Morgunblaðið - 06.03.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983
3
Útvarpsstjóri gengur gegn meirihluta útvarpsráós:
Þorgrímur ráðinn
þótt Atli fengi með-
mæli meirihlutans
ÚTVARPSSTJÓRI hefur ráðið
Porgrím Gestsson, blaðamann af
Helgarpóstinum, í starf fréttamanns
á fréttastofu útvarps, þótt meirihluti
útvarpsráðs mælti með því að Atli
Steinarsson blaðamaður fengi starf-
ið. Er þetta í annað sinn sem Atla er
synjað um starf á fréttastofunni þótt
meirihluti útvarpsráðs mælti með
honum í bæði skiptin, og hefur hann
skotið málinu til menntamálaráð-
herra.
Við atkvæðagreiðslur í út-
varpsráði mæltu þrír útvarps-
ráðsmenn af sjö með Þorgrími
Gestssyni, en fjórir með Atla
Steinarssyni. Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins mæltu full-
trúar Sjálfstæðisflokksins í ráð-
inu, Ellert B. Schram, Markús Örn
Antonsson og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, og Markús Á. Einars-
son fulltrúi Framsóknarflokksins
með Atla,- en með Þorgrími þeir
Vilhjálmur Hjálmarsson fulltrúi
Framsóknarflokksins, Eiður
Guðnason fulltrúi Alþýðuflokks-
ins og Tryggvi Þór Aðalsteinsson
fulltrúi Alþýðubandalagsins.
Morgunblaðið innti þá Atla
Steinarsson og Vilhjálm Hjálm-
arsson álits á þeirri ákvörðun út-
varpsstjóra að ganga gegn meiri-
hluta útvarpsráðs.
„Eins og andleg niðurlæging“
— segir Atli Steinarsson
„Það er ekki sárast að fá ekki
vinnu á fréttastofu útvarpsins. Sá
vinnustaður er ekki efstur á óska-
lista mínum, þó ég hafi sótt um aug-
lýsta stöðu á fréttastofu útvarpsins
tvívegis á um það bil hálfu ári,“
sagði Atli Steinarsson er hann var
inntur álits á þeirri ákvörðun út-
varpsstjóra að fara gegn vilja meiri-
hluta útvarpsráðs við ráðningu
fréttamanns á fréttastofu útvarps.
„Starf þar teldi ég þó eftirsókn-
arvert fyrir mann sem starfað
hefur sem skrifandi blaða- og
fréttamaður I rúma þrjá áratugi.
Sárara en að fá ekki umrætt starf
er, að ákvörðun þar um er tekin
þegar meirihluti útvarpsráðs hef-
ur í bæði skiptin mælt með ráðn-
ingu minni. Þegar slík niðurstaða
liggur fyrir, og síðan ekki eftir
henni farið, verður þetta fyrir
mann eins og andleg niðurlæging.
Þetta gerist sem betur fer ekki í
löndum þar sem lýðræði er haft að
leiðarljósi í stjórnsýslu og í stjórn
ríkisstofnanna.
í svona tilfellum eins og ég hef
lent í í tvígang, að verða fyrir
valdníðslu embættismanna, liggur
aðeins eitt ljóst fyrir. Fólk sem
ekki hefur lögum og reglum sam-
kvæmt tilskilið vald til ákvörðun-
ar um stöðuveitingar tekur sér það
og kemst upp með það. f þessum
tilvikum tel ég að undir rói mjög
alþýðubandalagssinnaður frétta-
stjóri. Svo illa er komið yfir stjórn
útvarpsins, að ýmsir deildarstjór-
ar virðast komast upp með nánast
hvað sem þeir vilja, eins og ljóst er
af dæmunum um ráðningu frétta-
manna.
Ég hef áður sagt að sú vald-
níðsla sem ég tel mig beittan af
yfirmönnum útvarpsins er ekki
síður hnefahögg í andlit útvarps-
ráðsmanna. Þeir eiga lögum sam-
kvæmt að fjalla um þessar ráðn-
ingar, en þó þeir taki meirihluta-
ákvörðun eru þær algjörlega
hundsaðar. Hver hefur veitt það
vald sem að baki slíkum ákvörðun-
um er? Er fréttastjóri útvarpsins
valdameiri en allir aðrir frétta-
stjórar þessa lands? Að geta ráðið,
gegnum útvarpsstjóra, öllu
starfsmannavali fréttastofunnar.
Hér er því miður um pólitískt mál
að ræða og pólitískt vald að baki,
sem ég tel óheilbrigt og andstætt
anda laga og reglna útvarpsins.
Því fyrr sem það verður brotið
niður þeim mun betra.
Ég tel að það sé aðallega tvennt,
sem forráðamenn útvarpsins hafi
gegn mér. Annars vegar það að
gamlar sögur fara af mér fyrir
vínhneigð, og hins vegar að ég er
sjálfstæðismaður. Ég hef sjálfur
leitað mér aðstoðar varðandi
vínhneigðina, og tel mig að fullu
og öllu hafa læknast af þeim
kvilla. Ég mun hins vegar seint
læknast af kvillanum að vera
sjálfstæðismaður, en sá kvilli er
mikið böl í augum fréttastofu-
manna,“ sagði Atli Steinarsson.
„Valdið
er hjá
útvarps-
stjóra“
- segir Vilhjálm-
ur Hjálmarsson
„Ég vil bara benda á að valdið
er hjá útvarpsstjóra, en útvarpsráð-
ið er umsagnaraðili. Sá sem veit-
ingavaldið hefur er ekki bundinn
af áliti umsagnaraðila,“ sagði Vil-
hjálmur Hjálmarsson, formaður
útvarpsráðs, er hann var inntur
álits á þeirri ákvörðun útvarps-
stjóra að ganga gegn áliti meiri-
hluta útvarpsráös við ráðningu
fréttamanns á fréttastofu útvarps.
„Það er eins og vant er þegar
umsagnaraðilar eiga í hlut, að þá
eru menn óánægðir þegar ekki er
eftir því farið. En um þetta er
ósköp lítið að segja. Þetta er
alltaf að gerast í „kerfinu" mað-
ur,“ sagði Vilhjálmur.
Vilhjálmur sagði að það væri
venja að umsagnar um umsækj-
endur væri leitað hjá frétta-
stjórum á fréttastofum útvarps
og sjónvarps. Þeir hefðu mælt
með Þorgrími í þessa stöðu.
Vilhjálmur sagði að fundinn
hefði setið auk sín þeir Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, Mark-
ús Örn Antonsson og Ellert B.
Schram sem fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins, Markús Á. Einars-
son fulltrúi Framsóknarflokks-
ins, Eiður Guðnason fulltrúi Al-
þýðuflokksins og Tryggvi Þór
Aðalsteinsson fyrir Alþýðu-
bandalagið.
Páskaferö
Brottför: 30. marz — 12
dagar
Sol
ENN NOKKUR
SÆTILAUS
Vorið er yndislegur tími við Miðjarö-
arhafið þegar ilmurinn frá gróandan-
um fyllir loftið sætri angan og sól-
þyrstur ferðamaðurinn skolar af sér
þreytu og drunga vetrarins.
Eigum fáar íbúðir lausar á
La Nogalera og Santa Clara
GOLFUNNENDUR!
Höfum fengið fáein herbergi á hinu glæsilega golfhóteli
Atalaya Park í Marbella _ _ _g\f\
Verð með hálfu fæði í 12 daga kr. lOi * 'OUi'
Austurstræti 17,
sími 26611,
Hafnarstræti 98, 1
Akureyri,
sími 22911.
Feröaskrifstofan
ÚTSÝN