Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
Hjördís Jónsdótt-
ir — Minningarorö
Kveðja frá barnabörmim
Fædd 23. nóvember 1923
Dáin 25. janúar 1983
„Kn meAan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfdu eftir þér í sárum trega,
þá hlómgast enn, og hlómgast ævinlega,
þitt hjarta vor í hugum vina þinna.“
(Tómas (•uómundsson)
Það var dapur morgunn þegar
við fréttum að amma á Rauðalæk
væri dáin. Þó að við vissum að
amma væri búin að vera lengi á
sjúkrahúsi og berjast við hættu-
legan sjúkdóm í tæp þrjú ár, þá
vonuðum við alltaf að hún myndi
sigra í þeirri baráttu, því hún var
hetja og barðist ótrauð við sjúk-
dóminn, en leikurinn var ójafn og
nú hefur hún öðlast sína hinstu
hvíld.
Við viljum nú að leiðarlokum
þakka elsku ömmu fyrir allt sem
hún var okkur. Hún gaf sér alltaf
nægan tíma til þess að hlúa að
okkur börnunum, tala við okkur og
segja okkur skemmtilegar sögur.
Það var alltaf mikil eftirvænting
þegar amma og afi áttu að passa
okkur og sjá um heimilið, því þá
dekraði amma við okkur allan
daginn svo engin takmörk voru á.
Það var spilað við okkur, farið í
bílferðir og snúist í kringum
okkur á allra handa máta.
Amma eignaðist góðan mann,
ívar Andersen, verkstjóra hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og
voru þau sérstaklega samrýnd
eins og glöggt kom í ljós í veikind-
um hennar. Þau áttu fallegt heim-
ili, nú síðast að Rauðalæk 12, sem
gaman var að heimsækja. Oft var
beðið um að fara til afa og ömmu á
Rauðalæk, því þar var ávallt tekið
vel á móti okkur og amma átti
alltaf til kökur eða annað góðgæti
til að gefa okkur. Heimili þeirra
var alþakið heimatilbúnum mun-
um sem amma hafði búið til, því
hún var listræn í sér og hafði mik-
ið yndi af hannyrðum og föndri.
Allt lék í höndum hennar, hvort
sem um var að ræða að bæta
gatslitnar buxur eða sauma falleg
veggteppi. Hún var einnig mikil
prjónakona og eru ófáar lopapeys-
urnar sem hún prjónaði fyrir
okkur og aðra.
Þó að amma hafi unnið úti öðru
hverju, bæði hjá Mjólkursamsöl-
unni og við farmiðasölu hjá Stræt-
isvögnum Reykjavíkur, þá var
heimilið og fjölskyldan hennar að-
aláhugamál og það sem henni var
kærast. Minningarnar sem við eig-
um frá sumardvölum okkar í Mun-
aðarnesi með afa og ömmu verða
okkur dýrmætar, en hún var þá
jafnan fremst í flokki í leikjum og
margs konar skemmtunum.
Amma átti ekki kost á því að
ganga menntaveginn eins og þykir
sjálfsagt nú á dögum. Sjálfs-
menntun hennar nýttist þó betur
en löng seta á skólabekk hjá mörg-
um. Þekking hennar á íslenskri
tungu var mjög góð, bæði varð-
andi málfræði og stafsetningu;
einnig hafði hún góða þekkingu á
öðrum tungumálum. Hún var afar
bókhneigð og voru ekki margar
bækur í bókabílnum sem hún átti
eftir að lesa og gilti það jafnt um
fræðibækur og skáldsögur. Amma
elskaði lífið, sat aldrei auðum
höndum og var áhugi hennar á
fólki og umhverfi greinilegur og
aldrei heyrðum við hana hallmæla
nokkrum manni.
Nú þegar við kveðjum elsku
ömmu, þökkum við henni af alhug
allt það sem hún hefur verið
okkur. Við huggum okkur við það
að hún muni áfram vera nálæg,
fylgjast með okkur og að nú líði
henni vel hjá Guði.
Ömmu er sárt saknað af allri
fjölskyldunni og við biðjum algóð-
an Guð að blessa afa á Rauðalæk
sem mest hefur misst.
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu í gullnu au^nahliki —
(T.G.)
Hjördís, Palli, ívar,
Heiðrún og Hjörvar Ingi.
í dag verður gerð frá Fossvogs-
kirkju útför tengdamóður minnar,
Hjördísar Jónsdóttur, en hún and-
aðist í handlækningadeild Land-
spítalans að morgni hins 25. janú-
ar.
Hjördís var fædd í Hafnarfirði
23. nóvember 1923, dóttir hjón-
anna Steinunnar Þorbergsdóttur
og Jóns Hjartar Vilhjálmssonar
bifreiðarstjóra. Hún var fyrra
barn þeirra hjóna, en bróðir henn-
ar, Þorbergur, dó tveggja ára að
aldri. Þau hjónin Jón og Steinunn
slitu samvistum er Hjördís var
enn á barnsaldri og lést Steinunn
móðir hennar nokkru síðar. Hún
ólst síðan upp hjá föðurforeldrum
sínum, Önnu Magneu Egilsdóttur
og Vilhjálmi Gunnarssyni, fram
að fermingaraldri, eða þar til
amma hennar lést. Þá fluttist hún
með afa sínum til hjónanna Guð-
laugar Guðlaugsdóttur og Gunn-
ars Vilhjálmssonar, en Gunnar
var föðurbróðir hennar. Hjá þeim
sæmdarhjónum dvaldist hún að
mestu þar til hún kynntist eftirlif-
andi eiginmanni sínum ívari And-
ersen vélstjóra, sem er verkstjóri
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur
og gengu þau í hjónaband þann 7.
september 1946. Jón, faðir hennar,
kvæntist síðar Kristjönu Þor-
steinsdóttur, mikilli heiðurskonu
sem alltaf reyndist Hjördísi inn-
anhandar og mat hún stjúpmóður
sína mikils. Jón lést fyrir aldur
fram aðeins 38 ára að aldri.
Hjördís á fjögur hálfsystkini, þau
Huldu, Helgu og Guðjón Jónsbörn
og Hilmar Mýrkjartansson sem
Hjördís hitti aftur nú fyrir nokkr-
um árum eftir margra ára að-
skilnað.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu
Hjördís og ívar á Reynimel 45 í
skjóli tengdaforeldra hennar,
Ingibjargar Þórðardóttur, sem
lést árið 1975, og Guðmundar Guð-
jónssonar skipstjóra, sem er
stjúpfaðir ívars. Arið 1959 fluttu
þau Hjördís og ívar í eigið hús-
næði að Laugalæk 26 hér í borg og
bjuggu þar til ársins 1979 er þau
fluttu í minni íbúð að Rauðalæk
12. Þeim varð fimm barna auðið,
en eitt þeirra, stúlka, lést stuttu
eftir fæðingu. Hin börnin eru:
Ingibjörg, fædd 1944, gift Kjartani
Pálssyni lækni; Guðmundur,
fæddur 1950; Erla, fædd 1951, gift
Haraldi Sigursteinssyni tækni-
fræðingi, og Grétar, fæddur 1957,
jarðfræðingur, nú við framhalds-
nám í jarðfræði við háskólann í
Honolulu á Hawaii. Barnabörnin
eru orðin fimm: Hjördís, Páll og
ívar, börn Ingibjargar; Heiðrún og
Hjörvar Ingi, börn Erlu.
Fyrstu hjúskaparárin starfaði
Hjördís aðallega hjá Mjólkur-
samsölu Reykjavíkur, en síðan
tóku börnin og uppeldi þeirra all-
an hug hennar. Eftir að börnin
uxu úr grasi fór hún aftur að
vinna utan heimilisins, fyrst hjá
Mjólkursamsölunni við afgreiðslu-
störf og síðar hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur, einnig við af-
greiðslustörf. Þessi störf sín rækti,
Hjördís af sömu kostgæfni og
barnauppeldið og heimilisstörfin.
Hjördís var ágætlega greind
kona, víðlesin, minnug og fróð um
marga hluti. Hún fékk mjög tak-
markaða skólagöngu, en með stöð-
ugri sjálfsmenntun tókst henni að
afla sér góðrar almennrar mennt-
unar, sem nýttist henni vel.
Áhugamál átti hún fjölmörg og
má þar nefna hannyrðir hvers
konar og sótti hún nokkur nám-
skeið til þess að ná betri árangri á
því sviði. Kjarninn úr lífi hennar
var þó helgaður fjölskyldunni, en
hún var mikil húsmóðir, reglusöm
á öllum sviðum og nærgætinn
uppalandi. Á síðari árum hefur æ
betur komið í ljós að hún var
sannkallaður sólargeisli fjölskyld-
unnar, alltaf kát og hress og
tengdi fjölskylduböndin betur og
traustar en nokkur annar. Á laug-
ardögum hefur fjölskyldan um
árabil notið sameiginlegs hádegis-
verðar að Rauðalæk 12 og hafa
þær samverustundir eflt mjög
fjölskyldutengslin.
Fyrir tæpum þremur árum
kenndi hún fyrst þess sjúkdóms,
sem átti eftir að verða henni að
aldurtila. Á þessum árum gekkst
hún undir sjö stórar skurðaðgerð-
ir og þurfti auk þess að taka sterk
lyf langtímum saman. í þessum
sjúkdómsraunum komu mann-
kostir hennar ef til vill skýrast í
ljós, svo og mjög náið samband
þeirra hjóna, en þau voru sérlega
samrýnd enda þótt þau væru að
mörgu leyti ólík að eðlisfari.
Síðustu jólin hennar verða fjöl-
skyldunni áreiðanlega minnis-
stæð, en hún kom þá sína hinstu
ferð heim af sjúkrahúsinu enda
þótt hún væri orðin fárveik. Þrátt
fyrir það reyndi hún að bera höf-
uðið hátt og taka þátt í jólahátíð-
inni með okkur.
Nú að leiðarlokum bið ég henni
blessunar Guðs með þakklæti
fyrir samfylgdina. Verði vegir
hennar bjartir og sólríkir handan
við móðuna miklu, sem aðskilur líf
og dauða. Innilegar samúðar-
kveðjur sendi ég ívari tengdaföður
mínum, sem misst hefur sólar-
geislann úr lífi sínu.
Að lokum færi ég læknum og
öðru starfsfólki á deild 13-D á
Landspítalanum innilegar þakkir
fjölskyldunnar fyrir frábæra um-
önnun í veikindum hennar.
Kjartan Pálsson
Við kveðjum í dag Hjördísi
Jónsdóttur, húsmóður að Rauða-
læk 12 hér I bæ, en hún lést í
Landspítalanum 25. janúar síð-
astliðinn eftir langa og hetjulega
baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem
hún laut í lægra haldi fyrir að lok-
um.
Hjördís var fædd í Reykjavík
23. nóvember 1923. Hún var dóttir
hjónanna Steinunnar Þorbergs-
dóttur og Jóns Hjartar Vil-
hjálmssonar en þau slitu samvist-
um. Fór hún þá í uppeldi til föður-
afa síns og -ömmu og var hjá þeim
þar til amma hennar lést, þá flutt-
ist hún til Gunnars föðurbróður
síns og konu hans Guðlaugar og
dvaldi hún á því heimili þar til
hún stofnaði sitt eigið.
Hún giftist eftirlifandi manni
sínum, Ivari Andersen vélstjóra,
7. september 1946 og hafa þau búið
í farsælu hjónabandi í rúm 36 ár.
Þau bjuggu fyrstu árin að Reyni-
mel 45, en byggðu sér síðan raðhús
að Laugalæk 26 og nú síðustu árin
hafa þau búið að Rauðalæk 12.
Þau eignuðust fjögur börn: Ingi-
björgu, húsmóðir, hún er gift
Kjartani Pálssyni lækni, þau eiga
þrjú börn; Guðmund, skrifstofu-
maður, ókvæntur; Erlu, húsmóðir,
hún er gift Haraldi Sigursteins-
syni, þau eiga tvo börn; Grétar,
jarðfræðingur, er við framhalds-
nám á Hawaii, ókvæntur.
Öll eru þau fagurt vitni um að
hafa alist upp á traustu og góðu
heimili. Heimili Hjördísar og
ívars var fagurt og hlýlegt enda
hjónin bæði einstök snyrtimenni í
allri umgengni.
Við hjónin minnumst margra
góðra og ánægjulegra stunda á
heimili þeirra og eins þegar við
fórum saman í ferðalag hvort sem
var einn dag eða fleiri út fyrir
borgina. Þegar við nú á kveðju-
stund lítum til baka til liðinna
ára, finnst okkur að þessi góðu ár
hafi liðið allt of fljótt og að þau
hefðu átt að vera miklu fleiri, en
sá sem öllu ræður hefur afmarkað
henni lífsbraut og kallað hana til
starfa í öðrum heimi.
Minningin um ástríka eigin-
konu, móður og ömmu, sem ávallt
var glöð og kát og hvers manns
hugljúfi í allri framkomu, léttir
sorgina þótt allir viti að skarðið
sem orðið er í heimilið á Rauðalæk
12 verður ekki fyllt að nýju.
Hjördís var einstaklega ljúf og
glöð í allri framkomu, það var eins
og ljúfur sunnan þeyr færi um,
þar sem hún fór.
Við dáðumst oft að því hvað hún
gat tekið sjúkdómi sínum létt.
Stundum þegar hún hafði gengið
undir stórar aðgerðir, þá hringdi
hún eftir fáa daga til okkar frá
spítalanum og hafði gamanyrði á
vörum, hló og gerði að gamni sínu
þó hún væri í raun helsjúk. Það
var þessi andlegi kraftur og lífs-
gleði sem hún var svo rík af og
eflaust hjálpaði henni í barátt-
unni við langvarandi og erfiðan
sjúkdóm.
í öllum hennar veikindum hefur
ívar staðið við hlið hennar, hjúkr-
að henni og stutt af einstæðum
dugnaði og alúð svo vart verður á
betra kosið. Þessi fátæklegu orð
sem hér eru skrifuð eiga að vera
örlítið þakklæti frá okkur hjónun-
um fyrir samferðina, einlæga vin-
áttu, tryggð og hjálpsemi á liðnum
árum.
Við sendum innilegar samúð-
arkveðjur til ívars, barnanna,
tengdasona og barnabarna og
biðjum guð að senda þeim styrk og
kraft á þessum dögum. Megi ljúfar
minningar frá samverunni á liðn-
um árum létta ykkur sorgina.
Markús Stefánsson
+
Maöurinn minn,
lést 31. janúar.
RAGNAR G. GUDJÓNSSON,
Laufskógum 17, Hveragerdi,
Guörún Magnúsdóttir.
+
lést 31. janúar.
ÓLAFUR JÓNSSON,
bóndi,
Eystra-Geldingaholti,
Börn og tengdabörn.
+
GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Marteinstungu
veröur jarösungin frá Marteinstungukirkju, föstudaginn 4. febrúar
kl. 14.00.
Vegna jaröarfararinnar verður ferö frá Umferðarmiðstööinni í
Reykjavík kl. 11 árdegis sama dag.
Ólöf Gunnarsdóttir,
Dagbjartur Gunnarsson,
Guttormur Gunnarsson,
Elek Gunnarsson,
Kristjón J. Gunnarsson,
Þórdís Kristjánsdóttir.
+
Utför mannsins míns og föður okkar,
BJÖRNS GUDMUNDSSONAR,
verkstjóra,
Boóagranda 7,
fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 3. febrúar kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Blóm afþökkuð. _. . .
Eiginkona og born.
+
Alúöarþakkir færi ég öllum þeim sem sýndu mér samúö og vinar-
hug við andlát og jarðarför móöur minnar,
HELGU GESTSDÓTTUR,
Mel, Þykkvabæ.
Þóra Kristín Jónsdóttir.
+
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar og
dóttur,
BRYNDÍSAR SIGURDARDÓTTUR,
Reynigrund 9, Akranesi.
Tómas Friöjónsson og börn,
Svava Símonardóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför bróöur okkar,
GUÐMUNDARJÓHANNESSONAR
frá Fremri-Fitjum.
Vandamenn.