Morgunblaðið - 06.03.1983, Page 28

Morgunblaðið - 06.03.1983, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983 NORÐUR-ATLANTSHAFSFLUG Liðlega 32% farþegaaukning f N-Atlantshafsflugi Flugleiða 1982: „ Við reiknum með að geta aukið farþegafjöldann um 24—30% í ár“ — segir Sigfús Erlingsson, framkvæmdastjóri vestursvæðis Flugleiða í New York „FARÞEGAR hafa greinilega fengið tiltrú á félaginu á nýjan leik, eftir erfiðleikaárin, auk þess sem við höf- um auðvitað lagt okkur fram við að auka ýmis konar markaðsstarfsemi til að fjölga farþegum á nýjan leik,“ sagði Sigfús Erlingsson, fram- kvæmdastjóri vestursvæðis Flug- leiða, um þá miklu aukningu, sem varð á farþegaflutningum félagsins á Norður-Atlantshafsleiðinni á síðasta ári. Sigfús hefur aðsetur í New York og stjórnar starfsemi Flugleiða vestra. Flugleiðir fluttu á síðasta ári tæplega 183 þúsund farþega á Norð- ur-Atlantshafinu, en til samanburðar voru farþegar félagsins á árinu 1981 liðlega 138 þúsund. Aukningin milli ára er því liðlega 32%, sem er mun meiri aukning en átt hefur sér stað á þessum flugleiðum almennt. Af þessum tölum má vera Ijóst, að Flug- leiðir eru á réttri braut. FREKARI AUKNING í ÁR „Við reiknum síðan með, að geta aukið farþegafjöldan enn nokkuð á þessu ári, eða á bilinu 24—30%. Við verðum með 16 ferðir milli Bandaríkjanna og Luxemborgar í sumaráætiun, sem er verulega aukning frá því í fyrra. Sú aukn- ing kemur að mestu fram á auknu framboði frá Chicago og Balti- more, sem kom inn seint á síðasta ári að nýju. Það má nefna sem dæmi, að sætaframboð félagsins frá Chicago verður aukið um í kringum 50%. Ferðir Flugleiða frá New York verða 8 á viku í sumar, sem er svipað því sem var í fyrra. Síðan verðum við með 6 ferðir á viku frá Chicago og 2 ferðir á viku frá Baltimore. Reyndar kemur þetta aukna sætaframboð einnig fram í því, að tímabilið er lengt út á axlirnar," sagði Sigfús. STEFNIR í HÁMARKSFLUG Aðspurður um samanburð við fyrri tíð sagði Sigfús, að þegar flug félagsins var sem allra mest hefði það verið 18 ferðir í viku, þannig að það stefndi í svipað flug. Þegar erfiðleikar félagsins voru sem mestir voru aðeins farn- ar 6 ferðir í viku milli Bandaríkj- anna og Luxemborgar. FÆKKUN FRÁ ÍSLANDI TIL BANDARÍKJANNA Sigfús sagði aðspurður, að far- þegum frá Islandi til Bandaríkj- anna hefði fækkað gríðarlegar á síðasta ári, eða hátt á annað hundrað prósent. „Því miður virð- ist sama sagan vera uppi á ten- ingnum í ár, ef marka má bókanir og annað. Ástæðan fyrir þessari fækkun er auðvitað fyrst og fremst þróun dollaraverðs, en eins og allir vita hefur dollaraverð hækkað mjög mikið á Islandi, langt umfram verð annarra gjald- miðla, þannig að ferðafólk heldur frekar á aðrar slóðir. Hins vegar geri ég mér góða von um að ná árangri í að fjölga farþegum frá Bandaríkjunum til íslands. Við höfum orðið varir við mjög aukinn áhuga á því undanfarið," sagði Sigfús. FLEIRI BANDARÍKJA- MENN TIL EVRÓPU VEGNA DOLLARA- STYRKINGAR „Hin mikla styrking dollarans hefur auðvitað orðið þess vald- andi, að Bandaríkjamenn hafa sótt í mun meira mæli til Evrópu, þar sem þeir fá sífellt meira fyrir peningana. Sérstaklega hafa þeir sótt mikið til Frakklands. Hins vegar kemur það í ljós, þegar far- þegatölur okkar frá síðasta ári eru skoðaðar, að aukning heildar- flutninga frá Evrópu er mjög svip- uð aukningunni frá Bandaríkjun- um. Flugleiðir hafa gert töluvert átak í því, að auka straum farþega frá ýmsum Evrópulöndum og má í því sambandi nefna mikla og aukna markaðsstarfsemi félagsins í Sviss, Frakklandi og Vestur- Þýzkalandi, sem hefur skilað góð- um árangri og mun gera á þessu ári, ef marka má bókanir. Farþeg- um sem koma frá Sviss og Frakk- landi er t.d. gert auðvelt að kom- ast með Iestum til og frá Luxem- borg og hefur það mælst mjög vel fyrir. Þá höfum við um nokkurt skeið haldið uppi áætlunarbíla- ferðum inn og út úr Luxemborg til Vestur-Þýzkalands, og hefur sú þjónusta verið mjög mikið notuð,“ sagði Sigfús. FLUGIÐ GEKK ALMENNT VEL í FYRRA Almennt um flugið á síðasta ári sagði Sigfús: „Flugið í fyrra gekk almennt mjög vel, betur en oftast áður. Vélar félagsins voru yfirleitt mjög vel á tíma, þ.e. tafir voru mjög litlar. Reyndar held ég að vélar félagsins hafi ekki í annan tíma staðizt betur áætlun al- mennt. Þá hefur andrúmsloftið verið mjög gott með aukinni tiltrú fólks á félaginu." OF LÁG FARGJÖLD AÐALVANDAMÁLIÐ „Annars voru okkar aðalvand- ræði á síðasta ári, eins og reyndar síðustu árin hið lága verð. Við höf- um þurft að vera með lægra verð en æskilegt hefði verið vegna hinnar mjög svo hörðu samkeppni, sem ríkir á þessum markaði. Til þess að reksturinn væri nokkurn veginn eðlilegur þyrftum við að geta hækkað fargjöldin yfir hafið á bilinu 10—15%. Reyndar hefur okkur tekizt með markvissri markaðsstarfsemi undanfarin ár, að fjölga nokkuð þeim farþegum, sem greiða fullt fargjald og við stefnum að því, að halda áfram á þeirri braut. Hlutfall fullborgandi farþega hefur gjarnan verið á bil- inu 12—13%, en við stefnum að því, að koma þessu hlutfalli í 18—20% og hefur reyndar orðið nokkuð ágengt í því efni. Þessi þróun hefur auðvitað hjálpað nokkuð upp á sakirnar, en betur má ef duga skal í þessum efnum," sagði Sigfús. #► Sigfús Erlingsson, framkvæmda- stjóri vestursvæðis Flugleiða, á skrifstofu sinni í New York. þURFUM AÐ GERA N ORM ALF ARG J ALDIÐ AÐGENGILEGRA „Annars höfum við náð ákveðn- um fargjaldahækkunum í vetur með tilfærslum milli fargjalda- flokka og á þeirri braut verður haldið áfram. Við þurfum, að gera normalfargjaldið meira aðlaðandi fyrir fólk, jafnvel lækka það eitthvað og ná þannig inn meiri tekjum. Hins vegar reikna ég ekki með umtalsverðum breytingum á lægstu fargjöldunum í ár, frá því sem var í fyrra, vegna hinnar miklu samkeppni," sagði Sigfús. AÐHALD OG HAGRÆÐ- ING í REKSTRI I samtalinu við Sigfús kom fram, að mikils aðhalds hefur ver- ið gætt í rekstri félagsins vestra á liðnum árum, auk þess sem kapp- kostað hefur verið að hagræða starfseminni, eins kostur hefur verið. Nefndi Sigfús, að fyrir 4—5 árum hefur fastráðnir starfsmenn Flugleiða í New York verið liðlega 230 talsins, en í dag eru þeir um 60, auk 20—25 lausráðinna starfsmanna, sem koma inn í 6—7 mánuði á ári. „Við framkvæmum í ' raun svipaða vinnu í dag, eins og ’ gert var á árum áður með mun minna starfsliði, en það hefur reynzt mögulegt með ýmis konar hagræðingu í rekstrinum," sagði Sigfús. SÍMAÞJÓNUSTAN Sigfús sagði stærstan hluta starfsliðsins starfa í bókunardeild félagsins, eða við símbókunar- þjónustu. „Langstærstur hluti bókana kemur inn símleiðis. Far- þegar hringja inn í bókunardeild- ina víðs vegar að úr Bandaríkjun- um, en við greiðum fyrir simtalið. Það er því mikill fjöldi starfs- manna, sem hefur þann starfa að taka við símtölum og bóka fólk. Yfir háannatímann eru í bókun- ardeild tvær vaktir með 28 starfs- mönnum hvor. Yfir veturinn höf- um við fengið að meðaltali um 1.700 símtöl inn, en yfir háanna- tímann hafa þau farið í um 3.500. Það hefur orðið umtalsverð aukn- ing á þessu síðustu vikur og mán- uði og nú er meðaltalið um 2.000 og ég reikna með, að við fáum yfir 4.000 símtöl inn yfir háannatím- ann,“ sagði Sigfús. Það kom ennfremur fram hjá Sigfúsi, að símstöð félagsins væri mjög fullkomin og tölvustýrð. „Við getum fylgzt mjög nákvæmlega með öllum símtölum. Mælt lengd þeirra og hversu mörg við fáum inn á hverjum klukkutíma. Þá sjá- um við hvaðan símtölin koma og hvenær þau koma frá hinum ýmsu landshlutum. Þetta gerir okkur kleift að fylgjast mun betur með þróun mála, en ella. Við fylgjumst reyndar með símaþjónustunni á hverjum einasta degi. Bókunar- deildin er opin alla daga vikunnar á bilinu 08.00—20.00. Við verðum að vera með svona langan opn- unartíma, vegna tímamismunar í landinu." SAMKEPPNIN Sigfús var spurður um sam- Flugeiginleikar Áttanna eru þeir skemmtilegustu Veruleg breyting hefur orðið á flug- inu yfir Norður-Atlantshafiö á þeim liðlega þrjátíu árum, sem það hefur staðið yfir, en segja má reglubund- ið flug hafi hafizt á árinu 1952. Fyrstu árin var flogið á DC-4 vél- um, eða „Fjörkunum“, eins og þeir voru nefndi.r og síðan rak hver flugvélategundin aðra, DC-6, eða „Sexurnar", Rolls Royce, eða „Monsarnir", DC-8, eða „Átturn- ar“, sem enn eru í fullri notkun og um tíma kom ein DC-10 þota, eða „Tía“, inn í rekstur Flugleiða. Magnús Norðdahl, flugstjóri, er einn þeirra, sem hafa gengið í gegn- um öll þessi tímabil, en hann byrj- aði að fljúga á hafinu árið 1954. Mbl. spjallaði við Magnús á dögun- um og spurði hann fyrst hver væri helzta breytingin á fluginu á þess- um 30 árum. Breytingarnar eru auðvitað gríðarlega miklar. Stærsta breytingin er auðvitað sú, að vél- arnar eru fljótari í förum, og bet- ur fer um farþega og áhöfn. Við urðum að halda okkur í 6—8 þús- und feta hæð á Fjörkunum, þar sem þeir voru ekki búnir jafn- þrýstibúnaði, eins og vélarnar í dag, þannig að þrýstingur inni í vélunum er alltaf sá s»mi, burt sé frá því í hvaða hæð er flogið. Það má því kannski segja að við höfum flogið í veðrinu, því algeng skýjahæð er einmitt á þessum slóðum. Ókyrrð var því oft á tíðum mun meiri en hún er í dag, auk þess sem við áttum oft við ísing- arvandamál að stríða. Þessar vélar voru líka mun hægfleygari en þær sem við eigum að venjast í dag. Algengur tími yfir hafið til New York var t.d. 14 klukkustundir og það tók oft um 6 klukkustundir að fljúga frá ís- landi til Hamborgar í Þýzka- landi," sagði Magnús. Magnús var inntur eftir því hvort Fjarkarnir hefðu ekki verið mun erfiðari í meðhöldlun en t.d. Átturnar, sem notaðar eru í dag. „Auðvitað voru þessar vélar mun ófullkomnari tæknilega en vélarn- ar í dag og því þurfti að hafa meira fyrir þeim. Þetta voru hins vegar ágætistæki og reyndar góð- ar vélar á síns tíma vísu. Annars er ekki hægt að tala um Fjarkana og Átturnar í sama orðinu, svo mikill er munurinn á þeim,“ sagði Magnús. „Eftir nokkur ár í notkun var Fjörkunum síðan skipt út fyrir Sexurnar, sem þá voru að ryðja sér til rúms á markaðnum. Sex- urnar voru nokkru hraðfleygari, en við urðum eftir sem áður að fljúga þeim í skýjahæð, og ókyrrð- in olli því sömu óþægindunum fyrir farþega og áður. Sexurnar voru mun betur búnar tæknilega en Fjarkarnir og auðveldara var að meðhöndla þær. Við flugum Sexunum á þessari leið alveg framundir 1964, þegar fyrstu Rolls Royce-vélarnar voru teknar í notkun, en þær voru alltaf nefnd- ar „Monsarnir". Þeim vélum var flogið framundir 1970, þegar Átt- urnar tóku við. „Monsarnir" voru mjög sérstak- ar vélar. Þær „reyndu alltaf að plata" þig. Þær voru tiltölulega erfiðar í flugtaki og lendingu, sér- staklega var erfitt að stjórna þeim í lendingu. Þegar niður á jörðina var komið, var eins og maður væri kominn undir stýri á járnbraut- arlest,“ sagði Magnús og brosti í kampinn. „Það var hins vegar alveg þokkalegt að fljúga „Monsunum". Þeir höfðu nokkuð aðra flugeigin- leika en aðrar vélar á þeim tíma. Það kom kannski sérstaklega til af því, að stýri vélarinnar var mjög frábrugðið. Verksmiðjurnar ætl- uðu að koma þessari tegund stýra á almennan markað, en það gekk ekki upp,“ sagði Magnús. „Það má hins vegar ekki gleyma því, þegar þessir hlutir eru rifjaðir upp, að „Monsarnir" voru með jafnþrýsti- klefa og var því flogið ofar skýj- um, til mikilla hagsbóta fyrir alla.“ „Það var síðan í kringum 1970, að Átturnar leystu „Monsana" af hólmi. Það var mikil breyting fyrir okkur. Átturnar, sérstaklega þær lengri, hafa mjög skemmti- lega og góð flugeiginleika. Per- sónulega tel ég löngu Átturnar hafa beztu flugeiginleika, sem þekkjast á þotum nútímans. Eru „Átturnar" ekkert farnar að úreldast í dag? „Alls ekki. Þær standa fyllilega fyrir sínu. Þetta eru öruggustu vélar, sem völ er á, enda eru þær í verkefnum um all- an heim, og flugfélög ætla sér greinilega að vera með þær í rekstri um ókomin ár. í því sam- bandi má benda á, að mjög mörg flugfélög hafa farið út í mikla fjárfestingu við að skipta um mót- ora á vélunum. Frá hljóðlátari og eyðslugrennri mótora til að svara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.