að mínu mati í ætt við
sósíalisma andskotans, eins og það er
kallað. Þarna á að taka af fyrirtækj-
um, sem kannski rétt halda sér á floti,
stórfé og geðþóttaákvarðanir ráðherra
eiga síðan að ráða því hverjir fá lán.
Ég er bara ekki meiri sósíalisti en það
að mér gjörsamlega óar við að fylgja
þessu eftir," sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson alþingismaður í tilefni af
því að hann hefur gert fyrirvara við
tillögur Steingríms Hermannssonar á
Alþingi um ráðstöfun gengismunar.
Guðmundur sagðist treysta
Steingrími Hermannssyni illa til að
fara með þetta fjármagn. Hann
sagði: „Þarna er gert ráð fyrir að
eftirstöðvum gengismunar, ásamt
vöxtum, skuli ráðstafað samkvæmt
nánari ákvörðun sjávarútvegsráðu-
neytisins í samráði við sjávarút-
vegsnefndir Alþingis. Þarna er það
á ferðinni, að gengishagnaður verð-
f'ur meiri en áætlað var og ráðherr-
ann bætir þarna við nýrri grein um
ráðstöfun þess. Hann tekur þarna
að minnsta kosti 30 milljónir króna,
ef ekki meira, og ætlar að ráðstafa
þeim sjálfur eða til Byggðasjóðs.
Dæmin um slíkar fyrirgreiðslur tala
sínu máli. Því geri ég fyrirvara á
þessu stigi málsins. Nú gæti einhver
sagt að fyrirtæki eins og Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar þurfi á þessu að
halda, en mér er til efs að þetta sé
rétta leiðin. Það á að gera upptækan
hagnað af birgðum fyrirtækjanna
og síðan eiga þau að fá, líklega svip-
aðar upphæðir, til baka afur að láni
gengistryggt frá Byggðasjóði. Hví
ekki að láta fyrirtækin sjálf ráð-
stafa sínum eigin fjarmunum?
Lesendaþjónusta Morgunblaðsins:
Spurt og svarað um áfeng-
ismál og önnur vímuefni
Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu, mun blaðið á næstunni
birta spurningar og svör um áfengisvandamálið og önnur vímu-
efni. Lesendum Morgunblaðsins er geflnn kostur á því að hringja
inn spurningar um hvað eina, sem snertir þessi málefni og mun
SÁÁ hafa milligöngu um að afla svara sérfróðra aðila við þessum
spurningum. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðnir að hringja í síma
10100 frá kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og verða þá
spurningar teknar niður. Spurningar og svör birtast síðan í Morg-
unblaðinu nokkrum dögum síðar. Hér fara á eftir spurningar og
svör:
Hringið í síma 10100 frá mánudegi til föstudags
Áhrif áfengis-
drykkju á líkamann
mörg og margvísleg
Karlmaður spyr.
Hvaða áhrif hefur áfengisneysla
á líkamann. Hefur hún áhrif á
eitthvert eitt líffæri fremur en ann-
að?
Áhrif áfengisdrykkju á líkam-
ann, sem vara lengur en víma og
timburmenn eru mörg og marg-
vísleg. Sem betur fer getur lík-
aminn lengi framan af bætt úr
þeim sköðum, sem verða, fái
hann nægilega langa hvíld frá
áfengi. Hér kemur stutt upptaln-
ing til þess að gefa mönnum
vísbendingu um hversu víðtækt
eiturefni áfengið er.
Áhrif á heila:
Truflun á starfsemi heilans af
óhóflegri áfengisdrykkju varir
lengur en víma og timburmenn.
Flest af þessu má beinlínis
mæla: Truflun á svefni, minnkað
nærminni, minnkaður hæfileiki
til vandamálaúrlausna, breyt-
ingar á dómgreind o.fl. Beinar
vefjaskemmdir á litla og stóra
heila og meiri eða minni
starfstruflanir samfara þeim.
Áhrif á meltingarveg:
Erting og bólga í vélinda,
maga og skeifugörn, sem auð-
veldar myndun magasára og ger-
ir þau stærri og fylgikvilla al-
gengari. Breytingar á mjógirni,
sem valda því, að við nýtum illa
tvö B-vítamínin, B-12 og Folin-
sýru, og einkenni um skort á
þeim geta komið fram. Lifrar-
bólga og briskirtilbólga.
Áhrif á hjarta og æðakerfi:
Langvarandi drykkja ásamt
næringarskorti veldur veiklun
hjartavöðva og auk þess oft
hjartsláttartruflunum. Þessi
áhrif geta leitt menn til dauða í
deleríum tremens. Annars kem-
ur þetta harðast niður á þeim,
sem hafa hjartasjúkdóma fyrir,
þá oft í formi versnandi áreyns-
luverks eða hækkaðs blóðþrýst-
ings.
Áhrif á efnaskipti og inn-
kirtla:
Þessi áhrif eru býsna víðtæk.
Nefna má truflun á sykurbúskap
líkamans til lengri eða skemmri
tíma, fitusöfnun í lifur, minnkun
nauðsynlegrar framleiðslu ein-
stakra eggjahvítuefna, hækkun
á þvagsýru með aukinni hættu á
þvagsýrugigt, truflun á salt- og
vatnsbúskap líkamans. Minnkuð
karlhormónaframleiðsla.
Halda mætti upptalningunni
áfram og tala um úttaugabólgur,
bólgur í sjóntaug, vöðvarýrnun,
ertingu í lungum o.fl. o.fl.
Okkar reynsla sú
að allir fjölskyldu-
meðlimir þurfi að
taka þátt í batanum
Maðurinn minn er í meðferð hjá
SÁÁ, en ég tel mig vera hóf-
drykkjumanneskju. Á ég að hætta
að drekka?
Sigurður Gunnsteinsson dag-
skrárstjóri á Sogni svarar.
Þessi spurning kemur oft upp
hjá aðstandendum, en við henni
er ekkert einhlítt svar. Alkóhól-
isti sem lýkur meðferð hjá stofn-
unum SÁÁ veit að áfengi er og
verður notað áfram hjá mjög
stórum hópi af fólki og auðvelt
er að nálgast það, ef þess er
óskað. Hann veit líka af eigin
reynslu og væntanlega vegna
nýrrar þekkingar, að notkun
áfengis gerir ástand hans verra
og verra. Okkar reynsla er sú að
allir fjölskyldumeðlimir þurfa
að taka þátt í batanum. Þetta er
jú fjölskyldusjúkdómur og bati
hlýtur þá að vera fjölskyldubati.
Tillitsemi er nauðsyn hjá öllum í
fjölskyldunni og ætti að vera
kostur sem bæri að leggja
áherslu á. Alkóhólistinn er oft á
tíðum viðkvæmur og óstöðugur
fyrst um sinn, á meðan aðlögun
að breyttu lífi er að eiga sér stað.
Svo er einnig um aðra fjöl-
skyldumeðlimi. Það á allt sínar
skýringar sem of langt mál væri
að fara út í hér og nú. Þar sem
þessi spurning er frá hóf-
drykkjumanneskju ætti hún skv.
skilgreiningu á hófdrykkju-
manneskju að eiga auðvelt með
að láta áfengi vera a.m.k. fyrst
um sinn.
Hefur áfengi ein-
hver varanleg áhrif
Pétur Þorleifsson spyr:
Hefur áfengi einhver varanleg
áhrif, andleg eða líkamleg? Hvaða
rannsóknir liggja til grundvallar
þekkingu á þessu sviði, hvað er
vitað og hvað ekki? f þætti í út-
varpinu fyrir tveim árum kom
fram, að samkvæmt rannsókn sem
danskur læknir hafði framkvæmt,
teldist svo og svo stór hópur
danskra unglinga öryrkjar, vegna
heilaskemmda af völdum áfeng-
isneyslu. Hvað er hæft í þessu?
Þórarinn Tyrfingsson læknir
svarar.
Sannað er, að áhrif áfengis
geta orðið svo víðtæk, að þau
gera unga og ófædda að öryrkj-
um. Fyrir hinn almenna ofneyt-
anda áfengis er þessi hætta þó
hverfandi. — Ef við ætlum að
aka frá Reykjavík til Akureyrar
kynni Hvítárbrúin að falla niður
ef við leggðum leið okkar yfir
hana, en fleira er þó að varast á
norðurleið.
Stjórn SÁÁ skipa
36 menn
Hvernig er stjórnunarfyrirkomu-
lagi háttað hjá SÁÁ og hversu
margir starfsmenn starfa hjá sam-
tökunum?
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
framkvæmdastjóri SÁÁ svarar.
Stjórn SÁÁ skipa 36 menn. Á
hverjum aðalfundi SÁÁ, sem
haldinn er í október, eru 12
stjórnarmenn kosnir til þriggja
ára í senn. Formaður SÁA er
kosinn sérstaklega á aðalfundi.
Stjórn SÁÁ kýs síðan 7 manns
úr sínum hópi í framkvæmda-
stjórn en formaður SÁÁ er jafn-
framt formaður framkvæmda-
stjórnar.
Á hverri meðferðarstofnun
SÁÁ þ.e. Silungapolli, Sogni,
Ölfusi, Staðarfelli, Dölum, svo
og fræðslu- og leiðbeiningarstöð
SÁÁ, eru stjórnnefndir sem fara
með rekstrarstjórn viðkomandi
staða. Hver stjórnnefnd er skip-
uð 5 manns, þrem skipuðum af
stjórn SÁÁ, einum skipuðum af
starfsmönnum viðkomandi staða
og einum skipuðum af sveitar-
stjóra.
Starfsmenn að Silungapolli
eru 24 en sjúklingar 30—35, á
Sogni eru 8 starfsmenn og að
Staðarfelli 7 starfsmenn. U.þ.b.
60 manns eru að jafnaði í með-
ferð á báðum stöðunum, 30
manns á hvorum stað. Starfs-
menn í fræðslu- og leiðbein-
ingarstöð SÁÁ, síðumúla 3—5
eru 6.
Ein setning féll ut
I upphafi svars Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar í gær við spurn-
ingunni um það, hvernig starf-
semi SÁÁ væri fjármögnuð féll
ein setning út. Setningin á að
vera „Rekstur meðferðastofnana
SÁÁ er kostnaður af daggjöld-
um sjúkratrygginga, en allur
annar kostnaður vegna starf-
semi SÁÁ svo sem vegna
fræðslu- og leiðbeiningastöðvar,
fræðslu í skólum, fyrirtækjum
og víða, útgáfukostnaður og m.fl.
er fjármagnaður með stuðningi
félagsmanna, sveitarfélaga,
verkalýðsfélaga, fyrirtækja,
klúbba og fl. ..." og síðan er
svarið eins og það var í blaðinu í
gær.
„Spennandi að vera innan um heimsþekkta ökumenn“
„ÞAÐ er alveg stórkostlegt að fá
rásnúmer tíu í rallinu. Við verðum
örugglega undir miklu álagi, inn-
an um alla þessa heimsþekktu
rallökumenn, en það er mjög
spennandi,“ sagði Birgir Viðar
Halldórsson í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Hann ásamt Hafsteini Hauks-
syni tekur þátt í svokölluðu
Mintex-ralli í Englandi í lok
febrúar. Morgunblaðið komst á
snoðir um hverjir væru fyrir
framan þá félaga í rásröð.
Þeirra á meðal eru Bretlands-
eyjameistarinn Jimmy McRae
og Svíinn Stig Blomqvist á Audi
Birgir og Hafsteinn fengu rásnúmer 10
Quattro, sem af mörgum er tal-
inn besti rallökumaður heims.
Um hundrað keppendur taka
þátt í rallinu og geta Hafsteinn
og Birgir sannarlega hrósað
happi yfir drættinum um rás-
röðina.
„Það munar miklu að vera
svona framarlega og hafa veg-
ina ótætta, mun akstursstíll
Hafsteins njóta sín mun betur
en ella hefði orðið. Það eina sem
við erum bangnir við eru mal-
biksleiðir í byrjun og lok ralls-
ins. Við stefnum að því að
hleypa engum framúr, svo fram-
arlega sem ekki bilar hjá
okkur,“ sagði Birgir að lokum.
Það er öruggt að Hafsteinn og
Birgir koma til með að vekja
mikla athygli, en sjaldgæft er að
nýliðar í alþjóðlegum röllum
erlendis byrji jafn framarlega
og raun ber vitni. Þess má geta
að allir keppendur fyrir framan
þá félaga í rásröð aka bílum
undir stjórn bílaverksmiðja og
eru því atvinnumenn.
Viðtal við Birgi og Hafstein
er á bls. 44.