Morgunblaðið - 06.03.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983
5
Guðsþjónusta í útvarpssal kl. 11.00:
Friðarfundur Skálholtsskóla-
nema á æskulýðsdegi kirkjunnar
í hljoðvarpi kl. 11.00 er dagskrár-
liður sen nefnist Æskulýðsdagur
þjóðkirkjunnar: Guðsþjónusta í út-
varpssal á vegum Skálholtsskóla og
sskulýðsstarfs kirkjunnar.
Það er Oddur Albertsson, kenn-
ari í Skálholtsskóla, sem sér um
þessa messu með nemendum sín-
um, og verður hún með nokkuð
óvenjulegum brag. Hinum hefð-
bundnu messuliðum verður haldið,
en nemendurnir velja og leika lög
af hljómplötum, flygja leikþætti
og syngja sjálf.
— Yfirskrift messunnar er
„Uppeldi til friðar", sagði Oddur
Albertsson, — og þar verður fjall-
að feimnislaust um rætur ófriðar
og óréttlætis, sem er orsök ófrið-
arins. Sérhver messa er „friðar-
fundur" sem ætti að taka fyrir
málefni dagsins, sem að samfélag-
inu snýr. Nú þegar framtíð þessa
heims er hótað á báða bóga af
svokölluðum „friðarbombum", er
messan einmitt vettvangur fyrir
friðarumræðuna, sem skiptir
okkur öll máli, áður en of seint
verður að hafast nokkuð að. Krist-
ur var hafinn yfir allan stjórn-
málaágreining. Eins á kirkjan að
starfa, áháð hagsmunum ýmissa
hópa. Kristur kenndi okkur að
meta lífið og gaf okkur rétt til að
krefjast þess að fá að lifa.
„Uppeldi til friðar“ er yfirskrift messunnar sem nemendur Skálholtsskóla
annast í útvarpssal, ásamt kennara sínum, Oddi Albertssyni, á æskulýðs-
degi Þjóðkirkjunnar, en útsendingin hefst kl. 11.00. Hér er hópurinn
saman kominn fyrir utan skólann sinn fyrr í vetur.
Kvöldstund með
Agöthu Christie:
Miðaldra
eiginkona
A dagskrá sjónvarps kl. 21.35 er
þáttur f myndaflokknum Kvöldstund
með Agöthu Christie og nefnist hann
Miðaldra eiginkona.
María leitar ráða hjá Parker
Pyne vegna ótryggðar eiginmanns
síns. f þetta skipti bera ráð hans
annan árangur en til var ætlast.
Gwen Watford f hlutverki Maríu.
Frá sýningu Samtaka fréttaljósmyndara á Kjarvalsstöðum.
Glugginn kl. 20.50:
Ljósmyndasýning, grafík-
listamaður að starfi o.fl.
A dagskrá sjónvarps kl. 20.50 er
Glugginn, þáttur um listir, menning-
armál og fleira. Umsjónarmaður:
Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Svipast verður um á sýningu Sam-
taka fréttaljósmyndara á Kjar-
valsstöðum, sem opnuð var um síð-
ustu helgi. Litið verður inn í Rósen-
bergkjallarann undir Nýja bíói, sem
nú er verið að gera upp og færa í
upprunalegan búning, en á þriðja
áratugnum var þarna veitingastað-
ur. Skyggnst verður um sali í Nor-
ræna húsinu, þar sem Jóhanna
Bogadóttir sýnir verk sín, og fylgst
verður með listakonunni að starfi.
Björk Guðmundsdóttir syngur nýtt
lag eftir Björgvin Gíslason, sem
væntanlegt er á hljómplötu, og Jón
Örn Marinósson flytur pistilinn Aðr-
ir hafa orðið.
Stundin okkar kl. 18.00:
Viðtöl, sögur, leikþátt-
ur og teiknimyndasagá
A dagskrá sjónvarps kl. 18.00 er
Stundin okkar. Umsjónarmaður:
Bryndís Schram. Stjórn upptöku: Við-
ar Víkingsson.
Efni þáttarins er eftirfarandi:
Þrettán ára börn úr Árbæjarskóla
syngja ísraelskt lag. Bryndís talar
við séra Agnesi Sigurðardóttur um
æskulýðsdag Þjóðkirkjunnar og les
sögu sem 4. bekkur B í Fellaskóla
myndskreytti. Tveir drengir úr
Árbæjarskóla flytja frumsaminn
leikþátt um skaðleg áhrif leik-
fangavopna. Bryndís kynnir sér
leðuriðju og ræðir við Evu Vil-
hjálmsdóttur og fjölskyldu hennar.
Sýnd verður íslensk teiknimynda-
saga, Vordagur í sveit, eftir Guð-
björgu Ólafsdóttur. Teikningar eru
eftir Mariu Gísladóttur, en lesari
er Ragnheiður Steindórsdóttir.
Einnig verður sýndur þáttur af
Blámanni — Júlíus Brjánsson les.
Loks kemur leynigestur í Stundina
Sr. Agnes Sigurðardóttir
okkar sem börn úr Fellaskóla
reyna að þekkja með því að leggja
fyrir hann spurningar.
Sumarhús I
"nflórekemmöeauSmar-
SSSS&«2*í&*r
PÚ nÝtur S i námunda
>ar baöstrendu , . ^ stuttra
5a skemmtileg nágrenni
larferða og i n*annahöfn
;;tbostt™°9flðraðdea'sern
• Dyrehavsbakken
: SS""n"h6,'iM
Verslanir
• Veitingahús
• skemmtistaoir
T6n“lS'l'9<««"a,“i'inflar'
tjarlaegð
Sjáumst í sumarhúsunum
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899