Morgunblaðið - 06.03.1983, Side 34
i
)
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983
Fræg knattspyrnufélög
MANCHESTER UNITED
Nýtt lið
Jimmy Murphy var ekki með í
hinni örlagaríku ferð til Belgrad
því hann hafði fengið frí hjá Matt
Busby til að stjórna welska lands-
liðinu á móti fsraelsmönnum í
.Cardiff. Eftir slysið tók hann
strax við framkvæmdastjórastarf-
inu á Old Trafford og hans fyrsta
verkefni var að stjórna liðinu í
bikarkeppni á móti Sheffield í 5.
umferð þann 19. febrúar. Aðeins
tveir af leikmönnunum sem fóru
til Belgrad voru með í leiknum:
Harry Gregg og Bill Foulkes.
Tveir nýir menn voru fengnir til
liðsins, þeir Ernie Taylor frá
Blackpool og Stan Crowther frá
Aston Villa, aðrir leikmenn voru
sóttir í varaliðið. Við upphaf ieiks-
ins brast Jimmy Murphy í grát og
í leikskránni voru leikmennirnir
einkenndir með númerum en ekki
nöfnum.
60.000 áhorfendur komu á Old
Trafford þetta kvöld, þar á meðal
var Denis Law sem þá lék með
Huddersfield.
United: „Liðið sem kom úr
engu“ sigraði 3—0 í þessum „við-
kvæma" leik. Shay Brennan, sem
var vanur að leika sem hægri
bakvörður í varamannaliðinu,
fékk nú stöðu vinstra megin á vell-
inum og skoraði tvö mörk. Tíu ár-
um seinna lék hann með Man-
chester United í sigurleik gegn
Benfica í Evrópukeppni og þá sem
bakvörður. Síðan tapaði United
fyrir Bolton 2—0 og þannig duttu
bæði West Bromwich og Fulham
út af lista efstu liða. Enn er í
minnum haft þegar miðherji
Bolton-liðsins, Nat Lofthouse,
réðst í loftköstum á Harry Gregg
og velti honum og boltanum inn í
netið og skoraði þar með annað
markið í leiknum — en enginn
leikmanna United andmælti, þó
þeir hefðu ærna ástæðu til.
Á þessu tímabili komu Bobby
Charlton og Dennis Violett ásamt
Matt Busþy aftur til United;
Busby á hækjum en Charlton í
góðu líkamlegu ástandi og aðeins
tveimur mánuðum eftir slysið var
hann kominn í landsliðið.
f undanúrslitum Evrópukeppn-
Tommy Docherty gerði Man. Utd. tvívegis að enskum bikarmeisturum. Hér lyftir hann bikarnum hátt á loft á
Wembley eftir að lið hans hafði sigrað Liverpool, 2—1 .
Sumarið áður hafði AC Torino
keypt Denis Law af Machester
City fyrir 115.000 pund, sem þá
var hæsta verð fyrir leikmann og
einu sinni áður átti Denis metið
eða þegar Manchester City keypti
hann frá Huddersfield. Sem sagt
þrisvar sinnum hæsta þágildandi
kaupverð greitt fyrir Denis Law.
Hann gat ekki sætt sig við hinn
mikla þrælsaga í ítölskum fót-
bolta, vikulangar æfingaferðir til
fjalla og ekki síst ítalska knatt-
spyrnustílinn. Til að kóróna allt
átti hann í útistöðum við þjálfara
sinn í lok fyrsta keppnistímabils-
ins, sem endaði með því að þjálf-
arinn útilokaði hann frá leikjum í
tvær vikur. Meðan hinir leikmenn
AC Torino, með Enzo Bearzot sem
fyrirliða, fóru til Sviss til að leika
nokkra vinaleiki, sat Denis Law
eftir í Torino — eða þar til hann
hélt einnig af stað nokkrum dög-
um síðar þar sem Matt Busby, sem
af tilviljun var staddur í Ölpunum
og frétti af erjunum milli Denis og
þjálfara hans, hringdi í hann og
bauð honum til Sviss. Busby og
Denis urðu fljótt á eitt sáttir um
samvinnu og tók United að sér að
losa hann frá AC Torino.
Meðan Denis Law gældi við
hugsunina um að komast aftur til
Manchester United, hugleiddi AC
Torino að selja hann til Juventus,
vegna þess eins að Juventus var
reiðubúið að greiða 160.000 pund
fyrir hann eða 45.000 pundum
meira en munnlegt samkomulag
Torino og United hljóðaði upp á.
Þegar Denis frétti þetta tók
hann saman pjönkur sínar, fékk
sér leigubíl frá Torino til Milano
og flaug þaðan til fæðingarstaðar
síns Aberdeen og þar fyrst lét
hann í sér heyra. Þá varð stjórn-
endum Torino ljóst að Denis Law
var algjörlega ófáanlegur til að
leika fyrir ítalskt knattspyrnufé-
lag aftur og féllust á að selja hann
til United fyrir 116.000 pund.
United skrifaði út tvær ávisan-
ir; eins sem hljóðaði upp á 71.000
pund handa AC Torino og aðra
upp á 45.000 pund sem AC Torino
skuldaði enn Manchester City.
Tíu árum eftir flugslysið mikla
varð Man. Utd. Evrópumeistari
innar tókst United að sigra AC
Milano 2—1 á heimavelli en á San
Siro töpuðu þeir 4—0. Þrátt fyrir
ósigurinn baúð evrópska knatt-
spyrnusambandið United að halda
áfram þátttöku, en enska knatt-
spyrnusambandið var mótfallið
því. Samt sem áður var veturinn
1958/59 United mikil hvatning;
þeir náðu þeim undraverða
árangri að hafna í öðru sæti í
deildarkeppninni á eftir Wolver-
hampton, en ákvörðun Matt Busby
að kaupa leikmanninn Albert
Quixall frá Sheffield, einu ári eftir
flugslysið, fyrir hæsta kaupverð
sem um gat þá, átti ekki hvað
minnstan þátt í frammistöðu
þeirra.
„Það var á þessu keppnistíma-
bilið sem Matt Busby sýndi hvað
hann er óskaplega sterkur per-
sónuleiki," sagði Jack Crompton,
þáverandi þjálfari félagsins. „Áð-
ur en hann gat byggt upp lið
þurfti hann að byggja sjálfan sig
upp. Ég man svo vel er við gengum
einn morgun upp tröppurnar að
skrifstofu hans á Old Trafford:
allt í einu rétti hann mér hækj-
urnar sínar og reyndi að komast
áfram án þeirra. Hann hafði mikl-
ar kvalir, en hann ætlaði ekki að
gefast upp. Þegar við vorum svo í
bílnum á heimleið eftir að hafa
horft á nokkra leiki, þurfti hann
að hagræða sér ótal sinnum í sæt-
inu.“
Það var sama hvar United lék
leiki sína, alls staðar var áhorf-
endafjöldinn gífurlegur. Oft var
uppselt löngu áður en leikurinn
hófst og á Old Trafford komu
meira en ein milljón manna á
deildarleiki þeirra sem voru 21.
Eða að meðaltali 53.258 áhorfend-
ur á leik.
Áhugi manna fyreir félaginu
var einstakur og jafhvel á leikjum
varamannaliðsins voru jafnan yfir
10.000 áhorfendur.
Hæsta kaupverðið
Matt Busby vissi að hann gat
ekki gert góða unga knattspyrnu-
menn að stjörnum á einu keppn-
istímabili. En vegna hins mikla
fjölda áhorfenda og góðrar fjár-
hagsstöðu gat hann keypt gott lið,
sem hann og gerði smátt og smátt.
Hann keypti Noel Cantwell frá
West Ham og Maurice Setters frá
West Bromwich til að styrkja lið
sitt. Sumarið 1962 endurheimti
hann Denis Law frá Ítalíu og
borgaði fyrir hann hærra verð en
fyrir nokkurn annan leikmann eða
116.000 pund.
Hinn frábæri leikmaður
Denis Law var afbragðs knatt-
spyrnumaður, sem virkaði sem
segull á áhorfendur líkt og Bobby
Charlton. Fyrsta keppnistímabil
hans á Old Trafford var þó engin
sigurganga því United hafnaði í
19. sæti. Skakkaföllin voru svo
mörg þennan vetur að Matt Busby
ákvað í febrúar 1963 að freista
þess að kaukpa nýjan leikmann til
liðsins. Fyrir valinu varð Paddy
Crerand, frá Celtic Glasgow, sem
var þekktur fyrir prúðmannlegan
og jákvæðan leik, sem féll einkar
vel að leikaðferðum Denis Law.
Enda áttu þeir tveir drjúgan þátt í
að Manchester United lauk keppn-
istímabilinu með að sigra Leicest-
er í úrslitaleik bikarkeppninnar á
Wembley 3—1. Var það óneitan-
lega huggun fyrir 19. sætið í deild-
inni.
Næstu fimm keppnistímabil á
eftir einkenndist leikur United af
virðuleik og drambsemi — og var
sjálfstraust leikmanna orðið
gegndarlaust. 1964 voru þeir í 2.
sæti í deildarkeppninni, 1965 í 1.
sæti, 1966 í 4. sæti, 1967 í 1. sæti
og 1968 í 2. sæti. Þrjú ár í röð (frá
1964) komust þeir í undanúrslita-
Shay Brennan og Bobby Charlton hlaupa sigurhring á Wembley með Evrópu- leik FA-keppninnar. Sigurganga
bikarinn eftir að Man. Utd. sigraði Benfica, 4—1, í sögulegum úrslitaleik. þeirra náði hámarki árið 1968 þeg-
4