Morgunblaðið - 06.03.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983
7
HUCiVHKJA
eftir
Pétur Sigurgeirsson biskup
Hin uppvaxandi kynslóð er
dýrmætasta eign hverrar
þjóðar. Þannig er það hjá
okkur, Islendingum. Almenn-
ur æskulýðsdagur kirkjunnar
er kjörinn til þess að íhuga,
hvar æskulýður okkur er á
vegi staddur, og hvaða uppeld-
isáhrifum hann verður fyrir af
okkar hálfu. Það er sameigin-
leg ósk okkar og áhugamál, að
hinum ungu farnist sem best,
og verði landi og þjóð til
heilla.
í öllu uppeldi varðar mestu,
að börnin njóti kærleika og
umhyggju, þegar þau eru að
vaxa úr grasi. Þau eru í þörf
fyrir aðhlynningu eins og hver
annar gróður. Eitt sinn var
unglingur, sem hafði lent út á
glapstigu. Það dugði skammt,
sem reynt var að gera honum
til hjálpar. Loks var það ráð
tekið að útvegja honum gott
heimili í sveit. Heimili þetta
var orðlagt fyrir að hafa góð
áhrif á unglinga, sem þangað
höfðu verið vistaðir.
Þegar unglingurinn hafði
verið í sveitinni um nokkurt
skeið, þurfti húsmóðirin að
fara til borgarinnar. Þegar
hún var að tygja sig af stað,
tók hún eftir því, að skjólstæð-
ingur hennar varð hryggur í
bragði og tárfelldi. Konan
áleit, að nú hefði löngunin
vaknað til hins fyrra lífernis
og sagði:
„Langar þig til þess að fara
héðan?"
„Nei,“ — var svarið.
„Af hverju ertu þá að
gráta?"
Ég er að gráta af því, að það
er enginn til þess að vera góð-
ur við hann bróður minn!“
Svarið vekur mann til um-
hugsunar. Við gerum okkur
ekki alltaf grein fyrir því, hve
mikla þýðingu ástúðlegt og
kærleiksríkt atlæti hefur fyrir
hina ungu. Þar er verið að
leggja grunninn að framtíð
barnsins. En sá kærleikur er
ekki sama og eftirlæti eða
undanlátssemi. Einn þáttur
kærleikans er ögun. „Því að
Drottinn agar þann sem hann
elskar." (Orðskv. 3,12.) Þannig
er það og með frelsið. Því
fylgja bönd, takmörk, sem
verða að vera. Hér er um að
ræða hið gullna jafnvægi í
uppeldismálum, hvað kær-
leiksþelið snertir. Það er sam-
ofið úr ýmsum þáttum, sem
hvorki mega vera „of eða van“.
Það var eitt sinn, er Jón Sig-
urðsson kom til þings frá
Kaupmannahöfn, að hinir
yngri menn í bænum buðu
honum til samsætis. Þegar
staðið var upp frá borðum, var
hann kallaður út á dyrasvalir,
þar sem skólapiltar biðu fyrir
utan til þess að fá að hylla
hann. Jóni forseta var fagnað
með fánahyllingu og söng.
Forsetinn þakkaði þennan
vinarhug með stuttri ræðu.
Hann fór nokkrum orðum
um söng þeirra og þá sérstak-
lega þessi orð: „Þú kappinn
dýr, sem aldrei þekktir bönd.“
Þessu sagðist hann reyndar
þurfa að mótmæla því að „all-
ir yrðu að leggja á sig bönd og
gæta hófs, ungir sem gamlir.
An margskonar banda fengi
ekkert staðist." (Hannes Haf-
stein 1. bls. 26.)
Foreldrum er í dag mikill
vandi á höndum að ala upp
börn sín. Því hefur ætíð fylgt
mikill vandi og ábyrgð að sjá
um uppeldi barnanna, en ekki
síst nú, þegar svo margt glep-
ur fyrir með gylliboðum og
blekkingum sem afvegaleiða
Almennur
æskulýðsdagur:
Uppeldi
til friðar
og torvelda foreldrum að
rækja hlutverk sitt. Ungling-
um í dag stafar mest hætta af
áfengi og eiturlyfjum. Þar er
um svo mikið vandamál að
ræða, að allir verða að leggj-
ast á eitt til þess bægja þeim
voða frá dyrum heimilanna og
bjarga æskunni frá því að
ánetjast hvers kyns vímugjöf-
um. —
Á tímum mikilla breytinga
er nauðsynlegt að halda fast í
það veganesti, sem reynst hef-
ur farsælt og ekki er hyggilegt
að hverfi með tímans straumi.
í því efni eru lærdómsrík um-
mæli Þórarins Eldjárns bónda
og kennara á Tjörn í Svarfað-
ardal:
„Æska aldamótanna síð-
ustu, sem oft heyrist nefnd í
ræðu og riti, var borin inn í
harðan heim fátæktar og
fábreyttra atvinnuhátta,
næsta ólíkan þeim heimi, er
blasir við í dag. Uppeldisboð-
orð þeirra tíma voru heldur
ekki miðuð við það fyrst og
fremst að komast yfir fjár-
muni með sem léttustu móti
og minnstri vinnu og eiga í
skjóli auðs rósama daga, held-
ur hitt að gera ungdóminn
skilningsríkan á gildi drengi-
legs starfs og starfsgleði,
framvindu lífsins til bættra
lífskjara, skapa með æskunni
heilbrigða hugsun og lífsvið-
horf, kenna henni að gera
fyrst kröfuna til sjálfrar sín,
setja hana ofar kröfunni til
annarra. Boðorð þeirra upp-
eldisþátta voru: Atorka í
starfi, skyldurækni, hófsemi,
nýtni, guðstrú og ættjarðar-
ást.“ (Dagur 2. nóv. 1960.)
Við snúum ekki hjóli tímans
aftur á bak. En við verðum
sem áður að leggja höfuð-
áherslu á þá þætti. uppeldis,
sem gilda fyrir alla tíma, og
hafa þeim mun meiri þýðingu
sem meira reynir á.
Þessi æskulýðsdagur bendir
á eitt af því allra nauðsynleg-
asta, sem varðar nútímann, en
það er: Uppeldi til friðar. Á
þennan þátt uppeldismála var
bent í ályktun prestastefnunn-
ar á Hólum í Hjaltadal 1982.
Þar segir:
„Vér hvetjum söfnuði lands-
ins til þess að leggja aukna
áherslu á uppeldi til friðar
með því að: a) Ástunda slíkt
uppeldi innan fjölskyldunnar
sjálfrar og í samskiptum milli
heimila á þann hátt m.a. að
sýna sáttfýsi, sanngirni, hóg-
værð og umburðarlyndi. b) —
vekja menn til vitundar um
skaðsemi ofbeldis í fjölmiðl-
um, myndböndum, leikföngum
og á fleiri sviðum."
Hið gegndarlausa ófriðar-
stagl og vígbúnaðarkapp-
hlaup, sem heimurinn sýnst
um, hefur mögnuð áhrif á
unga sem gamla. Eitt sinn sá
ég mynd af barni sem sat á
skólabekk og var að draga til
stafs með blýanti. En ljósið,
sem féll á barnið og blýantinn
myndaði þannig skugga á
vegginn í skólastofunni, að
þar kom fram mynd af manni
með byssu um öxl. Þetta er
táknmynd af þeim anda, sem
svífur yfir vötnunum. Með
friðarboðskap sínum vill
kirkjan breyta þessari mynd
og þessum anda. Kristur kom
til þess að lækna mannkynið
af hatri og hefndarhug með
því að sigra illt með góðu.
Kirkjan boðar barnavininn
mesta og hlutverk okkar
hinna eldri er að leyfa honum
að komast að til þess að vera
leiðtogi hinna ungu. Tökum
eftir því sem Kristur sagði:
„Leyfið börnunum að koma til
mín og varnið þeim eigi, því að
slíkra er Guðs ríki.“ (Mark.
10,14.)
Á haustin má heyra auglýs-
ingar á þessa leið: „Nú eru
börn að hefja skólagöngu sína
og mjög mikilvægt er, að for-
eldrar fylgi börnunum sínum í
skólann og velji þeim, hvaða
leið er best að fara.“ Á sömu
forsendum vill kirkjan „sem
er oss kristnum móðir" velja
börnum landsins þá leið að
ganga á Guðs vegum.
Gódan daginn!
Verðtrygging veitir vörn gegn veröbólgu — en hefur þú hugleitt
hversu mikla þýðingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arðsemi
þína?
Yfirlitið hér að neöan veitir þér svar við því.
VER0TRYGGÐUR SPARNA0UR - SAMANBURÐUR A AVÖXTUN
Verðtrvgging m v lánskjaravisitölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til að tvöf. raungildi höfuðstóls Raunaukning höfuðst. eftir 9 ár
Veðskuldabréf 3% 8% 9ar 100%
Sparisk. rikissj. 3.5% 3.7% 19ár 38 7%
Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4%
Verðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins hefur víötæka reynslu í
veröbréfaviðskiptum og fjármálalegri ráðgjöf og miölar þeirri þekk-
ingu án endurgjalds.
GENGIVERÐBRÉFA
7. MARS 1983:
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJOÐS:
1970 2. flokkur
1971 1. flokkur
1972 1. flokkur
1972 2. flokkur .
1973 1. flokkur A
1973 2. flokkur
1974 1. flokkur
1975 1. flokkur
1975 2. flokkur
1976 1. flokkur
1976 2. flokkur
1977 1. flokkur
1977 2. flokkur
1978 1. flokkur
1978 2. flokkur
1979 1. flokkur
1979 2. flokkur
1980 1. flokkur
1980 2. flokkur
1981 1. flokkur
1981 2. flokkur
1982 1. flokkur
1982 2. flokkur
Sölugengi
pr. kr. 100.-
11.396,04
9.937,82
8.617,07
7.302,64
5.224.90
4.812,62
3.322.48
2.731.44
2.057,84
1.950,34
1.556,93
1.444.48
1.206,22
979,40
770,57
649,55
502,62
376.47
296,05
254,25
188,90
171.47
128,19
VEÐSKULDABRÉF
MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU:
Meóalévöxtun umfram verðtryggingu er
3,7—5,5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVEROTRYGGÐ:
Sötugengi m.v. nafnvexti
(HLV)
Sölugengi nafn- Ávöxtun
m.v. vextir umtram
2 afb./ári (HLV) verðtr.
1 ár 96,49 2% 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ár 92,96 2’/2% 7%
4 ár 91,14 2’/r% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ár 88,50 3% 7’/«%
7 ár 87,01 3% 7’/4%
8 ár 84,85 3% 7V4%
9 ár 83,43 3% 7’/,%
10 ár 80,40 3% 8%
15 ár 74,05 3% 8%
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLAN , RÍKISSJÓÐS pr°krT<r
C — 1973 3.340.09
D — 1974 2.872,15
E — 1974 2.021.38
F — 1974 2.021,38
G — 1975 1.339,92
H — 1976 1.224,53
I — 1976 971,46
J — 1977 867,10
1. fl. — 1981 186,83
12% 14% 16% 18% 20% 47%
1 ár 63 64 65 66 67 81
2 ár 52 54 55 56 58 75
3 ár 44 45 47 48 50 72
4 ár 38 39 41 43 45 69
5 ár 33 35 37 38 40 67
Ofantkráð gengi er m.v. 5% ávöxtu
p.á. umfram varðtryggingu auk vinr
ingsvonar. Happdrættisbréfin eru ge
in út á handhafa.
Verðbréfaniarkdöur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lönaóarbankahúsir"1 Sími 28566