Morgunblaðið - 06.03.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983
29
Flugliðar í þjálfun.
keppnina á þessu ári. „Samkeppn-
in verður eftir sem áður hörð. Á
því leikur enginn vafi. Hins vegar
hafa þau tíðindi gerst, að Capitol-
flugfélagið, sem hefur verið okkar
aðalsamkeppnisaðili, hefur átt í
miklum rekstrarerfiðleikum á
undanförnum mánuðum. Þeir
hafa tilkynnt, að flug félagsins
verið dregið nokkuð saman, sem
kemur okkur auðvitað eitthvað til
góða. Ennþá er þó of snemmt að
spá í þau áhrif nákvæmlega. Sömu
sögu er reyndar að segja af öðrum
keppinaut okkar, Metro, sem er
dótturfyrirtæki Flying Tigers. Það
stefnir allt í að þeir hætti beinu
áætlunarflugi yfir hafið. Þeir
munu að vísu fljúga í gegnum
Frankfurt til Tel Áviv í ísrael, en
starfsemi þeirra verður aðeins
brot af því, sem hún hefur verið.
Það verður hins vegar fyrirsjáan-
lega ekkert lát á annarri sam-
keppni, nema síður sé,“ sagði Sig-
fús.
Flug með farþega og vörur er gjarn-
an sameinað yfir vetrartímann, til að
auka nýtni vélanna.
„STOP OVER“ FARÞEGAR
Að síðustu var Sigfús inntur
eftir því hvernig útlitið væri með
„stop over“ farþega á íslandi, en
þeim hefur fækkað mjög mikið á
síðustu árum. „Útlitið er nokkuð
þokkalegt. Við teljum okkur geta
aukið straum „stop over“ farþega
þó nokkuð á þessu ári. Hótelmál
hafa verið okkur nokkuð erfið í
gegnum tíðina, en nú horfir hins
vegar til betri vegar í þeim efnum,
þannig að við erum tilbúnir að
auka straum þéhsa ferðafólks.
Reyndar ætlum við og höfum haf-
ið sérstakt átak hér vestra til að
fá „stop over“ farþega til íslands.
Við komum íslandi að í öllum
okkar auglýsingum, sem þegar
hefur gefið góða raun,“ sagði Sig-
fús Erlingssson, framkvæmda-
stjóri vestursvæðis Flugleiða í
Bandaríkjunum, að síðustu.
Rætt viö Magnús
Nordahl flugstjóra
hjá Flugleiðum
betur kröfum tímans. Þá hefur
það færzt í vöxt að keyptar séu
nýjar innréttingar í vélarnar og
þegar það er búið, tel ég að ekki sé
verr búið að farþegum, en í öðrum
flugvélategundum," sagði Magnús.
Flugleiðir áttu og voru með í
rekstri um tíma eina DC-10, eða
„Tíu“ eins og þær eru nefndar, og
Magnús var einn flugmanna fé-
lagsins, sem flaug henni. Við innt-
um Magnús álits á þeim vélum.
„Tíurnar eru mjög tæknilega full-
komnar og góðar vélar. Reyndar
tel ég hana beztu vélina í hópi
stóru breiðþotanna. Hún hefur
hins vegar átt undir högg að
sækja vegna óhróðurs og ills um-
tals, sem átt hefur sér stað á síð-
ustu árum, vegna óhappa sem upp
komu. Það var hins vegar ekki vél-
in sjálf, sem átti þar sökina, eins
og látið hefur verið í veðri vaka.
Þar komu ýmsir aðrir þættir inn í
myndina, eins og viðhald, sem
aldrei hafði hlotið viðurkenningu.
Tían er tæknilega fullkomnari en
Átturnar, enda smíðuð mun
seinna. Flugeiginleikar hennar
eru hins vegar ekki eins skemmti-
legir. Hún er styttri og vakari, en
það var auðveldara að stjórna
henni. Mín skoðun er reyndar sú,
að félagið þurfi að fá Tíu í flotann
að nýju i framtíðinni," sagði
Magnús.
Aðspurður um brautarþörf Átt-
anna annars vegar og Tíanna hins
vegar sagði Magnús, að Átturnar
þyrfti lengri braut. „Þær eru mikl-
ir brautarhákar. Tíurnar hægja
fyrr á sér, þar sem mótstaðan er
meiri. Vélin er styttri og breiðari.
Auk þess er bremsubúnaðurinn á
Tíunum fullkomnari."
Magnús var inntur eftir því
hver væri helzti munurinn á því,
að fljúga til New York annars veg-
ar og hins vegar til Luxemborgar.
„Það er auðvitað mikill munur þar
á, vegna þess hversu umferð er
f íðarlega mikil inn til New York.
Luxemborg er eins og maður sé
einn í heiminum. Það getur verið
nokkuð álag að koma inn til New
York á háannatíma. Við þurfum
oft að bíða í „hold in“, þar sem
flugumferðarstjórnin annar ein-
faldlega ekki umferðinni. Það líða
síðan ekki nema nokkrir tugir sek-
úndna milli véla, þegar komið er
inn og við flugtak. Þegar komið er
inn til lendingar er einfaldlega
ætlast til að maður komi sér hið
snarasta út af brautinni, að öðrum
kosti er næsta vél komin alveg í
kjölfarið," sagði Magnús.
Aðspurður um álag á flugmenn
almennt á þessari leið sagði
Magnús, að auðvitað væri álagið
mest við flugtak og lendingu. Það
mætti kannski segja, að sjálft
flugið yfir hafið væri nokkurs
konar eftirlit með stjórntækjum
vélarinnar. „Vélinni eru gefnar
ákveðnar skipanir, sem hún síðan
fer eftir. Reyndar er hægt að
prógrammera vélarnar þannig, að
þær sjá um lendinguna sjálfar.
Þá var Magnús inntur eftir því
hvernig það færi í menn að flúga
jafnmikið milli tímabelta eins og
raun ber vitni, þar sem New York
er t.d. 5 klukkustundum á eftir
Reykjavík, og hvernig það væri að
vera jafnlengi að heiman eins og
raun ber vitni. „Það er auðvitað
alltaf fremur hvimleitt að fljúga
milli tímabelta. Mér finnst þetta
allt í lagi á leiðinni vestur, en það
er hins vegar verra á heimleið.
Þetta er hins vegar hlutur, sem
maður verður að sætta sig við og
lifa við. Hvað varðar spurningu
um vistina að heiman, þá finnst
mér allt í lagi að vera 1—3 daga í
burtu, en um leið og dvölin verður
lengri, fer það að verða leiðinlegt,
auk þess sem það er auðvitað allt-
af frekar pirrandi að búa á hótel-
um, hvar svo sem þau eru. Áttu-
flugmenn félagsins hafa t.d. mikið
verið í hinum svokallaða „Air
India“-flugi síðustu misserin og þá
er úthaldið allt frá 4 dögum upp í'
15 daga, sem er ekki það vinsæl-
asta hjá mönnum,“ sagði Magnús.
Magnús var inntur eftir því
hversu mikla þjálfun flugmenn
Flugleiða þyrfti að fá, ef ákveðið
yrði að taka Tíu að nýju inn í
rekstur félagsins. „Þeir menn sem
hafa öðlazt réttindi til að fljúga
vélunum, þurfa aðeins að fara á
stutt námskeið og eru síðan tékk-
aðir út. Hvað varðar aðra, þá
þurfa þeir að fara á töluvert um-
fangsmikið námskeið, áður en þeir
fá réttindi. Það er reyndar þannig
með allar vélar, að hafi menn ekki
réttindi á þær, þurfa þeir að
ganga í gegnum mikla þjálfun,"
sagði Magnús.
Magnús hefur í gegnum tíðina
verið þekktur fyrir áhuga sinn á
listflugi og hann á með félögum
sínum mjög fullkomna listflugvél.
Hann var því spurður að síðustu
hver væri munurinn á því að
fljúga stórum þotum annars vegar
og litlum vélum hins vegar. „Það
er auðvitað ekki hægt að bera
þetta saman á neinn hátt annan
en að báðar fljúga vélarnar. Það
ánægjulegasta við listflugvélina,
og reyndar litlar vélar almennt, er
að maður getur gert það sem
mann langar til. Listflug krefst
hins vegar mikillar þjálfunar, og í
listfluginu getur maður í raun
verið að bæta við sig alla ævi. Það
eru engin takmörk fyrir fram-
þróun þar. Persónulega finnst mér
mun meira gaman að fljúga litlu
vélunum og þá alveg sérstaklega
listflugvélum," sagði Magnús
Norðdahl, flugstjóri hjá Flugleið-
um, að síðustu í samtali við Mbl.